Helgarpósturinn - 09.01.1995, Page 23

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Page 23
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING 23 vinna sem hún hefði sýnt. „Þetta fannst mér grátbroslegt því ég hafði ekki fengið þessa einkunn frá þess- um mönnum fýrr en ég var hætt. Þá var ég allt í einu svona vönduð." Menn hættu að tala við hann Martin Regal er dósent við Há- skóla íslands og fjallaði fyrir nokkr- um árum um leikhús í Helgarpóst- inutn, Pressunni og í útvarpi. „Ég er bæði bókmennta- og leik- húsfræðingur og var fenginn til að skrifa um leikhús, líklega ekki síst vegna þess að ef ég segi eitthvað af viti þá er það vegna þess að ég er fræðimaður og útlendingur (sem skiptir máli) og ef ég segi eitthvað vitlaust þá er það í lagi því það er vegna þess að ég er útlendingur og skil ekki. Það er ekki hægt að tapa á mér. Ég er alveg óháður, annað hvort sem fræðimaður eða vitleys- ingur. Það var mjög sniðugt í mörgum tilfellum. Ef menn voru sammála þá er það mjög gott og ef ekki þá: „Ja, hvað, þetta er Breti. Hvað skilur hann? Hann fattar ekki leikritin." Varðandi viðhorf leikhúsfólks þá segir Martin að í fyrstu hafi hann haft talsvert saman að sælda við leikara, sérstaklega yngri leikara, en þegar hann hafði skrifað í nokkrar vikur í Helgarpóstinn þá hafi tekið að falla á engilinn. „Það var í fyrstu talað við mig eins og manneskju og ég var með, eftir nokkrar vikur sem gagnrýnandi breyttist tónninn í fólki og í dag, þá eru það örfáir leik- arar eða leikhússtjórar sem tala við mig lengur.“ Stundum gáfu leikarar sig á tal við Martin á kaffihúsum og á bör- um og ræddu skrif hans og Martin segir að það sem þeir hafi haff fram að færa hafi oftast verið rétt. En hann segist líka hafa lent í ýmsu. „Til dæmis gerði ég eitt sinn at- hugasemd við leikstíl Árna Péturs í „Kossi Köngulóarkonunnar“ sem mér fannst yfirdrifinn. Hann skildi ekki alveg hvað ég var að fara en ég var þá að vinna við Ríkisútvarpið og fékk hann til að koma og svara því sem ég sagði. Þannig að mér er það 1 síst á móti skapi að gagnrýni sé I svarað.“ 1 Óþægilegustu reynsluna sem 1 gagnrýnandi segir Martin vera í 1 sambandi við „Marmara" sem hon- e um fannst vera sérstaklega leiðinleg 1 sýning og langdregin. „Ég var ekki að gagnrýna ieikarana heldur leik- ritið sem slíkt. Mig minnir að ég - hafi sagt í útvarpi að leikritið minnti mig mest á minningargrein - í beinni útsendingu, eða eitthvað í i þeim dúr. Aðili frá Þjóðleikhúsinu 8 fór upp í útvarp og bað um að pist- - illinn yrði ekki sendur út aftur. Sem betur fer ákvað útvarpsráð að taka ekki mark á því og ég var ekki á - staðnum sjálfur en ég veit að gagn- i- rýnin snerist um það að ég hefði L‘ ekki skilið verkið vegna þess að ég f væri útlendingur.“ f Martin segist muna eftir mörg- um sem ekki hafa talað við sig eftir gagnrýni, til dæmis leikara, leik- stjórum og leikskáldum. „Menn eru mjög viðkvæmir en þetta er ekki öðru vísi í Bretlandi, þar eru enn sterkari viðbrögð ef eitthvað er. Það er eðlilegt að fólk taki gagnrýni persónulega. Ég hugsa að ég mundi gera það sjálfur. Það er mjög erfitt að vera leikari og ég hef alltaf dýrkað það fólk sem getur þetta. Og það er örugglega ekki eins erfitt að vera gagnrýnandi og að vera leikari — langt því frá. Það er tilfinningalega erfitt starf og ef einhver hakkar sýningu í sig þá er eðlilegt að því sé tekið illa.