Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 24
1 24 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 „Samspilið milli fortíðar og nútíðar, milli vol- œðis og velmegunar, gerir myndina í senn spaugilega, sniðuga og spennandi. “ athöfnum persóna. Við fylgjumst með matargerð, sjónvarpsglápi og því hvaða spjarir aðalpersónan tínir af sér þegar hún afklæðist fyrir háttinn. Heíði höfundur lagt jafn mikla alúð við sálarlífslýsingar per- sóna þá hefði hann unnið verki sínu heilmikið gagn. Það má reynd- ar frnna tilraunir til að skapa sög- unni sálfræðilega dýpt, en þær tak- ast ekki sem skyldi. Fyrsti kafli bók- arinnar er dæmi um það. 1 honum er lýst hugleiðingum Stephans við vinnuna í flöskumóttökunni: „Þegar flaska hefur fengið nýtt innihald, nýjan tappa og nýjan miða - hvað ræður því hvort hún lendir hjá gæfumanni eða auðnu- leysingja? Var það tilviljun? Eða var það fyrirfram ákveðið?... Drekkur sami maður nokkurn tíma tvisvar úr nákvæmlega sömu flösku?“ Ekki veit ég hvað orðið „ná- kvæmlega" er að vilja þarna. En hvað um það, þær hugleiðingar sem kaflinn birtir eru að mínu mati fremur klénar. Verkið sjálft fær sama dóm. í bókinni er gerð tilraun til að fjalla um grimmd, dauða og auð- mýkingu. En einnig um vináttu, traust og samhjálp. Meinið er að úrvinnslan er ekki fullnægjandi. Því má segja að úr miklu efhi verði heldur lítil saga. En ekki er ómögu- legt að þetta efni eigi eftir að fá full- nægjandi úrvinnslu á öðrum vett- vangi. Höfundur hefur skrifað kvikmyndahandrit um þá atburði sem sagan segir frá og Friðrik Þór Friðriksson mun leikstýra kvik- myndinni. Ég tel óhætt að veðja á að myndin verði betri en bókin. ■ Niðurstaða: Mislukkuð bók þar sem stil og persónusköpun er sérlega ábótavant. Höfundur hafði ágætt efni i höndum en af- greiðslan erlangt frá þvi að vera fullnægjandi. Kolbrún Bergþórsdóttir Hvellur og bergmál DanIel Þ. Magnússon GallerI Sólon Íslandus, 12. - 28. NÓV. Eftir því sem lengist í (menning- arjsögunni virðast þeir verða æ fyr- irferðarmeiri sem standa ráðþrota frammi fyrir vandanum að vera skapandi og líflegir einstaklingar. Vex þá fiskur um hrygg stétt iðnað- armanna/listamanna sem helgar endurtekningunni alla sína krafta, en endurtúlkun í öllum myndum, svo ekki sé talað um endurnýjun, er þeim eitur í beinum. Þegar ramm- ast kveður að þessari dýrkun end- urtekningarinnar taka list- og menningarverndarmenn að gang- ast upp í því að hin æðsta menning hljóti að fara í sífellda hringi um sjálfa sig og raunveruleg listsköpun sé því ekki annað en natið viðhald gamalla gilda. En nýir ffamtíðarmöguleikar fel- ast ekki í stöðnun, ekki í því sem er eins, heldur í því sem er öðruvísi. Allir menn standa þess vegna frammi fyrir þeim vanda hvernig þeir geti látið til sín taka sem fjör- kálfar fremur en fylgifiskar. Daníel Magnússon segir á fylgi- blaði með sýningu sinni: „Sýningin samanstendur af þremur verkum sem unnin eru á þessu og síðasta ári. Sýningin nefnist upphaf, og er þar átt við upphaf heimsins sérstak- lega. En við nánari athugun getur upphaf þetta eins verið upphaf alls þess sem á sér upphaf og endir. Myndunum er ætlað að túlka hið hugsanaveðraða upphaf heimsins eins og það kemur fram í Genesis. Eins var verkunum á sama hátt gert að túlka upphaf heimsins ffá sjón- armiði vísinda. Þessi verk voru síð- an gangsett sitt hvoru megin við Stóra hvell. Útkoman er hugsan- veðrað symphonist verk í þremur þáttum fýrir, stjörnuathugendur, stjörnuendurskoðendur, sálfarend- ur, skýglópa, plötusnúða og alla aðra sem vilja.