Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 6
FRETTIR : Pösturínn Útgefandi Ritstjóri Aðstoðarritstjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Auglýsingastjóri Dreifingarstjóri Miðill hf. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Guðmundur Örn Jóhannsson Örn Isleifsson Sveinbjörn Kristjánsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 99,- Valfrelsi einstaklingsins má ekki skaða hagsmuni annarra SKOÐANIR BLAÐSINS Köld náhönd ríkisins ■ ■ Vestfjarðaraðstoðin er orðin enn ein sönnun þess að farsælast er að ríkisvaldið láti atvinnulífið í friði. Ríkisstjórnin samþykkti á sínum tíma að verja 300 milljónum til að efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Nú stefnir hins vegar í að niðurstaðan verði sú að at- vinnufyrirtækin fyrir vestan verði veikari á eftir en áður. Peningarnir renna hins vegar í vasa nokkurra eigenda þessara fyrirtækja sem hafa verið losaðir undan veikbyggðum rekstri og geta nú leikið sér með Vestfjarðaraðstoðina á hlutabréfamarkaðnum hér fyrir sunnan. ■ ■ Það hefur oft viljað brenna við að þegar ríkið reynir að vera einhverjum góður þá er það í raun að kippa undan honum fótunum. I ljósi reynslunnar er því eðlilegt að biðja ráðherrana um að vera nú lands- mönnum sérstaklega vondir. Það er líklegra að það verði til einhvers góðs. Fíkníefnasala er alvarleg ■ ■ Af fréttum ýmissa fjölmiðla af forsíðuefni Póstsins á fimmtudaginn um fíkniefnamisferli Jóns Ólafssonar í Skífunni mátti ráða að fíkniefnasala væri eki alvarlegri en svo að líkja mætti henni við að menn gerðust drukknir á almannafæri eða hefðu reynt fíkniefni á einhverju fylleríi í æsku. ■ ■ Þetta er einkennilegt mat. Samkvæmt könnun- um skipta þeir orðið tugum þúsunda íslendingarnir sem reynt hafa fíkniefni og þá einkum kannabisefni. Þeir íslendingar sem hafa freistast til þess að flytja inn og/eða selja fíkniefni í von um hagnað eru hins vegar blessunarlega fáir. Það segir nokkuð til um muninn á því siðferði sem liggur að baki þessu tvennu. ■ ■ Fíkniefnanotkun er alvarlegt vandamál í þjóðfé- laginu og alvarlegt vandamál í persónulegu lífi fjöl- margra. Fíkniefnasala getur því aldrei orðið léttvægt mál og það má aldrei gerast að um það skapist sam- staða meðal almennings og fjölmiðla að um hana eigi helst ekki að ræða. Fíkniefnasala hefur aldrei verið, er ekki og á aldrei að verða einkamál fíkniefnasalans. Þeir fjölmiðlar sem flokka fíkniefnasölu til friðhelgs einkalífs eru á villigötum. Aftur prestkosningar ■ ■ Lærdóminn sem má draga af trúarbragðastríð- inu í Langholtssókn er sá að taka eigi upp prestkosn- ingar aftur og helst að láta þær fara fram með jöfnu millibili — til dæmis á fjögurra ára fresti. Prestar gegna viðkvæmum störfum og það er eðlilegt að fólk hafi val um að ráða þá og reka á sama hátt og stjórn- endur ríkis og bæjar. ■ ■ Það sama má í raun segja um skólastjóra, lög- reglustjóra og aðra mikilvæga embættismenn. Það er eðlilegt að þeir fái hreint og klárt umboð frá almenn- ingi til að gegna störfum sínum. Posturínn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, slmbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema