Helgarpósturinn - 08.12.1994, Síða 26

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Síða 26
26 MORGUNPÓSTURINN SAKAMÁL FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 Fjórðungur námsmannaer- lendisílistnámi Umræðan um Guðmundar- og Geirfinnsmálin hefur blossað upp á þessu ári, ekki síst síðustu vikurnar. Fyrir liggur að sérstakur Leirfinnur var huldumaðurinn kallaður sem Geirfinnur mælti SaksÓknari VCrður sklOaður tll sér mót við kvöldið sem hann hvarf. Þessi leirstytta var gerð ^ eftir lýsingum vitna en maðurinn hefur aldrei fundist. Gagn- jjq UUl kröfu SæVafS ]Vt. rýni á rannsókn Geirfinnsmálsins og dómsniðurstöðuna ' * byggir ekki síst á þeirri staðreynd. CÍeSÍelskÍS Um að málíð VCrðÍ endurupptekið fyrir Hæstarétti. Hvarf mannanna tveggja og rannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skók íslenskt samfélag á áttunda áratugnum og svo virðist sem snarpir eftirskjálft- ar séu enn áð gera vart við sig Dula sakamál aldarínnar Eins og svo oft áður er ógeðfelld- ustu frétt vikunnar að finna í Tím- anum. Fréttin birtist í blaðinu á þriðjudaginn var og fjallar um mikla fækkun íslenskra náms- manna sem leggja stund á nám í útlöndum, en á tímabilinu 1990 til 1992 fækkaði þeim um fjórðung. Fækkun hefur orðið í öllum náms- greinum fyrir utan að nemum í listnámi hefur svo til ekkert fækk- að. Af þessum sökum hefur list- nemum Qölgað mjög hlutfallslega síðustu ár og nú er svo komið, samkvæmt frétt Tímans, að um það bil fjórðungur námsmanna er- lendis er í listnámi. Þetta þýðir að á sama tíma og nemum fækkar stór- lega, sem leggja til dæmis stund á landbúnaðar-, tækni- og kennara- nám, hefur hópur þeirra sem leggja stund á málaralist, leirkerasmíð og annað föndur síst dregist saman. Þetta eru vægast sagt ákaflega ógeðfelldar fréttir ef ekki beinlínis ógnvekjandi. Hvað er íslenska þjóðin eiginlega að hugsa? Á með- an flytja þarf inn útlenskan mann- afla til starfa við fiskvinnsluna, undirstöðuatvinnuveg þjóðarinn- ar, þyrpast Islendingar utan til list- náms. Og það er ekki eins og þjóð- in sé illa haldin af listamanna- skorti. Þvert á móti eiga Islending- ar yfirdrifið nóg af þeim. Alls kyns kverúlantar vilja vera listamenn, eða þykjast vera það, en geta síðan ómögulega lifað af því þar sem markaður fyrir list á íslandi getur aðeins borið brotabrot af hópnum. Saman myndar hópur mislukkaðra listamanna síðan einn allsherjar grátkór og jarmar yfir menningar- fjandsamlegu viðhorfi ríkisstjórna landsins sem aldrei þykja setja nógu mikinn pening í listina. I frétt Tímans kemur fram að fjöldi list- nema í útlöndum er tæplega hálft þúsund. Það er ekki hægt annað en að hugsa til þess með skelfingu ef þessari þróun verður ekki snúið við. Barátta Sævars Marinós Ciesi- elskis fyrir því að fá æru sína hreinsaða af því að hafa átt þátt í hvarfi tveggja manna um miðjan áttunda áratuginn hefur staðið allt frá því að kveðinn var upp dómur í Sakadómi Reykjavíkur skömmu fyrir jólin 1977. Á Litla-Hrauni, þar sem Sævar og fleiri sakborningar tóku út sinn dóm, sökkti hann sér ofan í málsskjölin og reyndi að sjá út leiðir til að fá dómstóla til að taka málin til umfjöllunar á nýjan leik. Nú, um það bil tuttugu árum eftir mannshvörfm og tíu árum eft- ir að Sævar fékk aftur frelsi, virðist barátta hans vera að skila einhverj- um árangri. Sævar fékk því framgengt snemma í haust að sérstakur sak- sóknari verði skipaður til að fjalla um beiðni hans um endurupptöku málsins. I framhaldi af því skilaði hann dómsmálaráðherra ítarlegri greinargerð þar sem hann gagnrýn- ir rannsókn mannshvarfanna lið fyrir lið og reynir að sýna fram á þá fullyrðingu sína að saklaust fólk hafi verið dæmt fyrir manndráp — réttarmorð hafi verið framið. I framhaldi af því hafa fjölmiðlar sýnt máli hans áhuga, en höfðu flestir þagað þunnu hljóði allt frá því Hæstiréttur kvað upp sinn dóm skömmu fyrir jólin 1980. Það er því ljóst að náið verður fylgst með því hvort krafa Sævars verði tekin til réttlátrar og rækilegrar skoðunar. Almenningur sýnir baráttu Sæv- ars