Helgarpósturinn - 27.02.1995, Síða 28

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Síða 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995 Unglingastarf Reykjavíkurfélaganna í knattspyrnu Framarar standa sig best segir Pétur Ingóífsson sem tók saman árangur Reykjavíkurfélaganna íyngri flokkum drengja. Samkvæmt óformlegri úttekt Péturs Ingólfssonar standa Framarar sig best af Reykjavíkurfé- lögunum hvað unglingastarfið varðar. Pétur, sem hefur mikið unnið varðandi unglingastarf Þróttar, segist hafa tekið heildarár- angur félaganna saman til að sjá hvert samhengið væri á milli upp- byggingar og árangurs þegar til lengdar lætur. „Ég hef verið að leita að einhverj- urn mælikvarða fyrir unglingastarf- ið,“ segir hann. „Við Þróttarar vild- um vita hvort við værum á upp- eða niðurleið og þetta var tilraun til að kanna það.“ Pétur segist hafa ætlað fyrst að taka fleiri lið með en það hafi verið of mikil vinna og því hafi hann ákveðið að einskorða þetta við Reykjavíkurliðin. „Mesta athygli vekur massív framganga Framara í yngri flokkunum. Þeir eru alltaf í efstu deild og sýna því afar mikinn stöðugleika. KR og Valur koma síð- an örskammt á eftir.“ 1 könnuninni kemur fram að unglingastarf Fylkismanna virðist vera mjög gott. I öllum yngri flokk- unum utan annars eru þeir í fremstu röð og miðað við árangur þeirra í yngstu flokkunum að und- anförnu þurfa þeir ekki að örvænta. En sér Pétur eitthvert samhengi á milli unglingastarfsins og árangurs meistaraflokka sömu liða? „Þetta helst í hendur,“ segir hann. „Fram, KR og Valur eru öll í fremstu röð og Fylkismenn standa þeim ekki langt að baki. Þessi lið eru öll í mjög góðum málum og það jákvæða er að fleiri félög virð- ast vera að rétta úr kútnum og það er gott mál.“ -Bih Pétur Ingólfsson „Við Þróttarar vildum vita hvort við værum á upp- eða niðurleið og þetta var tilraun til að kanna það.“ Grindvíkingar leita nú logandi Ijósi að framherja í stað Ragnars Margeirssonar Haugalygi hjá formannlnum segir Ragnar um ummæli Svavars Sigurðssonar. „Það eina sem ég hef heyrt frá Grindvíkingum er haugalygin í Mogganum á laugardag,“ segir Ragnar Margeirsson sem ákveð- ið hefur að hætta við félagaskiptin úr Keflavík í Grindavík. „Það er búinn að vera ágreiningur um fé- lagaskiptin í þrjá mánuði og ekki verið gengið frá neinu á milli félag- anna tveggja, hvorki leikmanna- samningi né skiptum." Grindvíkingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Ragnars að snúa aftur til Keflavíkur. Ummælin sem Ragnar vitnar til voru höfð eftir Svavari Sigurðssyni, formanni knattspyrnudeildar liðsins. Orðrétt sagði Svavar: „Það er ekki rétt hjá Ragnari að ágreiningur hafi verið á miUi félaganna um félagaskiptin. Þvert á móti vorum við sammála um hvernig staðið yrði að málum en Ragnar vildi aldrei skritá undir félagaskiptin þó á eftir þvf væri gengið...Kcflvíkingar voru tilbúnir að semja við okkur og við hötðum gert skriflegan samning við Ragnar en hann hljóp frá honum.“ Ragnar Margeirsson: „Ef Grind- víkingar hefðu gengið strax frá félagaskiptunum hefði þetta aldr- ei komið til.“ Ragnar segir þetta vera hauga- lygi. „Það var bullandi ágreiningur á milli félaganna um þessi mál og það var Grindvíkingum sjálfum að kenna að ekki var búið að ganga frá féiagaskiptunum. Ef þau hefðu ver- ið frágengin hefði þetta aldrei komið til. Ég fékk hins vegar bak- þanka með þessi mál og ákvað að hætta við úr því ekki var búið að skrifa undir eitt eða neitt." Lúkas Kostlc: „Nú þurfum við að setja allt á fullt í leit að framherja í stað Ragnars.“ Aðspurður um hvort hann hafi fengið girnilegt tilboð frá Keflvík- ingum segir hann svo ekki hafa verið. „Þetta er ekki spurning um það. Ég ætla að enda ferilinn hér og hér líður mér betur.“ Lúkas Kostic, þjálfari Grind- víkinga, segist ekkert hafa nema gott um Ragnar að segja. „Hann var góður á æfingum og ég var bjartsýnn með hlutina sem hann var að gera. Þessi skipti koma hins vegar á hræðilegum tíma fyrir okk- ur og nú verður að setja allt á fullt í að finna mann í hans stað.