Helgarpósturinn - 27.02.1995, Side 14
14
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
Pösturihn
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjórar
Fram kvæm d astj ó ri
Auglýsingastjóri
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm.
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Styrmir Guðlaugsson
Kristinn Albertsson
Örn ísleifsson
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Barnapíur
en ekki kennarar
Verkfallsverðir kennarafélaganna hafa staðið í ströngu und-
anfarna viku við að gera athugasemdir við námskeiðahald hjá
ýmsum félögum og einnig fermingarundirbúning hjá prestum.
Þeir gerðu meira að segja athugasemdir við að foreldrar barna í
einum skóla borgarinnar skipulögðu gæslu á skólatíma. Kenn-
ararnir líta svo á að þeir sem standa fyrir skipulagðri starfsemi
ætlaðri börnum á þeim tíma sem börn væru í skóla ef ekki væri
kennaraverkfall, séu í raun verkfallsbrjótar. Kennarar hafi
einkarétt á að hafa ofan af fyrir börnum á skólatíma - og þó svo
þeir kjósi að gera það ekki þessa dagana vegna kjaradeilna við
ríkið - þá sé öðrum ekki heimilt að skipta sér af börnum á þess-
um tíma.
Þetta eru náttúrlega kostuleg rök. Kennarar eiga ekki börnin.
Það eru foreldrar sem eiga börnin. Og ef foreldrar standa
frammi fyrir því að velja á milli þess að hafa börnin sín á ver-
gangi eða í skipulögðu starfi hjá íþróttafélögum eða í kirkjum þá
kemur kennurum það ekki við. Enn síður kemur kennurum
það við þó eitt foreldri gæti barna annars foreldris á meðan það
er við vinnu og enga kennslu er að fá í skólum landsins. Það er í
raun afskaplega brengluð lífssýn hjá verkfallsvörðum kennara-
félaganna að láta sér detta það í hug að þeir geti einhverjar skoð-
anir haft á hvar foreldrar finna börnum sínum verkefni á meðan
kennarar sitja heima til að leggja áherslu á kjaramál sín.
Þegar mér var sagt það af kunningja mínum að tengdaforeldr-
ar hans, sem eru kennarar, hafi neitað að gæta barna hans á
meðan á verkfallinu stendur vegna þess að það drægi úr áhrifum
verkfallsins, þá hefði maður undir eðlilegum kringumstæðum
átt að hlæja að gamansemi kunningja míns. En í ljósi þess sem
sagt var hér að ofan þá er auðséð að kunningi minn var ekki að
grínast. Kennarafélögin hafa í fúlustu alvöru farið fram á það
við félagsmenn sína að þeir taki hag félagsins fram yfir hag fjöl-
skyldu sinnar.
Þetta er einkennileg lífssýn, að fólk skuli líta framhjá þörfum
sinna nánustu til þess að geta verið betri félagsmenn í stéttarfé-
lagi sínu. En það er í anda við annað í þessu verkfalli kennara.
Það sem kemur manni einna mest á óvart við þessar áherslur
kennaranna er sú sjálfsímynd stéttarinnar sem skín út úr þeim.
Kennarar virðast fyrst og fremst líta á sig sem barnapíur. Þegar
þeir leggja niður vinnu veltir fólk ekki fyrir sér hvað verður um
nám barnanna heldur hvar hægt sé að finna gæslu handa þeim.
Og því miður hefur þessi sjálfsímynd kennaranna smitað út
frá sér. Foreldrar barna í grunnskólum verða sífellt minna varir
við hvað börnin læra í skólanum. Á meðan allur þorri nemenda
varð læs á einu eða tveimur árum fyrir nokkrum áratugum, þá
er búið að teygja lestrarnám yfir nokkur ár í dag. Og þegar börn-
in síðan útskrifast með stúdentspróf um tvítugt standa háskóla-
kennarar frammi fyrir spurningunni um hvort hefja eigi nám í
algjörum grundvallargreinum í háskólanum - lestri, skrift og
reikningi.
Ef til vill verður það helsti ávinningur þessa verkfalls að menn
munu átta sig á ástæðum slælegrar kennslu í skólum landsins —
kennarar telja það ekki megin hlutverk sitt að uppfræða börnin
heldur að hafa ofan af fyrir þeim á meðan foreldrarnir eru við
vinnu.
Gunnar Smári Egilsson
Pósturmn
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
sími 552-2211 fax 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888
Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00
Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga,
til 21:00 á briðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum.
• Á‘*;, Uíúi!
Ummæíi
NýShirley
Temple?
„Ég á að
leika jjögurra
ára stelpu
sem gerir allt
vitlaust.“
Anna Mjöll Ólafsdóttir kvikmynda-
stjarna.
Já, landspósturinn
„Pósturinn verður að ganga sinn
gang.“
Halldór Blöndal samgönguráðherra.
Eru það ekki skíðagallamir?
„Þar við bœtist að Akureyringar
eru afskaplega vel klœttfólk, en um
leiðfrekar leiðinlega klassískt í
klæðaburði.“
Heiðar Jónsson snyrtir.
Er fólkið í hvftum sloppum?
