Helgarpósturinn - 27.02.1995, Síða 27

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Síða 27
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 NBA-pistill NBA-körfuboltinn Brooks farinn Það er stundum sagt að vilji maður ná árangri í golfíþróttinni sé eins gott að hafa hugann og einbeitinguna í lagi. Jack Nicklaus hefur náð í fremstu röð og ef dæma má af þessari mynd leggur hann ekki lítið upp úr einbeitingunni. Fégræðgi ístað keppnisanda Þau tíðindi hafa borist frá her- búðum heimsmeistara Houston að vinalegi bakvörðurinn Scott Brooks hafi verið sendur til Dallas Mavericks fyrir Morlon Wiley. Brooks hefur gegnt töluvert veiga- miklu hlutverki fyrir Houston á undanförnum árum. Hann hefur reyndar aldrei verið ein stærsta stjarna liðsins en aftur á móti hefur þjálfari Rockets, Rudy Tomjanov- ic, haft tröllatrú á Brooks og tekið hann fram yfir aðra bakverði liðsins þegar mest hefur legið við. I fyrra og árið þar áður lék Brooks oft stærsta hluta íjórða leikhluta þar sem hann gerði yfirleitt færri mis- tök en Kenny Smith. Nú eftir að Sam Cassell hefur náð að festast í sessi er engin þörf fyrir hann lengur hjá Houston.H Seattle stækk- ar við sig Þeir eru ntargir sem hafa verið að furða sig á því af hverju Seattle Sup- erSonics hefur ekki spilaði á sínum venjulega heimavelli í vetur. Ástæða þessa er sú að SuperSonics hefur ráðist í stækkun og breytingu á Seattle Coliseum. Eftir breyting- una verður höllin nefnd Key Arena of Seattle.B Fjármál Tekjur íþmtta- hreyfíngarinn- ar af Lottóinu Stór hluti af því fé sem íþróttahreyfíngin á ís- landi hefur til starfsemi sinnar kemur af sölu lottómiða hjá íslenskri getspá. Lottótekjur skiptast á ntilli ÍSÍ, öryrkjabandalagsins og fyrirtækisins sjálfs og uppgjör 1993 skilaði ISÍ um 160 milljónum króna. Sú upphæð skiptist á milli nítján héraðssambanda, níu íþrótta- bandalaga og 350 íþrótta- og ungmennafélaga. arnum í lokin. Lakers hafði því nóg að hugsa um áður en næsta tímabU hófst. Lakers liðið 1984—85 er eitt- hvað það sterkasta sem sögur fara af. Liðið lék eins og smurð vél und- ir stjórn „Magic“ Johnson. Aldrei hefúr lið verið með eins góða hittni og Lakers þetta ár. Liðið hitti úr 54,5 prósenta skota sinna en til samanburðar þá nær ekkert lið 51 prósenta hittni nú í ár. í úrslitakeppninni komst Lakers auðveldlega í úrslitin og sömu sögu er að segja af Boston. Þegar í úr- slitakeppnina var komið byrjaði Celtics mun betur og vann fyrsta leikinn með miklurn yfirburðum; 148-114. Við þetta héldu margir að úrslitahrinan yrði aðeins formsat- riði fyrir Celtics en Lakers var á öðru máli og svaraði með 109-102 sigri í öðrum leiknum. Þriðja leik- inn van Lakers einnig og þann fjórða hirti Boston. Fimmta og sjötta leikinn vann Lakers síðan og tryggði sér meistaratitilinn. Kareem Ahdul- Jabbar var valinn besti leik- maður úrslitakeppninnar. Hann var þá orðinn 35 ára gamall og héldu margir að hann væri út- brunninn. Árið 1986 komst Lakers ekki í úrslit. Boston var þá með eitt best lið í sögu NBA. Liðið tapaði aðeins einum leik á heimavelli. Larry Bird var þá valinn besti leikmaður NBA þriðja árið í röð og Kevin McHale var stórkostlegur allt tímabilið. Bill Walton var valinn besti varamaður deildarinnar og þeir Dennis John- son og Danny Ainge mynduðu frábæran bakvarðadúett. Úrslitin gegn Houston voru næsta auðveld fyrir Boston. Stigatölur eins og 123- 104,132-99 og 128-96 höfðu sést hjá Boston í úrslitakeppninni og hrað- lestin hélt áfram í úrslitunum. Lakers og Boston áttust við í síð- asta skiptið, í bili, árið 1987. Lakers hafði heimavöllinn í hrinunni og vann alla leikina í Los Angeles. Bæði Robert Parish og Kevin McHale léku meiddir svo fátt fékk Lakers stöðvað. „Magic“ Johnson lék frábærlega og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja skiptið á ferlinum. Þessi rimma á milli Lakers og