“ Ég veit ekki hvort í því er fólgin einhver talnamystík að endurtaka orðið upphaf sjö sinnum í textan- um, en orðagrínið og alþýðufræðin er eitthvað sem íslenskir myndlist- armenn endurtaka offar en ekki á blöðungunum þeim sem þeir láta fylgja sýningum sínum. En kannski er Daníel orðinn svo samgróinn kaffihúsinu að sá sem það er kennt við sé farinn að skrifa í gegnum hann. Þessum þremur verkum sem Daníel sýnir nú er vel fyrir komið á þennan eina vegg í salnum sem virðist vera ætlaður fyrir myndir. Samhengið milli verkanna er þó fremur óljóst nema vera skyldi í nöfnum þeirra: í „Genesis“, 2 „- Stóri hvellur", 3 „Sólkerfi“, en þrátt fyrir þennan uppskrúfaða hátíðleik verða ekki fundin í verkunum nein und sinnum. Það er svo tregafullt, sem hentar hljómnum í sellóinu mjög vel.“ Nú er sellóið í eðli sínu dálítið þunglyndislegt hljóðfæri. Það er þungur i því tónninn; ertu sjálf þannig? Er það kannski ástæðan fyrir því að þú valdir í upphafi að verða sellóleikari? „Ég byrjaði að læra á sellóið þeg- ar ég var lítil, og það var mamma mín sem valdi það fyrir mig. Hún hefur séð að ég var frekar þunglynt barn,“ segir Bryndís og skellihlær. Svo heldur hún áfram: „Ég held reyndar að það hafi verið alveg rétt hjá henni. Sellóið á nefnilega vel við mig í dag, því ég er ennþá dálítið skapþung, þó ég sé auðvitað ekki alltafþannig.“ Ertu kannski I þungum þönkum þegar þú ert að leika á sellóið? Hvað fer ígegnum huga þinn þá? „Á tónleikum þegar ég er að spila hugsa ég eitthvað á þessa leið: „Guð minn góður! Þetta er hrikalega falskt...Ég trúi ekki hvað ég er stressuð! Ég vona að ég komist í gegnum tónleikana.“ Þetta er að gerast inni í höfðinu á mér allan tímann. En kannski einmitt út af því nýt ég þess sem ég er að gera. Ég þarf að leggja allt í sölurnar og gefa allt sem ég hef, svona sem mótvægi við hitt. Það er spennandi. Og eitt er víst: Mér leiðist alls ekki!“ Þér líkar þá vel við svona innri átök? „Já... eftir á! Á tónleikum er ég hrikalega nervus. Frænka mín, Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari, neitar samt að trúa því. Hún segir að ég virki svo róleg. En það er ekk- ert að marka. Ég held að ég sé svo stjörf af hræðslu að ég bara líti út fyrir að vera afslöppuð.“ Fólk tekur eftir að þú andar á áberandi hátt þegar þú spilar. Sumir segjast heyra þigstynja. Notarðu ein- hverja sérstaka öndunartækni við sellóið? „Ég tek ekki eftir hvernig ég anda á sviðinu. En þegar ég var að byrja að læra reyndi ég að vera meðvituð um það — til að hjálpa mér. Það eru nefnilega margir sem halda í sér andanum þegar þeir spila. Það er ekki gott, því þá verður maður enn taugaveiklaðri. Maður slakar betur á við djúpa öndun.