Helgarpósturinn - 09.01.1995, Qupperneq 31
r ----
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN SPORT
31
Körfubolti
Óvæntur skell-
ur Grindhríkinga
á heimavelíi
í gærkvöidi fóru fram sex leik-
ir í úrvalsdcildinni í körfubolta
og gerðust nokkur óvænt tíð-
indi, meðal annars óvæntustu
úrslit ársins, nýtt félagsmet og
þjálfarar drjúgir í stigaskorun.
UMFG-Skallagrímur
79-86
Sennilega óvæntustu úrslitin á
Islandsmótinu. Grindvíkingar,
sem höfðu aðeins tapað þremur
leikjum fyrir umferðina, þurftu
að lúta í núnni pokann fyrir bar-
áttuglöðu iiði Skallagríms. Alex-
ander Ermolinskij, Úkraínu-
maðurinn hjá Skallagrími, skor-
aði 30 stig og Grétar Guðlaugs-
son bætti við 15 stigum. Hjá
Grindvíkingum var Guðmund-
ur Bragason atkvæðamestur
með 16 stig og Marel Guð-
laugsson með 13.
Valur-ÍA 106-87
Vaismenn unnu dýrmætan
sigur á Akurnesingum í sann-
kölluðum botnslag. Hinn nýi
þjálfari Valsmanna, Ragnar Pór
Jónsson, fór fyrir sínum mönn-
um og skoraði 38 stig. Banda-
ríkjamaðurinn frábæri hjá Val,
Jonthan Bow, skoraði einu stigi
minna og er stigahæsti leikmað-
ur DHL-deildarinnar um þessar
mundir. B.J. Thompson skor-
aði 37 stig fyrir Akurnesinga sem
eru í vondum málum.
ÍR-Haukar 98-87
ÍR-ingar héldu órjúfanlegri
sigurgöngu á heimavelli sínum
og í gærkvöldi urðu Hafnfirð-
ingar fórnarlömb þeirra. Jonat-
han Bow, hinn viðkunnanlegi
þjáifari Breiðhyltinga, átti stór-
leik, 24 stig og 30 fráköst sem ku
vera félagsmet hjá IR. „Gull-
drengurinn“, Herbert Arnars-
son, bætti við 23 stigum. Sigfús
Gizurarson var stigahæstur
Haukamanna með 25 stig.
ÍBK-Snæfell 110-78
Keflvíkingar áttu í engum
vandræðum gegn Snæfelli sem
tapaði enn öðrum leiknum.
Leikstjórnandi landsliðsins, Jón
Kr. Gíslason, skoraði 18 stig fyr-
ir ÍBK og Davíð Grissom 17.
Hjá Snæfellingum var Karl
Jónsson atkvæðamestur með
26 stig.
Tindastóll-Njarðvík
89-108
AJlt lítur út fyrir að Njarðvík-
ingar ætli að renna gegnum ísl-
ansmótið létt og lipurlega sem
sannkallað yfirburðaiið. Það má
segja að þetta kvöld hafi verið
kvöld þjálfara því Valur Ingi-
mundarson, þjálfari Njarðvík-
ur, varð fjórði þjálfarinn til að
leiða lið sitt í stigaskorun. Hann
skoraði 32 stig og Ronday Ro-
binson 19. John Torrey, sem
kom aftur í Tindastólsliðið úr
leikbanni, var atkvæðamestur
heimamanna eins og svo oft áð-
ur í vetur með 39 stig.
KR-Þór 94-80
Stig KR: Ólafur Jón Ormsson
31, Ingvar Ormarsson 19, Falur
Harðarson 15, Ósvaldur Knud-
sen 9, Birgir Mikaelsson 9, Atli
Einarsson 4, Brynjar Harðarson
4, Óskar Kristjánsson 3.
Skot innan teigs: 12/24, utan
8/18, 3-stiga 15/31 (Ólafur 10/15),
víti 9/15. Fráköst 26 (6 í sókn),
tapaðir 8, stolnir 8, Stoðsending-
ar 29 (Birgir 7, Falur 9).
