Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 17
 MWRS ■íMOTJId^@[UIsL IÞROTTIR Latur snilli Romario: Þjálfarar hans vita yfirleitt ekki hvort þeir eigi að hata hann eða elska. •Þó að Parreira, þjálfari Brasilíumanna, hafi fullyrt fyrir heims- meisfarkeppnina að í liði Brasilíu hafi aldrei verið jafn fáar stjörn- ur þá hafði hann óumdeilanlega Romario, - og hann dugði. Þessi helsti snillingur Brasilíumanna er um margt kúnstugur fugl. Hann verður víst seint sakaður um að eyða kröftum sínum að óþörfu og ekki nema von að andstæðingar hans segi hann latan. Miðað við til dæmis Jiirgen Klinsmann þá er erfitt að ímynda sér að þeir leiki sömu stöðu. Klinsmann er eins og raketta um allan völl á meðan Romario staðsetur sig við vítateiginn og hreyfir sig helst ekki þaðan. En þrátt fyrir letina er martröð að gæta hans. Ef hann fær tvær, þrjár sendingar inn í vítateig í leik má gera ráð fyrir marki eða í það minnsta víti. Líklega er fáum saman að jafna í öryggi, tækni, sprengikrafti og útsjónarsemi þegar kemur að því að gera eitt- hvað í vítateignum. Ef samherj- unum tekst að koma boltanum að tánum á honum þá má búst við að eitthvað gerist. En það tekst ekki alltaf eins og sást í úr- slitaleiknum um Evrópumeist- aratitiiinn í vor sem leið þar sem gríðarsterk miðja AC Mílanó lok- aði á sendingar inn á Romario sem sást ekki allan leikinn. Það reyndist ekki vera hætta á þessu í leik brasilíska liðsins þar sem þeir hafa vanalega gríðarlega sterk tök á miðjunni. Romario hefur alltaf skorað mikið. Þegar hann fór frá Vasco da Gama í Brasilíu hafði hann skorað 73 mörk í 123 leikjum. Sama átti við byrjun hans með landsliðinu. Hann var stjarna liðsins sem vann silfurverðlaun í ^eoul árið 1988 og varð marka- kóngur með sjö mörk. Það þótti reyndar einstaklega klaufalegt hjá Brössum að hirða ekki gullið en menn töldu þó að þarna væri kominn vísir að framtíðarliði. ÖIFTIST í VÍTATEIGNUM Þegar Romario kom heim frá Ólympíuleikunum var búið að selja hann til PSV Eindhoven í Hollandi. Eftir það fór hann að birtast reglulega á sjónvarps- skjám Evrópubúa að skora mörk við ólíklegustu tækifæri. Ro- mario byrjaði á því að giftast sinni heittelskuðu Monicu í víta- teig PSV og eftir það hófst markaskorunin. Þó hann ætti það til að hverfa fyrirvaralaust til Brasilíu til að hita blóðið og taka forráðamenn PSV þannig á taugum eiskuðu stuðningsmenn liðsins hann. Hann virtist geta skorað þegar hann langaði til. Fyrstu þrjú árin í Hollandi hirti i „Við skulum bara segja að brottför hans hafi verið það heppilegasta fyrir alla aðila.“ Romario í nærmynd Romario Da Souza Faria Fæddur: 29. janúar árið 1966 í Río de Ja- neiro. Lið: Olaria, Vasco da Gama, PSV Eindho- ven, Barcelóna og Flamengo. Sigrar: Rio State meistari með Vasco Da gama 1987 og ‘88. Hollenskur meistari með PSV; 1989,1991 og 1992. Bikarmeistari með PSV: 1989 og 1990. Van Copa America árið 1989. Spænskur meistari með Barcelóna 1993, 1994. Heimsmeistari 1994 og knattspyrnumað- ur ársins sama ár. Landsleikir: 46 Landsliðsmörk: 30 hann markaskoraratitilinn á hverju ári. Erfið meiðsli settu hann út af laginu tímabilið 1991- 1992 og Dennis Bergkamp tók við sem hetja deildarkeppninn- ar og markakóngur. Þegar Barcelóna keypti Ro- mario fyrir 180 milljónir króna (3 milljónir dollara) í upphafi síðasta tímabils var hann búinn að skora 125 mörk fyrir PSV á fimm tímabilum og eru þá talin saman mörk skoruð í deildar- bikar- og Evrópukeppni. „Ég hef gert allt sem ég get fyr- ir þennan klúbb,“ sagði Ro- mario. í upphafi settu margir spurningamerki við þá ákvörð- un Johans Cruyff að kaupa Ro- mario, sérstaklega vegna útlend- inganna sem eru fyrir hjá liðinu en ljóst var að einn yrði að sitja á bekknum. Kom það að mestu í hlut Danans Michael Laudrup. Romario gaf þá hrokafullu yf- irlýsingu að hann myndi skora yfir 30 mörk á tímabilinu en hann stóð við það þó hann léki ekki næstum því alla útileiki liðsins. Það var ekki hvað síst honum að þakka að Spánar-titill- inn vannst. HVARF ÁN SKÝRINGA En Romario skapar líka vand- ræði. Eins og áður sagði þá setti hann forráðamenn PSV út af lag- inu með því að hverfa stundum til Brasilíu án skýringa. Á HM ‘90 á Ítalíu treysti þjálfarinn sér ekki til að nota hann lengur en 65 mínútur alla keppnina og fyrir keppnina í Bandaríkjunum setti hann allt upp í loft með ótíma- bærum yfirlýsingum um að hann væri bestur, betri en Be- beto, Careca og aðrir ásar. Má vera að hann sé að sanna eitt- hvað með þessari yfirlýsinga- gleði en minna verður á að ræt- ur hans eru ekki ósvipaðar og Maradona; bernskur