Helgarpósturinn - 27.02.1995, Side 15

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Side 15
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Ingi Björn Albertsson þingmaður, heildsali og fótboltaþjálfari Að taka sjálfstœðismenn í nefið „Ingi Björn er reyndar ekki enn búinn að leggja niðurfyrir sig stefnu- skrána en það skiptir ekki öllu. Aðalatriði er að stefna áframboð, það er eins og málefnin komi síðan afsjálfu sérþegar framboðið liggurfyr- ir. Og með sérframboðið sem stefnuskrá eru miklar líkur á því að sjálf- stœðismenn verði teknir í nefið íþessum kosningum.“ Að sjálfsögðu er Ingi Björn Al- bertsson að íhuga sérframboð þessa dagana. Þó það nú væri — því hve oft hefur þessi fjölskylda ekki boðið fram sér og í sitthvoru lagi? Það er nefnilega mikið fram- boð af þessari fjölskyldu. Stundum meira framboð en eftirspurn. Ingi Björn Albertsson byrjaði í pólitík af því að pabbi sagði honum að gera það. Áður hafði hann fyrst og fremst elt bolta einnig að fyrir- skipun pabba. Tryggara þótti að hafa Jóhann áfrarn í Seðlabankan- um og Helenu í útlöndum. Ingi Björn skyldi hins vegar á þing. Hann byrjaði sem þingmaður Borgaraflokksins en svo missti Borgaraflokkurinn tilgang sinn. Júlíus og Óli urðu ráðherrar og skömmu síðar fyrrverandi ráðherr- ar. Albert fór til Parísar og Ingi Björn og Hreggviður gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, líldega af því að þeirn leiddist svo tveim ein- um á þingflokksfundum. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur hins vegar aldrei kunnað að meta Inga Björn og smám saman hefur hann hætt að kunna að meta sjálfstæðismenn, sjálfsagt af því að hann er of mikill sjálfstæðismaður. Ingi Björn hefur ekki átt mörg baráttumál á þingi en barist þess betur fyrir sín mál. Ingi Björn vildi þyrlu til að bjarga sjó- mönnum en einhverra hluta vegna var sú kjaftasaga á kreiki að það væri bara vegna þess að hann væri með umboð fyrir þyrlur. Sama kjaftasaga er núna í gangi því allir segja að Ingi Björn berjist fyrir snussið vegna þess að hann sé með umboð fyrir það. Auðvitað er þetta allt saman lygi. Ingi Björn berst fyr- ir því að taka í nefíð af því að sjálf- stæðir menn taka í nefið. Og nú er hulduherinn í við- bragðsstöðu. Þessi fimmta herdeild íslenskra stjórnmála sem aldrei hef- ur brugðist fjölskyldunni þegar á hefur þurft að halda. Huldumenn eru ekki huldumenn ef þeir segja frá því hverjir þeir eru, sagði Stef- án Valgeirsson þegar Aibert var búinn að segjast ætla að vera huldumaður fyTÍr hann. Þetta veit Ingi Björn. Þess vegna veit enginn hver verður í framboði fyrir Inga Björn, ekki einu sinni þeir sem verða á listanum. Það er hvort sem er best að enginn viti neitt um framboðið fyrr en búið er að kjósa. Á þessu klikkaði Jóhanna sem missti allt fylgi um leið og hún sagði frá því hverjir yrðu í framboði og hvað væri á stefnuskránni. En auðvitað er nauðsynlegt að Ingi Björn verði áfrani á þingi. Hann er fulltrúi litla mannsins í annan ættlið. Hann veit nákvæm- lega hvernig þjóðarhjartað slær og hvernig litla manninum líður. Og Iíklega verður óvenju mikið til af litla manninum eftir næstu kosn- ingar. Það verður litli maðurinn á Vestfjörðum sem Pétur Bjarna- son ætlar að vera fulltrúi fyrir. Það verður örlitli maðurinn á Suður- landi sem Eggert Haukdal ætlar að sjá um og svo verður það lili karlmaðurinn í Reykjavík sem Mörður Árnason ætlar að passa upp á. Það er því mikil þörf fyrir framboð eins heildsala úr Árbæn- um í þessum kosningum. Ingi Björn er reyndar ekki enn búinn að leggja niður fyrir sig stefnuskrána en það skiptir ekki öllu. Aðalatriði er að stefna á fram- boð, það er eins og málefnin komi síðan af sjálfu