“ Martin segir það fara í taugarnar á sér þegar talað er um leikhús- gagnrýnendur sem einhverja bók- menntafræðinga í niðrandi merk- ingu. „Þetta er klisja, eins og við höfum ekki áhuga á leikhúsi? Og hörðustu dómarnir koma oftast frá fólki sem elskar leikhús og vill ekki Jóhanna Kristjónsdóttir „Ogað taka einhverja leikara fyrir—það sver ég afmérfull- komlega. “ sjá annað en það besta. Og þá á ekki að fara í fólkið heldur í stefnuna. Mér finnst ekki við hæfi að skrifa persónulega um leikara, hvort sem það er á jákvæðum nótum eða nei- kvæðum. Og viðhorfið, að gæði sýningar fari eftir því hversu margir vinna við hana og hversu lengi, er út í hött. Þúsund manns geta verið að gera sömu mistökin saman.“ Martin var gagnrýndur íyrir það að hafa gengið út í hléi á Spansk- flugunni. „Ég ætlaði ekki að leyfa mér að horfa á þessa vitleysu í klukkustund í viðbót. Leikhús- menn sögðu við mig að ég fengi borgað fyrir það að vera þarna og mætti ekki labba út. Ég vil mót- mæla þessu, mér dauðleiddist og var að sofna á gamanleik! Þetta kassastykki gekk hins vegar vonum framar en mér fannst það hund- hundleiðinlegt og gat ekki á nokk- urn hátt mælt með því við aðra.“ Martin segir stöðu gagnrýnanda einkennilega. Það séu bæði kröfur frá íjölmiðlinum, en gagnrýni sé reyndar illa launað starf, og leik- húsmenn vilji yfirleitt ekki taka mark á gagnrýninni nema hún sé jákvæð. „Þetta er hins vegar ekki séríslenskt fyrirbæri. Ég hef rnikið verið að pæla í því hvort leikhús- gagnrýnandi, eins og til dæmis Súsanna, geti drepið leiksýningu. Ég held ekki. Fólk sem ætlar að fara í leikhús fer í leikhús.“ -Jakob Bjarnar Grétarsson J um sínum eftir að platan var tekin upp. Það er auðheyrt á hljóm- kringlunni „Frygð“ að hljómsveitin er undir miklum áhrifum frá þeirri tónlist sem meðlimir hennar eru sjálfir að hlusta á. Tónlist sveita á borð við Big black, Wiseblood og Nine inch nails skín í gegn um tón- smíðar 2001 svo stundum þykir manni nóg um. En þegar horft er framhjá áhrifavöldunum verður að 1 segjast að Frygð er ágætlega vel t heppnuð plata. Hljóðfæraleikur - þeirra félaga er prýðisgóður, ber þar sérstaklega að nefna trommar- ann Sölva Blöndal sem er kominn • í hóp betri trommara landsins þó hann sé fullmikið íyrir að sýna færni sína. Lög sveitarinnar eru hrá og hávær. Krafturinn skín í gegn. 2001 er tvímælalaust framtíðarsveit í íslensku rokklífi. Frygð er kannski < ekki fullkomin rokkplata en hún gefur góð fyrirheit og ætti að nægja í öll nema allra heitustu partí. Það sem er mikilvægast er að 2001 skyldi hafa séð sér fært að koma efni sínu á framfæri strax og án allt- of kunnuglegra málalenginga. Það er nefnilega svo í rokkinu að það sem gildir er að hika ekki. Það hafa alltof margar íslenskar hljómsveitir staðnað og lagt svo upp laupana vegna þess að þær hafa ekki komið sínu efni frá sér. 2001 brjóta upp hefðina og það þótt útgefendur hafi ekki sýnt þeim nokkurn áhuga. Svona byrjuðu Sykurmolarnir jú! Þess má að lokum geta að umslag Þórarins Leifssonar í 25 tímum er frá- bært eins og hans var von og vísa. Frygð er kröftug rokkskífa þó hún beri æsku hljómsveitarinnar 2001 nokkur merki. Skífan er fýrst og fremst merkileg fyrir að hafa komið út þrátt fýrir logndeyðu í neðanjarðartónlist Reykjavíkur. Ottarr Proppé Þetta er skifa sem gæti opnað nýjar viddir í tattóveruðum sam- kvæmum þeirra sem halda að þeir fylgist með. Mjög íslenskt Kol Klæðskeri keisarans Kópavogurinn hefur ekki orðið að þeirri gróðrarstíu í rokkinu sem reiknað var með eftir að Fræb- blarnir ruddu pönkinu veginn á sínum tíma. Ef miðað er við minni kaupstaði og kauptún er eiginlega furðulegt hvað mannskapurinn sunnan Nauthólsvíkur hefur lítið látið í sér heyra. En ein er sú sveit sem starfað hefur í Kópavogi öðr- um lengur og er það hljómsveitin Hyskið (nei það var ekki átt við Ríó tríó). Hyskið tók að vísu aldrei upp nema eina plötu, sem skilaði sér heldur ekki