snillingur sem vaxið hefur upp úr út- hverfaliði í Ríó. f æsku þurfti hann að þvo bíla á rauðu ljósi eins og götubarna er siður. Hon- um tókst hins vegar að nýta hæfileikana og verða eitthvað. Hann skapaði oft andrúmsloft óvildar og var til dæmis mikið talað um deilur hans og Bebeto fyrir HM. Minna verður þó á að það var Romario sem krafðist þess að Bebeto yrði við hlið hans í liðinu en ekki hinn mis- tæki Miiller sem Romario sagði réttilega að hefði aldrei getað neitt með landsliði þó hann léki bærilega með félagsliði sínu í Brasilíu. „Hann er einstakur leikmað- ur,“ sagði Johan Cruyff réttilega þegar hann keypti Romario. Hann gerði sér hins vegar ljósar takmarkanir Romario og heldur er leiðinlegur sá siður Romario að þakka helst aldrei samherj- um þegar þeir hafa lagt upp mörk fyrir hann heldur fagna sem alvaldur konungur — en svona eru víst snillingar nútím- ans. „í dag erum við allavega farnir að leika aftur 11 gegn 11,“ sagði Cruyff þegar Romario var farinn. En hvað verður um Romario núna? Það blasti við að hann komst alls ekki niður á jörðina eftir HM. Frammistaða hans framan af vetri með Barcelóna var hörmuleg og ekki virðist hann ætla að ná sér á strik í Brasilíu. Oftar en ekki er hann látinn sitja á bekknum þannig að menn spyrja sig hvort ferillinn sé búinn hjá þessum 29 ára gamla snillingi.H Jordan með Mdrfu f Michael Jordan sýndi í leik gegn Atlanta Hawks á laugardag svo ekki varð um villst að hann er kominn aftur. Leikur Chicago Bulls og Atlanta Hawks var í járnum allt fram á síð- ustu sekúndur. Atlanta var í sókn og yfir 97-98 þegar nokkrar sekúndur lifðu af leiknum. Atlanta mistókst skot, sem hefði tryggt þeim sigur- inn, og Jordan tók frákast undir körfu Bulls þegar 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum og bað umsvifalaust um leikhlé. Boltinn var síðan umsvifalaust sendur á hann þegar leikurinn byrj- aði að nýju og Jordan gerði sér lítið fyrir, fór með boltann upp allan völl- inn að vítateigshringnum og skaut yfir Steve Smith, bakvörð Atlanta, og boltinn hafnaði í körfunni á sama tíma og flautan gall. Þetta var fjórði leikur Jordans frá því að hann kom aftur og hann sýndi frábæra frammistöðu; skoraði úr 14 tilraunum af 26 utan af velli og setti alls 32 stig. „Michael lék eins og hann hefði aldrei farið,“ sagði Mookie Blaylock, stigahæsti maður Atlanta, eftir leik- inn og Lenny Wilkins þjálfari liðsins sagði: „Hann er kominn aftur, það leikur enginn vafi á því.“ ■ . Micftae! Joroan er konninn á ‘;jg é ný. Hér sésí hann troda i' leiknum gegn Atianía Hawks á laugardag. LANfER FAXTÆKI Eitt mesta úrval landsins af faxtækjum sem svara þörfum þínum. Leiðandi í faxtækjum í yfir 10 ár. ..paspararþertíma. ^?.senda bréf í gegn«^>' ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 =s JÖHN Stark og Patrick Ewing STARKS IVIEÐ SEX Þeir félagarJohn Starks og Patrick Ewing voru í miklum ham í leik New York Knicks og Los Angeles Clippers á heimavelli þeirra síðar- nefndu um helgina. Knicks unnu leikinn 94- 86 og skoraði Ewing 27 stig og Starks 20 en þar afvoru sex þriggja stiga körfur. Það hlýtur að vera aðdáendum New York liðsins mikið gleði- efni að John Starks er stöðugt að ná sér betur á strik en ófarirnar í síðasta leik úrslita- keppninnar gegn Hou- ston í fyrravor, þegar hann gat ekki hitt körf- una sama hvað hann reyndi. ■ Unglingarnir í Dallas góðir Ungu mennirnir í Dallas Mavericks komu aldeilis á óvart um helgina og unnu Karl Malone og fé- laga i Utha Jazz. Jamal Mashburn skoraði 28 stig fyrirDallas og nýliðinn Jason Kidd 21. Utha hafði unnið 18 afsíðustu 20 leikjum liðanna og allt stefndi í 19 sigur liðsins í fjórða leikhluta þegar það leiddi leikinn 100- 96. Leikmenn Dallas settu þá í fluggírinn og skoruðu 9 stig gegn engu og tóku leikinn í sínar hendur og sigruðu 117- 110. Dallas hefur verið á mikilli siglingu undan- farið og hefur unnið sjö afsíðustu átta leikjum sínum og er fyrir vikið komið í seilingarfjar- lœgð frá sœti í úrslita- keppninni. ■ Grant Hill Grant Hill FÓR HAMFÖRUM GrantHill fór hamförum þegar lið hans Detroit Pistons lagði Boston Celtics að leikvelli um helgina 104-103. Þegar leiknum lauk hafði Hill skorað 33 stig og tekið 16 frúköst fyrirPistons og hefur hvorki skorað jafnmörg stig né tekið eins mörg fráköst á ferl- inum. Hill var aðeins hársbreidd frá því að ná fyrstu „tvöföldu þrennu sinni“ því hann var með 8 stoðsendingar í leikn- um. Þetta var annar sig- ur Detroit í þremur leikjum eftir að liðið hafði tapað átta leikjum í röð. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.