Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 2
 Enginn veit hvað varð af 374 busundum Þrátt fyrir afskipti rannsóknarlögreglu hefur stjórnendum Há- skólabíós ekki tekist aö hafa upp á hvað varð af 374 þúsund krón- um sem einn starfsmaður bíósins fór með í banka um páskana í fyrra. Peningarnir voru í tösku sem starfsmaðurinn fullyrðir að hann hafi sett í næturhólf Landsbankans, sem er í sama húsi og bíóið. Engar skýringar hafa fundist á hvarfi peningatöskunnar. Friðbert Pálsson. Enginn veit hvað varð af 374 þúsund krónum. Starfsmaðurinn, Sigurbjörn Þorgrímsson, getur engar skýr- ingar gefið en eðlilega féll grun- ur á hann þar sem hann átti að koma peningunum í banka. Ásamt Sigurbirni hefur Jónína Björgvinsdóttir, sem var yfirmað- ur sælgætissölu, verið höfð und- ir grun. Þrátt fyrir lögreglurannsókn og innanhússrannsóknir hefur ekkert komið fram um að Sigur- björn og Jónína séu sek. Ekki' hefur gróið um heilt þar sem Jónína hefur verið lækkuð í tign, er ekki lengur yfirmaður sælgæt- issölunnar heldur starfar núna við afgreiðslu og við framleiðslu á poppkorni. Búið er að svipta hana lyklavöldum af sælgætis- geymslu, en hún hafði verið með lyklavöldin í yfir 20 ár. Meðal þeirra skýringa sem hafa komið á töskuhvarfinu er sú að uppgjör í töskunni hafi ekki stemmt og að starfsfólk bankans hafi sent hana aftur í bíóið og að hún hafi ekki skilað sér þaðan aftur. Heimildir PÓSTSINS segja að þetta mál og önnur hafi orðið til þess að andrúmsloft meðal starfsmanna Háskólabíós sé afar slæmt, þar sem hluti starfs- manna er grunaður um þjófnað. Þá segja heimildirnar að Friðbert Pálsson, framkvæmdastjóri Há- skólabíós, sé þeim starfsmönn- um sem hann grunar afar erfiður og geri allt til að gera þeim ver- una á vinnustaðnum sem erfið- asta. Ekki náðist í Friðbert Pálsson vegna þessa máls.B Snorri Olsen og Garðar Valdimarsson. Garðar fær tveggja ára hvíld frá starfi hann af. Karl Ragnars forstjóri Bifreiðar- skoðunar íslands. „Góðir og gildir íhaldsmenn fengu jafnvel XG núm- er á bílana.“ Ihaldsmenn vilja ekki sjá XG á bílana sina „Við hættum að úthluta þess- um númerum fyrir um það bil tveimur árum vegna þess að þau gátu verið viðkvæmt mál fyrir suma,“ segir Karl Ragnars, for- stjóri Bifreiðarskoðunar íslands, en fyrirtækið sá sig tilneytt til þess að hætta að deila út bíln- úmerum sem byrjuðu á X því þau áttu það til að ganga þvert á stjórnmálaskoðanir bíleigenda. X-D, X-G, X-A, X-B, X-V eru allt kunnugleg tákn viðkomandi stjórnmálaflokka og listabókstaf- ur Þjóðvaka, J, er farinn að sjást æ oftar með x-inu fyrir framan. Þessir bókstafir eru flestir svo rækilega tengdir ákveðnum flokkum í huga fólks að ekki er búist við því að þeir sjáist ná- lægt öðrum en stuðningsmönn- um viðkomandi flokka og að sögn Ragnars létu bíleigendur hiklaust í sér heyra ef ökutæki þeirra fengu skráningarnúmer sem fór ekki saman við sannfær- ingu þeirra. „Góðir og gildir íhaldsmenn fengu jafnvel XG númer á bílana sína við lítinn fögnuð og ekki voru vinstri mennirnir hrifnari af því að fá XD á sína bíla,“ segir Ragnar. Hinum til huggunar sem fegnir vildu sýna flokki sínum stuðning með því að fá bílnúmer með listabókstöfunum en geta ekki nú, bendir Karl á að ósk þeira muni rætast ef Árni Johnsen kem- ur frumvarpi sínu um sérvalin persónuleg númer í gegnum Al- þingi. „Og þá geta góðir bolsar feng- ið sér XG númer ef þeir vilja,“ segir Ragnar. ■ Ræddi um hvað •Ríkisstjórnin ræddi mál skatt- stjóra en þrýstingur hefur verið um að hann yrði leystur frá störfum. •Á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu var rætt um hvað gera ætti við Garðar Valdimarsson ríkisskattsjóra. Mikið hefur borið á kvörtunum úr viðskiptalífinu vegna krafna frá Garðari, en talsvert hefur verið um að fyrirtæki hafi þurft að skila nákvæmu bókhaldi og þá hverri nótu. Pessu fylgdi eðlilega mikil vinna víða og marg- ar Ijósritunarvélar kólnuðu ekki. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra neitaði alfarið í samtali við PÓSTINN að Garðar hafi verið settur af tímabundið, en hann er að fara í tveggja ára frí. Hins vegar segja aðrar heimildir að þrýstingur hafi verið á að koma Garðari frá. Þann tíma sem hann verður í fríi á hann að nota til að gera tvísköttunarsamninga við önnur ríki, en Garðar er búinn að vinna við það í hlutastarfi í ^vö ár. Nú er sagt að leggja þurfi aukaáherslu í þetta starf þar sem ísland eigi mikið eftir til að ganga frá þessum samningum. Heimildir PÓSTSINS herma að óánægja með störf Garðars hafi ollið því að hann var settur af, allavega um tíma. Snorri Olsen, deildarstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, verður ríkisskattstjóri með- an Garðar verður í sérverkefn- inu. Stjórnendur fyrirtækja, sem rætt var við og hafa þurft að fara að kröfum Garðars, segja hann nánast hafa verið óþol- andi þar sem mikill tími og pen- ingar hafi farið í að uppfylla kröfur hans. Einn viðmælenda blaðsins sagði sitt fyrirtæki aldrei hafa lent í útistöðum við skattinn samt hafi hann verið meðhöndlaður eins og saka- maður. „Við urðum að skila öllu inn og það var nánast vikuvinna fyr- ir eina manneskju að ljósrita öll gögn, því ekki gátum við verið án allra bókhaldsgagna á með- an. Það fór frá okkur nánast stútfullur sendibíll og það er ég viss um að enginn starfsmaður hjá ríkisskattstjóra hafi svo mik- ið sem litið á þetta,“ sagði stjórnandi þekkts fyrirtækis í Reykjavík.B Þetta var líka í FRÉTTUM GRíkissáttasemjari lagði ekki fram sátta- tillögu í kennaradeil- unni í gœr eins og vœnst hafði verið. Hann mun leggja tillög- una fram í dag. 9Eftir að sáttatillaga sáttasemjara liggur fyrir verður tekin ákvörðun um skóla- hald. %Ekki hafa tekist samningar milli Flug- leiða og flugfreyja. Þriggja daga verkfall hefst á morgun. Nor- ræna flutningamanna- sambandið hefur hótað aðgerðum gegn Flug- leiðum í Norðurlanda- fluginu verði stjórn- endur Flugleiða í starFi flugfreyja. 9Þing slökkviliðs- manna samþykkti harðorða bókun gegn Bergsteini Gizurarsyni brunamálastjóra. Brunamálastjóri segist ekki skilju hvað slökkviliðsmönnum gengur til. Slökkvilið- stjórarhafa lýstyfír stuðningi við Bergstein. %Ólafur Ragnar Gríms- son er nánast tilbúinn að mynda vinstri stjórn. Hann er langt kominn með gerð mál- efnasamnings. Hann segir acI hœgt sé að mynda slíka stjórn fyr- ir páska. 9Hugmyndir eru uppi um að hœkka vatnsyf- irborð Hagavatns til að hefta sandfok. Blaðburðar- börnum vísað frá Blaðburðarbörn PÓSTSINS fengu ekki inngöngu á kvik- myndasýningu í Regnboganum síðastliðinn laugardag eins og ráð var fyrir gert. Börnin höfðu fengið miða hjá blaðinu sam- kvæmt samkomulagi við Regn- bogann og áttu þeir að duga þeim til inngöngu. Voru frímið- arnir veittir sem viðurkenning fyrir vel unnin störf. Við inngang- inn fengu börnin þá skýringu hjá starfsmönnum Regnbogans að láðst hefði að ganga frá sam- komulaginu og því væri ekki unnt að hleypa þeim inn. Eftir að málið hefur verið rannsakað verður ekki annað séð en að þarna sé um fyrirslátt að ræða og að þessi uppákoma tengist umfjöllun um eiganda Regnbog- ans, Jón Óiafsson, hér í blaðinu á fimmtudag. Harmar PÓSTURINN að þetta skuli þurfa að koma nið- ur á blaðburðarbörnunum en blaðinu var ekki gert viðvart um þessar aðgerðir þannig að ekki var unnt að koma í veg fyrir að börnin færu þessa fýluferð. Voru þau mörg komin um langan veg og þurftu þau að hírast fyrir framan bíóið þar til þau voru sótt aftur. PÓSTURINN mun bæta þeim þetta upp og komust mörg þeirra streix á sýningar í Sambíó- unum í gær. ■ / Guð hjálpi okkur þegar hann fer að heimta að þeir í Brussel Ijósriti pappírsflóðið hjá sér. . Þeirráku bara skattstjórann fyrir að láta fyrirtækin Ijósrita V endalaust. y

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.