Stig Þórs: Kristinn Friðriks-
son 25, Sandy Anderson 18, Örv-
ar Erlendsson 10, Konráð Ósk-
arsson 9, Hafsteinn Lúðvíksson
7, Einar Valbergsson 6, Birgir Ö.
Birgisson 5.
Skot innan teigs 22/35, utan
2/15, 3-stiga 6/23 (Kristinn 5/16),
víti 14/19. Fráköst 42 (13 í sókn)
(Anderson 22 fráköst), tapaðir
20 (Anderson 9), stolnir 5, Stoð-
sendingar /.■
Útsala á KR-flugeldum
Ömggt allan tímann
„Radarínn“ ÓliJón með tíu þríggja stiga körfur.
Ólafur Jón Ormsson skoraði 10 3-stiga körfur í gær-
kvöldi. Hér reynir hann að senda boltann framhjá Haf-
steini Lúðvíkssyni (nr 13).
Leikur KR og Þórs frá Akureyri í
gærkvöldi var ekki jafnspennandi
og við var að búast en leikurinn
bauð samt sem áður upp á mikla
skemmtun fyrir áhorfendur. Það
hefur Iíklega verið nægur afgangur
af flugeldum hjá KR eftir áramóta-
söluna því hittni þeirra var með ein-
dæmum.
Það var búist við jöfnum leik og
KR-ingar virtust aumkunnarverðir
þegar litið var á byrjunarlið þeirra. í
því voru þrír bakverðir og tveir
framherjar. Fljótlega kom þó í ljós
að þetta herbragð KR-inga var ekki
svo vitlaust. Þeir gjörsamlega völt-
uðu yfir Þórsara með gríðarlegum
hraða og svo virtist sem Þórsarar
nenntu ekki að hlaupa í vörn og
þegar þeir loksins dröttuðust þang-
að þá nenntu þeir ekki að taka al-
mennilega á KR- ingum. Hreyfan-
leikinn var svo að segja enginn og
oft stóðu KR- ingar óáreittir undir
körfunni og lögðu boltann ofan í.
Til marks um linkindina fengu
Þórsarar ekki dæmda á sig villu fyrr
en tíu mínútur voru liðnar af leikn-
um. Fram af því hafði skotsýning
KR-inga gengið án mótspyrnu. Það
var reyndar fyrst og fremst fyrir
stórleik Sandy Ander-
son sem Þórsarar héldust
inni í leiknum. Hann var
ódrepandi í fráköstum og
enduðu flestar sóknir
Þórsara á því að hann tók
sóknarfrákast og skoraði.
KR-ingar léku stórvel í
vörninni og fengu gest-
irnir lítið sem ekkert rúm
til að skipuleggja sóknar-
aðgerðir sínar sem fyrir
bragðið urðu mjög sund-
urtættar og tilviljunar-
kenndar.
í hálfleik var staðan 54-
43 heimamönnum í vil og
voru Þórsarar í raun
heppnir að munurinn
hafi ekki verið meiri. í
seinni hálfleik tók svo við
þáttur Ólafs Jóns Orms-
sonar. Eftir að hafa skorað fjórar
þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik
var hann ekki á þeim buxunum að
láta af skotsýningunni. I seinni hálf-
ieik bætti hann sex stykkjum við og
hefur önnur eins skotsýning ekki
sést á Nesinu síðan Lárus Árnason
var upp á sitt besta. „Radar“ eygði
von um að jafna metið í vetur, 11 3-
stiga körfur í einum leik, en mis-
tókst úr nokkrum opnum færum
undir lok leiksins. Óli Jón þakkaði
fyrst og fremst staðgóðum morgun-
verði þennan árangur en hann fékk
sér ristað brauð í morgunmat. „Við
erum bara farnir að leita að hverj-
um öðrum, það er það sem skiptir
máli,“ sagði Ólafur eftir leikinn.
