Helgarpósturinn - 27.02.1995, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Qupperneq 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 199£ Vonskuveöur Allt fluq úr skorðum Allt flug innan lands og utan fór úr skorðum síðdegis í gær vegna veðurs. Þotur Flugleiða frá Osló, Stokkhólmi, Lúxembúrg og Amst- erdam gátu ekki lent á Keflavíkur- flugvelli og var snúið til Glasgow. Meðal farþega var fjöldi fólks á leiðinni á þing Norðurlandaráðs og í gærkvöldi komust vélarnar loks til landsins. Reykjavíkurflugvöllur var einnig lokaður mestan hluta dags- ins í gær og opnaðist ekki aftur fyrr en undir kvöldið. Þó tókst einni vél frá Kúbu að lenda á vellinum á meðan skyggnið var sem verst og tókst lendingin vel. ■ Raufarhöfn Ölvaður öku- maður eltur Lögreglan á Raufarhöfn hafði hendur í hári á ölvuðum ökumanni á laugardagskvöldið. Lögreglu- menn við eftirlitsstörf veittu ein- kennilegu aksturslagi hans athygli og gáfu honum merki um að stöðva bílinn en hann sinnti því engu. Eft- ir töluverðan eltingaleik um þorpið tókst iögreglunni að króa bílstjór- ann af og reyndist hann í annarlegu ástandi og er grunaður um ölv- un. ■ Vestmannaeyjar Ónæði undir morqun Nokkur ölvun var í Vestmanna- eyjum um helgina án verulegra árekstra. Einn maður var þó settur í fangageymslur eftir að hafa verið með háreysti í bænum. Maðurinn var að ónáða fólk með því að berja íbúðarhús þess að utan snemma morgun sunnudags en gat ekki gef- ið neinar skýringar á framferði sínu. Ekki var neinu tauti við manninn komandi og því var hon- um stungið í steininn þar sem hann svaf úr sér ölvunarvímuna. ■ A batavegi eftir hnífs- stungu Maðurinn sem særðist lífshættu- lega þegar sonur hans lagði til hans með hnífi í Fossvogi fyrir hálfum mánuði er nú á batavegi. Sonurinn, sem er 35 ára og á við geðræn vandamál að stríða, er vistaður á lokaðri deild á geðsjúkrahúsi og ólíklegt er talið að hann verði ákærður fyrir hnífsstunguna vegna andlegs ástands hans. Unnið er að því að koma honum í sérstaka ör- yggisvistun til frambúðar. ■ Börnin úti í kuldanum eftir að verkfalls- verðir KÍ og HÍK beindu þeim tilmælum til íþróttafélaga og presta að vaxandi starf- semi þeirra tefji fyrir að verkfallið leysist Báðiraðilar neita að hafa staðið fýrir barnagæslu „Ástæðan fyrir því að við gáfum eftir var sú að bæjaryfirvöld í Kópa- vogi vildu ekki efna til deilna út af þeim atriðum sem skilgreind eru á gráu svæðum,“ segir Ingi Þór Ingason framkvæmdastjóri Breiðabliks, en eftir að kennarafé- lögin beindu því til Breiðabliks og fleiri íþróttafélaga í landinu að kennarar teldu það „hreint og klárt verkfallsbrot" að skipulögð starf- semi fyrir skólakrakka færi fram á skólatíma í skólahúsnæði hafa íþróttafélögin látið í minni pokann. Jafnframt hafa kennarar lýst áhyggjum sínum yfir því að óvænt- ur vöxtur væri hlaupinn í ferming- arundirbúning hjá einhverjum prestum. Að sögn Gunnlaugs Ast- geirssonar eins af verkfallsvörð- um í yfirstandandi kennaradeilu eru þessar athugasemdir og tilmæli kennara liðir í því að hafa kennara- verkfallið sem harðast og styst. „Það lá strax fyrir í upphafi að við ætluðum aldrei að skipta okkur af kennaradeilunni,“ segir fram- kvæmdastjóri Breiðabliks. „Við gáfum það strax í skyn við kennar- ana. Kannski vorum við of einföld í okkar fari að trúa því að íþrótta- starfsemin gæti gengið. En þar sem þetta var túlkunaratriði hvort þessi tilraunastarfsemi íþróttaskólans væri verkfallsbrot eða ekki var vaf- inn látinn ráða.