Helgarpósturinn - 27.02.1995, Qupperneq 4
4
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
Margrét Pála Olafsdóttir og
Hildigunnur Ólafsdóttir hjá Sam-
tökum um Kvennaathvarf könn-
uðust ekki við veikindi starfs-
kvenna.
Enn haröna átökin
um Kvennaathvarfið
Allar
konur
tilkynntu
veikindi
Síðustu fjóra daga íyrir helgi til-
kynntu allar starfskonur Kvennaat-
hvarfsins um veikindi þannig að
miklum erfiðleikum var bundið að
manna starfsemi athvarfsins. Eftir
að upp komst um fjármálamisferli í
athvarfmu í haust var öllum starfs-
konunum sagt upp og rennur upp-
sagnarfresturinn út nú um mán-
aðamótin. Samkvæmt heimildum
blaðsins hefur gætt mikillar
óánægju meðal starfskvenna með
hvernig tekið hefur verið á málinu.
Telja þær að allar starfskonurnar
hafi verið látnar líða fyrir misferli
fyrrverandi forstöðukonu og það
að ósekju.
Störf í Kvennaathvarfinu voru
auglýst laus til umsóknar á upp-
sagnarfrestinum og urðu núver-
andi starfskonur að sækja um ef
þær áttu að gera sér vonir um
áframhaldandi störf. Urðu konur
með allt upp í þriggja ára starfs-
reynslu að sækja um til vinnumiðl-
unarinnar sem fór með málið og
leggja fram meðmælendalista. Þótti
starfskonunum það niðurlægjandi
og sóttu þess vegna sumar þeirra
ekki um aftur. Samkvæmt heimild-
um MORGUNPÓSTSINS hafa
þrjár þeirra níu sem sagt var upp
verið endurráðnar. Eftir þvi sem
kornist verður næst hyggjast hinar
vera áfram í veikindaleyfi fram yfir
mánaðamót og þar með vera búnar
að ljúka störfum hjá Kvennathvarf-
inu.
Þegar reynt var að fá svör í gær-
kvöldi um málið hjá fulltrúum í
bráðabirgðastjórn Samtaka um
Kvennaathvarf varð fátt um svör.
Hvorki Margrét Pála Ólafsdóttir
né Hildigunnur Ólafsdóttir sögð-
ust þekkja málið en Margrét Pála
kannaðist þó við að flensa væri að
ganga. Þær vísuðu báðar á Álfheiði
Ingadóttur, blaðafulltrúa samtak-
anna, sem ekki náðist í.
SMJ
Sjálfstæðismenn líta ekki lengur á Inga Björn Albertsson sem þingmann
Sjálfstæðisflokksins. Ingi Björn ætlar að segja skilið við Sjálfstæðisflokk-
inn og segist þegar hafa virkjað hulduherinn
íhugar sérframboö í
Reykjavík og á Reykjanesi
„Ég er búinn að vera að íhuga
sérframboð af alvöru síðastliðnar
fjórar til sex vikur með góðum
mönnum. Þótt við séum ekki búin
að taka endanlega ákvörðun tel ég
meiri líkur á að af sérframboði
verði en ekki. Það mun koma end-
anlega í ljós síðar í þessari viku eða
um næstu helgi,“ segir Ingi Björn
Albertsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og fyrrum þingmaður
Borgaraflokksins, sem faðir hans
Albert Guðmundsson stofnaði,
eins og frægt er orðið, eftir að hafa
lent upp á kant við Sjálfstæðis-
flokkinn árið 1987. Eftir að hafa
klofið sig út úr Borgaraflokknum
1989 stofnaði Ingi Björn flokk
frjálslyndra hægrimanna á Alþingi
árið 1989 en gekk til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn ári síðar og var í
framboði fyrir hann í Reykjavík
1991.