miðvikudaga, til 18:00, 12:00 til 16 á laugardögum og milli 12:00 og 18:00 á sunnudögum. „Það er mín eindregna skoðun að persónufrelsi einstaklings megi aldrei skerða þar til það skaðar hagsmuni annarra. Skoð- anir hvers og eins ber að virða og því á einstaklingurinn að njóta valfrelsis í þjóðfélaginu. Til dæmis angrar þú engan með því að versla þér fullan poka af sæl- gæti úti í sjoppu á hverjum degi og borða það síðan, þrátt fyrir óholl áhrif þess á eigin líkama. Sú óhollusta smitar ekki út frá sér í annað fólk og bitnar ein- vörðungu á einstaklingnum sem velur sér þetta óheilsusamlega viðhorf. En reykingar á opinberum stöðum, svo sem í bönkum og fleiri almennum samkomustöð- um, eru truflandi athöfn fyrir það fólk sem ekki reykir og því stígur sú athöfn á valfrelsi ann- arra en reykingamannsins, þeirra einstaklinga sem ekki reykja sjálfir og eiga heimtingu á hreinu andrúmslofti. Því þeir hafa kosið að reykja ekki og eiga því ekki að þurfa að anda að sér óþarfa tóbaksreyk. Að sjálfsögðu getur það fólk sem kýs að neyta tóbaks, gert það heima hjá sér, á kaffihúsum og öðrum viðurkenndum reyk- ingastöðum. Sjálf reyki ég ekki utan hátíðlegra tækifæra, en ef sérstaklega vel liggur á mér, á ég það til að grípa'til vindils í tilefni dags og líðandi stundar, og þá til upplyftingar fyrir sjálfa mig. En ég geri það sannarlega ekki þar sem reykingar eru bannaðar og þá helst á kaffihúsum eða veit- ingastöðum, þar sem sjálfsagt Hvaðsegir !;m umlmnn tiö 11 yUi: n ii á opinberum stöðum? þykir að reykja og það angrar engan. Ég myndi aldrei geta hugsað mér að bjóða heimili mínu eða vinnufélögum upp á reyk úr mínum vindli, ef ég vissi að það ylli þeim óþægindum." Harðar deilur á milli presta í Langholtskirkju sem rambar á barmi gjaldþrots Baimaði írímúraf og popptónleika •Það stendur mikill styr um Flóka Kristinsson, sóknarprest í Langholtskirkju, sem er staddur í námsleyfi í Kanada en eins og PÓSTURINN greindi frá í síðustu viku þyrlaði vísitasía biskups upp ósætti prestsins við einhverja starfsmenn og sóknarnefnd- armeðlimi. Heimildir blaðsins herma að hann þyki einráður og erfiður í samstarfi. Menn greinir á um hvort að frumkvæðið um námsleyfi hafi komið frá Flóka sjálfum, sumir segja að hann hafi raunverulega verið skikkaður í leyfi meðan öldurnar lægði. „Það er svo sem hægt að eitra þetta leyfi með sögusögnum en stað- reyndin er sú að mig hefur dreymt um námsleyfi í fimm ár,“ segir Flóki Kristinsson en hann mun snúa aftur til starfa. Þeir sem deilurnar varða hafa hins vegar ákveðið á samráðsfundi að tala ekki við fjölmiðla. O „Eg man eftir einu at- viki þar sem ég bannaði eitthvað við athöfn en þá voru frímúrarar að hreiðra um sig til að fara af stað með einhverja seremóníu við útför eins úr hreyfing- unni.“ viðeigandi að klappa í kirkjum og standa fyrir slíkum uppákom- um. Ég gerði þó ekki athuga- semd við það að öðru leyti.