Þetta eru svo sannarlega
orð að sönnu því sóknar-
leikur KR-inga var oft á
tíðum gullfallegur og náði
liðið hvorki fleiri né færri
en 29 stoðsendingum sem
ér ótrúleg tala.
Fljá Þórsurum lék And-
erson ágætlega en hann
tapaði boltanum svívirði-
lega oft í sókninni. Krist-
inn Friðriksson átti ágæta
spretti en hvarf inni á milli.
Kristinn er einn besti
sóknarleikmaður íslands
og ótrúleg skytta. Af ein-
hverjum ástæðum virðist
hann hitta betur þegar
varnarmaður er alveg í
andlitinu á honum en
þegar hann fær opin skot.
KR-ingar áttu einn sinn
besta leik í vetur. Þeir léku útlend-
ingslausir eins og oft áður og hafa
þurft að ganga í gegnum ýmislegt
misjafnt í vetur.I raun eiga allir KR-
ingar hrós skilið fyrir þennan leik.
Nú er bara að sjá hvort þeir haldi
haus og missi ekki niður um sig
buxurnar í næsta leik.
-ÞK
íslendingar sigruðu Þjóðverja í tveimur landsleikjum um helgina
Ótrúlega kafíaskiptur leikur
Patrekur Jóhannesson skorar hér eitt af þremur mörkum sínum í
seinni leik íslendinga og Þjóðverja. Hann var lítt áberandi í sóknar-
leiknum í síðari hálfleik en var sem klettur í vörninni allan leikinn.
íslendingar og Þjóðverjar áttust
við í tveimur vináttulandsleikjum í
handknattleik hér á landi um helg-
ina. Fyrri leikurinn fór fram á laug-
ardag í Smáranum í Kópavogi og
lyktaði með tveggja marka sigri ís-
lenska liðsins, 22:20, eftir að staðan
í leikhléi hafði verið 10:8, íslenska
liðinu í vil. Þjóðverjar náðu að
jafna stráx í upphafi seinni hálfleiks
en þá fór íslenska vélin í gang og
náði mest fimm marka forskoti,
19:14.1 lokin gáfu íslensku strákarn-
ir aðeins eftir, Þjóðverjarnir gengu
á lagið og náðu að minnka muninn
í tvö mörk áður en yfir lauk. I gær-
kvöldi fór svo síðari leikur þessara
liða fram Höllinni fyrir framan
tæplega eitt þúsund áhorfendur.
Leikurinn fór hægt af stað og var
varnarleikurinn í aðalhlutverki hjá
báðum liðum. Fyrsta markið leit
ekki dagsins ljós fyrr en eftir tæpar
fjórar mínútur. Voru þar Þjóðverj-
ar að verki og var þetta í eina skipt-
ið sem þeir höfðu forystu í leikn-
um. Patrekur Jóhannesson kom
íslendingum á blað eftir rúmlega
sex mínútna leik. íslenska liðið
náði síðan mest fjögurra marka for-
ystu í fyrri hálfleik, 11:7, en Þjóð-
verjar áttu síðasta orðið í hálfleikn-
urn og staðan í leikhléi því 11:8. I
upphafi seinni hálfleiks áttu íslend-
ingar síðan mjög góðan Ieikkafla
sem lagði öðru fremur grunninn að
sigri í þessum leik. Þá réðu Þjóð-
verjar ekkert við sterka vörn ís-
lenska liðsins, og aldrei þessu vant
gengu hraðaupphlaupin upp. ís-
lendingar náðu sjö marka forskoti,
17:10, en þá var eins og menn hættu
hreinlega og héldu að sigurinn væri
í höfn. Þjóðverjar gengu á lagið og
náðu að jafna, 20:20, þegar þrjár og
hálf mínúta lifði af leiknum. Is-
lenska liðið náði að halda haus og
skora tvö mörk gegn einu marki
Þjóðverja, og lokatölur urðu því
22:21.
