Helgarpósturinn - 14.11.1994, Page 15

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Page 15
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Menn Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra Órannsakanlegir vegir Rannveigar Skilur einhver pólitískan feril Rannveigar Guðmundsdóttur? Vegir hennar í pólitík eru næstum guðdómlegir. Alla vega er frami hennar órannsakanlegur. Fyrst tók hún við embætti vara- formanns með hálfúm huga eftir að Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér. Það mátti skilja á henni að í því fælist hálfvelgjustuðningur við um- kvartanir Jóhönnu um illa meðferð karlanna í forystunni á sér. Rann- veig vildi ekki taka að sér hlutverkið svo karlanir gætu bent á að víst væru til konur sem þyldu frekjuna í sér. Samt varð hún varaformaður. Svo komst hún að því að hún ætti ekki að vera varaformaður. Það var eftir að Jóhanna ákvað að hún sjálf ætti að vera formaður. Þá mátti helst skilja á Rannveigu að hún gæti ekki haldið áffam að vera varaformaður úr því að engin samstaða var um það hver ætti að vera formaður. Og ef hún væri varaformaður undir þeim kringumstæðum gæti einhver heimtað af henni svör um hvort hún styddi til formanns, Jón eða Jó- hönnu. Þess vegna hætti Rannveig bara. Og þar með missti hún í raun af tældfærinu til að verða félagsmála- ráðherra þegar Jóhanna fór endan- lega í fylu. Rannveig hafði ekld leng- ur þann sess innan flokksins til að krefjast ráðherradóms. Sem hún hafði viljað á sínum tíma þegar Guðmundur Árni og Össur urðu ráðherrar. En þá var hún ekki ennþá orðinn varaformaður og þess vegna var hægt að ganga fram hjá henni. Og þegar Jóhanna hætti í rílds- stjóminni þá þótti of skammur tími til kosninga til að gera Rannveigu að ráðherra. Samt er hún orðin ráðherra. Og til þess að það hafi orðið þurfti eftir- farandi að gerast: í fyrsta lagi þurftu þeir Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson að hætta í ríldsstjóm og Alþýðuflokk- urinn að redda þeim góðum emb- ættum. I öðru lagi þurfti flokkurinn að redda Karli Steinari Guðnasyni góðu embætti til að koma honum út úr röð þeirra sem eiga tilkall til ráð- herraembætta. I þriðja lagi þurftu þeir Össur og Guðmundur Arni að fá ráðherraembætti til að koma þeim út úr sömu röð. I þriðja lagi þurfti Jóhanna Sigurðardóttir að segja af sér sem varaformaður, fara í formannslag og fylu í kjölfar þess, og loks út úr ríldsstjórn og flolcknum. I fjórða lagi þurfti Guðmundur Árni að hegða sér eins og vitlaus maður i ráðherrastóli og safna upp bomm- ertum sem tryggðu að honum væri elcki vært í embætti. Og í fimmta lagi þurfti Guðmundur að segja af sér. Ef einhver hefði spáð þessum söguþræði þegar Rannveig settist á þing fyrir fjórum árum hefði sá hinn sami verið álitinn geggjaður. Annað eins og þetta hefur aldrei gerst í ís- lenskri pólitík og annað eins og þetta á ekki að geta gerst. En samt gerðist það. OG það fær mann til að álykta að vegir Rann- veigar í pólitík séu órannsakanlegir. „Samt virðist hún ekkert hafa gert til að vinna til þessaframa. Hún hefur í raun lagtsigfram um að taka að sérsem minnst oggera semfœst. Henni hefur dugað best að halda sér til hlés og horfa upp á hvem kratann áfœtur öðrumfara á taugum ogspila út. Og þvífleiri sem heltast úr lestinni því hœrra erpólitíska risið á Rannveigu.“ Að henni séu allir vegir færir. Samt virðist hún ekkert hafa gert til að vinna til þessa frama. Hún hef- ur í raun lagt sig fr am um að taka að sér sem minnst og gera sem fæst. Henni hefur dugað best að halda sér til hlés og horfa upp á hvern kratann á fætur öðrum fara á taugum og spila út. Og því fleiri sem heltast úr lestinni því hærra er pólitíska risið á Rannveigu. Saga krata á þessu kjörtímabili hefur verið lík sögunni af litlu negrastrákunum. Kratarnir hafa sprungið á limminu hver á fætur öðrum. En öfugt við litlu negra- strákana þá kemur einn krati í ann- ars stað. Þess vegna er sagan af kröt- unum meiri langavitleysa en sagan af negrastrákunum. Þeir