Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 15
'LLl'.'AiULVMik Pálmi í Hagkaup var skag firskur bóndasonur og lögfræðingur að mennt, en kaupmaður að atvinnu og ástríðu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur nú skráð viðskiptasögu Pálma. Hún er ævintýri líkust frá því er hann hóf verslun í gömlu fjósi við Eskihlíð árið 1959 þar til hann lést en þá var fyrirtæki hans orðið eitt hið stærsta á landinu. Lífsstarf Pálma ein kenndist meðal annars af lang vinnum átökum við einokunaröfl og sérhagsmunasamtök, sem stóðu í vegi fyrir frumkvöðulsstarfi Pálma, sem var að bjóða góða vöru á lágu verði. Haraldur Sveinsson er framkvæmda stjóri Arvakurs sem gefur út blað allra landsmanna, Morgunblaðið. Jónas H. Haralz var efnahagslegur ráðgjafi ríkisstjórna, bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna áður en hann varð bankastjóri Landsbankans. Vilhjálmur Jónsson var fram kvæmdastjóri Olíufélagsins hf. í þrjátíu og tvö ár og rak fyrirtækið allan þann tíma með hagnaði. Sími 91 628780 ✓ bókinni Áhrifamenn eftir Jónínu Michaelsdóttur segja fjórir menn af kynslóðinni sem fagnaði lýðveldi á Þingvöllum fyrir fimmtíu árum frá störfum sínum og lífshlaupi. Þeir tala tæpitungulaust um kosti og lesti íslensks samfélags fyrr og nú og lýsa skoðunum sínum á eftirminnilegan hátt. Guðmundur Guðmundsson, útgerðarmaður og fyrrum skipstjóri á ísafirði gerir út aflaskipið Guðbjörgu IS 46 eða „Gugguna“. H

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.