á markað nema sem snælda, en þessi sveit þjónaði sínu hlutverki sem uppeldisstöð tónlist- armanna og gerði það með sóma. Undirritaður ætti nú að þekkja það enda leikið með einum fjórum fyrr- verandi trommurum Hyskisins. Nú er Hyskið allt og má segja að Kol séu tekin við. Hljómsveitina Kol skipa fyrrum meðlimir Hyskisins og höfuðpaur þeirrar sveitar, Hall- grímur Guðsteins- son, betur þekktur í „bransanum" sem Halli gulltönn, leikur á bassa í sex laganna. Tónlist þeirra Kola verður seint talin framsækin. Flutning- urinn er fagmannleg- ur mjög sem og hljóðstjórn Tómasar Tómasson- ar en lögin frekar flöt og dálítið eins og maður hafi heyrt þau áður. Yrkisefnin eru í alvarlegri kantin- um, ádeilan ráðandi og kannski ekki nógu ljóðræn til þess að vera fullkomnlega öpp dú deyt. Þetta er hljómplata sem hefði getað slegið í gegn í kringum 1985 með hljóm- sveit sem eflaust hefði burstað músíktilraunir á svipuðum tíma. Klæðskeri keisarans er ágæt sklfa sem eflaust á eftir að falla vel í kramið hjá aðdáendum Bubba Morthens og Grafíkur en virkar samt eins og endurútgáfa frekar en ný afurð. Óttarr Proppé Kol er prýðissveit en eins og fræg kona sagði einhvern tim- ann: „Great but ten years late.“ Horfið á sió með Dr Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna Rikissjónvarpið Stöd 2 £ IVIánudagur 9. janúar Fréttaskeyti Leiðarljós Táknmálsfréttir Þytur í laufi Hafgúan Flauel Dagsljós 17.05 Nágrannar 17.30 Vesalingarnir 17.50 Ævintýraheimur Nintendo 18.15 Táningarnir í Hæðagarði 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.15 Eirikur 20.00 Fréttir, (þróttir og veður 20.40 Danska Þorpið (7:12) 21.05 Kóngur í uppnámi (2:4) 22.05 Ofnæmi er ekkert grin Nei, það segirðu sko aldeilis satt. 23:00 Ellefufréttir og Evrópubolti 23.20 Viðskiptahomið 23.30 Dagskrárlok 20.35 Matreiðslumeistarinn 21.10 Vegir ástarinnar (7:10) 22.00 Dazzle (1:2) Dazzle fjallar um Ijósmyndarann Jazz sem lendir íbazzli þegar fað- ir hennar fellur frá. 22.35 Banvænir þankar (e) 01.15 Dagskrárlok Þnðjudagur 10. janúar Fréttaskeyti Leiðarljós Táknmálsfréttir Moldbúamýri SPK (e) Nágrannar Pétur Pan Ævintýri Villa og Tedda Ég gleymi þvf aldrei Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 Eldhúsið Dagsljós Fréttir, íþróttir og veður Feðgar (4:4) Ofurefli (1:3) Sænskur sakamálaþáttur um hjálparstarfsmenn sem komast í slæman bobba. 22.05 Söfnín á Akureyri (2:4) Nú er Nonnasafniö sivinsæla tekið fyrir. 22,25 Sprett úr sporí (e) 23.00 Ellefufréttir og dagskárlok Sjónarmið Stefáns Jóns Visasport Handlaginn heimilisfaðir Dazzle (1:2) Óður til hafsins Prince of Tides Aðvörun: Barbara Streisand leikur í og leikstýrir þessari mynd... 01.15 Dagskrárlok Miðvikudagur 11. janúar 17.00 17:05 17.50 18.00 18.30 19.00 19.15 20.00 Fréttaskeyti Leiðarljós Táknmálsfréttir Myndasafnið Völundur Einn-X-tveir Dagsljós Fréttlr, (þróttir og veður 17.05 Nágrannar 17.30 Sesam opnist þú 17.55 Skrifað i skýin 18.15 Visasport 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.45 Á tali hjá Hemma Gunn Fróbær skemmtiþáttur á heims- mælikvarða. Ýmis skemmtiatriði, þ.á.m. hljómsveitin Unun. 20.20 Eirikur 20.35 Melrose Place (24:32) 21.25 Stjóri 22.15 Lifið er list Bjarni Hafþór aftur kominn íloftið, „eins og honum einum er lagið“. 21.45 Hvfta tjaldið með Völu Matt 22.10 Bráðavaktin (1:24) Löng framhaldsmynd um fólk á spítala. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Bráðavaktin framhald 23.55 Einn-X-tveir (e) 23.30 Dagskráríok II 22.40 Tfska 23.05 Fjárkúgarinn (e) The Master Blackmailer Sherlock Holmes knésetur glæpahyski. 01.05 Dagskrárlok

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.