Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNPÓSTURINN VERSLUM HEIMA
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994
Verslum heima
Haldgóð rök fyrir því að versla alls ekki heima
■ Þegar maður verslar erlendis get-
ur maður komið við í fríhöfninni og
keypt brennivin og sígarettur. Það
er engin fríhöfn í Kringlunni.
■Þegar maður verslar í Dublin get-
ur maður þóst vera að heimsækja
æskustöðvar James Joyce. Það
hefur enginn merkilegur maður
fæðst í Kringlunni og varla nokkur
með viti í miðbænum heldur.
Hvemig tekur
Tollgæslan á
þeim tugþús-
undum Islend-
inga sem
versla jólagjaf-
imar í út-
löndum?
Þorgeir
Þorsteinsson
sýslumaður svarar
Hvað má hver maður koma með
vörurfyrir mikið inn í landið?
„Ég man það nú ekki nákvæm-
lega. Það er einhvers staðar á bilinu
36-38 þúsund krónur.“
Eru gerðar meiri ráðstafanir í toll-
itium á Keflavíkurflugvelli þegar von
erá hópum sem eru að koma til baka
úr verslunarferðum crlcndis frá'i
„Ég vil nú ekki segja það. Toll-
gæslan hefur náttúrlega vara á sér
nteð því að reyna að tryggja að fólk
komi ekki með meira inn í landið
en leyfilegt er, og þeir reyna náttúr-
lega að fylgjast með. En mér skilst
nú að það sé alltaf að mjókka bilið á
vöruverði erlendis og hér heima,
þannig að þessar ferðir eru ekki jafn
freistandi og áður var.“
Nú fyrir jólin eru um það bil 20
þúsund manns á leiðinni út í versl-
unarferðir og hefur fjöldinn aldrei
verið jafn mikill. Verða gerðar ein-
hverjar ráðstafanir í tollinum með
tilliti til þess?
„Við auglýsum ekkert svoleiðis.
En okkar starfsemi gengur náttúr-
lega út á það að koma í veg fyrir það
að fólk sé að plata ríkissjóð, að það
sé ekki verið flytja inn meira en
leyfilegt er og þannig svipta ríkis-
sjóð sínum tollatekjum.“
En er ekki kominn tími á það að
fólk þurfi hreinlega að fara aðfram-
vísa nótum fyrir þeitn vörutn sem
það œtlar sér að fara með í gegnum
tollinn? Sérstaklcga þegar það er vit-
að að fólk er oft að koma með itin í
landið vörur fyrir miklu meira en 36
þúsuttd krónur inn í landið?
„Tollverðirnir eru nú nokkuð vel
að sér hvernig verðlag er í þessum
löndum sem fólk er að koma frá.
Þeir náttúrlega líta á varninginn
sem fólk kemur með og ef þeir eru í
einhverjum vafa, þá geta þeir farið
fram á að fólk framvísi nótum.
Tollgæslan getur alltaf neitað af-
greiðslu nema það séu lagðar fram
nótur frá innkaupalandinu.“
Þá hlýtur að vera töluvert um það
að tollverðir séu í vafa ogfarifram á
aðfólk sýni nótur, eða hvað?
„Það getur eflaust komið fyrir.
Og þá er fólk eflaust með þær nótur
sem þarf að framvísa ef vörurnar
eru í miklu magni. En mér skilst
bara að þetta sé hverfandi, að það
sé orðið minna sem fólk kemur
með en fyrir nokkrum árum síðan.
Fólk er að fara mikið meira bara í
upplyftingarferðir.“
Hefur þróunin verið þannig að
fólk er að koma með minna af varn-
ingi úr innkaupaferðunum?
„Það held ég að sé þróun undan-
farinna ára. Bæði það að það er
orðið meira úrval hér á heima-
markaði og verðmætabilið hefur
mjókkað."
Ef að fataverslanir, leikfanga- og
gjafavöruverslanir væru ríkisreknar
eins ogÁTVR, væri þá sama harka á
ferðinni mcð tollun á þeitn vörutn og
er með tollun á áfengi?
„Ég held að það skipti ekki máli
hvort fyrirtæki séu ríkisrekin eða
ekki. Við reynum að tryggja það að
fólk sé ekki með of mikið magn. Og
ef svo reynist eru hlutirnir annað
hvort teknir af því, og það annað
hvort sektað eða gefinn kostur á að
tollklarera.“
Þrjár ástœðurfyrir því að versla háma
Guðjón B. Hilmarsson, í Spörlu
Franch Michelsen yngri, úrsmiður
Anna Bentína, í Kjallaranum
ingsgjalda og virðis-
aukaskatts, og gerir það að verkum
að ríkissjóður missir verulegar tekj- f
ur. Ef að þessi verslun myndi færast
inn í landið væru mörg hundruð
fleiri störf í boði, það er kominn
tími til að fólk fari aðeins að íhuga
það. í mörgum löndum er mjög
mikið gert úr því að kaupa vöru
framleidda í landinu."
Mætti hlutur stjórnvalda vera
stærri í baráttunni fyrir því að færa
verslun meira inn í landið?
