Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Steingrímur J. Sigfússon Algjörlega óraunhæf útkoma „Ég skil ekki hvað ætti að skýra með marktækum hætti þessa út- komu Sjálfstæðisflokksins ef litið er til atburða síðustu vikna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaður Alþýðubandalagsins. Það hefur hins vegar oft gerst í könnunum, þar sem hlutfall óákveðinna er hátt, að Sjálfstæðis- flokkurinn fær algjörlega óraun- hæfa útkomu sem hann hefúr aldrei komist nálægt í kosningum. Könnunin staðfestir að Alþýðu- flokkurinn er mjög langt niðri en það er í sjálfú sér ekki svo mikill munur á því sem Framsóknar- flokkurinn, Jóhanna ogjafhvel Al- þýðubandalagið hefúr verið að mælast í að undanförnu. Ég vil að sjálfsögðu sjá okkur ná kosninga- fylginu og helst meiru en reyndar er ég ekki svo svartsýnn á það nema síður sé. Við erum ekki óvanir þvi að vera undirmetin í svona könnunum og Sjálfstæðis- flokkurinn að sama skapi ofmet- inn.“ Steingrímur segir stjórnina lengi hafa verið í minnihluta og könnunin sýni áframhald á því þótt þetta séu hagstæðari úrslit en hún hafi fengið á köflum. „Það er athyglisvert að á meðan þessi stjórn á að heita með nokkuð traustan þingmeirihluta hefur hún alltaf verið með mikinn minnihluta með þjóðinni nánast allt kjörtímabilið," segir hann. „Enn liggur það fyrir þrátt fyrir til- raunir forystumanna til að draga upp mikla glansmynd af ástand- inu.“ Kvennalistakonur leggja af stað á landsþingið að Varmalandi frá BSI á föstudaginn. Kvennalistinn hafnar samstarfi við Jóhönnu Aldrei brýnni þörf fýnr skýra kvenfrelsisrödd Um það bil too Kvennalistakonur úr öllum kjördæmum komu saman á landsþinginu að Varmalandi í Borgarfirði um helgina. Stefnuskrá Kvennalistans fyrir komandi kosn- ingar var rædd, en ekki var endan- lega frá henni gengið. Það mun ekki gerast fyrr en í janúar. Ekki voru gerðar neinar grundvallarbreytingar á stefnuskránni, eins og fram kemur í viðtali við Guðrúnu Halldórsdótt- ur, þingkonu Kvennalistans, annars staðar í blaðinu. Á laugardag spunn- ust miklar umræður um hugsanlegt samflot Kvennalistans við Alþýðu- bandalagið og Jóhönnu Sigurðar- dóttur í framboðsmálum. Eftir nokkurt þóf komust þinggestir þó að sameiginlegri niðurstöðu og sam- þykktu eftirfarandi ályktun: „Sjaldan eða aldrei hefur verið brýnni þörf fyrir skýra kvenffelsis- rödd í stjórnmálabaráttunni á ís- landi. Landsfundurinn telur því að enn sem fyrr sé mikilvægt að Kvennalistinn bjóði fram í eigin nafni í öllum kjördæmum landsins.“ 1 stjórnmálaályktun þingsins, sem samþykkt var á sunnudag, kemur fram að Kvennalistinn mun setja málefni heimilanna á oddinn í kom- andi kosningum ásamt aðgerðum gegn atvinnuleysi og áffamhaldandi baráttu fyrir bættum kjörum kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. Hafa Kvennalistakonur talsverðar áhyggj- ur af minnkandi hlut kvenna í öðr- um flokkum og segja þeim hafa verið „fargað" í prófkjörum undanfarið. „Ef svo heldur fram sem horfir mun konum fækka á Alþingi íslendinga meðan konur hafa slegið ný heims- met á þingum hinna Norðurland- anna“ segir meðal annars í ályktun- inni. Telja Kvennalistakonur þetta bera merki um öfugþróun í kven- freisisbaráttu á íslandi og kalla á aukna samstöðu kvenna, hvar í flokki sem þær standa. Einnig var samþykkt á þinginu ályktun til stuðnings við sjúkraliða. Þar lýsa Kvennaíistakonur fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda „á erfiðleikum og vandræðum sem af verkfallinu skapast á sjúkrastofnunum, öldrun- arstofnunum og heimilum lands- manna.“ Skorar Kvennalistinn því á ríkisstjórnina að semja nú þegar við „þessa mikilvægu kvennastétt.“- -æöj Davíð Oddsson forsætisráðherra Fýlgi flokksins mælist of hátt „Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist of hátt í könnuninni því hlutfall óákveðinna er of hátt og gefur því ekki rétta mynd af stöðunni," sagði Davíð Oddsson. „I skoðanakönnunum Félagsvís- indastofnunar þá minnkar stuðn- ingur við flokkinn yfirleitt eftir því sem óákveðnum fækkar. Ég hygg að fylgi okkar sé rétt fyrir ofan 40 prósent en auðvitað eru þessar töl- ur jákvæðar fyrir flokkinn. Athygl- isvert er að það dregur mjög úr fylgi Jóhönnu Sigurðardóttur miðað við síðustu könnun. Fylgi hennar hefur verið í sókn fram af þessu. Alþýðuflokkurinn ber skarðan hluta frá borði vegna málefna Guð- mundar Árna að undanförnu. Það litar þessa skoðanakönnun og þess vegna eru þessar sveiflur í fylgi flokkanna. Fylgi ríkisstjórnarinnar er