Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 22

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 22
22 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Fjan í leíkhúsunum neitt. Stöku sinnum hringdi fólk í mann og kvartaði eða þakkaði fyrir sig. Vitaskuld fann maður fyrir kulda, óttablandinni virðingu eða fyrirlitningu — þetta var einhvers staðar þar á því rólinu. Maður var greinilega ekki einstaklingur sem fólk hafði mikinn áhuga á að tala við. Hins vegar átti ég fullt af vin- um í þessum bransa og lenti vita- skuld í því að þurfa að segja ýmis- legt miður um þá, svo ég tali ekki um ættingja. Ég var að vísu það heppinn að þeir sem ég þekkti í fag- inu voru það stórir menn að þeir gátu tekið því. Það var enginn sem hætti að tala við mig af þeim sem ég kallaði vini mína og kunningja.“ Páll tekur ekki undir það að leik- arar séu að byggja síki í kringum sjálfa sig. „Leikhúsin fá þokkalega umfjöllun þó hún mætti vera meiri. f landi sem státar að því að því að hafa í kringum 250 þúsund leikhús- gesti á ári og er algjörlega fenómen í heiminum hvað þetta varðar þá er það með eindæmum að Ríkisút- varpið skuli ekki vera með vikulega þætti um þessa listgrein sem nýtur svona mikillar hylli. Er það leikhús- unum að kenna? Nei. Það er dag- skrárstjórum ríkisfjölmiðlanna að kenna. Sveinbirni I. Baldvinssyni leikskáldi og fleirum. Það er ekki leikhúsfólki að kenna að það skuli ekki vera alvarleg leikhúsumræða í íslenska sjónvarpinu. Það er for- ráðamönnum Sjónvarpsins að kenna. Það er ekki leikhúsfólki að kenna að stærsta dagblað landsins skuli vilja hafa leikhúsumfjöllun og gagnrýni í sínu blaði með þeim hætti sem þar er. Það er ritstjórn- inni að kenna. Þeim finnst þetta vera eðlilegur umgangsmáti, að birta annars vegar einhvers konar fféttir og hins vegar þessa dóma. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða það að ef þeir leyfðu sér að fjalla með þessum hætti um einhverja aðra at- vinnustarfsemi í landinu þá væri búið að „súa“ þá og rúa inn að skinni. Ef þeir væru til dæmis að ýmsir sem ég þekkti býsna vel hættu að heilsa mér, það var leiðin- legt en það varð bara að hafa það. Mér fannst líka athyglisvert, þegar ég hafði skrifað í tvö til þrjú ár, þá hitti ég eitt sinn á götu leikara sem ég hafði þekkt persónulega áður fyrr og hafði skrifað um hann í ýmsum sýningum — það var bæði vel og illa eins og það heitir víst á þessu máli — hann gekk fram hjá mér, kinkaði til mín kolli, svo sneri hann við og sagði: „Þetta er nú al- veg fáránlegt. Auðvitað á ég að tala við þig, við þekkjumst.“ Svo töluð- um við saman og hann var að tala um þessa viðkvæmni leikhúsfólks út af einhverjum skrifum mínum áður.“ fóhönnu fannst erfiðast að geta aldrei farið á sýningu og horft á hana án þess að setja sig í stellingar. Augnabliksánægjan hvarf og hún þurfti alltaf að hafa það í huga hvernig hún ætti að rökstyðja það sem henni fannst. „Svo er líka að Morgunblaðið leggur töluvert kapp á að leikhúsgagnrýni birtist fljótt þannig að þegar frumsýningar voru til dæmis á föstudagskvöldum varð ég að fara eftir frumsýningu og skrifa til að það kæmist í sunnu- dagsblað. Það fannst mér erfitt því ég hefði viljað hafa einhverja klukkutíma til að melta þetta, jafh- vel þó að ég væri búin að sjá gener- alprufu." Hvort að leikhúsið sé að einangr- ast vegna ofurviðkvæmni vegna umfjöllunar, þá telur Jóhanna það ekki vera. „Viðbrögð listamanna, hvort sem þau eru skapandi eða túlkandi, þau verða aldrei lógísk, þau