Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 23 ★ ★ ★ ★ ★ FRÁBÆRT ★ ★ ★ ★ ÁGÆTT ★ ★★ GOTT ★ ★ LALA ★ SLÆMT 0 VONT © HÆTTULEGT TóNUSTIN I JöRFAGLEÐI HáKON LEIFSSON Borgarleikhúsið ★★★★ „Jörfagleði er sigurfyrir Hákon Leifsson tónskáld, en hann samdi tónlistina. “ Ferðin að miðju jarðar ick „Skólamynd sem byrjar í ágcetum ömurleika en endar í glanstnynd afjökli. “ Nifl „Sterkar myndir sem lifa í höfði manns út vikuna og sjálfsagt lengur. “ „Ratnmíslensk draugasaga, spaugileg, sniðug og spennandi. Páll Pálsson: Vesturfarinn 114 BLS. Forlagið 1994 ★ „Niðurstaða: Mislukkuð bók þar sem stíl og persónusköpun ersérlega ábótavant. Höfundur hafði ágætt efni í höndum en afgreiðslan er langtfrá því að vera fullnægjandi. “ DanIel Þ. MagnOsson Gallerí Sólon Íslandus, 12. - 28. NÓV. „Sýningin og verkiti eru snyrtileg. Nöfn á verkum og texti á sýningar- blöðuttgi uppskrúfuð alþýðufræði. Yfir sýningunni er eins og eitthvað SÚM-slen, enfyrirþá sem ekkert þekkja til upphafs og endis SÚM er bent á aðfara á sýninguttna sér til skemmtunar ogfróðleiks; það er hins vegar Ijóst að þessi sýning er hvorki upphaf né endir í listsköpun Daníels Magnússonar." SVÖLULEIKHÚSIÐ I SAMVINNU VIÐ ÍSLENSKA dansflokkinn I Borgarleikhúsinu Jörfagleði eftir Auði Bjarna- DÓTTUR OG HáKON TUMA LEIFSSON „Sterkar myndir sem lifa í höfði tnanns út vikuna ogsjálfsagt lengur. “ Þjóðleikhúsið Snædrottningin eftir Evgení SCHWARTZ ★ ★★★ „Ég mæli með henni!“ - Hallgerður Guðrún, 10 ára Þrœldómur, haustblót og tónlist Tónlistin í Jörfagleði Hákon leifsson Borgarleikhúsið Vinnufólkið á íslandi íyrr á öld- um átti virldlega bágt. Það þurfti að þræla myrkranna á milli og gat bara slett úr klaufunum einu sinni á ári. Það var á Krossmessu á hausti, en þá var mikið drukkið og dansað. Endaði gleðskapurinn yfirleitt í trylltu kynsvalli, en þannig braust fram allt sem hafði verið niðurbælt mánuðina tólf á undan. Hélt þá líka ekkert aftur af fólkinu. Ulræmdustu veislurnar voru haldnar á Jörfa í Dalasýslu, og voru neftidar Jörfagleði. Eftir henni er fjöllistasýning kölluð, sem stendur yfir í Borgarleildiúsinu. Eins og nafhið bendir til er sýningin um lú- ið vinnufólk í hálfgerðum þræl- dómi. Svo bresta fjötrarnir, og hefst þá ærandi fjör. Jörfagleði flokkast undir svo- nefnt dans-leikhús. Tónlistin er í veigamiklu hlutverki en myndar þó eldd sjálfstæð heild, eins og oft er um ballettónlist. Hún er fullkom- lega samofin sýningunni, og eru landamærin á milli hennar og ann- arra þátta því óljós. Einmitt þannig á hún trúlega að vera. Það er Hákon Leifsson tón- skáld sem hefur samið þessa tónlist, og stjórnar hann jafnframt flutn- ingi hennar. Erfitt er að heimfæra hana yfir á einhverja ákveðna stefnu í tónlistarsögunni, því hún er blanda af ólíkum stílum, allt frá kirkjutónlist miðalda yfir í nýldass- ík tuttugustu aldarinnar. Hún er líka krydduð með vænum skammti af þjóðlegum fimmundahljómum, og fýrir bragðið er hún rammís- lensk og nær oft miklu flugi. Hún er drungaleg á meðan lúið vinnu- fólkið lötrar um sviðið, og verður nánast óhugnanleg er einhvers konar risastór dimmufugl að hand- an sveimar þarna um drauma- heima. Margt fleira fallegt ber fyrir augu og eyru, því tónlistin er fuil af andagift og undirstrikar vel það sem gerist á sviðinu. Hún er smelddeg, vel samin, hugmyndarík, oft bráðskemtileg, og aldrei klisju- kennd. Einstakir