Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 3
Veljum íslenska tryggjum ( atvinnu P heima verslun ÞAÐ TREYSTIR SJÁLFSTÆÐIÐ Islensk verslun hefur frá upphafi verið einn af hornsteinum sjálfstæðis þjóðarinnar. Oflug verslun leiðir af sér lifandi mannlíf og litríka menningu og treystir sjálfstæði okkar í víðasta skilningi. A sama tíma opnar hún Ieið að farsælum samskiptum við aðrar þjóðir, nær og fjær. ÞAÐ EFLIR ATVINNU 1 af hverjum 7 Islendingum starfar við verslun eða samtals um 20 þúsund manns. Um þessar mundir eru hins vegar 1100 verslunarmenn atvinnulausir. !■ ÞAÐ EYKUR TEKJURNAR Verslun er sú atvinnugrein sem veltir mestu og skilar 2 af hverjum 3 krónum sem innheimtar eru meö virðisaukaskatti. A næsta ári verða það hvorki meira né minna en 27 milljarðar eða fjórðungur islensku fjárlaganna. Þar fyrir utan greiðir verslunin meiri skatta en nokkur önnur atvinnugrein. ÞAÐ EYKUR ÞJÓÐARHAG 150 þúsund Islendingar fara utan árlega. Ef gert er ráð fyrir að hver þeirra versli fyrir 25 þúsund krónur samsvarar það 3,7 milljörðum samtals. Sú verslun skilar engu til þjóðarbúsins. Færi hún hins vegar fram hér á landi myndi hún skapa 750 ný störf og skila 750 milljónum króna í formi virðisaukaskatts. Fyrir það mætti t.d. kaupa nýja björgunarþyrlu eða auka framlög til Háskóla Islands um 50%. Það munar um minna. ÞAÐ TRYGGIR FRAMTIÐINA Tækifæri framtíðarinnar búa fyrst og fremst í vaxandi verslun og þjónustu. A hverju ári koma þúsundir ungmenna út á vinnumarkaðinn í leit að starfi. Markmið okkar hlýtur að vera að flytja heim á ný minnst helming þeirrar verslunar sem nú fer fram erlendis og skapa þannig fleiri störf fyrir börnin okkar - verslunarfólk framtíðarinnar. Verslum heima • i ■ ■ mm m ÞAÐ BÆTIR KJORIN Frjálsari viðskiptahættir og vaxandi samkeppni hafa komið fram í stórauknu vöruúrvali og lægra verði. A tímum samdráttar og stöðnunar hafa hinar raunverulegu kjarabætur náðst í gegnum verslun. Islensk verslun býður gæðavöru og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. L ÞaÓ skiptir máli hvar þú verslar Birting þessarar auglýsingar er framlag eftirtalinna fyrirtækja til átaksins Tryggjum atvinnu - verslum heima. o blómouol $ KRINGLáN Kaupfélag Skagfirðinga Eymundsson K1511/IGNI/I $ ét* A fCTAi. HAGKAUP apssffl- LAUGWEGS fitrra ISTALL BÉBH gtvól iIrval þjómutla ÚTILÍFP SAMTOKIN GARÐURINN ^aUSSIOÆ ■ SlMI B12922 'áVfW rFAMUK steinarwaage SKÓVERSLUN chh Qz benetton

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.