Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994
Grafgotur
Einkaneysla
300 milljarðar kr.
Einkaneyslan skýrir að mestu aukn-
ingu í þjóðarútgjöldum. Hún eykst
um 2 prósent bæði á þessu ári og á
árinu 1995 eftir að hafa dregist
saman um 9 prósent á tímabilinu frá
1991 til 1993.
Samneysla
100 milljarðar kr/
Samneysla eykst í ár um 1,1 pró-
sent og reiknað er með að hún auk-
ist um 1,6 prósent á næsta ári.
Þetta er minni aukning en var á síð-
asta ári þegar samneysla jókst um 2
prósent. Mestu munar um aukna
samneyslu sveitarfélaganna.
Fjárfesting
80 milljarðar kr.-
Fjárfesting dróst saman um ríflega
20 prósent á árunum 1991 til 1993.
Á þessu ári er hins vegar búist við
að hún haldist óbreytt og aukist um
2,2 prósent á næsta ári.
Athafnasvæði Skógræktarfélagsins í Foss-
vogi, sem það hefur haft leigulaust til afnota í
tæpa fimm áratugi. Samkeppnisráð telur þá
skipan mála ekki skerða samkeppnisaðstöðu
sjálfstæðra garðplönutframleiðenda svo neinu
nemi.
Félag garðplöntu-
framleiðenda vænir
Skógræktarfélag
Reykjavíkur um skattsvik
Tefja Skógræktarfélagið
svindla á virðisaukaskatti
Fyrir réttum mánuði sendi stjórn
Félags garðplöntuframleiðenda
Skattstjóranum í Reykjavík bréf þar
sem gerð er athugasemd við að
Skógræktarfélag Reykjavíkur hafi
ekki greitt skatta og skyldur af starf-
semi sinni í samræmi við ársreikn-
ing félagsins.
Bent er á að Skógræktarfélagið
hafi greitt rúmar 2,8 milljónir
króna í virðisaukaskatt árið 1992
sem sé allt of lágt ef miðað er við
vörusölu félagsins samkvæmt árs-
reikningi sem nam nálægt 59 millj-
ónum króna. „Þá verður heldur
ekki annað séð en hluti af liðnum
„framlög til skógræktar“ sé sala á
virðisaukaskattskyldri vöru ... til
Reykjavíkurborgar vegna sumar-
vinnu unglinga," eins og segir orð-
rétt í bréfinu. Þar er átt við sölu á
miklum fjölda skógarplantna til
borgarinnar.
Jafnframt er gerð athugasemd
við greiðslu tryggingagjalds í stað-
greiðslu sama ár. Skógræktarfélagið
greiddi rúmar 2,1 milljón en garð-
plöntuframleiðendur telja þá tölu
ekki geta staðist miðað við upplýs-
ingar í ársreikningnum um launa-
greiðslur félagsins.
Þetta bréf er ritað í framhaldi af
greinargerð Samkeppnisráðs frá því
í sumar, en Félag garðplöntufram-
leiðenda bar fram kvörtun við ráð-
ið í fyrra. í þeirri kvörtun lét félagið
meðal annars í ljósi efasemdir um
skil Skógræktarfélagsins á virðis-
aukaskatti. Samkeppnisráð kemst
hins vegar að þeirri niðurstöðu í
úrskurði sínum, sem birtist í júní
síðastliðnum, að skógræktarfélögin
Vilhjálmur Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur, vísar öllum ásökun-
um um skattsvik á bug.
í landinu hafi staðið full skil á virð-
isaukaskatti af sölu og þjónustu.
Garðplöntuframleiðendur segja í
bréfi sínu til skattstjóra Reykjavíkur
að svo virðist sem samkeppnisyfir-
völd hafi ekki kannað þetta atriði
sjálfstætt heldur eingöngu byggt
þessa niðurstöðu á skýringum
Skógræktarfélags Reykjavíkur. Því
hafi þeir nú brugðið á það ráð að
snúa sér beint til skattstjóra og
vænti þess, að hann gangi eftir við-
hlítandi skýringum.
