Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SKOÐANIR 19 ialldór Blöndal landbúnaðarráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að losa þyrfti þjóð- ^arða landsins undan miðstýringu ríkisvaldsins. Stjórn þeirra telur hann betur comna hjá heimamönnum á hverjum stað. Náttúruverndarfólk er á annarri skoðun. Auður Sveinsdóttir, for- maður Landverndar, segir umræðu flestra um náttúru- vernd hérlendis úti í hött og hugsunarháttinn aftan úr fornöld. Seltjarnarnesbær keypti Gróttu af ríkinu í síðustu viku á níuhundruð þúsund krónur, en Gróttan er friðuð fyrir öllum umgangi almennings þrjá mánuði á ári. Landbúnaðarráðherra telur heillavænlegast að fara eins að með þjóðgarða landsins og láta heimamenn um að stjórna nýt- ingu þeirra. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður telur engan taka ummæli Halldórs alvar- lega, enda séu þau mælt af litlu innsæi. Rúmgóður og litríkur bíll með beinni innspýtingu, vökvastýri, öflugum hljómtækjum og glæsilegri innréttingu Verð frá 1.089.000 kr. á götuna! ÍlESMlLi ar á þess vegum að stjórna meðferð og nýtingu þessara svæða að ein- hverju leyti eins og verið hefur.“ Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalagsins, tekur í sarna streng og Auður, en hann hefur haft töluverð afskipti af náttúru- verndarmálum. „Þetta er nú bara tal- að út í vindinn tel ég vera og enginn tekur þetta alvarlega," segir hann. Stjórn þjóðgarða er hvergi með þess- um hætti þar sem ég þekki til. Það eru nú þegar vissir þættir í stjórn þessara svæða innan héraðs, en ann- að verður að vera hjá ríkinu. Halldór mælir þarna af litlu innsæi, þvi þessi svæði og umsjá þeirra eru ekkert einkamál einstakra landshluta, held- ur þjóðarinnar allrar.“ -ÆÖJ segir Hjörleifur Guttormsson um ummæli ráðherrans. I sjónvarpsviðtali í tilefni af kaup- Lim Seltjarnarnesbæjar á Gróttu af íkissjóði í síðustu viku sagði Halldór löndal landbúnaðarráðherra að fela bæri heimamönnum á hverjum tað umsjón og rekstur þjóðgarða andsins. Sagðist Halldór telja að reim væri mun betur treystandi íýrir jjóðgörðunum en ríkisvaldinu. Hafa ressi umrnæli komið mörgum á óvart sem nokkuð hafa komið nálægt ressurn ntálum. Þykja þau jafnvel bera vott urn rnikla skammsýni og skilningsleysi ráðherrans á hugtakinu náttúruvernd. Umrnæli Halldórs ganga einnig rvert á vilja umhverfisráðherra, Öss- urar Skarphéðinssonar, sem lagði fram nýtt frumvarp um stjórnskipu- lag náttúruverndarmála á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. í því frum- varpi er gert ráð fyrir að stjórnsýsla og endanlegt ákvörðunarvald á flest- urn sviðum náttúruverndarmála fær- ist frá Náttúruvemdarráði, þar sem rað er núna, yfir á valdsvið umhverf- tsráðherra. Þar er yfirumsjá með nýt- ingu og stjórn þjóðgarðanna ekki undanskilin. Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar, segir ummæli Halldórs hina mestu fjarstæðu. „Mér finnst öll umræða urn náttúruverndarmál eins og hún fer iðulega ffarn hér á landi, og er leidd meðal annars af Halldóri, alveg úti í hött. Það er eins og þessir menn skilji ekki orðið náttúruvernd og þeir nota það gjarnan sem eitt- hvað neikvætt. Þeir taka sér þetta í munn eins og um eitthvert gífiiryrði sé að ræða og hugsunarhátturinn er aftan úr fornöld. Á sama tíma eru menn hins vegar að prísa alþjóðlegar samþykktir um náttúruvernd og tala um einhverjar Evrópubandalagsregl- ur sem á að framfyígja. Menn verða að vera samkvæmir sjálfum sér, það hlýtur að vera lágmarkskrafa í þessu málum sem öðrum.“ Auður segir fullyrðingar Halldórs hreint ótrúleg- ar og fáránlegt að tala um miðstýr- ingu í 250 þúsund manna landi. „Svæðisstjórnir hafa nú þegar mikil völd yfir þessum þjóðgörð- um. Þegar talað er um að færa öll völd heim í hérað, þá er í raun verið að segja mönnum að gera bara það sem þeim sýnist. Sumir staðir á landinu eru hins vegar það miklar náttúru- perlur að það er ekki hægt að láta slíkt viðgangast. Það er oft um sterka hagsmuni heimamanna að ræða sem stangast á við hagsmuni þjóðarinnar allrar og því verður ríkisvaldið eða aðil- Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra. Honum þykir illt að vita af „miðstýringu" ríkis- valdsins á málefnum þjóð- garðanna. KENWOOD kraftur, gœði, ending Talað út í vindinn HYunoni Súlunes 15 Tveir eigendur í umfjöllun blaðsins um glæsihús, undir fyrirsögn- inni „Flott slot & fyrir- mannleg", var Jón Tryggvi Kristjánsson sagður einn eigandi að einbýlishúsinu að Súlunesi 15. Rétt er að taka fram að Aldís Aðalbjarnardóttir á helminginn í húsinu á móti Jóni Tryggva. Beðist er velvirðingar á þessum nistökum. Ritstj. Xkyrj^ý KEA^er.sannL-uJ,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.