verða alltaf svolítið barnaleg, ekkert endilega í vondri merkingu. Ég hef meiri áhyggjur af því hversu lítill metnaður liggur að baki mörg- um leiksýningum. Þetta á við um „Leikarar eru auðvitað leikarar og geta sýnt manni kurteisi. En maður þarf ekkert að vera ofúrnæmur til að finna það að þeir eru ekkert endilega sáttir við mann. Og þegar ég les viðtöl við leikara sem segjast geta tekið gagnrýni svo framarlega sem hún er sanngjörn, þá langar mig alltaf til að vita: Hvað meina þeir? Því neikvæð umfjöllun, eftir því sem ég best veit, er aldrei sann- gjörn í augum meirihluta leikara. Ég vil ekki tjá mig um aðra gagn- rýnendur og sjálf tel ég að ég hafi yfirleitt reynt að vera heiðarleg. Og að taka einhverja leikara fýrir — það sver ég af mér fullkomlega.“ Jóhanna veit ekki hvort henni á að finnast það sniðugt eða hlægi- legt, en skömmu eftir að hún hætti að skrifa leikdóma, þá komu nokkrar greinar frá leikhúsunum þar sem kvartað var undan því að allt í einu væri horfin þessi vandaða skrifa með þessum hætti um iðnað eða sjávarútveg.“ Viðbrögð listamanna eru alarei lógísk Jóhanna Kristjónsdóttir skrif- aði gagnrýni í Morgunblaðið í níu ár. „Ég tók starfið mjög hátíðlega alla tíð. Mér fannst nauðsynlegt að undirbúa mig, jafnvel þó að það sé ekki hægt að vænta þess að dag- blaðaumfjöllun geti verið fullkom- lega fagleg úttekt í orðsins fyllstu merkingu. Mér fannst að það lægi það mikil vinna að baki hverri sýn- ingu að allir hlytu að verðskulda það að maður gerði það sem maður gæti. Ég las alltaf leikritin áður en ég fór að sjá sýningar. Ég fór yfir- leitt á generalprufu ef ég gat og síð- an á frumsýningu. Ég var einu sinni gift leikritahöfundi og ég hafði kynnst leikhúsvinnu og leikhús- fólki og gerði mér alveg grein fýrir því heilmikla sálarstríði sem því fylgir að koma sýningu upp. Mér fannst að það þyrfti að sýna því fyllstu virðingu." Jóhanna segir ekki hægt að al- hæfa um viðmót sem hún mætti frá leikhúsfólki. „En ég verð að viður- kenna það að mér brá mjög fljótt í brún vegna viðbragða ýmissa leik- húsmanna við mínum skrifum vegna þess að þau voru ekki alltaf jákvæð. Ég lít svo á að góð leikhús- gagnrýni getur verið mjög „nei- kvæð“ og öfugt. Yfirhlaðinn dómur og oflofuð leiksýning er ekkert endilega leikhúsinu til ffamdráttar. Það sem mér fannst skipta mestu máli var að segja heiðarlega það sem mér fannst út ffá því sem ég þekkti til leikhúsvinnu. Og ég hefði aldrei farið að skrifa um leikhús nema af því að ég vissi dálítið um vinnubrögð í leikhúsi og áttaði mig á hlutverki leikstjóra í sýriingu og alls konar tæknimanna. En ég verð að viðurkenna það að ég fékk ekk- ert sérstaklega hlýtt viðmót frá leik- húsfólki, það var þó upp og ofan. Það var til dæmis athyglisvert þegar Martin Regal „Það er örugglega ekki eins erfitt að vera gagnrýnandi og að vera leikari — langt þvífrá.“ bæði.stóru leikhúsin og aljt of mik- ið um einhverjar miðlungssýning- ar.“ Jóhanna segir marga leikhús- menn hafa tekið sínum skrifum vitsmunalega og man sérstaklega eftir einum sem henni fannst ekki þægilegt að hitta eftir að hafa skrif- að um óskaplega vonda sýningu en viðkomandi sýndi mikla kurteisi. Lista Tilraunir umfólk Rauður HáskölabIói ★ ★★★★ Ég velti því stundum fyrir mér hversu vænt Krzysztof Ki- eslowski finnst um allar persón- urnar sem hann býr til. Stundum er eins og hann sé að horfa á það köld- um augum, líkt og gullfiska í gler- búri; hvað það ber sig klaufalega að, hvernig það glatar tækifærum, hvernig það