Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.01.1995, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING 7 Jóhann G. Bergþórsson eftir fund með Alþýðuflokksmönnum í nótt Málefnagrundvöllur byggist á stefnuskrá Sjátfstædisflokksins Kratar telja miklarlíkurá nýjum meirihlutai „Það fór bara vel á með okkur. Við ræddum hvernig hugsanlegt samstarf gæti litið út, en það þarf frekari skoðunar við,“ sagði Jó- hann G. Bergþórsson þegar blað- ið náði í hann í nótt eftir samninga- viðræður hans við Alþýðuflokkinn. Menn voru á þvi að fundurinn hefði gengið vel og sammála um að líkur væri mun meiri en minni á að nýr meirihluti yrði myndaður inn- an skamms. „I raun eru jafnmörgum spurn- ingum ósvarað og áður, nema að það er vilji til þess starfa saman og málefnagrundvöllur þykir nokkurn veginn liggja fýrir,“ sagði Jóhann. Þegar hann var spurður á hverju sá málefnasamningur byggðist sagði hann strax: „Stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins í meginatriðum. Hún ligg- ur fyrir.“ Jóhann sagði að hljóðið í mönn- um væri greinilega þannig að menn „vildu gjarnan" ná saman og sagði „allar líkur til þess“ að fýrra meiri- hlutasamstarf væri liðið undir lok og nýtt að fæðast, „en það getur allt gerst.“ Hann sagðist túlka það þannig að mun meiri líkur en minni væru á nýjum meirihluta. Árni Hjörleifsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins sagði að niður- staða fundarins hefði verið að halda áfram að ræðast við. „Já við teljum að af nýju meirihlutasamstarfi geti orðið, en það er best að segja ekkert um það fýrr en endanleg niðurstaða er komin. En menn eru að minnsta kosti ákveðnir í að halda áfram að ræðast við. Það hefúr verið ágætis andi yfir þessu,“ sagði Árni eftir fúndinn. Jóhann G. Bergþórsson sagði Jóhann G. Bergþórsson segir fullkominn trúnaðarbrest hafa valdið slitum á meirihlutasamstarfmu í Hafnarfirði. Þetta starf sé honum hins vegar ekkert hjartans mál Þægilegt að spavka í liggjandi mann segirJóhann og vænirMagnús Gunnarsson, oddvrta sjálfstæðismanna, um þvermóðsku sem sé til trafala fyrir flokkinn. Magnús Gunnarsson. Samþykktu ályktun á fundinum þar sem skor- að var á bæjarfulltrúa að leita sátta. Jóhann telur því ekkert frekar beint til sín. Blaðið náði í Jóhann G. Berg- þórsson þegar hann var að fara á fund með fulltrúum Alþýðuflolcks- ins um nýtt meirihlutasamstarf í Hafnarfirði og spurði hvað hefði orðið til þess að hann teldi elcki grundvöll til áframhaldandi sam- starfs með sitjandi meirihluta. „Það eru ótal atriði en nú í lokin endar þetta í hreinum trúnaðar- bresti." Er það mcginatriðið að Sjálfstœð- isflokkurinn getur ekki stutt þig í stöðu bœjarverkfrœðings nema þú vtkir sem bœjarfulltrúi? „Það er bara einn anginn af þessu og þetta starf er elckert hjartans mál fyrir mig. Þetta er bara spurning hvort menn standa við gerða samn- inga, skriflega og handsalaða. Ef menn virða það ekki er spurning hversu mikils virði er að starfa með þeim. Það getur komið eitthvað annað þegar þessu er lokið.“ Gœti það bjargað meirihlutasam- starflnu ef þeir myndu styðja þig í embœttið óháð setu þintii í bœjar- stjórn? „Það vil ég ekki játast undir eða neita á þessu stigi en ég hef aldrei heyrt þá hugmynd." Ingvar Viktorsson. Drög að mál- efnasamningi liggur fyrir milli Al- þýðuflokksins og Jóhanns G. Bergþórssonar Hvaða málefni lcggur þú til grundvallar í viðrœðum við Alþýðu- flokkinn? „Það er fyrst og fremst spurning hvert þeir eru að fara því ég hef elcki óskað eftir viðræðum. Frumkvæðið er alfarið hjá þeim. En ef það verð- ur til samstarfsfæri þá verður það í meginatriðum að stefnuskrá Sjálf- stæðisflolcksins verði virt.