I ræðustól á Alþingi um helgina,
þar sem Ingi Björn mælti gegn tób-
aksvarnarfrumvarpinu, kom í ljós
að þingmenn Sjálfstæðisflokksins
litu ekki lengur á hann sem einn af
sínum fulltrúum. Ingi Björn segir
að þetta hafi komið á daginn eftir
að hann var beðinn um að fara á
fund heilbrigðis- og trygginga-
nefndar sem fulltrúi flolcks síns í
stað Láru Magrétar Ragnars-
dóttur. „Ég var líka beðinn um að
fara á næsta fund þar sem Lára
Margrét var erlendis. Eitthvað hef-
ur mönnum mislíkað fyrirspurnir
mínar sem ég lagði til á fyrri fund-
inum, þannig að þingflokkurinn
tók málið fyrir og komst að þeirri
niðurstöðu að líta ekki lengur á mig
sem fulltrúa flokks síns. í framhaldi
af því kipptu þeir mér út úr nefnd-
inni og settu Tómas Inga Olrich
inn í minn stað.“
Ingi Björn segist reyndar fyrir
löngu hafa sagt skilið við þing-
flokkinn í huganum. „Ég hef ekki
setið þingflokksfundi í mjög langan
tíma. Og þó ég hafi ekki íhugað sér-
framboð af fullri alvöru fyrr en fyr-
ir fáeinum vikum hefur sú hug-
mynd verið að velkjast í mér nokk-
uð lengi enda hef ég lengi verið í
andstöðu og stríði við forystu
flokksins. Ég lít hins vegar enn á
mig sem fulltrúa sjálstæðismanna,
jafnvel þótt það liggi fyrir að leiðir
mínar og flokksins séu að skilja."
Er undirbúningurinn fyrir sér-
framboð langt á veg kom-
inn?
„Þetta er það langt
komið að nú þurfa menn
bara að taka ákvörðun um
það hvort stíga eigi skrefið
til fulls eða ekki.“
Hverjir standa að baki
þessu sérframboði?
„Það er óþarfi að nefna
einhver nöfn þar sem
framboðið er ekki enn
orðið að veruleika." Ingi
Björn játti því engu að síð-
ur að stór hluti hulduhers-
ins kæmi við sögu. „Þá
treysti ég á það að íþrótta-
mennirnir verði nálægt
mér. Þetta verður mjög
myndarlegur hópur og við
erurn bæði að íhuga fram-
boð í Reykjavík og á
Reykjanesi.“
Hver verða stefnumál
framboðsins?
„Það verða auðvitað
sjávarútvegsmál, ESB-
málin, skattamál og heil-
brigðismál, það er af nógu
að taka. Við ætlum að rifja
upp á nýtt og minna fólk á
að það eigi að vera til
flokkur sem berst fýrir því
að stétt eigi að standa með
stétt. Að mínu mati hefur
Sjálfstæðisflokkurinn
gleymt uppruna sínum.“
Hafið þið til dœmis tekið
afstöðu til ESB-málanna?
„Nú vil ég ekki ræða
einstök stefnumál fram-
boðs sem ekki er komið
fram. Allar slíkar ákvarð-
anir verður að taka með
því fólki sem ég býð fram
með.“
Fríðhelgi heimil-
anna rofin
í kjölfar tóbaksvarnar-
frumvarpsins sem borið
var upp aðfaranótt föstu-
dags á Alþingi en komst
ekki í gegn, var Ingi Björn
sakaður af samflokks-
mönnum sínum um mál-
þóf, jafnframt því sem
hann er talinn málinu of
tengdur, bæði vegna þess
að hann flytur sjálfur inn
tóbak auk þess sem hann
Ingi Björn Albertsson, sem flest bendir til að bjóði fram sér, segir að tóbaksvarnarfrum-
varpið sem flutt var á Alþingi um helgina sé ekkert annað en sýndarmennskufrumvarp.
„Þetta er forsjárhyggja sem er ekki hægt að sætta sig við og á ekki heima í lögum.“
sé ástríðufúllur neftóbaks-,
eða svokallaður sniffneyt-
andi, sjálfur. Allar þessar
ásakanir ber Ingi Björn af
sér.
„Það er reyndar rétt að ég
nota sniff, en það mótar ekki
afstöðu mína til þessa máls,“
segir Ingi Björn og heldur
því jafnframt fram að það sé
rangur áróður gegn sér að
hann flytji inn tóbak. „Það
er heldur ekki rétt að ég hafi
stoppað málið. Ég var eini
maðurinn á mælendaskrá,
talaði í 40 mínútur en var
stoppaður af forseta þings-
ins í miðri ræðu. Það er leit-
un að stjórnarfrumvörpum
sem talað hefúr verið minna
um. En þar sem ég stjórna
ekki þingstörfum var það
ekki á mínu valdi að koma
frumvarpinu áfram. Það er
miklu fremur við stjórn
þingsins og ríkisstjórnina að
sakast yfir því að hafa ekki
tekið málið á dagskrá aftur.