missir af lífinu eða flanar í gegnum það af tómum mis- skilningi. En það er eins og hann sé á báð- um áttum, og kannski er það einn galdurinn við höfundarverk hans hvernig dálítið kaldhæðinn mann- hatari sem stendur álengdar kallast á við annan höfund sem innst inni þykir vænt um fólk og veikleika þess. Vænst þykir honum sjálfsagt um ungar konur, fíngerðar og tær- ar — það þykist ég sjá í flestum myndum hans — en er ekki líkt og að í hvert skipti sem hann skoðar persónu vandlega dragi hann smátt og smátt fram eitthvað í fari hennar sem honum sjálfum getur þótt vænt um? Þannig er dálítið eins og hann eigi í sífelldum samningaviðræðum við lífið og á endanum sé það hann sem slái af kröfunum, geri mála- miðlanir. Allar myndir Kieslowskis — Boð- orðin tíu, Tvöfalt líf Veróníku, Blár, Hvítur, Rauður— eru að vissu leyti eins og tilraunir, tilraunir um fólk. Hann setur fram persónur, byrjar á að teikna þær veikum dráttum sem stundum verða greinilegri þegar á líður, stundum daufari svo þeir sjást varla. Hann hreyfir persón- urnar ögn til, lætur líf þeirra snert- ast, oft ekki nema rétt svo; persón- ur sem eru staddar í sömu borg eða þá í einhverri allt annarri borg gætu breytt lífi hvor annarrar, við sjáum það svo greinilega sitjandi í bíó- salnum, en svo líkt og hugsar Ki- eslowski sig um og fær þá niður- stöðu að þær eigi aldrei að fá að hittast. Eða réttar sagt: sumir hittast, aðrir farast á mis. Stundum bera þessir fundir með sér hamingju, og fundirnir sem aldrei verða bera með sér óhamingju — eða ham- ingju sem aldrei verður. Rauður er snilldarverk; mynd eftir djúpvitran meistara sem manni finnst líkt og kunni allt. Hann kann að segja sögur sem eng- inn annar kann að segja, fúllar af skringilega hversdagslegri dulúð. Hann finnur myndir sem maður hefur aldrei séð áður og sem mann hafði ekki órað að væru til. Hann fullyrðir ekki, heldur gefur í skyn: Alls staðar sér maður einhver smá- atriði, litlar hreyfingar, augnagotur, smámyndir sem maður kannski skilur ekki fýrr en þræðirnir renna saman í lokin — og þá máski ekki nema til hálfs. Úti í myrkri salarins íýlgist mað- ur með, hálfþartinn undrandi yfir því hvað mannlífið er í senn erfitt, dapurlegt og fallegt; yfir því að vera leiddur inn í heim sem maður vissi ekki að væri til en er samt svo kunnuglegur. Maður vill fara aftur — til að athuga hvort maður hafi séð rétt. - Egill Helgason Rauður er snilldarverk, mynd eftir djúpvitran meistara sem manni finnst líkt og kunni allt. Frumherjans kraftur í gegnum skín 2001 Frygð íslensk „neðanjarðartónlist“ hef- ur átt frekar erfitt uppdráttar hin síðari ár. Tónleikar hafa verið strjálir og plötusala dræm. Af skilj- anlegum ástæðum hafa hljómsveit- ir yfirleitt ekki lagt í mikla útgerð í tónleikahaldi og upptökum enda eftir litlu fé að slægjast á þeim vett- vangi. Þeir piltar í 2001 láta slíkt ástand sig þó litlu varða. Eftir að hafa starfað í heila fjóra daga drifu drengirnir sig í hljóðver og hljóð- rituðu fjögur lög með aðstoð upp- tökustjórans nafntogaða ívars Ragnarssonar. Útkoman verður að teljast ótrúlega sannfærandi þrátt fýrir það hve aðdragandinn var skammur. Meðlimir 2001 eru eins og gefur að skilja ekki allsendis nýir í hettunni. Meðlimir sveitar- innar hafa getið sér frækinn orðstír sem meðlimir í sveitum á borð við Púffl og SSSpan sem voru báðar með efniiegri sveitum. Eins hefur 2001 öðlast sterkan sess í íslensku rokklífi með Qölmörgum tónleik-

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.