“ Sumt tónlistarfólk er svo stressað að það dreymir martraðir fyrir tón- leika. Ertþú þannig? „Mig dreymir oft að ég sé að halda tónleika. Svo stend ég skyndilega á gati í miðju tónverki. Draumarnir geta líka verið á þá leið að ég hreinlega gleymi að mæta á tónleikana. Þannig eru draumfarir mínar þegar ég er kvíðin, en þess á milli dreymir mig ánægjulegri drauma. Stundum eru þeir líka um tónlist, því tónlist er stöðugt í höfð- inu á mér. Ég er alltaf að syngja í huganum, og oft er ég að „spila“ laglínur með fingrunum, eins og ég sé að leika á píanó. Mér hefur verið sagt að ég geri það meira að segja þegar ég er sofandi!“ Þannig að sambýlismaður þinn vaknar upp um nóttina við að þú ert að hatnra einhverjar melódíur á bakið á honum? „Já,“ segir Bryndís bara og flissar. Nú ertu í sambúð með Þórði Magnússyni, sem er bráðefnilegt tónskáld, enda sonur sjálfs Megas- ar. Tekurðu stundum lagið með tengdó? „Nei, ekki ennþá. Enda held ég að ég yrði hreint ömurlegur poppari. Ég er nefnilega ekki nógu frjálsleg. Ég hef verið alin upp í klassíkinni; þar þarf ekki þessa ýktu sviðsfram- komu sem poppið krefst. í klass- íkinni getur maður gengið inn á sviðið, varla brosað, spilað það sem á að spila, hneigt sig og strunsað svo út. í poppinu er þetta miklu meiri sýning.. .þar þarf fólk að vera skæl- brosandi og með alls kyns tilburði.“ Þú vilt sem sagt ekki dansa um á sviðinu og veifa sellóinu eins og Ey- þór Arnalds? „Nei, ég held ekki. Ég er of lokuð fyrir svoleiðis hegðun.“ En samt leikurðu mikið kammer- músík með öðrum. Vildirðu kannski heldur vera í einleikshlutverkinu? „Hvort tveggja er skemmtilegt. Auðvitað er gaman að spila sjálfur, það er meira krefjandi því einleiks- verk eru yfirleitt erfiðari. Ef ég er mikið í þannig tónlist þá er ég í betri æfingu. Það liggur þó ljóst fyr- ir að það er meira fjör að spila með öðrum. En ef illa gengur getur það líka verið ömurlegt.“ Hvernig þá? „Ja, við músíkantar erum gjarn- an svo viðkvæmir. Við tökum oft illa gagnrýni, sem er einmitt það sem samspil gengur út á. Fólk þarf að gagnrýna hvert annað ef vel á að fara, en því miður eru margir sem þola það ekki. Ég er þar ekkert und- anskilin ef ég er þannig stemmd. í kammermúsík þar sem fólk er í nánu samstarfi er einnig mikið um valdabaráttu. Fólk rífst um túlkun og annað þess háttar, en svo vill líka brenna við að upp komi ágrein- ingsefhi og leiðindi sem hefur ekk- ert með tónlist að gera. Það skeður þegar persónuleikar fólks í litlum og lokuðum hópi eins og í kvartett eða tríói passa illa saman.“ Er þetta svona slœmt í Trio Nord- ica, sem samanstendur af þér, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Mónu Sandström píanóleikara? „Nei, þar er allt eins og það á að vera. Okkur kemur vel saman og við getum sagt við hverja aðra það sem okkur sýnist. Okkur finnst líka gaman að hittast.“ Þú ert þá félagslynd? „Nei, ég get ekki sagt það! Ég á mína vini, en ég fer lítið á barina. Fyrst þegar ég kom heim frá námi var ég oft úti á lífinu, en svo náði ég mér í Þórð, sambýlismann minn. Meira þarf ég ekki... “ Nú er Þórður rúmlega átta árurn yngri en þú. Finnurðu fyrir fordóm- um út afþessum aldursmun ykkar? „Eiginlega ekki. Alla vega hef ég ekki orðið vör við þá. En mér væri líka skítsama þó fólk væri eitthvað að stinga saman nefjum.