“ Var íþróttastarfsemin í Köpavogi hugsuð sem barnagœsla fyrirforeldra í verkfallinu? „Við litum ekki beinlínis á þetta sem barnagæslu. Þessi starfsemi var fremur hugsuð út frá því að allan ársins hring bjóðum upp á íþróttir og aðra heilbrigða starfsemi fýrir börn. Við starfrækjum íþróttaskóla á veturna, utan skólatíma og allan daginn á sumrin. Við ætluðum því Gunnlaugur Ástgeirsson verk- fallsvörður í kennaraverkfallinu. „Við vitum af alvarlegum vand- ræðum barna og foreldra víða, en þessi vandræði verða ekki leyst nema aðilar semji.“ bara að nota tækifærið eins og alltaf þegar skólarnir er ekki starfandi. Við fórum af stað með þessa starf- semi með fullri vitund og vilja bæj- aryfirvalda, en það var ekki fyrr en verkfallið var orðið áþreifanlegt að þessi skilgreining barst frá verk- fallsstjórn kennarafélaganna. Sam- kvæmt samningi sem við höfum við Kópavogsbæ hefur bærinn for- gang að húsinu á skólatíma, eða á milli átta og þrjú á daginn. Þetta var því niðurstaða bæjarins til þess að efha ekki til ófriðar. Menn hafa hins vegar látið það ótalið að ef flokkar félagsins fara hér inn fyrir tíma, en það eru einkum eldri flokkar félagsins. Ingi Þór segir að vissulega hafi breytt starfsemi íþróttaskólans Geir Waage formaður prestafé- lagsins. „Við prestar eigum ekki svo miklar þakkir að gjalda þess- um verkalýðssamtökum í sam- bandi við kjaradeilur yfirhöfuð." einnig komið til af samúð með þeim börnum sem ganga sjálfala: „En því miður er það þannig í verk- falli að verkfallsvopnið snýst að þriðja aðila. Til þess að verkfalls- vopnið verði beitt verður einhver að verða fyrir barðinu á því. Okkur þykir það miður að það séu börnin. Við hefðum gjarnan viljað fá tæki- færi til að reka þessa starfsemi okk- ar eins og alltaf þegar skóli er ekki starfandi. Öskudaginn fáum við hins vegar að skipuleggja með góð- fúslegú leyfi bæjaryfirvalda. Formaður Prestafélags Islands Geir Waage sá ekkert athugavert að ofvöxtur væri að hlaupa í ferm- ingarundirbúninginn. „Ég leyfi mér að efast um að prestar séu með aukinni fermingarfræðslu að taka Ingi Þór Ingason framkvæmdastjóri Breiðabliks. „Við hefðum gjarnan viljað fá tækifæri til að reka þessa starfsemi okkar eins og alltaf þegar skóli er ekki starfandi." við einhverju gæsluhlutverki af skólanum. Það hvarflar ekki að mér að nokkur prestur láti sér detta það til hugar að blanda sér í kennara- deilurnar með þeim hætti. Hitt er annað mál að í tengslum við ferm- ingarfræðsluna hafa prestar yfirleitt þurft að taka tillit til skólanna. Námskrá segir okkur að við skulum kenna 32 tíma að lágmarki fram að fermingu. Vegna þess að skólarnir hafa ýmsa aðra tengda starfsemi á sinni könnu eins og ferðalög og fleira til rétt hefst að merja þessar stundir sums staðar. Ég get því ekki ímyndað mér að kennarar finni fyr- ir því að fermingarfræðslan sé auk- in. Ég veit ekki nokkurt dæmi um það að skugga hafi borið á samstarf skólanna og prestanna.“ Standa prestar tneð kennurunum í kjaradeilunum? „Við tökum ekki afstöðu til kennaraverkfalls og blöndum okk- ur ekki í það með einum eða nein- um hætti. En ef út í það ætti að fara hvar prestar standa í kjaradeilum þá lítur það mál ekki einfalt út. Við prestar eigum ekki svo miklar þakkir að gjalda þessum verkalýðs- samtökum í sambandi við kjara- deilur yfirhöfuð." Nokkuð laustengdari samvinna er á milli íþróttahúsa einstakra íþróttafélaga en þess íþróttahúss sem Breiðablik og Kópavogsbær hafa sameiginlega á sinni könnu. Af þeim sökum telst það ekki verk- fallsbrot þótt sum íþróttahús haldi uppi starfsemi á skólatíma. „Við höfum mest á móti skipulagðri starfsemi í verkfalliriu sem er ígildi skólastarfsemi, en ef tilfæringar með