kratar sem koma í stað þeirra sem detta af lest- inni eru engu skárri og jafhvel enn vitlausari en hinir. En þessi langavitleysa var nauð- synleg — alla vega til að tryggja Rannveigu ráðherrastól. Án hennar væri hún sjálfsagt enn almennur þingmaður með nokkurra kjörtíma- bilabið í ráðherrastól. ÁS Fiölmiðlar Þjóðfélag án einstaklinga Það er hægt að ljúga með því að segja ekki satt. Og svo er hægt að ljúga með því að segja bara hálfan sannleikann. Og svo er líka hægt að ljúga með því að segja alls ekki neitt. Að ljúga með þögninni. En lygi er stórt orð og ég ætla ekki að skrifa um það. Hins vegar var ég velta því fyrir mér hvað les- endur Morgunblaðsins hljóta að hafa orðið hissa þegar Guðmundur Árni Stefánsson sagði allt í einu af sér. Það hlýtur að hafa komið yfir lesendur Morgunblaðsins eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þeir höfðu reyndar fengið örlitlar fréttir af óánægju með störf Guðmundar niður í þingi en ekkert sem gat bent til svo drastískrar niðurstöðu. En lesendur Morgunblaðsins ættu svo sem að vera vanir þessu. Þegar Davíð ákvað að bjóða sig ffarn gegn Þorsteini Pálssyni kom það líka algjörlega úr lausu lofti. Aðdragandinn sem allir aðrir sáu var algjörlega hulinn sjónum Morgunblaðsmanna. Og þegar v Markús sagði af sér. Þá varð Mogg- inn líka standandi hlessa. Hann vissi ekki betur en allt væri í góðu lagi. Ef einhver heldur að þessi þögn Morgunblaðsins sé bundinn við pólitísk stórtíðindi þá er það ekki svo. I raun er þögnin ein af horn- steinum ritstjórnarstefnu blaðsins — að segja aldrei allan sannleikann og helst sem minnst af honum. Þetta er einna gagnsæjast þegar Morgunblaðið neyðist til að fjalla um fólk, en sem kunnugt er vill blaðið helst ekki ræða um fólk heldur samtök, félög, hópa og önn- ur fyrirbrigði sem eru ekki jafn per- sónuleg og einstaklingurinn. Blaðið hefur í raun hafnað þeirri hug- mynd að þjóðfélagið sé samansafn einstaklinga og gengist inn á þá skoðun að þjóðfélagið sé safn fé- lagshópa sem því miður hafi í sér einhverja einstaklinga. Verst er Mogganum við að segja fréttir af breyskleika mannanna. Ef Jón Jónsson ökukennari er kærður fyrir að káfa á nemendum sínum er það ekki Jón Jónsson sem er ger- andinn í Mogganum heldur öku- kennari á sextugsaldri. Eins og öku- kennarar á sextugsaldri komi þessu máli eitthvað við. Sá félagsfræðilegi hópur hefur ekkert til sakar unnið og sá sem heldur því fram er að bera upp á hann rangar sakargiftir. Hins vegar var einstaklingurinn Jón Jónsson kærður fýrir káf. Um það snýst málið. Og þegar menn leyfa sér að hag- ræða sannleikanum í svona málum er stutt þar til að þeir gera það víð- ar. Sjómenn lýsa yfir áhyggjum sín- um þegar réttara er að formaður sjómannafélags geri það. Ríkis- stjórnin grípur til aðgerða til bjarg- ar skipasmíðastöðvum þegar rétt- ara er að Halldór Blöndal hafi feng- ið samþykkt í ríkisstjórn að veita skipasmíðastöðvum víkjandi lán sem líkast til verður aldrei inn- heimt. Lögfræðingur á fimmtugs- aldri stelur peningum af skjólstæð- ingum sínum þegar réttara er að lángflestir lögfræðingar á fimm- tugsaldri stela aldrei einu eða neinil, hvorki frá skjólstæðingum sínum eða öðrum. \ Mogginn'er nú að mestu hættur að segja árekstrafréttir. En dæmi- gerð slík frétt í Mogganum gæti verið á þessa leið: „Rauð Mazda- birfreið, sem kom akandi eftir ) ' Miklubraut, sveigði í veg fyrir gul- an Skoda, sem kom akandi suður Kringlumýrarbraut. Ökumaður Skoda-birfreiðarinnar var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim eftir skoðun.“ Fyrir tuttugu eða þrjátíu árum hefði sama frétt verið skrifuð svona: Halldór Sigurðsson ók Mazda-bifreið sinni í veg fyrir Baldur Baldursson sem kom akandi á Skodanum sínum suður Kringlu- mýrarbraut seint í gærkvöldi. Hall- dór slapp ómeiddur en Baldur var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim eftir skoðun.