“ Sem sellóleikari finnst mörgum karlmönnum þú sexí. Verðurðu stundumfyrir kynferðislegri áreitni? „Nei! Um daginn hringdi að vísu í mig einhver gamall og fúllur karl sem var að springa úr aðdáun á mér. En ég er náttúrlega meira fyrir yngri menn,“ segir Bryndís og glottir. „Annars er ég það mikið heima að ég tek ekki eftir að karl- menn séu á eftir mér. Svo er ég líka í sambúð.“ En svo við víkjutn aftur að músík- inni. Hvað tekur nú við? „Ég er að fara með Caput-hópn- um í tónleikaferð til Ítalíu. Svo er ég á leiðinni til Bandaríkjanna og ætla að vera þar í tvo mánuði. Ég mun búa hjá systur minni sem er gift Ameríkana, og ætla fyrst og fremst að æfa mig hjá þeim. Hérna er nefnilega svo margt sem truflar. Annars er framtíðin að mestu óráð- in. Ég er ekki sú manngerð sem hef- ur allt kortlagt fyrir framan sig. Ég reyni bara að taka einn dag í einu. Ég vil að lífið flæði... “ Jónas Sen A föstudaginn kom spænski arkitektinn Enric Miralles til iandsins tengslum við fyrirlestur sem hann heldur í kvöld. Krístján Jóhanns arkitektúrsins Spánverjinn Eric Miralles er einn þekktasti arki- tekt heims. Arkitekt sem MORGUNPÓSTURINN hafði samband við sagði að það væru um tíu nöfn í arki- tektaheiminum sem allir þekktu. Miralles tilheyrir næsta flokki, svona svipað og Kristján Jóhannsson, sem nær ekki að vera við hlið þeirra Domingos, Carreras og Pavarotti í óperunni. Arkitektafélag ís- lands, í samvinnu við Bygg- ingarlistadeild Listasafns ís- lands og Norræna húsið, hafa skipulagt fyrirlestraröð um byggingalist og hönnun og er koma Miralles í tengsl- um við hana og talar hann í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta. Miralles er fæddur árið 1955 í Barcelona þar sem hann lærði arkitektúr og útskrifað- ist 1978. Hann vann með Helio Pinón og Albert Viaplana að fjölmörgum verkefnum á árunum 1973-1984 en hefur að und- anförnu flutt fjölda fyrirlestra um verk sín vítt og breytt um heiminn. Miralles er einkum þekktur fyrir verk unnin í samstarfi við Carme Pinós en þau hafa fengist við landslagsarkitektúr meðfram hönn- un bygginga og leggja mikla áherslu á að mannvirki falli vel inn í umhverfið. Það hefur til langs tíma ver- ið draumur og/eða markmið íslenskra arkitekta — kannski með misjöfnum árangri. -JBG Þekktasta verk Miralles og Pinós er almennings- og kirkjugarður í Barcelona. sérstök tengsl, hvorki við vísindi né trúarbrögð. Það sem verður fúndið í verkunum er hins vegar ljóðrænn formalismi og hversdagsleg hlut- skyggni sett fram með snyrtilegu donti. Tökum verk númer tvo sem dæmi: meðalstór hvít plastplata hefur verið boruð út þannig að göt- in mynda þægileg fernislaga form, við hvert horn plötunnar eru síðan hengdar svart/hvítar ljósmyndir af herbergishornum þar sem loftlist- arnir mætast. Trúlega er þetta verk „Stóri hvellur“ besta verkið á sýn- ingunni, en mesti hvellurinn fer fljótt úr því þegar það gæti, við nánari skoðun, allt eins verið eftir Hrein Friðfinnsson. Verk númer þrjú minnir reyndar á formalisma Kristjáns Guðmundssonar og verk númer eitt hefði á góðri stund geta verið gert kolektívt af þeim Jóni Gunnari og Magnúsi Tómassyni; að