Helgarpósturinn - 09.01.1995, Page 26

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Page 26
26 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Kappakstur Mansell ætiar að halda áfram Breski ökuþórinn Nigel Man- sell sagði þúsundum stuðnings- manna sinna á föstudag að hann hefði ekki í hyggju að hætta keppni eins og talið hafði verið. í síðustu viku bárust fregnir þess efnis að Williams-fyrirtækið hygð- ist ekki nota Mansell sem ökuþór eins og verið hefur. Við þessar fréttir, sem komu verulega á óvart, spruttu strax upp sögur um að þessi 41 árs gamli ökuþór væri hættur keppni. Mansell hélt hjartnæma ræðu fyrir landa sína á föstudag og sagði að á meðan hann héldi stuðningi þeirra og velvild myndi hann ekki hætta. „Styrkur minn kernur frá ykkur,“ sagði hann. „Á meðan að það endist held ég ótrauður áfram.“ Á fundinum var Mansell spurður hvort það væri rétt að hann væri nú þegar búinn að semja við McLaren- fyrirtækið. Sögusagnir hafa verið í gangi þess efnis og er málið talið fullfrágengið. Mansell myndi þá keppa við hlið Finnans Mika Hakkinen. Flest kappakstursliðin hafa nú mannað áhafnir sínar fyrir kom- andi átök. McLaren-fyrirtækið á þó eftir að tilkynna lið sitt opinberlega og á meðan að það ástand varir grassera sögusagnirnar.B Stefan Effenberg Fiorentina efastum framtið hans ítalska liðið Fiorentina hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð Þjóðverjans Stefan Effenberg hjá félaginu. Effenberg, sem verið hef- ur í láni hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í vetur, hefur verið til sífelldra vandræða utan vallar og þykja sumar yfirlýsingar hans hafa verið hálf ævintýralegar. Skemmst er að minnast þess þegar hann var sendur heim á HM í sum- ar fyrir það að veifa löngutöng framan í landa sína. Innan vallar hefur hins vegar allt gengið piltinum í hag og þykir hann hafa staðið sig mjög vel í vet- ur. Þess vegna hafa mörg stórfélög spurst fyrir urn hann og leitað fyrir sér hjá Fiorentina sem á leikmann- inn þar til 1997. „Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um framtíð Stefans,“ sagði forseti Fiorentina í viðtali um helgina. „Við ræddum við Stefan þegar hann var hér í fríi um daginn og vitum hug hans í málinu.“ Effenberg lék með Fiorentinalið- inu síðastliðin tvö tímabil og þótti standa sig mjög vel. Hann lenti þó í tilvistarkreppu þegar brasilíski varnarmaðurinn Marcio Santos var keyptur til liðsins fyrir þetta keppnistímabil og var allt í einu orðinn fjórði útlendingurinn hjá liðinu. ■ Stórtíðindi á Spáni Romario á förum heim segja spænsk dagblöð og telja líklegt að hann gangi tilliðs við Flamengo. Brasilíski framherjinn Romario hjá spænska stórliðinu Barcelona er orðinn leiður á vistinni á Spáni og er á förum heim ef marka má fregnir spænskra dagblaða um helgina. Ef af flutningunum verður þykir líklegast að stórliðið Fla- mengo frá Rio de Janeiro verði fyrir valinu. Romario hefur oftsinnis viður- kennt að honum líki ekki alls kostar vistin á Spáni. Hann segir það ein- ungis vera af persónulegum ástæð- um og þykir með því vera að forð- ast að styggja spænska aðdáendur sína sem eru fjölmargir. Kleber Leite, formaður Fla- mengo, ræddi við forráðamenn Barcelona fyrir helgi og segir málið aðeins vera á frumstigi. Hann sagði þó við blaðamenn að vandræði Ro- mario væru aðeins af persónuleg- um toga og að þau yrðu best leyst heima fýrir. „Fjölskyldan hans er aðalástæðan og þegar svo er vilja landar hans hjálpa," sagði formað- urinn við blaðamenn. Spænsk dagblöð voru efins um fjárhagslega hlið málsins og sögðu ólíklegt að Flamengo gæti borgað meira en fjórar milljónir dala fyrir kappann sem er miklu lægra en raunverð hans er. Aðspurður um þetta sagði formaður Flamengo að peningar væru ekki aðalmálið í þessu dæmi. „Félög gætu boðið tí- falda þessa upphæð án þess að Ro- mario tæki því,“ sagði hann. „Ro- mario vill fara heim og ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir það.