Bjarki Sigurðsson var bestur ís-
lensku leikmannanna að þessu
sinni og skoraði sex glæsileg mörk.
Sigurður Sveinsson skoraði einn-
ig sex mörk, öll úr vítum, en annars
bar lítið á honum að þessu sinni.
Bjarni Frostason stóð allan tím-
ann í marki Íslands og varði alls tólf
skot. Besti maður vallarins var
Þjóðverjinn Jan Fegter sem skor-
aði níu mörk alls staðar af vellinum
og virtist lítið þurfa að hafa fyrir
hlutunum. Hornamaðurinn Stef-
an Krerzschner skoraði einnig
níu mörk, þar af sex úr vítum.
íslenska liðið getur vel við unað
eftir landsleikina gegn Þjóðverjum.
Að vísu teljast Þjóðverjar vart með-
al allra bestu liða heims um þessar
mundir en hafa engu að síður á
góðu liði að skipa. Þeirra aðal er
vörn og markvarsla, og að skora 22
mörk í leik gegn þessari vörn er
ekkert til að væla út af. Hins vegar
er sóknarleikur liðsins ekki upp á
marga fiska og sést það best á því að
aðeins tveir leikmenn skora 18 af 21
marki liðsins. Greinilegt er að þeir
sakna sárt stórsleggjunnar Volkers
Serbe, sem er meiddur og komst
ekki með til íslands. Hefði hann
verið í för með þeim er ekki víst að
tveir íslenskir sigrar hefðu orðið
staðreynd. -RM
Italski boltinn
Ravanelli frábær
Juventus efst eftirgóðan sigurá Parma.
Hinn silfurhærði snillingur Fa-
brizio Ravanelli var enn einu sinni
í sviðsljósinu með Juventus þegar
liðið mætti Parma í ítölsku 1. deild-
inni í gærdag. Fyrir leikinn voru
liðin í tveim efstu sætum deildar-
innar og tvö mörk framherjans
gerðu það að verkum að toppsætið
er Juvemanna þrátt fyrir að Parma
hafi komist yfir í leiknum.
Þar var einmitt að verki Dino
Baggio sem lék með Juventus lið-
inu þar til í sumar. Hann skoraði
með föstu skoti sem Anghelo
Peruzzi, markvörður Juve réði
ekki við. Markið var mjög gegn
gangi leiksins og það var því nolck-
uð sanngjarnt þegar Portúgalinn
Paolo Souza skoraði en slysalegra
gat það ekki verið. Giovanni Galli
hinn gamalreyndi markvörður
Parma, missti þá boltann yfir sig en
rétt áður hafði hann komið inn á
sem varamaður fyrir Luca Bucci
sem bera varð af leikvelli. Sigur-
mörk Ravaneliis komu síðan á fjög-
urra mínútna leikkafla, hið fyrra
með sérdeiiis glæsilegum skalla eft-
ir góða sendingu Gianluca Vialli
og hið seinna úr vítaspyrnu eftir að
Vialli var brugðið.
Til að fullkomna tap Parma var
Portúgalinn Fernando Couto rek-
inn af leikvelli skömmu fyrir leiks-
lok fyrir fólskulegt brot á Vialli.
Roma er komið í þriðja sæti
deildarinnar eftir 2:0 sigur á Bari og
voru þeir Abel Balbo og Franc-
esco Totti að verki fyrir Rómverja.
Liðið bætir sig nú með hverjum
leiknum og þykir eiga raunhæfa
möguleika á titli í fyrsta sinn í mörg
ár.
Fiorentina saknaði greinilega
argentínska framherjans Gabriel
Batistuta í viðureign sinni við
Tórínó og tókst ekki að skora. Á
sama tíma var Batistuta að leika
með landsliði Argentínu gegn Jap-
an í álfumótinu í Ryadh.
