Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995 l.fyrsta lagt... Hvers vegna að fara betur með CssBJMíSi í fyrsta lagi Þá ala kennarar upp börn þessa lands hvort sem okkur lík- ar það betur eða ”verr. Börnin læra það sem fyrir þeim • er haft og ef kennar- arnir eru alltaf í verkfalli þá læra börnin bara að vera í verkfalli. Ef komandi kynslóðir læra bara að vera í verkfalli getum við kvatt hag- vöxtinn. I öðru lagi Þá var kennarastarf- ið einu sinni virðing- arvert starf en nú ^eru kennararnir bún- ’irað kenna öllum að þetta sé fjarska illa launað og ómerki- legt starf. Þeir ætla því að kaupa sér virðingu með því að fá meiri peninga. Þetta er víst uppeldislegt atriði. þríðja lagi Þá vilja kennarar fá að ráða mjög miklu á meðan þeir eru í ^verkfalli. Þeir vilja ’helst að öllum llði mjög illa svo að ' menn læri að bera virðingu fyrir kennurum. í fjórða lagi Þá ætla kennarar að leita stuðnings fyrir verkfallinu annars staðar á Norður- ’löndum. Þeirætla að láta norræna • verkfallssjóði borga verkfallið og síðan að leita ásjár hjá þingi Norðurlandaráðs. Þeir treysta væntanlega á að Danir séu ekki búnir að frétta af því að við höfum kastað dönskunni fyrir enskuna. í fimmta lagi Þá tapa kennarar 20 milljónum á dag þegar þeir eru í verkfalli. Þeir eiga ’hins vegar digra verkfallssjóði auk • þess sem þeir treysta á að geta skrifað yfirvinnu fyrir mismuninum eftir verkfallið. Þá lærum við að bera virðingu fyrir kennurum. 200 björgunarsveitarmenn leituðu að vélsleðamanni í vonskuveðri í Bláfjöllum í gær „Mér var ekkert kalt en alveg nógu hræddur“ segir Steinar Lár Steinarsson sem lá grafinn í fönn í 7 klukkutíma. „Ég sá ekki hvað snéri upp né niður vegna þess hvað veðrið var orðið brjálað svo ég gróf mig bara í fönn,“ segir Steinar Lár Steinars- son 16 ára, en hátt í 200 björgunar- menn leituðu hans á Bláfjallasvæð- inu í gær. Steinar var í skála Breiða- bliks í Bláfjöllum með foreldrum sínum og bróður þegar hann ætlaði að skjótast á vélsleða í Litlu kaffi- stofuna um kl 11 í gærmorgun og koma strax aftur til baka. Steinar er vanur útivist og þekkir svæðið mjög vel en var ekki mjög vel klæddur. Höfðu foreldrar hans því áhyggjur þegar veðrið tók að versna upp úr hádeginu og hann skilaði sér ekki í skálann. „Ég var að keyra austan megin við Jósepsdal og fór ofan í gil og festi sleðann. Það tók mig töluverð- an tíma að losa mig aftur en þá var veðrið orðið brjálað," segir Steinar. Hann tók því þá ákvörðun að halda fyrir í gilinu uns veðrinu slotaði og gróf sig niður í snjóinn. Björgunarsveitum á höfuðborg- arsvæðinu barst ósk um aðstoð við leit að Steinari um kl. 2 í gær en þá var orðið „kolvitlaust veður á svæð- inu og sá ekki út úr augum,“ eins og Snorri Hafsteinsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á svæði 1, sem nær frá Hafnarfirði til Mosfellssveitar, orðaði það. Aðstæður til leitar voru mjög erf- iðar en fljótlega voru rúmlega 100 björgunarsveitarmenn komnir á svæðið. Auk þeirra barst þeim liðs- auki frá björgunarsveitum í Hvera- gerði og allt austur að Hellu og voru alls um 200 björgunarmenn við leitina þegar mest var. Steinar sást síðast skammt frá Eldborg við Bláfjallaveginn upp úr kl 11 en síðan var eins og jörðin hefði gleypt hann. Um eitt hundrað björgunarsveit- armannanna voru á gönguskíðum Steinar Lár Steinarsson með foreidrum sínum og bróður í gærkvöldi. „Þetta er mikill léttir og dagurinn er búinn að vera erfiður," sagði Steinar