Helgarpósturinn - 12.12.1994, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Qupperneq 32
Spurt var: Á aðfella niður virðisaukaskatt af bókum? ( hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16. Framarar stefna hátt - ■ Anthony Karl ogfé- lagaskiptin ■ Ótrú- legar tölur í kvenna- körfunni Ljóst er að Fram- arar stefna hátt fyrir næsta tímabil. Liðið hefur fengið marga snjalla leik- menn í sínar raðir og á dögunum barst tilkynning um skipti varnar- mannsins KristjAns JóNSSONAR yfir í liðið frá Bodö Glimt í Noregi. Þetta fannst flestum Frömurum mikil gleðitíðindi og segja menn nú raun- hæfan möguleika á að keppa við KR og ÍA um íslandsmcistaratitilinn næsta sumar... etta er kannski ekki svo fjarlæg- ur möguleiki. Liðið vann innan- hússmót á Selfossi um helgina með yfirburðum og sýndi þar mjög góða knattspyrnu. Heimamenn urðu i öðru sæti og KR-ingar í því þriðja... .A.thygli vekur hversu djúpa bcygju mál Ant- HONY KARLS Gregory hafa tekið. Fyrir nokkrum vikum virtust flest lið á landinu vilja leik- manninn í sínar rað- ir en síðan þögnuðu þær raddir skyndilega. Eyja- menn misstu áhugann og sömu- leiðis KR- ingar. Sagt er að Eyja- menn hafi verið svo ánægðir við þau tíðindi að Tryggvi Guð- MUNDSSON VÍljÍ koma aftur frá KR að þeir hafi misst áhugann á Ant- hony Karli og sömu sögu hafi verið að segja um KR, þegar fréttist af kömu Mihajlo bibercic til liðsins var allt annað dregið í land... LJrslitin í leik KR og Fylkis í bik- arkeppni kvenna vekja óncitanlcga athygli. Sérstaklega þegar haft er í huga að KR- ingar hvíldu sinn besta mann og tefidu fram breyttu liði frá venjulegum leikjum. Leikurinn fór nefnilega 127:5 fyrir Vesturbæjar- stelpum... Hinn stórefnilegi Grindvíkingur, Pétur Guðmundsson, leggur hér boltann í körfuna. Hann skoraði tólf stig og átti góðan leik eins og flestallir samherjar hans. Þorvaldur Orlygsson „Það var kominn tími á að boltinn færi aftur að rúlla rétt fyrir mér.“ Þorvaldur Örlygsson með tvö mörk fyrir Stoke gegn Burnley Kominn tími á þetta Þorvaldur Örlygsson var mað- ur dagsins í Stoke á laugardaginn. Hann gerði þá bæði mörkin í 2:0 sigri liðsins á Burnley, það fyrra úr vítaspyrnu sem hann náði sjálfur og hið seinna eítir glæsilegt spil. Lárus Orri Sigurðsson kom inn á sem varamaður í leiknum. „Ég hitti á mjög góðan leik,“ sagði Þorvaidur í samtali við blað- ið. „Það var líka kominn tími á það. Við höfum verið að leika ágætlega undanfarið en átt í erfiðleikum með að skora. Þessi sigur var því kærkominn. Fyrra mark Þorvaldar kom eftir að hann var gróflega felldur í víta- teig Burnley-manna. Vítaspyrna var dæmd og auk þess var leikmað- urinn sem braut á Þorvaldi rekinn af leikvelli. „Ég átti bara eftir að leggja boltann í netið þannig að þetta var hárréttur dómur,“ sagði Þorvaldur aðspurður um atvikið. Seinna markið kom síðan eftir lag- legt spil Þorvaldar og félaga hans í gegnum vörn Burnely-manna. Lárus Orri Sigurðsson kom inn á sem varamaður þegar stutt var eftir af leiknum. „Þjálfarinn vildi halda fengnum hlut og setti því Lárus inn fyrir sóknarmann,“ sagði Þorvald- ur. Aðspurður um álit hans á fram- tíð Lárusar Orra sagðist hann vera bjartsýnn. „Hann á auðvitað margt eftir ólært en málið er að hann ger- ir sér grein fyrir því og vill læra. Það getur verið lykilatriði." Mikið hefur verið rætt um fram- tíð Þorvaldar hjá liðinu og jafnvel verið talað um hugsanlega sölu hans á næstunni. „Ég vil lítið tala um þetta núna. Hlutirnir hafa breyst rnikið eftir að Joe Jordan hætti með liðið og rnikið hefur ver- ið spekúlerað. Ég leyni því ekkert að ég hef aldrei verið hrifinn af að- ferðum Lou Macari og margt sem hann gerir og segir vekur furðu mína. En eins og staðan er nú verð ég hér áfram.“ Bih Veðurhorfur næsta sólarhring: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað á annesjum norðan til en annars léttskýjað. Frost 1-10 stig. Horfur á þriðjudag: Hægur vindur og víða bjartviðri. Talsvert frost um land allt. Gengur í vaxandi suðaustan átt allra syðst síðla dagsins. Horfur á miðvikudag: Nokkuð hvöss sunnan- og suðaust- an átt og hlýnandi veður. Snjókoma eða slydda sunnan lands og vestan en úrkomulítið norðaustan lands. Horfur á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestan strekking og kólnandi veður. Éljagangur á Suður- og Vesturlandi, en þurrt norðan lands og austan. Veður r / Á aðfriða tjúpuna? Greiddu atkvæði 39,90 krónur mínútan Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. A sunnudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkass- anum og niðurstöðurnar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Hlustum allan sólarhringinn 2 1900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.