einnig vaxandi áhuga, en marg- ir af yngri kynslóðinni muna ekki þennan tíma og farið er að fenna yfir margt því sem þeir eldri upp- lifðu. Það er því ástæða til að rifja upp þessi mál, sem skóku íslenskt samfélag um og upp úr miðjum áttunda áratugnum og kölluð voru Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Ungmenni sökuð um tvofalt manndráp Aðfaranótt 27. janúar 1974 hvarf ungur piltur, Guðmundur Einars- son, sporlaust eftir að hafa verið að skemmta sér í Hafnarfirði og kom upp sá kvittur að honum hefði ver- ið komið fyrir. Lengi vel var þó unnið út frá þeirri kenningu að Guðmundur hefði orðið úti. I desember sama ár komst svo upp um póstsvik Sævars og Erlu Bolladóttur, sambýlisfólks sem hafði vafasamt orð á sér, og voru þau sett í varðhald vegna þess. Undir jól greindi Erla lögreglunni frá grunsamlegum pokaburði á heimili sínu um miðja nótt sem tengt var hvarfi Guðmundar. Sævar tók undir framburð Erlu að ein- hverju leyti og í framhaldinu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Al- bert Klahn Skaftason hnepptir í Erla Bolladóttir var helsta vitni ákæruvaldsins og framburður hennar var lagður til grundvallar þegar játningar annarra sakborn- inga voru metnar af dómstólum. Hún var dæmd til þriggja ára fangelsisvistar, einkum fyrir meinsæri, en hún var sögð hafa bendlað saklausa menn við hvarf Geirfinns sem sátu í varðhaldi mánuðum saman. í mínum huga eru menn annað hvort kristnir eða kynvillingar Einhverju sinni þegar tekin var svokölluð árumynd af Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanni Krossins — sem birtist reyndar aldrei opinberlega — kom á daginn að ára hans er eld- a rauð. Þeir sem kunna að Æ lesa í slík tákn segja það merki um mikið skap. Gunnar segir að reið-, inni megi skipta í tvo flokka, annars vegar heilaga^ reiði og hins vegar vanheilaga. „Þegar við lesum ritninguna og sjáum hina heilögu guðsmenn reiðast, og svona gífurlega, er það merki um heilaga reiði. Þegar hins vegar óbreyttur syndari reiðist er það vanheilög reiði. Ég minnist þess einu sinni þegar mér var mikið niðri fyrir skrifaði ég örlítinn greinarstúf í Morgun- blaðið. Ástæðan fýrir því að ég reiddist var sú að Þjóðkirkjan var með yfirlýsingu um kristna kyn- villinga. I mínum huga eru menn annað hvort kristnir ^eða kynvillingar. Þetta tvennt samræmist ekki. Ég ákvað því að skrifa örlítinn r pistil en fékk yfir mig því- líka skæðadrífu af skrifum Wað ég man bara ekki annað eins. Síðan vaxa deilurnar orð af orði og fyrr en varir eru menn farnir að ræða mál eins og skírn- ina. Þjóðkirkjan telur barnaskírn- ina vera forsendu endurlausnar og friðþægingar. Því er Biblían ekki sammála. Skrifin voru komin á það stig að sjö prestar vitnuðu gegn mér á miðopnu Morgun- Eq er reiður þess vegna er ég til blaðsins. Ég hef síðan kallað þessa játningu sjö presta játninguna enda voru þeir voru eins og ferm- ingastrákar að vitna með kenn- ingu sinni. Þetta fannst mér bros- legur endir á heilagri reiði.“ Geirfinnur Einarsson var búsettur í Keflavík og hvarf frá heimili sínu að kvöldi 19. nóvember 1974 og síðan hefur ekkert til hans spurst. Sævar, Kristján Viðar og Guðjón Skarphéðinsson voru dæmdir fyrir að hafa orðið honum að bana. gæsluvarðhald vegna málsins. I byrjun nýs árs, 1976, voru játn- ingar þeirra allra taldar liggja fýrir um að Guðmundur hafi látist í átökum í íbúð Erlu í Hafnarfirði. Nokkrum dögum síðar, 11. janúar, lýsti Sævar hins vegar yfir fyrir dómi að framburður hans hafi ver- ið rangur og játning hans verið þvinguð fram með harðræði. Þótt gögn sýni þetta var afturköllun Sævars á játningunni ekki færð til bókar, þar sem rannsóknardómar- inn taldi sig vita betur, sem braut í bága við lög. Seinna í mánuðinum var farið að rannsaka hvort þessi hópur ætti þátt í dularfullu hvarfi Geirfinns Einarssonar 19. nóvember 1974. Þau bentu á fjóra þekkta menn sem flestir tengdust skemmtistaðnum Klúbbnum, þá Sigurbjörn Eiríks- son, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Einar Bolla- son, hálfbróður Erlu, og voru þeir settir