Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 32
.Agúst Gylfason
hefur verið sterklega
orðaður við KR í
nokkurn tíma og vit-
að er af áhuga Vest-
urbæinga á að fá
hann í sínar raðir.
Ágúst vill ekkert
kannast við málið og segir sitt næsta
verkefni felast í því að fara til Sviss
og spila þar eins og hann hefur gert
undanfarna vetur. Nú herma heim-
ildir hins vegar að hann sé með til-
boð frá sænsku úrvalsdeildarfélagi
upp á vasann og eigi enn eftir að
taka tillit til þess...
Jr annig hefur þjálfari
Örebro iýst yfir mikl-
um áhuga á að fá
landsliðsfyrirliðann
Guðna Bergsson til
liðs við félagið fyrir
næsta tímabil. Eins og
kunnugt er eru fyrir
hjá félaginu íslendingam-
ir Hlynur Stefánsson og Arnór
Guðjohnsen og hefur þjálfarinn í
hyggju, vegna góðrar reynslu
Hlyn og Arnór, að styrkja varnarlín
una með komu Guðna...
VJuðni sjálfur segist ekkert hafa
heyrt enn og segist fyrst ætla að at-
huga sinn gang í Bretlandi áður en
hann líti til Svíþjóðar...
Krií
RISTINN LÁRUSSON
Valsmaður mun vera
á leið til slns gamla
félags, Stjörnunnar.
Ástæðan mun vera sú
að vinskapur hans og
nýju þjálfaranna
tveggja mun vera með ágætum og
gagnkvæmur vilji fyrir samstarfi...
X ómas Ingi Tóm-
asson, sem mikið
hefur verið í félaga-
skiptafréttum að
undanförnu, held-
ur í dag til Þýska-
lands. Þar hefur
honum verið boðið
að koma og kanna
aðstæður hjá
þriðju deildar
Trier en liðið er sem stendur í sjötta
sæti deildarinnar...
FH-ingar eru komnir áfram í Evrópukeppninni í handknattleik eftir sigur á tékkneska liðinu Slin í gærkvöldi.
^Æeira um frændur vora Svía.
Þeir virðast nú vera komnir með
dellu fyrir íslenskum knattspyrnu-
mönnum og hvert liðið á fætur öðru
spyrst nú fyrir um íslenska leik-
menn...
Arnór hirti þrjá titla í uppgjörinu
Besti leik■
maðurinn
einnig besti miðjumaðurinn og besti
útlendingurinn.
Arnór Guðjohnsen var um
helgina valinn besti leikmaður
sænsku knattspyrnunnar í vali 250
leikmanna á vegum sænska dag-
blaðsins Expressen. Einnig var kosið
um bestu leikmennina í einstökum
stöðum á vellinum og þar hirti
Arnór tvo titla, sem besti miðju-
maðurinn og besti útlendingurinn.
„Þetta er skemmtileg viðurkenn-
ing og mér þykir mjög vænt um
hana,“ sagði Arnór í samtali við
MORGUNPÓSTINN í gEerkvöld. „Ég
hef hlotið margvíslegar viðurkenn-
ingar á ferlinum en manni þykir
auðvitað vænst um viðurkenningu
frá leikmönnum, andstæðingum
sem samherjum."
Arnór hefur leikið i Svíþjóð.und-
anfarin tvö ár. Fyrir nokkrum árum
fór hann í fússi frá belgíska liðinu
Anderlecht til franska liðsins Bor-
deux og þar lenti hann í miklum
hrakningum eftir afar glæstan feril í
Belgíú. „Bordeux lenti í gjaldþroti
og var dæmt niður í aðra deild. Við
unnum okkur strax upp úr henni
en þá kærði Anderlecht veru mína
til EUFA og þar var mér bannað að
leika með liðinu. Eftir að þau mál
leystust var allt farið á fullt í deild-
unum nema í Svíþjóð. Ég fékk til-
boð frá Hacken og sló til þótt ég
hafi verið mjög svartsýnn í byrjun."
Fleirí íslendingar
til Svíþjóðar?
Eftir eins árs dvöl hjá Hacken var
Arnór síðan seldur fyrir metfé til
Örebro þar sem fyrir var Islending-
urinn Hlynur Stefánsson. Hjá
Örebro hefúr allt leikið í lyndi og
félagið hafnaði í öðru sæti sænsku
úrvalsdeildarinnar eftir að hafa
lengi átt góða von um sjálfan titil-
inn. „Já, við áttum góða möguleika
sem nýttust okkur ekki. Samt náð-
um við Evrópusæti og erum komn-
ir í hóp stóru liðanna í Svíþjóð."
Arnór og Hlynur hafa vakið
mikla athygli í Svíþjóð og nú er svo
komið að áhugi sænskra liða á ís-
lenskum leikmönnum er í hámarki.
Allt útlit er fyrir að KR-ingurinn
Rúnar Kristinsson semji við ný-
liða Örgryte og kannski eru fleiri
leikmenn á leiðinni.
„Ég hef fengið mörg símtöl frá
sænskum þjálfurum sem vilja fá
upplýsingar um íslenska leikmenn.
Ég hef liðsinnt þeim eftir bestu getu
og veit að líklegt er að nokkrir
þeirra fái tækifæri." -Bih
Veðurhorfur
næsta sólarhring:
Norðlæg átt á landinu, stinn-
ingskaldi eða allhvasst víðast
hvar. Norðanlands verður
snjókoma eða éljagangur en
skýjað með köflum sunnan
til. Hiti verður nálægt frost-
marki.
Veðurhorfur á
þriðjudag
og miðvikudag:
Hæg breytileg átt um vestan-
vert landið en norðangola
eða kaldi um landið austan-
vert. Dálítil él við norðaustur-
ströndina en annars þurrt að
mestu og víða léttskýjað.
Frost 1 til 7 stig.
Kjörkassinn
MORGUNPÓSTURINN hefur sett á laggirnar Kjörkassann, símsvara þar
sem almenningur getur svarað brennandi spurningum dagsins í dag. Það
er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99-1516, hlustar á spurninguna og
greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Á mið-
vikudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkassanum og niðurstöðurnar
birtar í fimmtudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Spurt er...
Á Kvennalistinn
að bjóða fram
með Jóhönnu?
Greiddu atkvæði
39,90krónur mínútan
f /
Hlustum
aUan
sólarhringinn
Veður
2 1900