“ Þetta varð tilefni sprengingar og var túlkað sem svo að Flóki bæri kórinn ekki lengur fyrir brjósti. „Sigurður Haukur skrifaði bréf til sóknarnefndar nú í janúar þar sem hann bað um að ég yrði settur af og allir starfsmenn kirkjunnar voru yfirheyrðir af prófasti í sambandi við málið,“ sagði Flóki Kristinsson. „Ég skil ekki hvernig þetta bréf til sókn- arnefndar á að vera upphafið af þessum deilum," sagði Sigurður Haukur Guðjónsson. „Það er mjög grunnt grafið. Þetta bréf er um aðra hluti og er ekki árás á hann enda stend ég ekki í deilum við hann. Þetta bréf var vegna áburðar á sóknarnefhdarformann- inn og það er rakalaus vitleysa að ég hafi beðið um það í þessu bréfi að hann verði settur af. Það kemur vel C „Sóknarnefndirnar eru í raun farnar að skoða hlutverk sitt sem stjórn- endur í fyrirtæki með óskorðað framkvæmda- vald en ekki að þær séu tii aðstoðar prestinum.“ til greina að mínu áliti að birta bréf- ið úr því að hann heldur þessu fram.“ IKIST A UM VALDSVIÐ SÚKNARNEFNDA Flóki Kristinsson telur sjálfur að komin sé upp togstreita um valdsvið sóknarnefnda og presta og nefndirnar vilji skilgreina hlutverk sitt öðruvísi en gert er í lögum. „Blaðamenn hljóta að hafa tekið eftir því hversu víða er ósætti, nudd og núningur milli sóknarnefnda og presta. Nefndirnar eru í raun farnar að skoða hlutverk sitt sem stjórn- endur í fyrirtæki með óskorðað framkvæmdavald en ekki að þær séu til aðstoðar prestinum. Þannig verða nú árekstrarnir til en þá þarf að klæða í búning og þá er allt tínt til.“ „Þetta er rétt en snertir ekki Langholtskirkjusöfnuð beint. En það má vera að þetta sé ný stefna og þessar deilur séu angi af henni,“ sagði Sigurður Haukur Guðjónsson, fyrrverandi sóknar- prestur í Langholtskirkju, sem leysir Flóka af í námsleyfinu. Samkvæmt heimildum PÓSTS- INS mun hafa komið upp ósætti varðandi kórstarfið en Sigurður Haukur var mikill áhugamaður um kórstarfið og það var Flóki líka í fyrstu. „Ég er mjög áhuga- samur um kórinn og söng með honum fyrsta árið en þegar það var farið að safna fyrir orgeli stóð kórinn fyrir popptónleikum og fékk til liðs við sig dægurlaga- söngvara og þá mætti ég ekki á tónleika enda fannst mér ekki KULDSETT KIRKJA Samkvæmt heimildum blaðs- ins er kirkjan mjög skuldsett og kemur þar margt til. Fyrir nokkr- um árum var farið af stað með orgelsöfnun og var ákveðið að ráðast í kaup á mjög dýru orgeli sem átti að kosta samkvæmt fyrstu kostnaðaráætl- un um 40 milljónir króna en síðan var ákveðið að kaupa hljóðfæri fyrir 35 milljónir króna. „Þegar búið var að safna fyrir þriðjungi upphæðar- innar vildu menn fá hljóðfærið og taka af- ganginn á afborgunum en ég setti mig upp á móti þvi enda var kirkj- an nær gjaldþrota og hún hefur þó haldið velli síðustu árin vegna ráðdeildarsemi ,“ sagði Flóki Kristinsson. „Það hafa ýmsar fjár- festingar kirkjunnar verið gagnrýndar, til dæmis kaup á nokkurra milljóna króna hljóð- veri sem var staðsett í herbergi þar sem átti að vera skrifstofa prests- ins. Þetta hljóðver var dýrt og óþarft og í dag stöndum við frammi fýrir þeirri staðreynd að það fer að verða úrelt.“ „Þetta hljóðver er eitt það eft- irsóttasta í borginni,“ sagði Sig- urður Haukur. „Kirkjan skuldar vissulega mikið en það er dýrt að koma upp kirkju fyrir söfn- uð.“ Einnig hefur staðsetning orgelsins í kirkjunni verið rædd en Flóki var ósáttur við þær hug- 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.