Boston varð til þess að ýta undir þann mikla uppgang deildarinnar sem hefur náð hámarki á undan- förnum árum. Þeir sem fylgjast með NBA bíða nú spenntir eftir að önnur svona rimma nái að mynd- ast. Vonir eru bundnar við Or- lando og Charlotte þar sem bæði lið eru skipuð ungum leikmönnum og stórstjörnur eru þar innan borðs. Sumir vilja meina að Phila- delphia sé að ná miklum árangri og að 7óers sé jafnvel á leiðinni að verða eitt af stórveldunum. -ÞK Hakeem Olajuwon. Á brúninni Ýmsir leikmenn NBA-deildar- innar eru um þessar mundir við það að ná stórum áföngum í ferli sínum. Dominique Wilkins er við það að komast yfir 25.000 stiga- múrinn og verður þar með níundi maður í sögu NBA-deildarinnar til að ná þeim árangri. Hakeem Olajuwon náði á dög- unum merkum áfanga í leik gegn New York Knicks. Hann fór yfir 10.000 frákastamúrinn og stefnir óðum að fleiri affekum. Clyde Drexler náði nýlega 5.000. stoðsendingu sinni en hann er stoðsendingahæsti skotbakvörð- ur allra tíma. Jeff Hornacek er einnig nýlega búinn að ná merkum áfanga en hann hefur nú skorað yfir 10.000 stigB Afreksmanna- sjóður Isl Það er mál margra að NBA- deildin sé í lægð um þessar mundir. Það vantar stórstjörnur, mörgum finnst leikmennirnir vera orðnir of fégráðugir og engir almennilegir rígar hafa myndast á milli bestu lið- anna. Þegar litið er til baka má segja að gullöld deildarinnar hafi verið þegar Los Angeles Lakers og Boston Celtics áttust við í úrslitum mörg ár á miðjum áttunda áratugnum. Þá voru leikmenn á borð við „Magic Johnson, Kareem Abdul-Jab- bar, Larry Bird og Kevin McHale í sviðsljósinu um allan heim. Segja má að rígurinn á milli La- kers og Boston hafi hafist um leið og „Magic“ og Bird gengu til liðs við liðin. Árið 1980 komst Lakers í úrslitin gegn Philadelphia og sigr- aði í sögufrægri úrslitakeppni, 4-2. Fyrsta úrslitakeppnin þar sem „Magic“ Johnson og Larry Bird átt- ust við var 1984. Þá hafði Lakers unnið tvo titla síðan Magic kom (1980 og 1982) og Boston hafði unnið einu sinni (1981) á sama tíma. Þá var reyndar annar stór- kostlegur rígur í gangi á Austur- stöndinni. Það var á milli Celtics og Philadelphia 76ers sem hafði snill- inga á borð við Julius Erving, Andrew Toney og Moses Mal- one. Rígurinn á milli Celtics og 7óers var endurómur gamalla tíma þegar Wilt Chamerlain fór fyrir Philadelphiu og tapaði alltaf fyrir Bill Russell og félögum í Celtics. Philadelphia komst í úrslit 1980 og 1983 og vann titilinn 1983 með að rústa Lakers; 4-0. Árið 1984 var hins vegar komið að stóru stundinni. Loksins fengu menn tækifæri til að sjá gömlu erkifjendurna Bird og Johnson eigast við. Fyrsti leikurinn í úrslitahrinunni var á heimavelli Celtics og kom Lakers á óvart með að sigra 115-109. I öðrum leiknum þurfti fram- lengingu til að skera úr um sigur- vegarann en Celtics náði að merja 124-121 sigur. Þá var haldið til Los Angeles í þriðja leikinn. Þar gerði Lakers sér lítið fyrir og valtaði yfir gestina, 137-104. Bird var hund- óánægður með þennan stóra ósigur og skoraði opinberlega á samherja sína að hætta að spila eins og kerl- ingar. Mikil harka færðist í úrslita- keppnina og í fjórða leiknum komu leikmenn Celtics inn á völlinn eins og hungruð ljón. Kevin McHale tók Kurt Rambis hálstaki og allt fór í háaloft. Lakers liðið var ekki vant svona hörku og var því sett út af laginu. Leikurinn var framlengdur og Celtics vann 129-125. Liðin skiptu næstu tveimur leikjum á milli sín og kom því til hreins úr- slitaleiks í Boston. Þann leik vann Celtics 111-102 og hampaði því bik- Kareem Abdul-Jabbar er einn besti leikmaður körfuboltasögunnar. Hann varð sex sinnum meistari og hefur oftast allra verið valinn besti leikmaður deildarinnar; sex Sérsambönd •BSl, FSl, GSl, BLl, BTl, |F, JSÍ, GLl, HlS, KAl, KLl, SlL, STÍ, LSI og TSl.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.