Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Nýtt hlutabréfaútboð í Haraldi Böðvarssyni þremur árum eftir sögulegt útboð Þeir sem keyptu síðast hafa tapað annarrí hverrí krónu 500 þúsund krónur - 400---------1.8.1991 300 200 100 1.11.1994 Hlutabréf í H.B. Gróði: 118.400 kr. Spariskírteini 5 töflunni kemur fram samanburður á því ef fjárfestar hefðu varið 310.000 þúsund krónum um mitt árið 1991 í hlutabréf í Haraldi Böðv- arssyni hf. eða í spariskírteini. Kaupþing hf. stendur nú fyrir nýju hlutafjárútboði í útgerðarfé- laginu Haraldi Böðvarssyni hf. Bjóðast fjárfestum bréfm á genginu 1,63. Þetta er órafjarri því gengi sem bréf í HB voru seld á í hlutafjárút- boði árið 1991. Blasir við að þeir sem keyptu bréf þá hafa fengið mjög neikvæða ávöxtun á fjármun- um sínum. f júlí 1991 bauð Verðbréfamark- aður íslandsbanka hf. út hlutabréf í fyrirtækinu og var í fyrstu ákveðið að selja bréfin á genginu 3,6. Bréfin hreyfðust hins vegar ekki á því gengi og fljótlega varð að ráði að lækka gengi bréfanna niður í 3,1 og voru hlutabréf að nafnverði 60 milljónir króna seld á því gengi eða samtals 186 mifljónir króna. Kaup- endur bréfanna auk forkaupsréttar- hafa, voru lífeyrissjóðir, verðbréfa- sjóður VÍB og Draupnissjóðurinn. Þess má geta að Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti bréf sem hann fékk á genginu 2,95 sam- kvæmt ársskýrslu lífeyrissjóðsins frá þessum tíma. Ekki liggur fyrir skýring á því af hverju þeir fengu bréfm á öðru verði en sagði í aug- lýstu útboði. Lífeyrissjóðurinn á í dag bréf að nafnvirði 7,4 milljónir. Á þeim tíma sem hðin er frá út- boðinu hefur fyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. lengst af verið rekið með tapi, árið 1992 með 90 milljóna króna tapi og árið 1993 með 43 milljóna króna tapi eða 133 milljóna króna tapi alls. Samanlagt tap þess- ara ára nemur 72 prósentum þess fjár sem aflað var með viðkomandi hlutafjárútboði. Aðeins einu sinni hefur verið greiddur arður — 3 prósenta arður árið 1992. Ekki hafa verið gefin út jöfnunarhlutabréf í fyrirtækinu. I útboðsgögnum Kaupþings kemur hins vegar fram að afkoma af reglulegri starfsemi fyrirtækisins hefur farið stöðugt batnandi frá sameiningunni 1991. Meðal annars vegna þess er hagnaður af reglulegri starfsemi fyrstu átta mánuði þessa árs rúmlega 77 milljónir króna. Ávöxtunin neikvæð um 46 prósent Eins og áður sagði stendur Kaup- þing nú fýrir nýju hlutafjárútboði í fyrirtækinu og bjóðast fjárfestum bréfm á genginu 1,63. Ef horft er til þess blasir við að ávöxtun bréfanna Egilsstaðir 53 ára rjúpnaskytta lést að- faranótt sunnudags í nágrenni Egilsstaða. Maðurinn fór á rjúpu eftir hádegi á laugardag. Þegar hann hafði ekki skilað sér um kvöld- mat var farið að grennslast eftir honum en hann átti kunningja og skyldmenni á svæðinu. Þegar það bar ekki árangur var leit hafin um níuleytið og tóku á sjöunda tug manna þátt í leitinni. Maðurinn fannst látinn um tvöleytið um nóttina við Heið- arenda austan Jökuldals sem er í um 20 km fjarlægð frá Egils- stöðum. ■ er mjög slæm, eða neikvæð um rúmlega 46 prósent á þessu tíma- bili, en það svarar til rúmlega 17 prósenta neikvæðrar ávöxtunar á ári. Ef leitað er samanburðar í spari- skírteinum ríkissjóðs, sem eru áhættuminnstu verðbréf sem til eru í landinu, sést hve illa fjármunirnir hafa ávaxtast. Þetta kemur fram í meðfylgjandi töflu. Ef borin er saman kaup á 100.000 krónum að nafnvirði í HB, sem svarar til 310.000 króna, og samsvarandi upphæðar sem væri varið í spari- skírteini, sem þá báru 8,2 prósenta vexti auk verðtryggingar, kemur sláandi munur í ljós. Annars vegar á kaupandi hlutabréfanna nú and- virði 166.000 króna en eigandi spariskírteinanna ætti 428.400 krónur eða 158 prósent hærri upp- hæð. Til enn frekari samanburðar má benda á að þeir nýju hluthafar sem reiddu ffam 186 milljónir í júlí 1991 eiga nú alls andvirði 99,6 millj- óna króna og nemur því samanlagt tap þeirra rúmum 86 milljónum. Einangrað dæmi „Það er hættulegt að fjalla um þetta sem einangrað dæmi en sum- arið 1991 hófst sú þróun að