í varðhald í Síðumúlafangels- inu með hinum. Næstu mánuði var framburður ungmennanna mjög á reiki og játn- ingar gerðar út og suður og þær dregnar til baka nánast jafnóðum. Frá því í árslok 1975 til vors 1976 var einkum byggt á vitnisburði Erlu en hún gekk þá laus og bar vitni í báð- um málum. En í maí játaði hún á sig að hafa ein banað Geirfmni þannig að rannsóknin fór upp í loft enn og aftur. Kristján sagðist hins vegar hafa banað Guðmundi. Rannsóknarmönnum var vísað á ýmsa staði þar sem líkin höfðu átt að vera grafin og sífellt komu nýjar sögur frá sakborningunum. Hvorki gekk né rak að frnna áþreifanleg sönnunargögn sem studdu ein- hverjar sagnanna. Löareglumaður á effírlaunum átti að bjarga rannsókninni Um vorið var Klúbbsmönnun- um sleppt úr haldi, enda sýnt að þeir hefðu ekki átt neinn þátt í hvarfi Geirfmns. Það hafði þótt styrkja framburð ungmennanna að þeir voru grunaðir um aðild að stórum smyglhring sem Geirfinnur á að hafa tengst. Skaðabótamál spunnust út af gæsluvarðhaldsvist þeirra og voru fjórmenningunum dæmdar í kringum 200 þúsund krónur hverjum og einum í bætur auk vaxta. Það styrkti grun manna á að þessi hópur væri viðriðinn málið að leirstytta sem gerð var eft- ir lýsingum vitna þótti líkjast Magnúsi verulega. Huldumaður- inn, sem styttan átti að líkjast, gekk undir nafninu Leirfmnur. Viðkom- andi hringdi í Geirfmn úr Hafnar- búðinni kvöldið sem hann hvarf og mælti sér mót við hann. Aldrei hef- ur verið upplýst hver þessi maður var. Sævar staðhæfði í viðtali við Ein- tak fýrr á þessu ári að það hafi verið að undirlagi rannsóknarmannanna að Klúbbsmennirnir voru bendlað- ir við málið. Hvað sem um það má segja þóttu þessi mistök rannsókn- armannanna stórfelld og ófyrirgef- anleg sem varð til þess að þrýsting- ur á þá jókst til muna. Nú þurffu þeir að bæta fyrir mistökin með því að sýna skjótan árangur. Ásakanir á hendur Framsóknarflokknum um fjármálaleg tengsl við Klúbbinn, á sama tíma og eigandinn sat í gæslu- varðhaldi grunaður um morð, varð til þess að allt þjóðfélagið var í upp- námi. Skipulag lögreglu- og dóms- mála var þá með öðrum hætti en nú þannig að dómstólar höfðu puttana í rannsókninni sem leiddi til þess að sífellt voru á kreiki sögur um að verið væri að halda ein- hverju leyndu. Svo rammt kvað að þessu að þess var krafist að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dóms- málaráðherra, viki úr embætti. Það var við þessar aðstæður, í ág- úst 1976, sem þýskur rannsóknar- foringi á eftirlaunum, Karl Schútz, var fenginn hingað til lands til að stjórna rannsókninni. Hans hlutverk var ekki síst það að koma málinu heim og saman, reyna að sjá í gegnum misvísandi framburð og játningar í allar áttir. Eftir að Schútz tók við stjórnvölin- um var Guðjón Skarphéðinsson handtekinn vegna Geirfmnsmáls- ins og játaði hann aðild sína að hvarfi hans. I janúar 1977 lauk svo rannsókn undir stjórn Þjóðverjans eftir sviðsetningu atburða við Dráttarbrautina í Keflavík, þar sem rannsóknarmennirnir töldu að Geirfmni hafi verið ráðinn bani. I mars nefndi Sævar nýtt vitni til sögunnar í Guðmundarmálinu en tók framburð sinn aftur í heild fýrir dómi undir lok mánaðarins, enda hélt hann því fram að játningarnar hefðu verið knúðar fram með harð- ræði. Það sama gerðu Tryggvi og Kristján. Erla gekkst ekki heldur við fyrri framburði sínum og sagðist ekkert vita um afdrif Geirfmns og Guðmundar. Guðjón einn dró ekki sinn framburð til baka. Undirréttur dæmir Sævar og Kristján í iífstíðarfangeisi Eftir að rannsókninni á hvarfi Geirfmns og Guðmundar lauk lágu fýrir játningar sem voru misvísandi og í flestum tilvikum búið að draga til baka. Sögurnar voru margar og lágu í ótal áttir. Rannsóknarmenn- inrnir töldu sig hins vegar sjá þráð í gegnum þær aílar sem sýndu fram á sekt. Engin áþreifanleg sönnunar- gögn lágu fyrir til að styðja þá nið- urstöðu, hvorki lík, morðvopn né annað. Blóðblettir höfðu fundist á nokkrum stöðum sem gátu hugs- anlega verið úr Guðmundi án þess

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.