Steinarsson, faðir Steinars, eftir lok leitarinnar. en auk þeirra tóku tæplega 30 vél- sleðar, 8 snjóbílar og 4 björgunar- hundar þátt í leitinni. Skyggnið fór nánast niður í ekki neitt og veruleg snjóflóðahætta var á ferðum. Stein- ar gerði örugglega það eina rétta í stöðunni með því að grafa sig í fönn og segir það ekki hafa reynt sérstak- lega á þolinmæði sína að bíða einn í snjónum. „ Ég beið og sagði sjálfum mér brandara á meðan ég lá þarna í 6 til 7 klukkutíma. Mér var ekkert kalt en alveg nógu hræddur. Þegar stytti loks upp lagði ég af stað og fann auðveldlega skálann því ég hef svo oft farið þessa leið áður.“ Fjölskylda Steinars beið í skálan- um og að vonum urðu miklir fagn- aðarfundir með þeim og Steinari þegar hann kom utan úr myrkrinu. „Þetta er mikill léttir og dagurinn er búinn að vera erfiður,“ sagði Stein- ar Steinarsson, faðir Steinars, í samtali við MORGUNPÓSTINN skömmu eftir að sonur hans kom í leitirnar. „Við föðmuðumst og grétum öll í kór,“ sagði sonurinn um endurfundina. Auk Steinars var svipast um eftir fjórum öðrum vélsleðamönnum, sem voru saman í hópi en þeir skil- uðu sér snemma í eftirmiðdaginn, og átta vönum og velbúnum gönguskíðamönnum á vegum Úti- vistar sem ætluðu að ganga úr Blá- fjöllum yfir í Jósepsdal. Þeir komu sér sjálfir í Litlu kaffistofuna seint í gærdag með hjálp áttavita. Steinar segir að það hafi einungis verið fyr- ir klaufaskap að hann hafi ekki ver- ið með farsíma meðferðis og einnig sé GPS staðarákvörðunartæki á sleðann á leiðinni til landsins frá Bandaríkjunum. Ef það hefði verið komið hefði hann væntanlega ekki þurft að hírast svona lengi í snjón- um. -lae Frumvarp um aö lögfesta sameign þjóöarinnar á miðunum í stjórnarskránni fékkst ekki samþykkt PólHísk öfund segirJón Baldvin Hannibalsson. „Útaf fyrir sig er það rétt gagmýni að málið sé seint fram komið, en það er ekki réttmæt skýring að mál- ið hafi ekki náð ffam að ganga vegna þess að hér var ekki verið að taka upp mál sem deilur standa um. Þær deilur voru útkljáðar 1988 dg það heitir svo að það sé pólitísk sam- staða um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum," segir Jón Baldvin Hannibalsson en frumvarp Al- þýðuflokksins um að lögfesta sam- eign þjóðarinnar á fiskistofnunum við landið með ákvæði í stjórnar- skránni fékkst ekki samþykkt fyrir þinglok. AJþýðutlokksmenn lögðu lrumvarpið fram í byrjun febrúar en það var ekki fyrr en í síðustu vikti sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra lýsti því yfir að ríkisstjórn myndi styðja framgang málsins og gagnrýndu ýmsir stjórnarandstöðu- þingmenn hversu seint sú yfirlýsing kom frarn. „Ef það er samstaða um málið sjálft hefði seinasta vika þings verið nægur tími til að ganga frá því. Enda bera menn fyrir sig formástæðum. Það er erfitt að sjá hvað fulltrtium annarra flokka var að vanbúnaði að samþykkja þetta. Sannleikurinn er sá að formástæður duga ekki til að skýra það. Fagleg umfjöllun málsins er Uðin og það þarf því enga sérstaka Jón Baldvin Hannibalsson segir að seinasta vika þings hefði ver- ið nægur tími til að ganga frá frumvarpinu um sameign þjóðar- innar á fiskimiðunum. Iögfiæðilega skoðun. Skýring á því að menn beita íyrir sig formástæð- um og segja: „við erum þessu efnis- lega samþykkir en samt viljum við ekki ijá því stuðning af því að málið er komið of seint fram“, er það sem Kínverjar kalla „red eye disease", það er pólitísk öíúnd. Aðspurður segir Jón Baldvin að Alþýðuflokksmenn