„Smám saman eru kjörin og
samkeppnisstaðan að jafnast en
það er ýmislegt eftir. Ríkið er til
dæmis í verulegri samkeppni við ís-
lenska verslun, með til dæmis frí-
hafnarversluninni, þar sem verð-
munurinn þar liggur í því að það er
óskattaður varningur þar. Það er
hægt að kaupa hvað sem er á leið-
inni inn í landið, það er til dæmis
mjög óeðlilegt að það sé hægt að
1. Öll sú vara sem ég sel er tollfrjáls og því fullkomlega samkeppnishæf í verði við
hliðstæðar vörur sem fólk er að versla erlendis, og oft á tíðum ódýrari.
2. Ríkissjóður fær virðisaukaskattinn af þeini vöru sem keypt er hérlendis, en ekki
þeirri sem keypt er erlendis.
3. Á hverju ætla þau fyrírtæki að lifa, eins og til dæmis tryggingafélögin, sem senda
starfsfólk sitt í svokallaðar pakkaferðir út, ef öll verslun í landinu fer á hausinn?
1. Við verðum að halda atvinnunni í landinu.
2. Ríkissjóður missir milljarðatekjur á ári ef við verslum erlendis.
3. Brjótum ekki landslög. Hver maður má koma með vörur að andvirði
kr. 36.000 inn í landið þegar hann kemur að utan. Staðreyndin er hins
vegar sú að fólk kemur með miklu meiri verðmæti en það þegar það
kemur að utan.
Hvert er þitt álit á verslunarferðum
Islendinga til úttanda?
ert athugavert
við utanlandsferðir Islendinga,
hvort þær ferðir eru svo innkaupa-
ferðir eða ekki er annað mál.“
Hvernig stendur á því að fólk
flykkist svona til útlanda að versla?
„Ég held að fólk telji sig geta
fundið vörur erlendis sem eru
ódýrari en hér, alveg eins og fólk
getur fundið vörur hér heima sem
eru ódýrari en úti. En ég
legg fyrst og fremst
áherslu á að verslun hér
heima er orðin miklu
samkeppnisfærari en áð-
ur hefur verið.“
Hvaða áhrif hefur það
þegar verslunfærist svona
úr landinu?
„Þetta er náttúrlega
innflutningur í stórum
stíl án tolla og aðflutn-
1. Pað er alveg jafn ódýrt, ef ekki ódýrara, að versla hér heima.
2. Fólk þarf ekki að kaupa farmiða út til þess að versla.
3. Það eru sömu gæði, ef ekki meiri, í fatnaði hér heima.
Jóhannes Gunn-
arsson, formaður
Neytendasamtak-
anna
„Við skulum hafa
á hreinu að verslun-
arferðirnar í upphafi
hafa leitt mjög já-
kvæða breytingu af
sér, þær hafa knúið
niður vöruverð á
þeim vörum sem var
verið að kaupa þarna úti. Þannig að
ég hef svo sem efasemdir um það að
þessar ferðir séu jafnmikið til fjár
og þær voru áður fyrr. Hins vegar
verður hver og einn að gera það
upp við sig hvort hann vill fara út
að versla, við búum í frjálsu landi.
En við hljótum einnig að hafa það í
huga að verslanir hér heima eru
farnar að standa sig vel. Við búum
við bágt atvinnuástand og við hljót-
um að hafa það einnig í huga við
ákvarðanatöku okkar þegar við
ákveðum hvar við ætlum að
versla.“
Hvaða áhrif heldurðu að það hafi
á íslenska verslun þegar eins
mikillfjöldi íslendinga, og raun
ber vitni, versli í útlöndum?
„Ef að innkaupin eru í sama
magni þetta árið og var fyrir
nokkrum árum, sem ég hef
vissar efasemdir um, þá hlýtur
það bæði að draga úr atvinnu-
möguleikum hér innanlands
og einnig að hækka vöruverð
hér innanlands þar sem ís-
lenskar verslanir selja færri
vörur, og það kallar á hærri til-
kostnað og jafnframt hærra verð til
neytenda."
Telurðu að vöruverð hér heima sé
orðið sambœrilegt oggerist erlendis?
„Nú treysti ég mér ekki til að al-
hæfa. Það náttúrlega hlýtur að
muna um virðisaukaskattinn í
sumum tilvikum, eins og á barna-
fatnaði, en hann er virðisauka-
skattslaus í Englandi. Hins vegar
hafa fjölmargir sagt mér, og það
hefur margoft komið fram, að það
er ekki mmikill verðmunur á svo-
kallaðri merkjavöru hér heima og
erlendis. Við verðum að hafa það í
huga að íslenskur markaður er
smár og skattaálögur eru veruleg-
ar.“
Finnst þér ekki að íslensk yfirvöld
þurft aðfara að láta til sín taka, eins
og til dætnis efla tollgæslu?
„Ég tel ekki réttu lausnina að
stemma stigu við erlendri verslun
með lögregluaðgerðum. En að
sjálfsögðu verða íslensk yfirvöld að
gæta þess að farið sé eftir þeim lög-
um sem ríkja hverju sinni. En ég tel
nú heppilegast að það verði búið
þannig um hnútana að hér geti ver-
ið sama verðlag og í löndunum í
kring.“
Bjarni Finnsson, for-
maður Kaupmannasam-
takanna
„Ég hef náttúrlega verið
að vinna í þessu máli fyrir
Kaupmannasamtökin. Og
við höfum lagt áherslu á að
íslenskir kaupmenn verði
að standa sig í samkeppn-
inni og við teljum þá gera
það. það er náttúrlega ekk-