kristnidómsfræðsluna eru innan kirkjunnar sjálfrar getum við ekki gert miklar athugasemdir við það,“ segir Gunlaugur Ástgeirsson en benti á að margt af þessu hafi verið gert í hugsunarleysi því menn þekki ekki þessi gráu svæði. En hvað finnst honum, eru kenn- arar ekki með þessum tilmœlum sín- um að hugsa meira um eigin hag en hag barnanna sem í engin hús hafa að venda? „Um það er ekkert annað að segja en að eðli málsins samkvæmt hefur verkfall kennara þessi áhrif. Við vitum af alvarlegum vandræð- um barna og foreldra víða, en þessi vandræði verða ekki leyst nema að aðilar semji. Á það skal jafnframt bent að verkfall er lögleg aðgerð í kjarabaráttu.“ -GK Bætifláki Þess vegna kaupi ég ekki hiá Olís Leó Löve segir heldur ófagra sögu af viðskiptum aldraðar móður sinnar við starfsmenn Olís í grcin í fimmtudags- blaði Tímans. Fyrir- sögn greinar Leós er: „Þess vegna kaupi ég ekki hjá Oh's“ og er ástæðan þessi: Einn morgun i'yrir skómmu hringdi 75 ára gömul ntóðir Leós í hann og bað hann að- stoðar þar sem hún hafði orðið fyr- ir því óhappi að sprungið hatði á dekki á bíl hennar. Móðir Leós hringdi frá bensínstöð Olís við Hamraborg, sem hún skiptir að sögn I.eós rnikið við, en þar hafði ungur starfsmaður gefið henni þau svör að hann gæti ekkert gert fyrir hana. Og auðvit- að rauk Leó af stað móður sinni til hjúlp- ar. „Eftir 10 mínútur var ég kominn á stað- inn og þar beið móöir mín elskuleg. Inni á bensínstöðinni voru þrír karlmenn (?), tveir fúllorðnir og ungi maður- inn. Ekkert var að gera við bensín- dælurnar enda rólegt á miðjum morgni. Ég skipti um dekk og spurði móður mína hvar hún hefið verið þegar hún hringdi. „Beint fyrir framan afgreiðslu- borðið," svaraði hún.“ Endar Leó síðan grein sfna með því að segja að það muni örugglega líða langur tínii áður en hann fari á Olís-stöð ótilneyddur. Sophanías Áskelsson bensín- afgreiðslumaður hjá Olís Harnra- borg: „Það eina rétta í þessari grein Leós er að það var ekkert að gera hjá okkur. Móðir hans kom hérna og bað okkur um að dæla lofti í dekkið. Þessi ungi maður fór út að gera það og hún með honum. ör- skömmu síðar kom hún inn og fékk að hringja. Ég heyrði nú ekki hvað hún sagði í símann enda varðar okkur ekkert um hvað okk- ar viðskiptavinir eru að tala. Svo kemur þessi maður bara og skiptir um dekkið. Það rétta er að við vor- um tveir hérna inni en strákurinn var ennþá úti að bisa við dckkið þegar hún hringdi. Við sem vorum héma inni vissum ekki að það væri spmngið. Konan orðaði það aldrei við okkur að skipta um dekk enda hefðum við gert það með glöðu geði ef hún hefði beðið okkur um það. Maður kennir dálítið í brjósti um svona menn eins og Leó, það hlýtur að vera eitthvað að þeim. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu háttalagi að rjúka með svona mis- skilning i blöðin.“B Jarðskjálfti í Hveragerði Allsnarpur jarðskjálfti varð kl. 11.40 í gærmorgun 6 kílómetra norð- an við Hveragerði. Skjálftinn mæld- ist 3,4 stig á Richterkvarða og fylgdi honum fjöldi minni eftirskjálfta. Skjálftavirkni hefur verið stöðug á svæðinu norðan við Hveragerði frá því snemma í fyrrasumar og náði hún hámarki í ágúst þegar nokkrir skjálftar mældust af stærðinni 4 stig og stærri á Richterkvarða. „Menn fundu skjálftann í Hvera- gerði, á mörgum bæjum í Ölfúsi og jafnvel í Reykjavík,“ segir Barði Þor- kelsson jarðskjálftafræðingur. „Þetta er bara áframihald af þeim at- burðum sem hafa orðið á þessum slóðum ffá því í fyrrasumar og það er ekkert sem bendir til að neitt meiri- háttar sé á ferðinni." ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.