Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN TÆKI 21 ■Þegar maður verslar erlendis er auðveldara að skilja börnin eftir heirna og losna þannig við suð, tuð og nöldur í verslunarferðunum. ■Þegar maður verslar erlendis hitt- ir maður færri sem maður þekkir og lendir síður í kjaftatörnum. ■Þegar maður verslar erlendis þarf maður að reikna allt verð yfir í ís- lenskar krónur. Það þjálfar hugann. ■Þegar maður verslar erlendis finnst manni eins og maður sé að svíkja land og þjóð. Það hleypir út pirringi í sálinni. ■Þegar maður verslar í Glasgow getur maður átt von á að hitta ein- hvern sem enn man hver Búbbi er og stært sig af því að vera landi hans. ■Þegar maður verslar erlendis get- ur maður drukkið bjór klukkan hálf sjö á fríhafnarbarnum — nokkuð sem maður getur ekki ella — án þess að taka heila meðferð á effir. VERÐSAMANBURÐUR.... 1. Þegar maður verslar eriendis rennur á mann neysluæði og maður verslar miklu meira af alls kyns drasli. 2. Til hvers að vera að fara út að versla þegar hægt er að fá fínar vörur hér heima? 3. Þjóðfélagið er svo lítið að það snertir alla þegar fólk flykkist út til að versla. 1 • Það hlýtur að vera hagur allrar þjóðarinnar að fólk versli hér heima og tryggi atvinnu. 2. Við erum fyllilega samkeppnisfær í verði, ef ekki með betra verð, en það sem gerist eriendis. 3. Ef fólk verslar eriendis getur það ekki skilað eða skipt og missir því af allri alvörn þjónustu. 1 .Sá fatnaður sem ég sel í búðinni hjá mér er ódýrari en gerist eriendis. 2. Þjónustan í flestum tilfellum er betri héma heima. 3. Það er mögulegt að skila ef varan er gölluð. kaupa reiðhjól, og setja gasgrill og sjónvarp á bakið og hjóla út.“ Hvernig er best að stemma stigu við þessari erlendu verslun íslendinga? „Það þarf að fá fólk til að hugsa um það hvað það þýðir að færa verslun svona út úr landinu, og einnig hvað það getur þýtt að ná henni aftur inn í landið.“ Magnús L. Sveins- son, formaður Verzlun- armannafélags Reykjavík- ur „Verslunarferðirnar hljóta að vera áhyggju- efni. Aðalsvarið við þess- um verslunarferðum er að sjálf- sögðu að tryggja að verðlag hér heima sé ekki hærra en það sem gerist erlendis." Hefur ekki orðið þróun í þá átt á undanförnum árutn? „Jú, ég held að það sé nú tilfellið. Þessar verslunarferðir á undan- förnum árum hafa leitt til þess að verðlag hefur lækkað tii muna á Is- landi, kannski sérstaklega í fataiðnaðinum. Og það er gott, en það er dálítið dýrt fyrir okkur að horfa upp á þúsundir íslend- inga streyma til útlanda og versla til að fá vöru- verð hér niður. Ég vona bara að menn átti sig á því að ef að fólk fær vörur hér á sambærilegu verði og gerist erlendis, þá er fólk ekkert að fara í kostnað- arsamar ferðir til útlanda til að versla.“ Sveinn Sigur- bergsson, formaður Kaupmannasamtak- anna í Hafnarfirði „Verslunarferðirn- ar eru náttúrlega hræðilegar fyrir ís- lenska verslun, fólk er að eyða milljörð- um erlendis á hverju hausti." Hver er ástœðan fyrir þvt að fólk flykkist svona út? „Þegar þetta byrjaði fyrir nokkr- um árum þá var verðmunurinn meiri, en núna síðustu þrjú árin hefur sérvara lækkað mikið, í rauninni hefur verð- lag hrunið. Ég held að fólk eigi bara eftir að átta sig á því þegar það fer að skoða í búð- unum að verðmunurinn er ekki svo ýkja mikill. Mér sýnist nú líka á fólki að þess- ar ferðir séu að snúast meir upp í skemmtiferðir en áð- « ur. Eiga stjórnvöld að skipta sér meira afþessu? „Nei, mér finnst það nú ekki. Ég held að við kaupmenn þurfum bara að standa saman. Með tímanum og auknum áróðri síast það inn í fólk að við Islendingar erum að flytja at- vinnuna úr landinu, og þá held ég að fólk snúi sér að verslun hérna heima.