„Ég vil þakka
móður minni
en það erfyrst
ogfremst henni
að þakka að ég
heffengið að
skrifa ífriðifyr-
ir fólki sem er
skrýtið í tauinu
og að ég skuli
standa hér í
dag.“
Sjón
Um verkfallsofbeldi
Allir Islendingar þekkja vdT þá
aðstöðú sem jafnan kemur upp
þegar eitthvert stéttarfélag í landinu
boðar til verkfalls á hendur vinnu-
veitendum sínum. Þá gerist það
jafnan að stéttarfélaginu telur sér
verða heimilt að halda uppi vald-
beitingu til að koma í veg fyrir að
þau verk séu unnin, sem verkfalls-
menn unnu fyrir verkfall. Þetta er
kallað verkfallsvarsla. Er henni þá
gjarnan stjórnað af einhverri nefnd,
sem stéttarfélagið skipar til verks-
ins. Birtast reglulega í fjölmiðlum
viðtöl við formenn verkfallsnefnda
sem tala fjálglega um hvort hin eða
önnur athafnasemin verði heimil-
uð eða ekki. Að baki býr oftast hót-
un um að verkfallsverðir niuni
beita ofbeldi til að framfylgja
ákvörðunum verkfallsnefnda hlýði
menn þeim ekki.
1 tilefni af þessu má varpa fram
tveimur spurningum:
í. Er einhvers staðar í settum lög-
um eða gildum réttarheimildum
öðrum að fínna bann við því að
störf verkfallsmanna séu unnin af
öðrum mönnum meðan þeir eru í
verkfalli?
2. Hvaðan kemur stéttarfélagi
réttur til að beita samborgara sína
Þungavigtin
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Hæstaréttar-
LÖGMAÐUR
valdi til að framfylgja skoðunum
sínum á því hverjir megi vinna?
Um í. Öllum ætti að vera ljóst að
mönnum er heimilt að vinna og
láta vinna öll lögmæt störf ef því
eru ekki settar sérstakar skorður í
lögum eða menn hafa ekki sérstak-
lega skuldbundið sig með samning-
um til að virða slíkar skorður. I lög-
um um stéttarfélög og vinnudeilur
nr. 80/1938 segir svo í 18. gr.: „Þegar
vinnustöðvun hefúr verið löglega
hafín er þeim, sem hún að ein-
hverju leyti beinist gegn, óheimilt
að stuðla að því að afstýra henni
með aðstoð einstakra meðlima
þeirra félaga eða sambanda, sem að
vinnustöðvuninni standa.“ I 18, gr.
laga nr. 94/1986 um kjarasamninga
opinberra starfsmanna er svipað
ákvæði um opinbera starfsmenn í
verkfalli. Þar er þó aðeins talað um
að óheimilt sé að stuðla að því að
afstýra verkfalli með aðstoð ein-
stakra félagsmanna þess félags sem
að verkfallinu stendur. I þessum
ákvæðum felst það eitt sem í þeim
segir. Það er sem sagt ekkert at-
hugavert við það að lögum, þó að
menn utan félagsins eða samtak-
anna sem verkfallið boða, vinni þau
störf sem verkfallsmenn hafa lagt
niður. Launþegar hafa með öðrum
orðum ekki annan og meiri ráð-
stöfunarrétt yfir störfum sínum en
þann að mega bindast samtökum
um að leggja þau niður í verkfalli til
stuðnings kjarakröfum. Allir félags-
menn verða þá að hlíta verkfalli,
líka þeir sem kunna að hafa verið
andvígir boðun þess. Hins vegar
hefur félagið engan rétt til að meina
öðrum mönnum sem enga aðild
eiga að verkfalli að vinna störfin.
Lögfræðingar verkalýðsfélaga hafa
reynt að halda því fram að í einum
af dómum Félagsdóms felist önnur
niðurstaða og sé þar komin réttar-
heimild fyrir afstöðu verkalýðsfé-
laga um þetta. Þetta fær þó ekki
staðist. Er of langt mál að skýra það
nánar í þessari stuttu blaðagrein en
væri hægt að gera síðar ef á þarf að
halda.
Um 2. Sú meginregla gildir í
samfélögum eins og okkar, að rétt-
arvarsla (löggæsla og dómgæsla) er
í höndum ríkisins, þ.e. stjórnvalda
og dómstóla. Einstaklingar eða
samtök þeirra, eins og til dæmis
stéttarfélög, geta aldrei tekið sér
vald til að framfýlgja sjálfir mein-
ingum sínum um réttarstöðu sína.
Það er eins og sumir menn telji að
lög og réttur falli úr gildi þegar til
verkfalla er stofnað. Þá sé heimilt
að setja á stofn nefndir á vegum
einkaaðila (stéttarfélaga) til að
ákveða rétt og órétt samborgara
eftir ólögfestum geðþóttasjónar-
miðum. Síðan megi framfylgja geð-
þóttanum með ofbeldi. Þetta er
auðvitað fjarri öllum sanni. Atferli
af þessu tagi er einfaldlega ólög-
mætt. Með því er brotinn réttur á
öðrum mönnum. Siðleysið er svo
oftast nær kórónað með atbeina at-
vinnurekendanna eftir verkfall með
því að semja um að ekki skuli leitað
til dómstóla til úrlausnar um lög-
mæti ofbeldisaðgerðanna.
Ástæða er til að hvetja alla þá
sem verða fyrir tjóni vegna sjálf-
töku verkfallsvarða í verkföllum að
leita réttar síns eftir á fyrir dómstól-
um og láta ekki hótanir fæla sig frá
þeim sjálfsagða rétti.
„Birtast reglulega í
fjölmiðlum viðtöl við
formenrt verkfalls-
nefnda sem talafjálg-
lega um hvort hin eða
önnur athafnasemin
verði heimiluð eða
ekki. Að baki býr oft-
ast hótun um að verk-
fallsverðir muni beita
ofbeldi til aðfram-
fylgja ákvörðunum
verkfallsnefnda hlýði
menn þeim ekki. “
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.