Helgarpósturinn - 27.02.1995, Side 12
12
MORGUNPÓSTURINN ERLENT
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
Evrópskar kvikmyndir
Fólk kemur ekki
i
jafnvel þótt því væri
sðaltali fara 75 til 80 af öllum kvótum oe vilja að hut>mynd- skuli leeeia ákveðinn hluta veltu IflfÍlrmifnHano
Að meðaltali fara 75 til 80 af
hundraði bíógesta í Evrópu að sjá
bandarískar myndir. Það er örsjald-
an að Evrópumenn ná að gera kvik-
myndir sem geta keppt við banda-
rískar aðsóknarmyndir á borð við
Forrest Gump, TrueLieseða TheLion
King.
Innan Evrópubandalagsins hafa
menn af þessu miklar áhyggjur. Nú
er alls kyns ný tækni að líta dagsins
ljós í fjölmiðlun og íjarskiptum og
kvíða menn því að einnig á þeim
markaði muni Bandaríkjamenn
verða nær einráðir. Bandaríkjunum
muni veitast létt að valta yfir hinar
dreifðu og smáu Evrópuþjóðir. Þetta
er ekki einungis spurning um menn-
ingu, heldur ekki síður um fjármuni.
Nefnd á vegum Evrópusambandsins
hefur áætlað að þarna gæti verið um
tvö milljón störf að tefla og gríðar-
lega fjármuni. Jacques Delors,
fyrrum forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, hefur sagt:
„Við megum ekki tapa þessari orr-
ustu eins og við töpuðum orrust-
unni um einkatölvurnar og heimilis-
tækin.“
En hvernig getur Evrópa brugðist
við? í aðra röndina hafa hlutirnir
verið að þokast í átt til meira frjáls-
ræðis. Alis kyns reglur um símaþjón-
ustu, kapalkerfi og fjarskiptahnetti
hafa verið afnumdar til að hvetja til
aukinnar fjárfestingar á þessu sviði.
Væri þá ekki skref aftur á bak að fara
að setja einhverja reglugerðarbálka
til að stjórna kvikmyndagerðinni?
Kvóta á bíómyndir?
Frakkar fara fremstir í flokki í bar-
áttunni gegn flóði bandarísks kvik-
myndaefnis. Þeir vilja herða kvóta
sem kveða á um að sjónvarpsstöðvar
skuli verja meira en helmingnum af
dagskrá sinni í að sýna evrópskt efni.
Um þetta hefur þeim ekki tekist að
sannfæra bandamenn sína í Evrópu-
sambandinu. Jacques Santer, for-
maður framkvæmdastjórnar þess, er
andsnúinn kvótum og Martin
Bangemann, Þjóðverji sem hefur
með hátæknimál að gera í fram-
kvæmdastjórninni, telur að þeir
muni hamla fjárfestingum.
Fyrir rúmri viku hittust menning-
armálaráðherrar Evrópusambands-
ins í Bordeaux og ræddu þessi mál.
Þar fékk hugmyndin um slíkt kvóta-
kerfi litlar undirtektir, en Jacques
Toubon, menningarmálaráðherra
Frakklands, var ekki á því að láta í
minni pokann og sagðist æda að
berjast áffam. Hann sagðist mundu
taka málið upp á fúndi með ráðherr-
um, háttsettum embættismönnum
og kaupsýslumönnum sem haldinn
var í Brussel um helgina til að ræða
þróun hátæknivædds upplýsinga-
samfélags. Þann fúnd sat Al Gore,
varaforseti Bandaríkjanna. Banda-
ríkjamenn eru náttúrlega andsnúnir
öllum kvótum og vilja að hugmynd-
ir um frjálsa samkeppni fái að ráða.
En Frökkum er dauðans alvara.
Það lá við að ágreiningur um kvik-
myndir hefði gert út af við viðræð-
urnar um GATT-samninginn 1993.