“ Nú eru þetta báðar tiltölulega ómerkilegar fréttir og eiga sjálfsagt ekkert erindi nú þegar um tíu árekstrar verða á hverjum degi. En þetta gefur samt tilefni til að velta því fyrir sér hvers vegna einstak- lingarnir eru að hverfa úr fréttun- um. Hvers vegna þeir mega ekki lengur keyra bílana sína og bílarnir sjálfir eru látnir um það. íslendingar eru fámenn þjóð. En fámennum þjóðum getur ekki ver- ið hollt að selja sér þá hugmynd að samfélag þeirra séu ekki sett saman úr ólíkum einstaklingum. Það er ef til vill auðveldara að skrifa fréttirn- ar þannig. Fimmtugir lögfræðingar kvarta ekki þótt þeir séu sagðir hafa stolið pening og ónáða ekki blaða- menn eða ritstjóra. En þrátt fyrir að blaðamennirnir losni undan um- kvörtunum þeirra sem koma fram í fréttum þeirra eru fréttirnar ekki sannari fyrir bragðið. Þær eru í mesta lagi hálfsannleikur, sem eins og kunnugt er getur verið hin versta lygi. Og þannig er heimsmynd Mogg- ans. Ef Mogginn er gott blað þá er hann gott blað í einhverju ímynd- uðu þjóðfélagi þar sem eintakling- urinn hefur verið þurrkaður út. Hann er blað stóra bróður. ■ Er réttlætanlegt að sjúkraliðar lami staf- semi sjúkrastofnana? Guðmundur Hallvarsson, al- þingismaður. „Mér fínnst að líta þurfi á málið frá mörgum hliðum. Með tilliti til aldraðra og þeirra sem eru alvarlega sjúkir og þurfa mikillar umönnunar við, þá er þetta harkaleg aðgerð.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar. „Mér fínnst mjög hæpið að heilbrigðis- stéttir hafi verkfalls- rétt. Hins vegar er búið að hækka aðrar heilbrigðisstéttir verulega í launum. Sjúkraliðar biðja aðeins um samræmingu og hafa beðið í 19 mánuði. Það er hörmu- legt að verkfallið skuli bitna á gamalmenn- um og sjúklingum en þar er við ríkisstjórn- ina að sakast." Sigríður Snæ- björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Borgarspítala. „Auð- vitað er það ekki rétt- lætanlegt, enda höf- um við lög í landinu sem geta komið í veg fyrir að slíkt gerist. Jafnvel í verkföllum eru ákveðin lög sem gilda sem koma í veg fyrir að starfsemi lamist algerlega. Það á alltaf að vera hægt að halda uppi lágmarksþjónustu og öryggisgæslu.“ Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítal- anna. „Islensk lög gera ekki ráð fyrir að heilbrigðisstétt geti í löglegu verkfalli, lamað heilbrigðis- stofnanir. Á meðan í gildi er verkfallsréttur fyrir opinbera starfsmenn þá hljóta þeir að mega fara í löglegt verkfall. Ég er hins veg- ar algerlega á móti verkfallsrétti fyrir opin- bera starfsmenn sem að gegna ákveðnum lykilhlutverkum og tel að við eigum að finna vitibornari aðferð til að leysa kjara- mál þeirra.“ Laufey Jak- obsdóttir í Grjóta- þorpinu. „Það er ekkert annað fyrir þá að gera. Það er stjórnvalda að leið- rétta launakjör þeirra og það strax. Ég stend með sjúkraliðunum.“ En eiga sjúklingar og aldraðir rélt á fullrí þjónustu á sama tíma? Guðmundur Halivarðsson „Mjög erfitt er að veita fullkomna þjónustu en lág- marksþjónustu verð- ur að sinna.“ Guðmundur J. Guðmundsson. „Það er erfitt að svara því. Vitanlega eiga sjúkir rétt á þjónustu og mér skilst að sjúkraliðar vilja gera það sem þeir geta en mér finnst afstaða ríkisins gagnvart þeim kalla á þessi viðbrögð. Saklausir gjalda frammistöðu ríkisvalds. Það væri best að ríkisstjórnin hugsaði um þá.“ Sigríður Snæ- björnsdóttir „Það fer eftir því hvað átt er við með fullri þjónustu. Ákveðin grunnþjónusta er veitt og síðan er veg- ið og metið eftir álagi hvað hægt er að gera. Sjúklingar eiga rétt á það mikilli þjónustu að öryggi þeirra sé aldrei ógnað. Það ríkir ekki neyðarástand á sjúkrahúsunum vegna verkfalls sjúkraliða. Þetta er flókið samspil margra stétta þann- ig að ákveðinn sveigjanleiki kemur til. Svo eru sjúklingar meðvitaðir og sýna mikla ró.“ Davíð Á. Gunn- arsson „Eins og lögin eru um kjara- deilur þessara hópa þá eiga þeir það að sjálfsögðu. í verkföll- um verður seinkun á ákveðnum þáttum í þjónustu sem er auðvitað afleitt. Bráða- þjónusta er hins vegar alltaf veitt.“ Laufey Jak- obsdóttir „Já, alveg skilyrðislaust.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.