Ásökunum
vísað á bug
Vilhjáimur Sigtryggsson,
framkvæmdastjóri Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur, fullyrðir að ásak-
anir Félags garðplöntuframleið-
enda eigi ekki við nokkur rök að
styðjast. „Menn verða að gera sér
grein fýrir því, að það er munur á
innskatti og útskatti. Það er ekki
hægt að horfa bara á tekjur félags-
ins og reikna svo útfrá því, við
borgum virðisaukaskatt af að-
keyptu efni og þjónustu, sem kem-
ur á móti okkar útskatti. Skattstjóri
og skattayfirvöld hafa fengið alla
okkar reikninga og skýrslur, yfirfar-
ið af okkar endurskoðendum, og
hafa ekki gert neinar athugasemdir
við það. Þannig að ég vísa öllum
slíkum ásökunum á bug, þær eru
alveg úr lausu lofti gripnar.“
Vernharður Gunnarsson garð-
yrkjumaður og meðlimur í Félagi
garðplöntuframleiðendá segir þess-
ar skýringar hins vegar ekki full-
nægjandi. „Lögfræðingur okkar fór
fram á nánari skýringar á þessum
útreikningum við endurskoðendur
Skógræktarinnar en fékk ekki. Við
höfum því aðeins ársreikningana til
að styðjast við og þess vegna ekki
aðstöðu til að reikna nákvæmlega
út úr þessu. Hins vegar hefur eng-
inn, sem skoðað hefur þetta dæmi,
fundið neinn botn í þessari niður-
stöðu. Þess vegna fórum við þá leið,
að leita til skattstjóra. Miðað við
ársreikninga Skógræktarfélagsins
virðist hreint útilokað að þessi tala
fái staðist, hvað sem öllum inn-
skatti líður.“ Vernharður kvaðst
ekki vita hvað gert hefði verið í
málinu af hálfu skattstjóraembætt-
isins, og Gestur Steinþórsson,
skattstjóri Reykjavíkur sagðist í
símtali við blaðamann MORGUN-
PÓSTSINS ekkert kannast við um-
leitan garðplöntuframleiðenda.
Langvinnar deilur
Félag garðplöntuframleiðenda
hefur átt í langvinnum deilum við
Skógræktarfélagið. Þær snúast fyrst
og fremst um tengsl Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur og Reykjavíkur-
borgar. Garðplöntuframleiðendur
hafa lengi amast við því sem þeir
kalla einokunaraðstöðu skógrækt-
arfélaganna og þann aðstöðumun
sem þeir telja sig hafa þurft að búa
við vegna framleiðslu og sölu á
garð- og skógarplöntum. Til þess
að reyna að bæta samkeppnisstöðu.
sína báru garðplöntuframleiðendur
fram fyrrnefnda kvörtun við Sam-
keppnisstofnun og Samkeppnisráð
en deilurnar hafa staðið í áratugi.
I úrskurði sínum féllst sam-
keppnisráð á sum af kvörtunarefn-
um garðplöntuframleiðenda en
önnur ekki. Til dæmis taldi ráðið
ekki óréttmætt að Reykjavíkurborg
sæi Skógræktarfélaginu fyrir
ókeypis lóð undir starfsemi sína,
þar sem um starfsemi í þágu al-
mannaheilla væri að ræða. Vern-
harður Gunnarsson segir Skóg-
ræktarfélagið hins vegar hafa þróast
upp í fyrirtæki sem fyrst og ffemst
ræktar og selur plöntur á almenn-
um markaði í beinni samkeppni
við einkaaðila. Telur hann því ekki
hægt að réttlæta öll þau fríðindi,
sem Skógræktarfélagið býr við,
undir núverandi kringumstæðum.
„Á sama tíma hafa aðrar gróðrar-
stöðvar verið í landsvelti, og hálf-
partinn úthýst af borgaryfirvöld-
um. Við teljum þetta því mun
veigameira atriði en Samkeppnis-
ráð vill vera láta.“
Garðplöntuframleiðendur telja
einnig óeðlilegt að svo stór kaup-
andi sem borgin er standi ekki í
meira mæli að útboðum á þessu
sviði. Samkeppnisráð tekur undir
þetta sjónarmið í úrskurði sínum
og mælist til þess, að Reykjavíkur-
borg efni í auknum mæli til útboða
vegna kaupa borgarinnar á trjá-
plöntum.