Þá var ákveðið að slá málinu á frest
án þess að niðurstaða fengist. Kjarni
málsins er náttúrlega sá að kvik-
myndagerð í Evrópu stendur mjög
höllum fæti. Aðsókn að evrópskum
myndum hefur hrunið: í kringum
1980 voru gestir á evrópskar myndir
um 600 milljónir árlega, nú fara ekki
nema um 100 milljón Evrópubúar
árlega að sjá evrópska mynd. Að
meðaltali sjá um 450 milljónir
bandaríska mynd á hverju ári. Þess
utan eru Bandaríkjamenn geysi fyr-
irferðarmiklir á myndbandamarkaði
og í sjónvarpi og þar er um mikla
fjármuni að tefla. Á sama tíma geng-
ur Evrópumönnum afleitlega að
selja myndir sínar til Bandaríkjanna;
markaðshlutdeild evrópskra mynda
þar er ekki nema svona eitt prósent.
Menn hafa rætt þetta fram og aft-
ur og skrifað langar skýrslur en skýr-
ingin er auðvitað einföld þegar öllu
er á botninn hvolft: Evrópumönn-
um lánast einfaldlega ekki að búa til
myndir sem almenningur vill sjá
ólíkt því sem var þegar stjörnur á
borð við Jean-Paul Belmondo og
Alain Delon voru upp á sitt besta.
Þetta vita eigendur bíóhúsa; þegar
hvað mest var rætt urn hugmyndir
um kvóta á bandarískar ntyndir
mótmæltu kvikmyndahúseigendur á
Spáni með því að loka sölum sínum í
einn dag.
Eindreginn
ríkisstuðningur
í smærri löndum á borð við
Grikkland og írland eru Bandaríkja-
menn nánast einráðir á markaðnum.
Staða þeirra er líka mjög sterk í Bret-
landi; markaðshlutdeildin þar er 92
af hundraði. Hin glæsta kvikmynda-
hefð ítala hefur látið mjög á sjá og er
sagt að þar fari léleg bandarísk mynd
létt með að slá við þokkalegri ítalskri
mynd. í Þýskalandi eru framleiddar
um 100 myndir á ári, en þar hafa
Bandaríkin um 80 prósenta mark-
aðshlutdeild.
Sterkust er þó kvikmyndahefðin í
Frakklandi. Þar eru ffamleiddar um
130 myndir á ári. Margt er líka gert til
að styðja við bakið á kvikjnynda-
gerðinni; það er sagt að Frakkar séu
reiðubúnir að gera allt til að styðja
bíómyndirnar sínar — nema horfa á
þær. Franskar kvikmyndir njóta
gríðarlegs fjárhagsstuðnings. Pen-
inganna er falað með 11 prósenta
skatti á bíómiða og 2.5 prósenta
skatti á sölu og leigu myndbanda.
Auk þess er lagt sérstakt gjald á
klámmyndir og í gildi eru ákvæði
um að sjónvarpsstöðvar, hvort sem
þær eru í ríkiseigu eða einkaeigu,
leggja ákveðinn hluta veltu
sinnar í kvikmyndagerð. Sjónvarps-
stöðvunum er meinað að sýna bíó-
myndir á miðvikudags- og laugar-
dagskvöldum, en þá er vonast til að
almenningur flykkist í bíó.
En allt kemur fýrir ekki. Á síðustu
tíu árum hefur aðsókn á franskar
myndir hrunið úr 94 milljónum
gesta niður í 40 milljónir gesta. Á
sama tíma jókst aðsókn á bandarísk-
ar myndir um 10 prósent og fór upp í
76 milljónir árlega. Síðasta ár var þó
hið svartasta fyrir ffanskar myndir:
þær höfðu ekki nema 27 prósenta
hlutdeild af markaðinum, enda þótt
alls ekki sé hægt að kvarta yfir því að
ekki sé nægt ffamboð af þeim í bíó-
sölum. Aðeins ein frönsk mynd náði
að vera á listanum yfir tíu aðsóknar-
mestu myndirnar: Léon eftir Luc
Besson. Hún er tekin í New York.
La Reine Margot, einhver dýrasta og
glæsilegasta mynd sem Frakkar hafa
gert, lenti í 15 sæti.