sér þegar framboðið liggur fyrir. Og með sérframboðið sem stefnuskrá eru miklar líkur á því að sjálfstæðismenn verði teknir í nefið í þessum kosningum. Þá mun líklega renna upp fyrir þeirn Birni og Geir að ekki má vanmeta litla manninn þó að hann taki í nef- ið og hafi skallað nokkra bolta um ævina. ÁS Menn Er eitthvert gagn af Páll Pétursson „Alveg tvímæla- laust. íslendingar hafa í gegnum tiöina haft ómetanlegt gagn af norrænu samstarfi og því er mjög mik- ilsvert að rækta það. Það kostar okkur til- tölulega litið en við borgum eitt prósent af norrænum fjárlögum en fáum um fimmtung af öllu þatteriinu sem varið er til sameig- inlegra verkefna." Indriði G. Þorsteinsson „Það hef ég aldæi heyrt. Þetta er fyrst og fremst framfærsluatriði fyrir fslendinga sem borga 1 til 2 prósent og fá 40 til 50 prósent í I staðinn. Þetta er \ ákaflega lítið spenn- andi fyrirbæri, en einhverjir páfar og fuglar á fslandi sem ekki hafa fengið nóg hér heima hafa getað sótt iþessa sjóði og þetta virkar þar af leiðandi vel á þá. Kratarnir hérna geta líka skálað í kokkteilboðum við flokksbræður sína sem eru ráðandi á Norðuriöndunum og kallað það mikilvæg pólitísk tengsl en þau eru sjálfsagt bara mikilvæg fyrirþá einstaklinga sem eiga ihlut. Þetta eru líka almennilegir kokkteilar með erlendu fyrirfólki, ekki fátæklegir kokkteilar með islenskum leppalúð- Kristín Einarsdóttir „Ég sit náttúr- lega í Norðurlanda- ráði og þvikannski ekki rétta manneskj- an til að meta það. Mér finnst persónu- lega að norræn sam- vinna sé mjög mikil- væg, ráðið er sá vett- vangur þar sem stjórnmálamenn frá öllum Norðurlöndum geta hist og ráð- ið ráðum sinum." Guðrún Helgadóttir „Já, alveg hiklaust og miklu meira gagn en fólk virðist almennt gera sér grein fyrir. Það er ekki lítið sem Island hefur fengið út úr þessu samstarfi íár- anna rás. Þetta er samstarf sem á hvergi sinn líkan í ver- öldinni, þarna eru allirjafnir, stórir og smáir, og engin ákvörðun er tekin nema allir samþykki hána.. “ íslenskir jjölmiðlar snuðaðir um 140 milljónir „í Reykjavík dagsins í daggeturþú sest niður á kajfihús og pantað þér drykk alla daga vikunnar. Um leið getur þú lesið erlend blöð og tímarit full afáfengis- og tóbaksauglýsingum. “ Samkvæmt úttekt sem Viðskipta- blaðið hefur gert þá eru íslenskir fjölmiðlar snuðaðir um 140 millj- óna króna tekjur árlega. Þarna er um að ræða tekjur sem kæmu vegna áfengis- og tóbaksauglýsinga ef þær væru leyfðar. Einhverra hluta vegna virðist hafa skapast sátt um það hér á landi að banna slíkar auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum en leyfa þær um leið í öllum þeim erlendu blöðum sem hér eru seld. Á sama tíma hafa menn leyft sér að undrast hve dýr íslensk blöð og tímarit eru í samanburði við er- lend. Mikil barátta hefur farið fram undanfarið gegn svokölluðum bók- arskatti og neikvæðra áhrifa hans á bókaútgáfu. En hvað má þá segja um þetta óréttlæti? Þarna er brauð- ið einfaldlega tekið fyrir framan nefið á fjölmiðlum sem eru þó óhjákvæmilega hluti af íslenskri menningu. Fjandakornið, þau koma þó út á íslensku! Þar að auki er þessi takmörkun í hróplegri andstöðu við breyttan tíðaranda og aukið frjálsræði. Af- staða íslendinga til áfengis hefur breyst stórkostlega á undanförnum árum. Með tilkomu bjórsins og þeirrar kaffihúsa- og kráarmenn- ingar sem hér hefur haldið innreið sína má segja að horfið hafi inngró- in heift í áfengismálum. Við Islend- ingar nennum einfaldlega ekki lengur að láta fólk með samanbitn- ar varir segja okkur til í áfengismál-- um. Þar fyrir utan eru þær rök- semdir að áfengis- og tóbaksauglýs- ingar leiði til meiri notkunar rang- ar. Slíkt hefur aldrei verið sannað. Það