hljóðfæraleikarar og kórfélagar stóðu sig ekkert allt of vel á frumsýningunni. Það vill því miður brenna við þegar flestir eru að deyja úr taugaveiklun. Aðrir voru mun betri, svo segja má að tónlistarflutningurinn hafi ekki alltaf verið í jafnvægi. Hljómurinn var líka dálítið flatneskjulegur, enda tónlistarfólkið einhvers staðar Jengst niðrí gryfju. Þrátt fyrir það stóð tónlistin fýr- ir sínu og myndaði réttu stemmn- inguna. Útkoman varð heildstæð, og oft sterk sýning með mildum átökum. Verður Hákoni Leifsyni því óskað til hamingju með sigur- inn. Hann er greinilega í fremstu röð íslenskra tónskálda. ■ Jörfagleði er sigur fyrir Hákon Leifsson tónskáld, en hann samdi tónlistina. Jónas Sen Við viljum meira Ijótt Ferðin að miðju iarðar Nifl HAskólabíó Var það eldd í Pilti og stúlku að Sigríður horfir yfir læk og sér eitt- hvað sem hún veit eldd hvort er maður, álfur eða þúst? Reynist það svo vera drengstaulinn Indriði ffá Hóli. Eitthvað þessu líkt kemur fyr- ir söguhetjuna í mynd Ásgríms Sverrissonar, Ferðin að miðju jarðar, nema hvað þar er þessu snú- ið við; náungi sem fýrst virðist vera maður, reynist vera álfur en að lok- um kemur í ljós að hann er þúst. Myndin byrjar ágætlega í ein- hverjum ömurlegum íslenskum hráslaga uppi á fjalli. Ekki glaðnar yfir þegar komið er inn í dæmigerða þjóðvegasjoppu eða á dæmigert heimili í útkjálkaplássi. En þá snýst allt við; allt í einu er líkt og Mats Wibe Lund sé mættur með mynda- vélina sína í ódæmigerðu glaðasól- skini og við fáum að horfa á elsk- endur í baksýn fossa, hvamma og fagurra jölda. Sem er satt að segja orðið afar þreytandi í íslenskum bíómyndum. í rauninni er maður farinn að biðja um meiri ljótleika. Annars er þetta skólamynd, ábyggilega gerð fýrir lítinn pening, og vísast í þokkalegu meðallagi sem slík. í rauninni er ekki alveg réttlátt að gefa svona verld stjörnur; ég er að hugsa um að vera kurteis og gefa tvær. Nifl (þýðir: þoka, mistur) eftir Þór Elís Pálsson er kvikmynd af allt öðru tagi, mildu dýrari og meira Sagt er að sporðdrekar séu sexí. Um það má lesa í fjölmörgum stjörnuspekibókum. Mörgum karl- mönnum finnst líka eitthvað æs- andi við konu sem spilar á selló. Kannski sérstaklega ef hún er sporðdreki. Samkvæmt þessu ætti Bryndís Halla Gylfadóttir að vera draumur hvers karlmanns. Hún er í drekamerldnu og heldur upp á þrí- tugsafmælið sitt síðar í þessum mánuði. Svo er hún sellóleikari — sem flestir reyndar vita — því hún hefur verið áberandi í íslensku tón- listarlífi síðan hún kom heim frá námi í Bandaríkjunum fýrir fjórum árum síðan. Nú fyrir stuttu kom út geisla- diskur með Bryndísi Höllu, en þar spilar hún ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara verk eftir Beethoven, Schumann, Fauré og Schostakovich. Diskurinn er í einu orði sagt frábær, enda fékk hann fimm stjörnur í MORGUN- PÓSTINUM í síðustu viku. En hvað finnst Bryndísi Höllu sjálfri um þennan glæsta árángur? Og hver voru tildrögin? „Þessi diskur er eiginlega tilvilj- un,“ segir hún af lítillæti. „Við Steinunn Birna héldum tónleika í febrúar síðastliðnum, en þá spiluð- um við nokkurn veginn það sama og er á diskinum. Svo stuttu síðar þegar við vorum að slappa af á kaffihúsi, fórum við að ræða um hvort við ættum ekki að gefa út disk með þessu sama prógrammi. Síðan — einhvern veginn — var þetta bara búið að gerast!