“ íin á Lúkas von á því að gera til- boð í mann hér heitna eða œtlar hann að leita utan landsteinana? „Hann verður íslenskur þessi leikmaður. Ég hef nokkra í huga en á eftir að ræða þessi mál við við- komandi félög. Þetta kemur á versta tíma og flestir leikmenn eru samningsbundnir og á foilu í und- irbúningnum. Það er helst að finna einhverja sem finnst þeir ekki eiga séns að komast í liðið. Þeir eru kannski tilbúnir að skipta.“ MORGUNPÓSTURINN hefur heimildir fyrir því að meðal þeirra sem eru á óskalista Kostic séu Kristinn Tómasson, Fylki og Tómas Ingi Tómasson KR. Fylk- ismenn mtinu ekki vera tilbúnir til að missa Kristin og ekki er vitað um viðbrögð KR-inga, en Tómas Ingi er samningsbundinn þeim og ekki er talið líklegt að hann fari. -Bih Árangur Reykjavíkurliðanna Arangur Reykjavíkurliðanna í yngri flokkunum síðastliðin þrjú ár sést hér. Ekki er farið eftir titlum og fjölda þeirra, heldur er stuðst við meðalárang- ur og í hvaða deildum liðin spila. Sérstaka athygli vekur að á umræddu tímabili hafa Framarar aldrei fallið niður úr A deildum og eru þeir því með fullt hús stiga. Liðin Fram KR Valur Fylkir IR Víkingur Þróttur Fjölnir Leiknir Ar 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 2fl. 5 5 5 3fl. 5 5 5 4fl. 5 5 5 5fl. 5 5 5 Samt. 20 20 20 60 20 18 20 58 18 20 20 58 16 18 18 52 16 18 14 48 15 14 18 47 14 9 10 33 8 12 12 32 8 7 10 25 Stigin eru þannig gefin: Lið í A riðli fær 5 stig Lið í B riðli fær 3 stig Lið i C riðli fær 1 stig Lið ekki sent til keppni fær 0 stig Arangur yncjri flokkanna síðustu bviu ár Fram Valur Fylkir Víkingur Þróttur Fjölnir Leiknir Sundknattíeikur eða o handknattleikur r Rondey Robinson, leikmaður Njarðvíkinga í körfubolt.mum á sér þann draum að verðá lög- reglumaður ef marka má ummæli hans í nýútkomnu íþróttablaði. Hann er einnig spurður um álit sitt á handbolta og fara svörin hér á eftir, enda hreint bráðskemmti- leg. - Hefurðu horft á handbolta- leik? „Já, en ég skil ekki íþróttina. Þar má grípa í menn og fleira sent ekki er leyfilegt í körfubolta.“ - Hafðir þú séð handboltaleik- inn áður en þú komst til íslands? „Já, á Ólympíuleikunum - en þá voru allir leikmennirnir ofan í vatni.“H Rondey Robinson sá handboita einu sinni áður en hann kom til íslands — það var á Ólympíu- leikunum og allir leikmennirnir voru ofan í vatni! Markmaöur í vandræðum Fékk heila- hristíng áæfíngu Franski markvörðurinn Eric Lo- ussouarn hjá Nantes var lagður inn á sjúkrahús um helgina eftir að hafa hlotið heilahristing á æfingu liðsins. Markvörð- urinn var í úthlaupi þegar áreksturinn varð og missti hann strax meðvitund. Enn er óvíst hvort Loussouarn verður orðinn leikfær fyrir Evrópuleikinn gegn Bayer Leverkusen á morgun og kemur það líklega ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leik. Markvarðahallæri fVanska liðsins eru orðin að einum allsherjar farsa í Frakk- landi. Aðalmarkvörður Iiðsins og vara- maður hans eru báðir úr leik og er þetta því í þriðja sinn sem hlúa þarf að mark- manni liðsins á leiktímabilinu. Þetta hef- ur þó ekki háð liðinu því það er enn í efsta sæti deildarinnar og er komið í fjórðungsúrslit Evrópukeppninnar. B Palli Kolbeins U £) „Sá fyrsti sem kemur í hugann er reyndar ég sjálfur," segir Falur Harðarson, leikmaður KR í körf- unni, þegar hann er beðinn um að lýsa erfiðasta andstæðingi sínum. „Ég kem annað hvort tilbúinn eða ekki til leiks og á oft ömurlegan dag ef ég er ekki í stuði,“ segir hann. „En að öllu gamni slepptu verð ég að segja Páll Kolbeinsscn sem nú leikur með Tindastóli á Sauðár- króta^HtTmí var hreint ótrú- lega snöggur þegar hann var upp á sitt besta með KR. Hann var eiginlega allt of snöggur. Síðan hann skipti yfir í Stólana hefur hann verið ægilega óheppinn með meiðsli og hef- ur enn ekki náð fyrra flugi. En þegar hann var upp á sitt besta var hann mjög erfiður and- stæðingur.11® Falur Harðarson leikmaður KR „Sá fyrsti sem kemur í hugann er reyndar ég sjálfur."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.