“ Ferðu einn til vœntanlegs sam- starfs við Alþýðuflokkitm? „Ég get engu svarað til um það. Það er ómögulegt að spá í pólitík, allra síst á þessu stigi þegar allt er hér logandi." Lýkur þessutn viðrœðum fyrir síð- ari umrceðu flárhagsácetlunar á þriðjudag? „Nei nei. Það eru engin lög um að fjárhagsáætlun skuli afgreidd næstkomandi þriðjudag. Nema þeir séu að leita lögfræðiálits á því.“ Varst þú ósáttur við að félagar þtnir leituðu lögfrœðálits? „Nei, nei, en þetta er ekki lög- fræðilegt álit. Menn geta haft alls konar hugleiðingar. Ég hef rætt við fimm lögfræðinga sem eru allir á öndverðu við þessa. Dómstólarnir eru nú venjulega til að leysa úr Tryggvi Harðarson. „Gamli meirihlutinn er sprunginn og ég tel það standa upp á okkur Al- þýðuflokksmenn að koma á fót starfhæfum meirihluta hér í bæj- arfélaginu." ágreiningi lögfræðinga.“ Hvaða lögfrœðingar eru það? „Það eru virtir lögfræðingar. Þú getur til dæmis fengið túlkun Árna Grétars Finnssonar, fyrrum bæj- arfulltrúa og lögfræðings. Friðrik Sophusson lýsti því yfir í sjón- varpinu að það væru engin lög sem hindruðu þetta. Enda held ég að þá mætti ráðherra ekki vera á þingi og bæjarstjóri mættLekki sitja í bæjar- stjórn. Á síðasta kjörtímabili var Jóna Ósk Guðjónsdóttir, bæjar- fulltrúi krata, forstöðumaður Hús- næðisnefndar og úr okkar röðum voru skólastjórar. Ellert Borgar var eitt sinn skóiafulltrúi sem er sambærilegt embætti í bæjarkerf- inu og bæjarverkfræðingur. Þannig að það eru ótal fordæmi. Á síðasta kjörtímabili voru í nokkrum sveit- arfélögum bæjarverkfræðingar sem voru bæjarfulltrúar. Þetta snýst ekkert um það heldur persónu mína.“ Þú telur að annað liggi á bak við þetta en meint brot á stjórnsýslulög- um? „Já, það er alveg á hreinu. Staða mín er náttúrlega ekki til að hrópa húrra fyrir og það er voðalega þægilegt að sparka í liggjandi mann. Það er engin spurning að það er málið.“ Er ekki Ijóst að þú munt ekki starfa tneira meðþessum meirihluta? „Ég get ekki fullyrt neitt á þessu stigi en það er ljóst að það er veru- legur vilji stórs hluta fólksins í flokknum að þessari þvermóðsku Magnúsar Gunnarssonar linni. Ég held að það sé ljóst að mörgum í flokknum ofbýður þessi meðferð.“ Ett þú telur Alþýðujlokkinn vam- legri kost? „Mér finnst alveg út í hött, í ljósi þess hvernig staðan er, að hlusta ekki á hvað þeir eru að vilja.“ Og verður embœtti bœjarverk- fræðittgs sett á oddinn? „Nei það er af og frá. Það er ekki búið að semja um neitt slíkt við þá og ég er eldci að krefja rnenn um að standa við eitthvað sem menn eru ekki búnir að semja um. Ég ætla að hlusta á það sem þeir hafa að segja. Ég er ekkert í vandræðum með vinnu. Það hefur aldrei verið nein nauðung að hafa mig í vinnu, nema fyrst núna.“ -pj Jóhann G. Bergþórsson „Það er vilji til þess starfa saman og mál- efnagrundvöllur þykir nokkurn veginn liggja fyrir, sem byggir í megin- atriðum á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins." það ekki rétt, sem fram hefði kom- ið, að Magnús Gunnarsson odd- viti Sjálfstæðismanna hefði komið á sinn fund til að leita sátta. „Ég hef ekkert heyrt frá honum. Hins vegar komu hingað formenn félaganna og formaður fulltrúaráðsins og lögðu fram bréf með áskorun til bæjarfull- trúa að jafna málin. Ég tók við mínu bréfi og bað þá að láta hina fá það líka.