geri sér hins vegar vonir um að frumvarpið renni greiðlega í gegn á vorþinginu. -jk Vélsleöamaöur á Isafirði Ókfram af fjalli Ti-arH rror pHrort clntaotll Hð nllt 1 VPðtia nfiprfíannntir nrinn Koí „Það var ekkert skyggni og allt í einu hvarf fjallið sjónum mínum,“ segir Þórir Þrastarson, 35 ára blikk- smiður, sem steyptist ffarn af hengju á leið sinni yfir Þverfjall á milli Þing- eyrar og ísafjarðar. „Ég datt niður og náði einhvern veginn að vippa mér af sleðanum og lenti á maganum við hliðina á honum. Síðan horfði ég bara á eftir honum steypast niður hlíðina þangað til hann hvarf sjón- um mínum. Fyrsta hugsun mín var að reyna að stoppa mig svo ég rak hendurnar af alefli niður í snjóinn.“ Þórir, sem er ísfirðingur, hafði verið að vinna verk á Þingeyri með félaga sínum en þeir voru á leiðinni til baka hvor á sínum vélsleðanum þegar hann varð fyrir óhappinu. Ætl- unin var að vinna verkið vikuna áður en þá komust þeir ekki til Þingeyrar vegna ófærðarinnar. Gripu þeir þ til þess ráðs að fara yfir Þverfjall vélsleðum. Þóri var eldci meint v fallið fram af hengjunni en ekki 1 spurt að leikslokum hefði hann far niður hlíðina. Tvímenntu félagarnir á hinui sleðanum í átt til byggða eftir að Þó ir komst upp á fjallið aftur og ti kynntu þeir urn ferðir sínar til löj reglunnar á Isafirði úr neyðarskj við vegamótin til Súgandafjarða Lögreglan hafði samband við bónc í önundarfirði og bað hann urn a svipast um eftir sleðanum. Fan bóndinn sleðann í gangi þar sei hann hafði stöðvast með annað skk ið uppi á steini um fjögurleytið. Slef inn var óskemmdur og mesta mili að Þórir slapp ómeiddur frá þess ævintýri. -|a Sjálfstæðismenn bara hentu Inga Birni út úr þingf/okknum af því hann notar neftóbak. Já, þeir vita aö þaö eru bara framsóknarmenn sem taka í nefið. / Banaslys á Sigurði VE Skipverji féll fyrir boro00 drukknaði Fjörutíu og fjögurra ára sjómacT ur á Sigurði VE15 féll fyrir borð og drukknaði skammt vestur af Vest- mannaeyjum um kl 2 í fyrrinótt. Maðurinn hét Gunnar Ingi Ein- arsson til heimilis að Búhamri 58 Vestmannaeyjum og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjár dætur. Sigurður var á loðnuveiðum og verið var að undirbúa að kasta út nótinni þegar Gunnari Inga skrik- aði fótur og hann féll í sjóinn. Veð- ur var gott og lítill sjógangur á þess- um slóðum þegar slysið átti sér stað en Gunnar Ingi var að losa línu við nótarkassann. Skipverjar á Sigurði urðu þess strax varir er Gunnar Ingi féll frá borði og var skipinu þegar snúið við. Ekki liðu nema um fimm mín- útur þegar þeir fundu Gunnar Inga með ljóskastara og Andrés Sig- urðsson, 1. stýrimaður á Sigurði VE, henti sér á eftir honum í sjóinn. „Ég setti hann í björgunarbelti og við hífðum hann um borð,“ sagði Andrés í samtali við MORGUN- PÓSTINN í gær en vildi annars lítið láta hafa eftir sér um slysið. Hann telur að Gunnar hafi þegar verið látinn er hann kom að honum í sjónum. Björgunarbáturinn Þór fór með lækni um borð til móts við Sigurð en lífgunartilraunir á Gunn- ari báru engan árangur. Hann var talinn frekar varkár á sjó og var yf- irleitt í flotgalla við störf sín en ekki þegar slysið átti sér stað. Sigurður VE fór aftur til veiða upp úr hádegi í gær en veður hafði þá versnað verulega á miðunum. -lae Andrés Sigurðsson, 1. stýrimað- ur á Sigurði VE, henti sér í sjóinn á eftir Gunnari Inga Einarssyni sem var látinn þegar hann kom að honum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.