Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 199£ „Hin íslenska leyniþjónusta“ Engin lögqjöf um starfsemi eða skipulag stofnunarinnar í lokaritgerð Haraldar B. Böðv- arssonar í lögfræði við Háskóla Is- lands er meðal annars íjallað um hina íslensku leyniþjónustu. Þar kemur fram að ekki sé til löggjöf um starfsemi eða skipulag þeirrar stofnunar. Sagt er að þessir lög- gæslustarfsmenn íslenska ríkisins hafi eftirlit með sendimönnum er- lendra ríkja og þá íslendinga sem teir umgangist. Einnig falli undir þá brot gegn stjórnskipan íslenska ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess, brot gagn valdstjórninni og landráð. Þessir aðilar hafi ótvíræða heimild til þess að beita hlerunum, stöðvun og skoðun póstsendinga og beitingu annarra sérlaga með vísan til öryggis ríkisins. Síðan segir að vegna öryggis íslenska ríkisins sé ekki fjallað nánar um athafnir þess- ara aðila í ritgerðinni. á p* Svavar Gestsson „Leynd og skortur á reglum vekur oft tortryggni og það er slæmt.“ Svavar Gestsson Alvarlegt um- hugsunarefni fyrír löggjafa- samkunduna Þarfað fylgjast grannt með þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ákveðinni stofnun sem fari eftir að vera lagagrundvöllur fyrir allri starfsemi í ríkisstofnunum, skýr lagagrundvöllur. Ef það er rétt sem fram kemur í MORGUNPÓSTINUM er það alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá sem sitja á löggjafasamkom- unni. Ég tel að það kalli á að farið sé yfir málið. Ég tel í sjálfu sér að það eigi að vera til aðferðir sem eru til þess ætlaðar að stuðla að sem bestu öryggi til dæmis þjóðhöfðingjans og erlendra gesta. Én það á þá að byggjast á tilteknum lögum. Ég segi fyrir mitt leyti að ég mun fylgjast mjög grannt með þessu máli og reyna að finna skoðanabræður og - systur á Alþingi sem myndi veita því lið að á málinu verði tekið.“ Á þessum málum að vera sinnt af ákveðnutn lagaheimildum og regl- um? „Að sjálfsögðu, en það getur vel verið einhver þeirra stofnana sem fyrir eru. Þetta á að lúta almennum lögmálum og regium í íslenska stjómkerfinu en á ekki að dansa laust utan við allt stjórnkerfið.“ Það er einnig talað um brot gegn valdstjórnitini og landráð svo eitt- hvað sé nefnt. A það að vera sam- hangandi? „Ég tel að minnsta kosti að Al- þingi eigi að ræða málið og mynda sér skoðun á því hvernig reglur eiga að vera til og hver á að fara með framkvæmdavaldið. Leynd og skortur á reglum vekur oft tor- tryggni og það er slæmt.“ ■ Haraldur er sonur lögreglustjór- ans í Reykjavík, Böðvars Braga- sonar og vann um langt skeið hjá lögreglunni, meðal annars hjá Út- lendingaeftirlitinu áður en hann sarndi ritgerðina. Jóhann Jóhannsson, aðstoðar- lögreglustjóri hjá Útlendingaeftir- litinu, vildi hvorki játa því né neita hvort ofangreind lýsing eigi við um Útlendingaeftirlitið og þrátt fyrir að annar fyrrum starfsmaður hafi staðfest að þessi starfsemi fari þar fram segir hann aðeins að þetta sé ekki að finna í starfslýsingu þeirra. Að öðru leyti vísaði hann á Böðvar Bragason og dómsmálaráðuneytið. Böðvar sagði enga sérstaka stofnun sinna þessu en gat ekki neitað að einhverjir aðilar innan lögreglunn- ar heíðu þessi mál á sinni könnu. Hann sagði að íslensk stjórnvöld Þorsteinn Pálsson „Þessi mál eruáábyrgð lögreglunnar“ Viðkomandi lögreglumenn eru staðsettir víðs vegarum landið. „Það er hlutverk lögreglunnar að fylgjast mcð að lögum í landinu sé fylgt og þar á meðal ákvæðum hegningarlaganna sem lúta að ör- yggi ríkisins. Það er einfaldlega hið almenna lögbundna hlutverk lög- reglunnar. Hún hefur engar aðrar heimildir gagnvart einstökum greinum hegningarlaganna en öðrum. Til að mynda er ekki hægt að hlera síma nema samkvæmt dómsúrskurði." / ritgcrðinni er fullyrt að ákveðnir löggœslumenn haft eftirlit mcð sendimönnum crkndra ríkja og h- lendingum sem þcir umgangast ásamt brotum gegn stjórnskipan rikisins og œðstu stjórnvöldum þcss, brot gegn valdstjórninni og landráð. Hefur Útlendingaeftirlitið eða ein- hver sérstök deild lögreglunnar þctta verksvið? „Þetta er bara á ábyrgð lögregl- unnar og lögreglan lögum sam- 'kvæmt á að framfylgja lögum í landinu og fyigjast mcð þvi að þeint sé framfylgt. Það er hennar hlutverk.