er hvorki þeirra eðli né annarra auglýsinga, þær hafa eingöngu áhrif á val á milli tegunda. Ef við leyfum okkur að velta upp sanngirnissjónarmiðum þá hlýtur hver maður að sjá það að ekki gengur lengur að leyfa erlendum blöðum og tímaritum að birta slíkt efni en meina innlendum blöðum að gera það. Ef menn ættu að vera sjálfir sér samkvæmir þá ætti „Áfengis- og tóbaksauglýsingaeftir- lit ríkisins“ að sitja með sveittan skallann og klippa út allar erlendar áfengis- og tóbaksauglýsingar. Það gera þó arabarnir! En af hverju treystir sér enginn til að taka þetta mál upp? Þurfum við enn og aftur að láta erlendar effir- litsstofnanir snupra okkur áður en við vöknum til þess að 21. öldin er að ganga i garð? Auglýsingar af þessu tagi voru reyndar leyfðar hér fyrir nokkrum áratugum en virðast hafa verið þurrkaðar út þegar rit- skoðunarstefnu templara óx fiskur um hrygg. Við værum því aðeins að færa ástandið til fyrra horfs með því að leyfa þessa tegund auglýsinga aftur. I áfengislöggjöfinni, lögum nr. 82 frá 1969 segir í 16. grein: „Áfengis- auglýsingar eru bannaðar. Nánari ákvæði skal setja í reglugerð. Það var síðan Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem gaf út reglugerð árið 1991 þar sem hreint og beint er kveðið á unr það að erlendum fjölmiðlum skuli veitt undanþága. Þetta átti reyndar við um prentmiðla en með vaxandi aukningu gervihnattastöðva má vera ljóst að þær njóta undanþá- gunnar í reynd. Auglýsingar á tób- aki eru síðan bannaðar út frá lög- um um tóbaksvarnir frá árinu 1984. I fyrrnefndri grein í Viðskipta- blaðinu komast höfundar hennar, þeir Glúmur Jón Björnsson og Hörður H. Helgason að þeirri nið- urstöðu að bannið samrýmist ekki stjórnarskránni. Þrátt fyrir að stjórnarskráin sé nú búin að fara í gegnum nokkuð ítarlega endur- skoðun virðist þessi hugsun ekki hafa komið upp í þeirri vinnu. Lík- lega verður að láta reyna á það fyrir dónri hvernig Hæstiréttur tekur á þessu ákvæði. Hugmyndir um að þetta bann stuðli að bættri heilsu eru svo óljósar og ómarkvissar að þær réttlæta ekki bann með laga- setningu. Til þess yrði að skýra tjáningarfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar mjög þröngt. Bannið við áfengis- og tóbaks- auglýsingum hefur verið brotið nokkrum sinnum og miðað við áhuga lögreglunnar á að rannsaka þessi mál þá virðast menn þar á bæ ekki hafa mikla trú á banninu. Það fer því að vera tímabært að hætta þessu. Sigurður Már Jónsson Veistu hvað þessu þingi? Páll Pétursson „Ég hef ekki kynnt mér dagskrána ismá- atriðum en sam- kvæmt venju þá munu topppólitíkusar flytja ræður um mál- efni Norðurlandanna og Evrópu en íkjöl- farið á þvíeru al- mennar umræður. Seinni dagana eru svo samþykktar ályktanir sem ganga því næst til viðkomandi ríkisstjórna. Það eru sjálfsagt brýn verkefni en það brýnasta nú erþó að gefa ekki eftir það sem þegar hefur áunnist og láta ekki fjara undan norrænu samstarfi. “ Indriði G. Þorsteinsson „Nei, ég hef ekki hugmynd um það og þvi minna sem ég veit þvi betra. Þetta er aðeins ein tegund pólitískrar fjárplógsstarfsemi þar sem er gengið á sameiginlega sjóði en litiö látið i staðinn. “ Kristín Einarsdóttir „Mikilvægasta málið sem liggur fyrir þinginu núna er fram- tið norrænnar sam- vinnu þegar 3 af 5 löndum eru gengin inn ÍEB og þarafleið- andi bundnari af utan- ríkisstefnu Evrópu- bandalagsins en norrænni samvinnu. Guðrún Helgadóttir „Ég býst við að framtið norræns sam- starfs verði efst á baugi en þegar þrjú af fimm Norðurlöndum eru gengin inn ÍEB þá er Ijóst að þau lönd verða að lúta reglum Evrópubandalagsins meira en norrænni samvinnu. “ * Fiölmiðlar

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.