Vonarglæta
Þó er ekki þar með sagt að evr-
ópskar myndir eigi alls enga mögu-
leika. Gamanmyndin Les Visiteurs
varð til dæmis aðsóknarmesta mynd
Ríkisstyrkir til kvikmyndagerðar
Portúgal j
Noregur|
Bretland I
Svíþjóð I
Þýskaland I
Spann
Italia
Frakkland
H&mild: Kagan WoridMedia, 1993
Kvikmyndagero f Evrópu er mjpg
á fallanda fæti. Bandarískar
kvikmyndir sækja alisstaðar á.
Fyrir um fimmtánárum fóru
EvrópumepiréOO milljón sinnum
á ánjaðrsjá evrópska mynd,
núlara þeir ekki nema 100 ,
milljón sinnum. . *
15 20
milljarðar króna
Það er sagt að Frakkar séu reiðubúnir til að gera allt fyrir kvikmynda-
gerðina sína — nema horfa á franskar myndir. Léon eftir Luc Besson
var eina franska myndin sem komst á lista yfir tíu aðsóknarmestu
myndir í Frakklandi á síðasta ári. Myndin gerist í New York.
í Frakklandi 1993 og skaut meira að
segja Jurassic Parc á bak við sig.
Vandinn er hins vegar sá að slíkar
myndir sem gerðar eru fyrir heima-
markað eiga sjaldnast mikla mögu-
leika þegar komið er út fyrir landa-
mærin. Þýsku grínmyndirnar um
Ottó hafa dregið ótal Þjóðverja í bíó
en strax og komið er yfir landamær-
in til Strasbourg hafa þær ekkert
gildi.
Evrópskt sjónvarp virðist hins
vegar ekki jafn illa á sig komið.
Heimatilbúið efni er að meðaltali
um 65 prósent af útsendingartíma.
Fólk tekur það ffam yfir bandarískar
þáttaraðir; á þær er horft ef ekki er
annað í boði. Vandinn er hins vegar
sá að heimatilbúnar þáttaraðir hafa
afar lítið sölugildi þegar komið er til
útlanda; Þjóðverjar vilja fremur eitt-
hvað í Dallasstílnum en sápuóperu
frá Frakklandi.
Það er mikið í húfi. Bandaríkja-
menn eru taldir hafa þénað um 8
milljarða dala af sölu kvikmynda og
sjónvarpsefnis á síðasta ári og kemur
kvikmyndaiðnaðurinn næstur flug-
vélaiðnaðinum hvað varðar útflutn-
ingstekjur. 60 prósent af þessum
fjármunum koma ffá Evrópu. Þetta
er þymir í augum margra Evrópu-
manna sem telja að þarna geti verið
mikill vaxtarbroddur í atvinnulífi í
álfunni, eins og reyndar segir í einni
skýrslu Evrópusambandsins.
Óhollir styrkir?
En hver er sökudólgurinn? Jack
Lang, fyrrum menningarmálaráð-
herra Frakklands sem er þekktur fyr-
ir annað en að tala fallega um Banda-
ríkin, segir að við þau sé alls ekki að
sakast: „Það þýðir ekki að ætla að
finna syndasel á fjaríægum strönd-
um. Þetta ólán er ekki upprunnið í
hinum volduga bandaríska iðnaði.
Það erum við sjálf sem berum
ábyrgð.“
Sjónir þeirra sem eru á sama máli
og Jack Lang hafa einkum beinst að
tvennu. I fyrsta lagi þykir dreifingar-
kerfi evrópskra kvikmynda í algjör-
um molum. Mörg lítil fýrirtæki bít-
ast um markaðinn. Fæst þeirra eru
fjölþjóðleg, heldur einungis bundin
við heimamarkað. Stærstu dreifing-
arfýrirtækin eru í eigu Bandaríkja-
manna.
Hitt vandamálið sem menn þykj-
ast hafa komið auga á eru sjálfir
styrkirnir. Margir telja nefnilega að
þeir eigi stóran þátt í að ganga af
kvikmyndagerðinni dauðri. Myndir
séu gerðar til að krækja í styrki, ekki í
áhorfendur. Kvikmyndagerðar-
mennimir viti að þeir muni ekki
tapa á myndum sínum — allt sé
borgað úr evrópskum sjóðum eða
sjóðum heima fyrir.