“ Þú sem sagt vaknaðir einn morg- uninn og þá var diskurinn allt í einu kominn út? „Já. Svona er þetta oft hjá mér. Lífið líður áfram og ég tek ekki eftir neinu fýrr en það hefur skeð...“ Diskurinn þinn er mjög vandað- ur þó hann hafi komið út „af tilvilj- un“. Eru verkin á honum eftir uppáhalds tónskáldin þín? „Mér finnst Beethoven, Schu- mann, Fauré, og Schostakovich frá- bærir. Ég elska til dæmis Fauré og lagið hans „Aprés une reve“ sem er á diskinum mínum. Mér finnst það æðislegt og ég hef spilað það þús- í hana lagt. Þeim peningum finnst mér ekki hafa verið illa varið. Þetta er Jcvikmynd af því tagi sem Sjón- varpið ætti að framleiða í stórum stíl ef allir peningarnir á þeim bæ væru eldd settir í að drepa Stöð tvö með Dagsljóssþáttunum. Einhver sagði mér að þessi mynd hefði ekki verið talin hæf til sýninga á norrænu stuttmyndahátíðinni sem hér fór fram í haust, ég er stór- hneykslaður á því. Á þeirri hátíð þrjóskaðist ég við að sjá einar fimm- tíu myndir, flestar voru þær verri en þessi, en sumar betri. Þetta er draugasaga sem er svo rammíslensk að maður finnur næstum moldarkeiminn í munni sér. Hún tekur fram öllum tilraun- um til að kvikmynda íslenskar draugasögur. Handritið er hugvit- samlegt og nógu fúllt af skemmti- legum smáatriðum til að manni leiðist aldrei. Samspilið milli fortíð- ar og nútíðar, milli volæðis og vel- megunar, gerir myndina í senn spaugilega, sniðuga og spennandi. Leikur er yfirleitt góður. Ástæða er til að hrósa sérstaldega kvikmyndatöku Ólafs Rögnvalds- sonar sem sýnir að honum er treystandi fýrir stærri verkefiium. Tónlist Lárusar H. Grímssonar er frábær, og reyndar finnst mér ástæða til að vekja hér máls á þeirri hugmynd hvort eldd væri hægt að taka saman bestu tónlistina úr ís- lenskum kvikmyndum og gefa út á plötu. ■ Ferðin að miðju jarðar: Skóla- mynd sem byrjar i ágætum öm- urleika en endar í glansmynd af jökli. Nifl: Rammíslensk drauga- saga, spaugileg, sniðug og spennandi. Egill Helgason Lítil saga um mikið efni Páll PAlsson: Vesturfarinn 114 BLS. Forlagið 1994 Vesturfarinn er fjórða skáldsaga Páls Pálssonar og kveikjan að sögunni var frétt sem birtist í blöð- um fýrir allmörgum árum af óför- um gamals landflótta Tékka sem á leið til Bandaríkjanna hafði við- komu á íslandi. Tékkinn gamli nefnist í sögunni Stephan I. Stephanek. Hann er vél- virki sem á sínum tíma hélt frá Tékkóslóvakíu til Danmerkur ásamt konu sinni, Þau hjón leituðu einkasonarins sem ekld hafði til spurst eftir innrásina 1968. í Kaup- mannahöfii berast þeim fréttir af örlögum sonarins. I stað þess að snúa heim setjast þau að í Kaup- mannahöfn og Stephan fær þar vinnu í flöskumóttöku. Árin líða. Þá deyr eiginkona Stephans og hann ákveður að flytjast til systur sinnar sem býr í Bandaríkjunum. En sú ferð verður ekki áfallalaus. Sagan einkennist af einhæfum og tilþrifalitlum frásagnarstíl. Þar skortir kraft, spennu og blæbrigði. Þessi stíll býður ekki upp á sterka og eftirminnilega persónusköpun. Samtölin bregðast einnig en þar tekst ekki að skapa trúverðuga mynd af þeim sem talar. Afleiðing- in er sú að lesandinn kemst ekJd í nálægð við persónurnar. Þær eru fjarlægar og of yfirborðslegar til að lesandinn geti látið þær sig miklu varða. Þó höfundur nostri ekki við per- sónusköpun þá leggur hann nokkra rækt við lýsingar á hversdagslegum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.