hluta- bréf byrjuðu að lækka eftir nokkuð Bjarni Ármannsson hjá Kaupþingi „Bréfin voru seld þegar hlutabréfamarkaðurinn var að byrja lægðina." Haffannsóknarskipin þrjú á veg- um Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson, Árni Friðriks- son og Dröfn skila stofnuninni umtalsverðum tekjum á ári hverju vegna þess afla sem þau landa og þannig hefur það verið ffá því farið var að gera þau út. Gert er ráð fyrir þessum tekjum á fjárlögum og eiga þær að nema 12,9 milljónum króna í ár. „Tekjurnar hafa verið á bilinu ffá átta og allt upp í fimmtán miUjón- ir,“ segir Vignir Thoroddsen, að- stoðarforstjóri Hafrannsóknar- stofnunar. „Það er aðallega Dröfn- stöðuga hækkun fram að því,“ sagði Bjarni Ármannsson hjá Kaupþingi en hann taldi að verð bréfanna nú gæfi rétta mynd af virði félagsins. Hlutafjáraukningin in sem skilar inn tekjum og yfirleitt er aflinn seldur á markaði, þar sem hægt er að koma því við. Bjarni Sæ- mundsson er aftur ekki mikið í rannsóknarleiðöngrum þar sem notuð eru veiðarfæri, nema þá seiðavarpa og það er erfitt að selja það sem í hana kemur á markaði.“ Vignir segir að uppistaðan í afla skipanna þriggja sé rækja og þau hafa fengið allt að fimmtíu tonnum af henni á ári. Afgangurinn sé blandaður afli en ekkert sé til dæm- is veitt í loðnuleiðöngrum. „Veið- arfærin sem við erum með í rækj- unni eru sambærileg við það sem nú er upp á 80 milljónir að nafn- verði. Forkaupsréttartímabil stend- ur til 26. nóvember. Gengissaga hlutabréfanna í Har- aldi Böðvarssyni hf. er að sjálfsögðu lýsandi fyrir þróun sjávarútvegsfýr- irtækja en á svipuðum tíma voru einnig boðin út hlutabréf í Skag- strendingi sem hafa orðið að þola jafnvel enn meiri gengislækkun. Á sínum tíma kom reyndar fram töluverð gagnrýni á hlutabréfaút- boð VÍB í Haraldi Böðvarssyni. Var því haldið fram þar að framsetning talna og efnis gæfi mjög einhliða og jafhvel villandi mynd af fyrirtækinu og fjárhagsstöðu þess. Á þeim tíma bentu menn á að verðið hefði verið töluvert hærra en í Granda og Útgerðarfélagi Akur- eyrar sem staðið hafa ffemst sjávar- útvegsfyrirtækja á hlutabréfamark- aði. Ef litið er til svokallaðs Q-hlut- falls sem mælir innra virði fyrir- tækja þá virðist þetta nýja gengi gefa réttari mynd af því, meðal annars í samanburði við ÚA og Granda. -SMJ rækjuskipin nota en það gildir sjaldnast um aðrar tegundir en yfir- leitt erum við ekki með sambærileg veiðarfæri. Svo togum við allt öðru vísi og í styttri tíma. Þariníg að það er ekki sambærilegur afli sem við fáum miðað við skipin sem eru að veiða í kringum okkur. Þegar við fáum svo aðra báta til aðstoðar við okkar athuganir þá eiga þeir aflann, eins og með Álseyna við Vest- mannaeyjar í síðustu viku. Við borguðum ekkert fyrir leiguna á bátnum heldur fengu þeir aflann sem greiðslu fyrir að fara þann túr.“ -SG Afli rannsóknarskipanna skilar Hafrannsóknarstofnun verulegum tekjum Hafró mokar upp rækju í návíqi Guðrún Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans Ekki tilbúnar að betla samstarf afjóhönnu Tólfta landsþingi Kvennalista- kvenna lauk á Varmalandi á sunnudag. Á þinginu var tekist á um grundvallaratriði í stefnu flokksins, en niðurstaðan varð sú, að lítilla breytinga virðist vera að vænta þar um þrátt fyrir talsverða óánægju. Stefna Kvennalistans í Evrópumálum og útskiptingarregl- an svokallaða voru þau tvö atriði, sem mest var deilt um, en sameig- inlegt framboð með öðrum flokk- um var einnig rætt á þinginu. Nú var tillagan um hugsanlegt samstarf við Jóhönnu Sigurðar- dóttur og/eða Alþýðubandalagið felld á þinginu. Af hverju? „I fyrsta lagi er ekki neitt sem bendir til áhuga Jóhönnu á að vinna með okkur. Við höfum talað einu sinni við hana og þá kom eng- inn áhugi á slíku í ljós og það hefur heldur ekki gerst síðan. Þannig að þetta var spurning um að við fær- um að betla samstarf af henni og við vorum ekki tilbúnar til þess. Hvað samstarf við Alþýðubanda- lagið varðar, þá sýnist okkur Ólafur Ragnar einn hafa áhuga á því, en ekki Alþýðubandalagið sem slíkt." Er grundvöllur fyrir framboði