AC Milan hélt uppteknum hætti
Jafnt hjá AC Milan Mílanómenn
gerðu enn eitt jafnteflið í ítölsku
1. deildinni í gær. Að þessu sinni
stálu Napolímenn öðru stiginu og
á myndinni eru þeir Benito Car-
bone (t.v.) og Paolo Maldihl að
berjast um boltann.
og gerði jafntefli í viðureign sinni,
nú gegn Napolí. Reyndar héldu
leikmenn liðsins uppi stanslausri
skothríð allan leikinn en ótrúleg
mistök markvarðarins Sebastiano
Rossi eyðilögðu allt einni mínútu
fyrir leikslok. Mílanómenn voru
mikið í því að kanna styrkleika tré-
verksins í marki andstæðinganna
og var aðeins millimetraspursmál
nokkrum sinnum hvort boltinn
færi inn eða út úr slíkum skotum.
I stórleik gærkvöldsins áttust síð-
an við Sampdoria og Lazio í afar
fjörugum leik. Sampdoria komst
snemma yfir í þeim leik með marki
Mihajlovic en markahrókurinn
Körfubolti
Staðaní
úrvalsdeildinni
A-riðili L U T st
Njarðvík 22 21 1 42
Skallagrimur 21 12 9 24
Pór Akureyri 20 11 9 22
Haukar 22 7 15 14
Akranes 20 6 14 12
Snæfell 20 0 20 0
B-riðill
Grindavík 22 18 4 36
ÍR 22 16 6 32
ÍBK 22 14 8 28
KR 22 11 11 22
Valur 22 7 15 14
Tindastóll 22 6 16 12
Handbolti
ísland - Þýskaland
22:21
Mörk íslands: Sigurður Sveins-
son 6/6, Bjarki Sigurðsson 6, Pat-
rekur Jóhannesson 3, Konráð Ol-
avsson 3, Ðagur Sigurðsson 2, Geir
Sveinsson 1, Róbert Sighvatsson 1.
Varin skot: Bjarni Frostason 12.
Mörk Þýskalands: Jan Fegter 9,
Stefan Krerzschner 9/6, Martin
Schmidt 2, Christian Scheffler 1.
Varin Skot: Jan Holpert 5/1,
Andreas Thiel 3.
Brottvísanir: Island 2 mínútur
og Þýskaland 10 mínútur.
Dómarar: Rune Forbord og Ole
Jorstad frá Noregi. Dæmdu í heild-
ina þokkalega en óneitanlega vöktu
sumir dómar þeirra furðu. ■
Ítalía
Leikimir
Brescia - Reggiana 1:0
Lupu 29.
Cagliari - Inter 1:1
Muzzi 47. - Sosa 5.
Foggia - Genóa 2:1
Bresciani 59., Cappeiiini 78. -
Onorati 67.
AC Milan - Napolí 1:1
Simone 73. - Cannavaro 89.
Padova - Cremonese 3:2
Longhi 20., 40. og 90. - Pirri 45.,
Miianese 72.
Parma - Juventus 1:3
Dino Baggio 57. - Sousa 61.,
Ravanelli 70. og 74.
Roma - Bari 2:0
Balbo 69., Totti 86.
Sampdoria - Lazio 3:1
Mihajlovic 7., Platt 35., 70. -
Signori 11.
Staðan
Juventus 14 25:13 33
Parma 15 26:13 31
Roma 15 21:8 27
Fiorentina 15 30:20 26
Lazio 15 28:19 25
Sampdoria 15 25:12 24
Bari 15 16:18 22
Foggia 15 18:16 21
AC Milan 14 11:10 19
Tóríno 14 13:15 19
Inter 15 12:13 18
Cagliari 15 12:17 18
Napolí 15 20:25 17
Cremonese 15 14:20 15
Padova 14 15:34 14
Genóa 15 17:25 13
Reggiana 14 10:19 9
Brescia 15 82:4 8
Guiseppi Signori var ekki lengi að
jafna metin. Það voru síðan tvö
mörk frá enska landsliðsfyrirliðan-
um David Platt sem gerðu út um
leikinn, sitt í hvorum hálfleiknum,
það fyrra úr vítaspyrnu.B