“ Hvar eru þeir aðilar staðsettir sem hafa kunnáttu til að brégðast við niálum afþessti tagi? „í einstökum lögregluliðum á landinu. Það er lögreglulið í hverju lögsagnarumdæmi landsins undir yfirstjórn lögreglustjóra í Reykja- vík og sýslumanna annars staðar. Þessir lögregiumenn eru staðsettir í lögreglustöðvum víðs vegar um land.“ Eru þcir ekki staðsettir sérstaklcga hjá Útlcndingacftirlitinu eða undir RLR? „Lögreglustjórar skipa bara mönnum til verka frá einum degi til annars hvar sem er á landinu. Þeim ber að fylgja eftir íslenskum lögum og það gera þeir undir yfir- stjórn lögreglustjóra og sýslu- manna.“ Böðvar Bragason segir að þcssum tnálum sé sinnt. Kannast þú við það? „Ég man bara eftir því þegar ég var strákur, þegar Hafravatnsmál- ið kom upp sem frægt var f blaða- umíjöllunum. En það eru nú all- margir áratugir síðan.“ Þarf ekki að fást við þessi mál regiulega? „Við erum ekki að fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar í ráðuneytinu." En cr ckki ákveðin stofnun scm sinnir vcrkefnum af þessum toga þcgar þau koma upp? „Þetta er bara á ábyrgð hvers Finnur Ingólfsson Ekkert pukur má viðgangast Þarfskýra lagastoð. „Þetta kom mér á óvart. Ég hafði bara aldrei heyrt að svona starfsemi væri stunduð.“ Er þetta ekki starfsemi sem verður að sinna? „Ég skal nú viðurkenna að ég hef ekki leitt hugann að því hvort þetta sé nauðsynlegt. Það á náttúrlega ekki að vera að fylgjast með fólki.“ Finnst þér ástceða til þess að fá á hreint hvað er hœft í þessum fullyrð- ingum? „Já, mér finnst að þetta þurfi að liggja ijóst fyrir að slíkt sé gert og það sé ekki einhver leynd sem yfir því hvílir. Erlendir sendimenn vita sjálfsagt að þetta sé gert. Það veitir aðhald að því leyti en það á ekki neitt pukur að viðgangast í þessurn efnum. En það verður að fá á hreint hverjir sinna þessum verkefnum og það sé gert fyrir opnum tjöldum. Mér finnst eðlilegt að það sé eftirlit með starfsemi erlendra aðila hér á landi en ekki að það sé gert með einhverri leynd eða njósnastarf- hefðu „litið í þessi horn“ en vísaði á dómsmálaráðuneytið. Þorsteinn Geirsson, ráðuneyt- isstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við blaðið að þeir hafi leiðir til að bregðast við þeim brot- um sem talað er um en ekki sé um sérstaka stofnun að ræða. Hann sagði að þekking og geta væri til staðar til þess að bregðast við slík- um málum en neitaði alfarið að segja hvort hún væri hjá Útlend- ingaeffirlitinu, RLR, eða á öðrurr vettvangi. Flestir aðrir viðmælendur blaðs ins gerðu ráð fyrir að Útlendinga- eftirlitið sinnti þessum málum oj menn töldu sig meðal annars haf; rökstuddan grun um ólöglega símhlustanir. -Pálmi Jónassor Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra „Þetta er bara á ábyrgð hvers lögreglustjóra fyrir sig að framfylgja lög- um. Það fer svo bara eftir verkefnum á hverjum tíma hvernig hann skipar sínum mönnum til verka.“ lögreglustjóra fyrir sig að fram- fylgja lögum. Það fer svo bara eftir verkefnum á hverjum tíma hvern- ig hann skipar sínum mönnurn til verka.“ Yfírmaður Útlendingaeftirlitsins vildi hvorki játa né neita því að svona starfsemi vteri vistuð hjá þeim og myndi ekki gefa það upp ef svo vtvri. Er ástatða til að ivtla að þeir vinni i þcssum málum? „Útlendingaeftirlitið starfar undir yfirstjórn lögreglustjórans í Reykjavík og það kemur ekki öðruvísi að lögreglumáJunum en að lögreglustjórinn er æðsti yfir- maður þess.“ Ráðuncytisstjórinn hjá þcr scgir að þekking og geta sé til staðar og þcssum verkefnum hafi verið sinnt. Þarf þjóðin ckki að vita hverjir sjá um þessi mál og hvaða reglum sé fylgt eins og tíðkast víðast hvar ann- ars staðar? „Það er mjög skýrt að lögreglan fylgir fram lögum undir yfirstjórn lögreglustjóra á hverjum stað.“ Þú telur ckki að það þurfi scrstak- ar reglur cða stofnun til að sjá um mál afþessu tagi? „Ekki aðra en lögregluna. l.ög- reglan hefúr það verksvið að fram- kværna íslensk lög og að halda uppi lögum og reglum.“ ■ Finnur Ingólfsson „Það verður að fá á hreint hverjir sinn. þessum verkefnum og það sé gert fyrir opnum tjöldum. semi. Hvað varðar brot gegn vald- stjórninni og landráð þekki ég ekki lög og reglur sem farið er eftir en þeim málum verður að sinna. Það þarf hins vegar að vera skýr laga- stoð fyrir því. Þeir aðilar sem eftir litið er með eiga að vita að me þeim sé fýlgst og geti þar af leiðanc gætt sín og geti leitað réttar síns e svo ber undir." ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.