Félag garðplöntuframleiðenda
gerði einnig athugasemd við garð-
plöntuframleiðslu Skógræktarinn-
ar. I þeirri athugasemd kemur
fram, að tap hafi verið á þeirri
framleiðslu Skógræktarinnar, en
það hafi verið niðurgreitt með
hagnaði af skógarplöntufram-
leiðslu. Samkeppnisstofnun kemst
að þeirri niðurstöðu að þetta sé
ekki í samræmi við samkeppnis-
reglur. I ákvörðunarorðum sínum
mælir Samkeppnisstofnun því fyrir
um „fjárhagslegan aðskilnað þeirr-
ar starfsemi Skógræktarfélags
Reykjavíkur sem er í samkeppni við
einkareknar gróðrarstöðvar frá
annarri starfsemi Skógræktarfé-
lagsins.“
Vilhjálmur Sigtryggsson sagði
engan halla hafa verið á garð-
plöntuframleiðslunni, en að Skóg-
ræktarfélagið muni að sjálfsögðu
verða við þessum tilmælum Sam-
keppnisráðs. Því yrði sá hluti rekst-
ursins aðskilinn öðrum rekstri fé-
lagsins frá og með næstu áramót-
um. -SG/ÆÖJ
Mer er spurn
Vigfús Þór Arnason, sóknarprestur spyr:
„Ég vil spyrja hvort ekki sé hægt að ná sam-
komulagi við kaupmenn að jólaundirbún-
ingur hefjist ekki fyrr en fyrsta sunnudag í
aðventu sem alltaf er um mánaðamótin.
Þetta er svo mikil útþynning á efninu ef þetta
varir allan nóvembermánuð líka. Ég vildi að
við gætum stillt saman strengi okkar og und-
irbúningurinn hæfist á fyrsta sunnudegi í að-
ventu. Aðventan er hugsuð sem undirbún-
ingur fyrir jólin og til að skapa rétta stemmn-
ingu. Það væri því skemmtUegt ef hægt væri
að bíða með vörur og annað sem tengist jól-
unum fram að þeim tíma.“
„Þetta er það mikill verslunar-
tími fram að jólum að það er nátt-
úrlega nauðsynlegt að vinna þetta
tímanlega. Ég held að það sé of
seint að menn byrji ekki að sinna
neitt þessari jólaverslun fyrr en
fyrsta sunnudag í aðventu sem er
27. nóvember. Ég held að það sé
fyrir hendi þegjandi samkomulag
meðal kaupmanna um að byrja
ekki að auglýsa eða vekja athygli á
jólum fyrr en helgina fýrir aðventu
sem nú er 19.-20. nóvember. Þarna
skeikar viku. Ég tel að það hafi
náðst veruleg samstaða hjá okkur.
Fyrir 2-3 árum síðan voru jólaaug-
lýsingar glymjandi allt frá því í
byrjun nóvember. Biskup gekk í
þetta mál í fyrra og við áttum
ágætis viðræður við hann. Við ætl-
um okkur að stilla saman strengi
og mér finnst verulegur árangur
hafa náðst með því að bíða nú þar
til helgina fyrir aðventu. Ég held
hins vegar að ef allir biðu til að-
ventunnar yrði auglýsingaflóðið
svo yfirgengilegt að það væri ekki
af hinu góða.“
Bjarni Finnsson, formaður Kaup-
mannasamtakanna. „Við ætlum
okkur að stilla saman strengi og
mér finnst verulegur árangur
hafa náðst með því að bíða nú
þar til helgina fyrir aðventu."
Verðstríð
í framköllun
Myndbrot, nýstofnað fýrirtæki í
filmuframköllun, býður ríflega
helmingi lægra verð fýrir framköll-
un á filmum en tíðkast hefúr áður
hér á landi. Hjá fýrirtækinu kostar
599 krónur að framkalla 24 eða 36
mynda filmur, óháð því hve marg-
ar myndir heppnast. Filmurnar eru
sendar í vinnslu til Englands. Að
auki er heimsending innifalin i
verðinu.
1 kjölfarið hefur Bónus lækkað
verð á framköllun úr 963 krónum í
589 krónur og eru því ódýrastir á
markaðnum. Bónus býður einnig
betur að því leyti að framköllun hjá
þeim tekur yfirleitt tvo daga en
viku hjá Myndbroti.
Til samanburðar kostar fram-
köllun á 36 mynda filmu hjá Hans
Petersen 1746 krónur. Að sögn
Þórðar Skúlasonar, markaðssjóra
hjá Hans Petersen, stendur ekki til
að taka þátt í verðstríðinu til að
byrja með þar sem litið er svo á að
þjónusta þeirra sé allt önnur en hjá
hinum fýrirtækjunum. Hjá þeim
eru mun fleiri útfærslur í boði svo
sem ýmsar stærðir af myndum,
styttri biðtími og fleira. Hans Peter-
sen hefur til þessa haft stærstu
markaðshlutdeildina en um 35 fyr-
irtæki bjóða framköllunarþjónustu
hér á landi. -HM