Kvennalistans um allt land í ljósi sérframboðs Jóhönnu, dvínandi fylgis samkvæmt skoðanakönn- unum og hinni nýju hreyfingu „sjálfstæðra kvenna“, sem Sigríð- ur Dúna hefiir verið að boða að undanförnu? „Já, við álítum að okkar hlutverk sé jafn mikið og áður þó að konur í kringum þessar tvær heiðurskonur séu kómnar á kreik. Það er síður en svo að okkar hlutverki sé lokið. Það er líka greinilegt, að í hvert skipti sem okkar hlutur virðist vera að minnka, þá byrjar konum í hinum flokkunum að ganga verr, vegna þess að þá finnst körlunum allt í lagi að troða svolítið á þeim. Bæði þess vegna og vegna okkar eigin stefnu eigum við ennþá fullt erindi í pólitíkinni.“ Er Kvennalistinn ekki að missa frumkvæðið í kvennapólitíkinni yfir til hópa á borð við sjálfstæðu konurnar? „Ekki get ég séð það.“ Er að myndast kynslóðabU inn- an flokksins, sem meðal annars birtist í mismunandi afstöðu tU Evrópubandalagsins? „Það eru til mismunandi skoð- anir innan allra flokka. Það fer nokkuð eftir búsetu, ég held að andstaðan við EB sé meiri úti á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Því er hins vegar ekki að neita að það eru þó nokkuð margar af yngri konunum sem hafa meiri áhuga á samruna við efnahags- bandalagið en við, sem eldri erum. Það er alveg hárrétt. En ég held að það sé enginn klofningur í hópnum út af því.“ Er þetta að einhverju leyti skýr- ing á minnkandi fylgi Kvennalist- ans meðal yngri kvenna? „Það fer ekkert á milli mála að framboð Jóhönnu dregur eitthvað frá okkur og þá sjálfsagt ekki síst meðal yngri kvenna, sem eiga í erf- iðleikum og sjá í henni baráttu- konu gegn vandamálum þeirra. En ég held ekki að Evrópubandalags- málin hafi mjög mikil áhrif á þær.“ Jóna Valgerður hefur lýst því yf- ir að útskiptingarreglan sé Kvennalistanum til tjóns og valdi því að fólk taki ykkur ekki alvar- lega. Hvað finnst þér um þetta? „Það er sannast sagna að útskipt- ingarreglan er tvíbent. Hún hindrar „Þaðfer ekkert á milli mála að framboð Jó- hönnu dregur eitt- hvað frá okkur og þá sjálfsagt ekki síst meðalyngri kvenna, sem eiga í erfiðleikum og sjá í henni bar- áttukonu gegn vanda- málum þeirra. “ það að við eignumst atvinnupólit- íkusa sem verða eins og einhverjir stólar inni á Alþingi en hún hefur líka í för með sér að við missum út konur, sem eru mjög mikils virði, ekki bara fyrir okkur heldur fýrir landið allt. Svo það er alveg rétt hjá Jónu Valgerði, að það eru tvær hliðar á þessu máli, sem verður að vega og meta. Það er auðvitað spurning hversu lengi konur eiga að vera inni á þingi, hvort miða skal við átta ár eins og núna, eða hugsanlega tólf.“ Eykur þessi regla ekki á hina neikvæðu umræðu um að Kvenn- alistakonur hafi einangrað sjálfar sig og séu tregar til að axla ábyrgð og taka þátt í að stjórna Iandinu, samanber ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar í útvarpsfréttum á sunnudag? „Útskiptareglan hefur verið not- uð af okkar andstæðingum til þess að reyna maka okkur upp úr þess- um ávirðingum. En ég held að Ól- afúr Ragnar hafi fyrst og fremst átt við það, að við vildum ekki axla þá ábyrgð að ota honum sjálfum áfram, því það er það sem hann er að reyna að fá okkur til þess að gera.“ Verðið þið ekki að fórna sér- stöðu ykkar og taka þátt í stjórn- armyndun eftir næstu kosningar, sé þess nokkur kostur, ef þið viljið lifa af sem marktækt stjórnmála- afl og losa ykkur úr þeirri einangr- un, sem þið virðist hafa sett sjálfar ykkur í? „Það eru ekki við sem höfum hafnað því að fara í ríkisstjórn, heldur hafa hinir ekki viljað hafa okkur með. Það er því miður þann- ig, en leikurinn er auðvitað aíltaf sá í pólitík, að snúa öllum ávirðingum upp á andstæðinginn. Við gerum okkur auðvitað fiilla grein fyrir því að við getum aldrei komist inn í ríkisstjórn án þess að láta af ein- hverjum af okkar kröfum. Eðli samsteypustjórna er þannig, að allir verða að láta af einhverjum kröfum sínum til þess að fá annað fram, sem þeir leggja mesta áherslu á. Og við erum alveg tilbúnar til þess.“ -æöj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.