minnsta kosti er líklegra að mönnum komi upphafi og endir SÚM fremur í hug við skoðun á sýningu Daníels Magnússonar, en upphaf og endir heimsins. ■ Sýningin og verkin eru snyrti- leg. Nöfn á verkum og texti á sýningarblöðungi uppskrúfuð alþýðufræði. Yfir sýningunni er eins og eitthvað SÚM-slen, en fyrir þá sem ekkert þekkja til upphafs og endis SÚM er bent á að fara á sýningunna sér til skemmtunarog fróðleiks; það er hins vegar Ijóst að þessi sýning er hvorki upphaf né endir í list- sköpun Daniels Magnússonar. Hannes Lárusson Dansspor í rétta átt SVÖLULEIKHÚSIÐ í SAMVINNU VIÐ ÍSLENSKA DANSFLOKKINN 1 Borgarleikhúsinu JöRFAGLEÐI EFTIR AUÐI BjARNADÖTTUR OG HáKON Tuma Leifsson Íslensk dansflóra er ekki fjöl- skrúðug en nú er loks sprungin úí ein rós á nær auðum akri. Jörfa- gleði er í alla staði mjög vel heppn- uð sýning. Hún gengur upp í góða heild, með flottri tónlist sem feflur vel að verkinu þó „leiklistargagn- rýnandi“ hafi reynt allt til að beina tónum hennar í eyru tónlistargagn- rýnanda í sætinu við hliðina. Sagan er einföld að hætti balletta. Danssýningar rúma ekki nein dramatísk „twist“ og maður sættir sig alveg við einfaldan boðskap þó honum sé komið til skila með jafn einföldum symbólisma. Maður get- ur þá einbeitt sér betur að dansin- um. Sagan er sögð með mishröðum sporum og búningabreytingum og hnykkt á henni með hæfilega stutt- um textabrotum sem leikarar fara með. Margrét Ákadóttir er áhrifa- mikil sem öldruð Látra-Björg, Jak- ob Þór sýslumannslegur og Stein- unn Ólafsdóttir sannfærandi ein- föld búrkona. Björn Ingi Hilmars- son var vandlega falinn í Íslenska dansflokknum sem segir allt um dans leikarans. Það er kannski ekki hægt að segja að Auður Bjarnadóttir hafi algjör- lega skapað sína eigin kóreógrafíu — enda kannski til of mikils mælst að við Íslendingar eignumst okkar Mörtu Graham eða Pinu Bausch — en hún hefur þó náð að skapa góða heild með danssporum sínum sem virðast sótt í klassískan mó- dern dans, með léttum blæ úr hefð- bundnum ballett og gömlum viki- vökum, eins og maður ímyndar sér að þeir hafi verið. Með góðri hjálp lýsingar, leik- mynda- og búningateiknara nær Auður að skapa sterkar myndir sem lifa með manni, að minnsta kosti út vikuna, og sjálfsagt lengur. Upp- hafssena er sterk og einföld og mínímalískt alþýðustritið þróast út í skemmtilegustu atriðin, á Jörfa- gleðinni sjálffi. Hápunktur sýning- arinnar er hinn erótíski dans, bæði í hópsenum og í dúett Ástu Arnar- dóttur og Hauks Harðarsonar sem var frumlegasta atriðið, ef tfl vill vegna þess hve hreyfingar hreyfimannsins voru magnaðar í þessu hlutverki sem og hlutverki Hangiguðs, og ólíkar hinum lærðu og skóluðu hreyfingum dansflokks- ins. Þarna liggja ef til vill möguleik- ar á sjálfstæðum íslenskum dansstíl. Af dansflokksfólki bar mest á Láru Stefánsdóttur og Sigrúnu Guðmundsdóttur sem glöddu dansaugað. Leikmynd Sigurjóns Jóhanns- sonar er hæfilega sparleg og gest- risin við verkið. Ásamt ljósahönn- un Lárusar Björnssonar skapar hún fallega stemmningu með snjöllum og einföldum lausnum. Þá eru búningar Sigurjóns einn besti þáttur sýningarinnar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.