“ En er einhver sáttatónn innan Sjálfstæðisflokksins? „Ekki hef ég fengið að heyra hann,“ sagði Jó- hann að lokum.B Tryggvi Harðarson segir ljóst að gamli meirihlutinn sé sprunginn og ekkert úti- loki samstarf við Jóhann Stíf fundahöld í allan gærdag „Það er náttúrlega ljóst að gamli meirihlutinn er sprunginn og ég tel það standa upp á okkur Al- þýðuflokksmenn að koma á fót starfhæfum meirihluta hér í bæj- arfélaginu. Við erum að því og munum vinna að því áfram og ég vona að það taki stuttan tíma,“ sagði Tryggvi Harðarson líklegt bæjarstjóraefni Alþýðuflokksins í viðræðum þeirra við Jóhann G. Bergþórsson. Hann sagði að hann sæi ekkert sem útilokaði samstarf við Jóhann og að um- ræða um meint brot á stjórnsýslu- lögum kæmi ekki í veg fyrir það. „1 fýrsta lagi liggur ekkert f)TÍr að hann verði bæjarverkfræðingur og í öðru lagi — þó ég þekki ekki stjórnsýslulögin tit og inn — þykir mér nú ólíklegt að menn séu van- hæfir eða missi borgaraleg réttindi við það að gegna ákveðnum störf- um. Hins vegar erum við ekkert að ræða það að gera hann að bæjar- verkfræðingi. Það er bara annað mál. Við höfum engar áhyggjur af því að lausn finnist ekki, það er ekkert vandamál hjá okkur,“ sagði Tryggvi. Vildu ekki styðja Jóhann sem bæjar- verkfræðing Það sem endanlega varð til þess að Jóhann G. Bergþórsson hætti stuðningi við meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags í Hafnarfirði var „trúnaðarbrestur“ þeirra að mati Jóhanns. Magnús Gunnarsson lýsti því yfir að ekki kæmi til greina áð Jó- hann tæki við starfi bæjarverk- fræðins Hafnarfjarðarbæjar sant- hliða setu sinni í bæjarstjórn. Bæj- arstjórinn Magnús Jón Árnason var sömu skoðunar. Því til stuðn- ings voru tvö lögfræðálit, sem sögðu hann vanhæfan til þess. Hins vegar ætluðu Sjálfstæðis- menn að styðja Jóhann í embættið ef hann viki úr bæjarstjórn. Fyrir fulltrúaráðsfund sjálfstæðismanna á fimmtudag lá fyrir skýrsla Lög- giltra endurskoðenda hf. um við- skipti Hagvirkis-Klétts við Hafn- arfjarðarbæ. 1 henni kom fram að þar væri um óeðlilega viðskipta- hætti að ræða og því eru margir komnir á þá skoðun að Jóhann geti ekki sinnt embætti bæjarverk- fræðings. Þeir sjálfstæðismenn, sem blaðið ræddu, við sögðu að hér væri þó fýrst og fremst um sið- ferði í stjórnmálum að ræða og ekki kæmi til greina að hann gegndi báðurn embættum. Þegar meirihlutinn var mynd- aður í vor var samkomulag um að Jóhann yrði bæjar\'erkfræðingur ef hugur hans stæði til þess. Hins vegar er deilt um hvort það hafi verið bundið því að hann hætti þá í bæjarstjórn. Það frestaðist ítrek- að af mörgum ástæðum, meðal annars að beiðni Jóhanns. I lok nóvember vildi Jóhann loks að gengið )töí frá málinu, en Magnús tilkynnti honum að þá yrði hann að víkja úr bæjarstjórn. Jóhann vísaði því á bug og sagðist ekki starfa með meirihlutahópnum fyrr en gengið væri frá málinu. Að fengnu lögfræðiáliti var málið rætt á bæjarmáiafundi Sjálfstæðis- manna og niðurstaða fundarins var sú að þessi tvö embætti færu ekki saman í höndum eins og sama mannsins. Af fjórum bæjar- fulltrúum og fjórum varabæjar- fulltrúum voru sex á því að þetta gengi ekki upp. Jóhann og Ellert Borgar tóku ekki þátt í þeirri at- kvæðagreiðslu. I kjölfarið sagði Jóhann að hann myndi ekki standa að fjárhagsáætlun og nú er hann kominn í viðræður við Al- þýðuflokkinn. Fundir hjá íhaldi og krötum í kjölfar yfirlýsinga Jóhanns Bergþórssonar um að Ellert Borg- ar fyndi til „sömu þreytu" gagn- vart meirihlutasamstarfinu og hann var boðað til skvndifundar hjá Sjálfstæðiflokknum um fjög- urleytið í gær. Jóhann var ekki boðaður til þess fundar. Magnús túlkar niðurstöðuna sem full- komna stuðningsyfirlýsingu við sig og kjölfarið var reynt að leita sátta. Þær umleitanir báru engan árangur. Síðla í gær var svo boðað til fundar hjá Alþýðuflokknum. Þar var ákveðið að ganga til viðræðna við Jóhann um nýtt meirihluta- samstarf og var fý'rsti fundur þess efnis í gærkvöldi og stóð frarn á nótt. Fulltrúum þeirra var veitt fullt umboð til þeirra samninga- viðræðna.B

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.