“ Hvað geturðu ímyndað þér að íslendingar versli fyrir mikið á ári í útlöndum? „Ég held að það sé eitthvað urn fjóra milljarða. Ef við gef- um okkur það að 150 þúsund íslendingar fari út á hverju ári og hver versli fyrir um 25 þús- und krónur. Ef þessi verslun yrði tekin heim þá myndi hún skila sér í störfum fyrir 750-1000 rnanns." Ingi Bogi Boga- son, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnað- arins „Okkur hjá Samtök- um iðnaðarins finnst það að sjálfsögðu mið- ur að Islendingar versli jaín mikið erlendis og raun ber vitni. Hins vegar getum við að sjálfsögðu ekkert sett okkur upp á móti því. Við náttúr- lega hvetjum þá til þess að versla frekar hérna heima vegna þess að við teljum að gæði og verð sé fýlli- lega samkeppnishæft við það sem menn eru að sækja til útlanda. MORGUNPÓSTURINN gerði verðsamanburð í tveimur verslunum hér heima og erlendis. Könnunin var framkvæmd þannig að verslunareig- endurnir hér heima voru beðnir um verð á ákveðnum vörum, og svo athugað hvað sömu vörur kostuðu erlendis. Er ekki annað að sjá en ís- lensku verslanirnar séu fyllilega samkeppnisfærar við verslanir í ná- grannalöndunum. Black og Decker HC431 handryksuga Verð í Borgarljósum kr 6.220 Verð í verslun í Svíþjóð kr. 6.150 Black og Decker HC410 handryksuga Verð í Borgarljósum kr ...3.790 Verð í verslun í Svíþjóð kr 3.960 Síðkjóll (Caroline Dress) Verð í Vero Moda í Reykjavík kr 4.980 Verð í Vero Moda í Dublin (44,99 írsk pund) kr 4.770 Pils (Sussi Skirt) Verð í Vero Moda í Reykjavík kr 3.290 Verð í Vero Moda í Dublin (29,99 írsk pund) kr 3.180 Síður kjóll (Kalena Dress) Verð í Vero Moda í Reykjavík kr 3.290 Verð í Vero Moda í Dublin (29,99 írsk pund) kr 3.180 Fólk er líka að setja sig í bága að- stöðu með því að versla erlendis, því það á erfitt með að snúa sér í því ef upp kemur vandamál með vöru sem keypt er erlendis, gallar eða þau gæði sem lofað er standast ekki, einnig ef fólk kaupir sér einhvern hlut sem þarf einhverja þjónustu við eftir á. Það er oft þannig að fólk virðist ekki hugsa dæmið alveg til enda, kaupir kannski einhvern hlut sem er ódýrari erlendis, en spáir ekkert í rekstrarkostnaðinn við hann.“ Nú halda kaupmenn þvífram hér heima að þeir séu fyllilega sam- keppnishœftr í verði og gæðutn við nágrattnalöndin, ett samt flykkist fólk úr lattdi og verslar. Hver er ástœðan fyrir þessu? „Við náttúrlega verðum að átta okkur á því að þetta eru ekki bara verslunarferðir, fólk er líka að fara út til að slappa af. Þetta kemur líka til af því að fólk er farið að njóta meira sumarsins hérna heima og fer út um veturinn í staðinn, þann- ig að það má ekki líta á þetta bara sem verslunarferðir.“ Eiga stjórnvöld að skipta sér meira afþví að reytia að stýra verslun intt t landið? „Ég tel skilyrðislaust að stjórn- völd eigi að koma til móts við átök eins og Islenskt, já takk og Verslum heima, á hvern þann hátt sem til framdráttar má verða, vegna þess að sparaður gjaldeyrir er auðvitað ekkert ómerkilegri en aflaður gjald- eyrir. Stjórnvöld þurfa að líta meira til þess að með því að versla við okkur sjálf erum við að spara gríð- arlega fjármuni. Og það er verjandi að stjórnvöld veiti svona átökum stuðning vegna þess að ríkiskassinn fær það auðvitað til baka.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.