I Bandaríkjunum hefur það löng-
um verið ríkjandi viðhorf að kvik-
myndagerð sé iðnaður. í Evrópu
hafa menn hins vegar hallast ffekar
að því að þetta sé list. Kannski er það
að breytast og kannski þarf það að
breytast ef Evrópumenn eiga að geta
staðist Bandaríkjamönnum snúning.
Að minnsta kosti er það skoðun
David Puttnam, Breta sem er fýrr-
um forstjóri Columbia- kvikmynda-
versins bandaríska. Hann segir:
„Menn eru farnir að átta sig á því að
við höfum verið heimskir en Banda-
ríkjamenn klárir. Loksins eru menn
farnir að líta á þetta sem alvöru iðn-
að.“ -eh.
(byggt á Reuters og Newsweek.)
Bill Clinton. Er það forseta sæm-
andi að vera svona til fara?
Klæðaburður
Eru Kanar subbur?
Eru Bandaríkjamenn subbur?
Þessari spurningu veltir tímaritið
Newsweek fýrir sér og kemst að
þeirri niðurstöðu að líklega sé sú
raunin. Klæðaburði Bandaríkja-
manna hafi hrakað stórlega síðustu
áratugina. Til sannindamerkis birtir
blaðið myndir af ýmsu fólki, bæði
þekktu og óþekktu; þarna eru
myndir af sjálfúm Bandaríkjafor-
seta, Bill Clinton, kvikmynda-
stjörnunum Bruce Willis og Demi
Moore, kvikmyndaleikstjóranum
Steven Spielberg, kántrísöngkon-
unni Lorettu Lynn og glæpafor-
ingjanum John Gotti yngri. Ekkert
af þessu fólki er klætt þannig að
frambærilegt geti talist og það er
ekki heldur sauðsvartur almúginn,
sem líka fær mynd af sér í blaðinu.
En kannski eru Bandaríkjamenn
ekki einir um að vera verr klæddir
en forðum tíð. Newsweek kemst að
þeirri niðurstöðu að svo sé líka um
um Frakka og Breta. Frakkar hafi
haldið einna lengst út í virðulegum
jakkafötum, en nú séu líka þeir
farnir að klæða sig afar óformlega.
Það sé helst í Rússlandi að merkja
megi framför í klæðaburði. Þar séu
hin óásjálegu föt sem framleidd
voru í stórum ríkisverksmiðjum
mjög á undanhaldi en í staðinn sjá-
ist nú æ oftar fólk í dýrum ítölskum
fötum á götum Moskvu og Sankti
Pétursborgar. Þó sé það vissulega
ekki nema lítið brot þjóðarinnar
sem geti veitt sér slíkan munað. ■
ítalir eru
fallegastir
Ungt fólk telur ítali
sæta og vill samein-
aða Evrópu.
Músíksjónvarpsstöðin MTVgerði
nýlega mikla skoðanakönnun á við-
horfum ungs fólks í Evrópu og voru
ýmsar spurningar lagðar fyrir þrjú
þúsund ungmenni frá níu löndum
Evrópusambandsins. Voru þátttak-
endurnir á aldrinum frá 16 til 34 ára.
Italskir karlmenn mega vera
hæstánægðir með sinn hlut í skoð-
anakönnuninni, því í ljós kom að
flestir töldu þá fallegustu karla í Evr-
ópu. Voru 34 af hundraði aðspurðra
þessarar skoðunar. Þjóðverjar biðu
hins vegar miklar ófarir en aðeins 4
prósent töldu að þarlendir karl-
menn ættu sér einhverrar viðreisnar
von.
I skoðanakönnuninni kom líka
fram að flestir töldu Belgíu leiðinlegt
land en Svíþjóð hreint land. Frakk-
land fékk ágætiseinkunn fýrir góðan
mat en England fýrir góða tónlist.
Viðhorf unga fólksins virðast
merkilega lík burtséð frá heima-
landi. Flestir hafa áhyggjur af at-
vinnuleysi, eyðni, umhverfisspjöll-
um og vaxandi ofbeldi og telja að
starf sem maður er sáttur við sé
mikilvægara en há laun. Flestir
kjósa að eyða frítíma sínum með
fjölskyldu sinni. Og, að Bretum og
Svíum undanskildum, eru langflest-
ir hlynntir samrunaferlinu í Evr-
ópu. ■