“ Samningur kappans við Spánar- meistara Barcelona rennur út í júní 1996 og hefur Johan Cryuff, þjálf- ari liðsins, sagt hann falan fýrir rétt verð. „Við hlustum á alla sem koma með alvarleg og raunhæf tilboð,“ sagði Cryuff og neitaði að tjá sig meira um málið.B Romario Besti leikmaður nýliðinnar heimsmeistarakeppni er ef til vill á förum heim til Brasilíu frá spænska liðinu Barcelona. Frá A til Ö með Degi Sigurðssyni, landsliðsmanni og fyrirliða Vals Aukavinna: Kofi Tómasarfrænda Bjór: Julio Dagur: Mættur! Endalaust: Æfingar teitar konur: Eitthvað lag með Kátum piltum Græðgi: Góð í hófi Helgar: Vinna Island: íallegt Jól: Tveggja daga frí Kofinn: Stórkostlegur staður Leti: Sjaldgæf Mjólk: Ergóð Nöfn: Mannanafnanefnd Oskarsverðlaun: friðrik Þór Pasta: Alltaf fyrir leik Bisi: íúsi lína Svíar: Rosalega góðir Tískan: ílauel Unglingar: Bestu skinn Valur: félagið mitt Þorbjöm Jensson: Lélegur dómari Ææ: Meiddi mig! Ossur Skarphéðinsson: Skemmtileg týpa úr stjórnmálunum Þorbjömer lélegur dómari Frakkland Nantes enn langefst Þrenna í fyrri hálfleik frá fram- herjanum Patrick Loko tryggði fránska liðinu Nantes sigur gegn Lille á laugardag og jók forskot liðs- ins í frönsku deildinni upp í sjö stig. Paris Saint Germain, sem eiga titil að verja og eru í raun þeir einu sem geta veitt Nantes keppni um titilinn, fengu frí þar sem ntikil snjóalög voru á sparkvöllum franskra. Allt er nú á suðupunkti í Frakk- landi vegna stórleiks liðanna sem verður á miðvikudagskvöldið. Þetta er sá leikur sem sker úr um hvort Nantes stingur endanlega af í deild- inni eða hvort PSG tekst að saxa á forskotið. Síðari ntöguleikinn þykir nokkuð vænlegri af knattspyrnu- forystunni í landinu sem er um- hugað að halda spennunni og fá áhorfendur til að flykkjast á leiki í deildinni. Patrick Loko hefur aldeiiis slegið í gegn í frönsku knattspyrnunni. Hann er nú markahæstur i deild- inni með fimmtán mörk og frammistaða hans að undanförnu hefur leitt til þess að hann var val- inn í franska landsliðið á dögunum. Cannes, Bordeaux og Auxerre, sem öll eru í baráttunni um Evr- ópusætin, unnu öll leiki sína um helgina.H Staðan Nantes 22 41:16 48 PSG 21 32:17 41 Cannes 22 32:20 37 Ðordeaux 22 31:26 36 Auxerre 22 36:20 35 Lyon 21 30:21 35 Lens 22 28:21 33 Strasbourg 22 28:24 32 Mónakó 22 23:17 30 Martigues 22 26:31 30 Le Havre 22 26:23 29 Metz 21 27:30 29 St. Etienne 22 29:26 27 Lille 22 15:27 24 Rennes 22 24:37 24 Nice 22 18:30 21 Bastia 22 19:32 21 Montpellier 22 20:34 19 Caen 22 19:33 18 Sochaux 21 21:40 18 Um dómara- nefnd KSI Pátt hef- ur unmð gottstarf JRH hringdi og vildi koma því á framfæri að honum fyndist ómaklega vegið að Páli Braga- syni, fyrrum formanni dómara- nefndar KSÍ, í smáfrétt hér í blaðinu á fimmtudag. JRH telur Pál hafa unnið mikið og fórnfúst starf fyrir dómara- hreyfinguna og hann sé aðeins fórnarlamb klíkuskapar innan knattspyrnuhreyfingarinnar.H

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.