Frá mínum bæjardyrum séð
snerist málið heldur ekki um
neftóbakið heldur lagðist ég
fyrst og fremst gegn annarri
grein frumvarpsins sem ber
það í sér að rofin sé friðhelgi
heimilanna. Hana má túlka
þannig að fólki sé bannað að
reykja heima hjá sér. Auk
þess sem mér finnst vafa-
samt að ff umvarpið standist
EES-samninginn. Við þessu
vildi ég fá svör en mér gafst
aldrei kostur á að bera upp
spurningarnar því umræðan
komst aldrei á skrið. Ég er
mikill stuðningsmaður þess
að dregið sé úr neyslu tób-
aks. En það tel ég að eigi að
gera með fræðslu og áróðri,
ekki boðum og bönnum.
Frumvörp sem þessi eru því
ekkert annað en sýndar-
mennskufrumvörp: Þetta er
forsjárhyggja sem ekki er
hægt að sætta sig við og á
ekki heima í lögum. Og hún
á ekkert skylt við sjálfstæðis-
stefnuna. Ráðherrann sjálfúr
sem mælti fyrir málinu sagði
meira að segja að hann hefði
verulegar efasemdir um
aðra greinina.“ -GK
Birta Marcilia
heitir barnið
Eitt þekktasta ungbarn seinni
tíma, dóttir Össurar Skarphéðins-
sonar umhverfisráðherra og Ámýj-
ar Erlu Sveinbjörnsdóttur jarð-
fræðings var skírð á laugardag. En
sem kunnugt er tókst þeim hjónum
að ættleiða stúlkubarn frá Kólumbíu
loks rétt fyrir jól eftir að hafa reynt
fyrir sér víða um langa hríð. Þótt
þegar væri ákveðið að að fyrra nafni
myndi dóttir þeirra heita Birta var
þegar síðast fréttist ekki endanlega
búið að ákveða fullt nafh hennar. En
niðurstaðan var sú að Birta Marcilia
skyldi hún heita og ber síðara nafnið
vott um hennar uppruna. Fór skírn-
arathöfnin ffam á heimili fjölskyld-
Birta Marcilia ásamt foreldrum sínum, þeim Ossuri Skarphéðinssyni og
Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur. Sú
helgina.
unnar við Vesturgötuna. Að sögn
Árnýjar Erlu var Birta Marcilia hin
brattasta við athöfnina og lét það
ekkert á sig fá þótt vatni hafi verið
ausið yfir höfúð hennar.
Vegna anna í þinginu á laugardag
litla var skírð á Vesturgötunni um
gat umhverfisráðherrann ekki
staldrað lengi við í veislunni en fékk
þó leyfi ffá þingstörfúm í tvo tíma.
Presturinn sem gaf Birtu nafnið heit-
ir séra Karl Valgarður Matthías-
son. ■
Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna
Er hann að fara í sérframboð?
„Er hann að fara í sérframboð?
Það er hans mál, ég hef engan
áhuga á að tjá mig um það,“ sagði
Geir H. Haarde, formaður þing-
flokks sjálfstæðismanna.
„Er hann að fara að bjóða sig
fram?“ sagði Bjöm Bjarnason al-
þingismaður. „Ég er að heyra það
fyrst núna og veit því ekkert urn
það mál. Ég verð að vita hverjir
ætla að bjóða sig ffam með honum
ef ég á að hafa einhverja skoðun á
því.“
Ingi Björn hefur ekki nefnt nein
nöfn en segir hulduherinn i við-
bragðsstöðu?
„Þá er það bara einhver huldu-
starfssemi,“ sagði Björn.“Ég get
Geir H. Haarde, formaður þing-
flokks sjálfstæðismanna: „Ég hef
engan áhuga á að tjá mig um
þetta."
ekkert tjáð mig um það sem ég
hverjir ætla að bjóða sig fram
með honum ef ég á að hafa ein-
hverja skoðun á því.“
eldci þekki.“