heldur Blaðbera vantar í Skerjafjöröinn, Setberg í Hafnarfirði og Holtin í Hafnarfirði Vinsamlega hafiö samband viö afgreiðslu Morgunpóstsins í síma 22211 Jóhanna Sigurðardóttir Sjátfstæðisflokkurínn á þetta ekki skilið „Það vekur athygli mína og er mér alveg óskiljanlegt hve fylgi Sjálfstæð- isflokksins er hátt. Ég get ómögulega séð að hann eigi þetta skilið. Hlutfall óákveðinna er óvenju hátt og í mín- um huga á Sjálfstæðisflokkurinn lít- inn stuðning i þeim hópi,“ sagði Jó- hanna Sigðurðardóttir. „Varðandi mína hreyfingu þá er ég alveg bærilega sátt við niðurstöð- una, þó meðbyrinn sé minni en í síð- ustu skoðanakönnunum. Greinilegt er þó að traustur grunnur er fyrir að ný hreyfing bjóði sig hér ffam. Ný stjórnmálahreyfing á alla möguleika á að verða forystuafl og helsti kostur á móti Sjálfstæðisflokknum. Stuðningur við Kvennalistann virðist lítið breytast og fylgi Alþýðu- bandalagsins sveiflast til og frá eins og reyndar fylgi hinna flokkanna. Fylgi stjórnarinnar er ótrúlega mikið miðað við þær efnahagsáætl- anir sem hún ber á borð fyrir kjósendur á síðasta ári kjör- tímabilsins. Sérstaklega á ég þar við fjárlögin. Ríkisstjórnin er ekki að skila efnahagsbat- anum til þeirra sem þurfa á því að halda. Þvert á móti eru aðgerðir hennar í þágu þeirra sem eru betur settir í þjóðfé- laginu.“ -HM Guðrún Halldórsdóttir, Kvennalista Fýlgi Sjálfstæðisflokksins kemur á óvart, annað ekki „Við erum svo sem ekkert hissa á þessu. Það eru afskaplega miklar sviptingar í þjóðfélaginu og ekki óeðlilegt að fylgi breytist. Það sem mig undrar mest er hið geysilega mikla fylgi, sem Sjálfstæðisflokkur- inn virðist hafa, mér finnst það ótrúlega hátt. Eiginlega koma engar aðrar tölur á óvart. Ég geri ráð fyrir því, að sumt af því fylgi, sem hrunið hefur af Alþýðuflokknum, sé komið yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Þar virðast alltaf vera ýmis leynigöng á milli og hafa alla tíð verið, að því er ég fæ best séð. Óánægðir Alþýðuflokks- menn virðast iðulega hlaupa ffekar til Sjálfstæðisflokksins en eitthvað annað, þetta hefur margsinnis gerst áður. Hvað við kemur okkar eigin fylgi, þá erum við svo sem ekkert undrandi þó við fáum ekki meira en kjörfylgi öðru hvoru. Við lítum svo á, að við séum með nokkuð stöðugt fylgi, sem síðan fer eitthvað örlítið upp og niður eins og gengur og ger- ist. Við höfúm komist upp í 30 pró- senta fylgi, en það er tala, sem við gerðum auðvitað ekkert með, því svoleiðis tölur segja auðvitað ekkert annað en að fólk er óánægt. Þegar fylgi sveiflast mjög mikið og aðallega yfir til eins aðila, þá eru það yfirleitt óánægjuhópar, sem eru bara að láta í ljós neikvæða afstöðu til eigin flokks í það og það skiptið. Ég held að Jóhanna sé sú sem fær svona óánægjufylgi núna en ekki við. Ég geri ráð fyrir að vaxandi fylgi ríkisstjórnar- innar megi skýra að mestu leyti með afsögn Guðmundar Árna. Fólk er greinilega að sætta sig við að hann tók þetta skref og er að sýna það í þessari könnun, ég efast ekki um að svo sé. Þetta segir okk- ur hins vegar ekkert um það hvernig þetta kemur út á endanum, það er að segja í kosningum.“ -lae Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Ekki rétt mynd aff stöðu „Þetta er svipað fylgi hjá Fram- sóknarflokknum og kom í ljós í síð- ustu skoðanakönnun MORGUN- PÓSTSINS," sagði Halldór Ásgríms- son. „Könnunin gefur ekki rétta mynd af stöðu flokksins þar sem úr- takið er aðallega tekið úr Reykjavík og Reykjanesi. Niðurstaðan kemur því ekki á óvart hvað minn flokk varðar en fylgið er þó ívið meira en Jóhanna Sigurðardóttir fær. Hins vegar eru tölurnar ansi háar hjá Sjálfstæðisflokknum og ótrúlega lágar hjá Alþýðubandalaginu. Trú- lega mótast hið mikla fylgi Sjálfstæð- isflokksins af umræðunni um Guð- flokksins mund Árna að undanförnu. Hvað fylgi ríkisstjórnarinn- ar varðar þá hef ég ekkert um það að segja. Munurinn milli þeirra sem eru andvígir og þeirra sem eru fylgjandi er ekki marktækur.“ -HM sleriskut; herrafatnaður NYBYLAVEGUR JIT.TTjJI DALBREKKA Toyota AUÐBREKKA íslenskt, já takk Einhneppt jakkaföt frá kr. 15.800 £ Tvíhneppt jakkaföt frá kr. 16.900 Tweedföt, með eða án vestis frá kr. 17.500 Einnig: Stakar buxur frá kr. 4.900 Stakir ullarjakkar frá kr. 10.900 Saumum eftir rnáli. Klæðskerar á staðnum. Verð frá kr. 21.900. Nýbýlavegi 4 - Dalbrekkumegin Kópavogi - Simi 91-45800 GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á STÓRREYKJAVÍKURSVÆÐINU

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.