Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 11
 Óstarfhæf Samstarfsnefnd sjómanna og út- gerðarmanna, sem á að taka á kvótabraskinu, er nánast óstarf- hæf eftir síðasta úrskurð. Þetta kemur fram í Víkingi sem kemur út í dag. Ástæðan er sú að nefndin úrskurðaði að áhöfnin á Alberti GK hafi verið látin taka þátt í kvótakaupum en í mjög svipuðu máli þar sem Hólmaborg SU átti í hlut greiddi formaðurinn atkvæði á móti. Hólmaborgin er í eigu fyrir- tækis Alla ríka á Eskifirði en bæði málin snúast um landanir á síld til Alla ríka. Eftir að hann útvegaði Al- berti GK 400 tonna síldarkvóta lækkaði verðið á síldinni. Þetta þótti meirihluta nefndarinnar rak- ið dæmi um að áhöfnin hafi verið látin taka þátt í kvótakaupum. ■ Fáleikar og slirt starf #Miklir fáleikar eru sagðir milli tveggja valdamestu manna lands- ins í hrossarækt, þeirra Þorkels Bjarnasonar og Kristins Huga- sonar, en báðir eru þeir hrossaræktarráðunautar hjá bændasam- tökunum. Margir bændur og hrossaræktendur eru sagðir hafa töluverðar áhyggjur af þessu, enda talið nauðsynlegt að þessir menn, sem meðal annars eru helstu hrossadómarar landsins, eigi samstarf sín á milli. Deilur þeirra og samstarfserfið- leikar hafa meðal annars birst á síðum hestatímaritanna Eiðfaxa og Hestsins okkar, eða í „hófa- pressunni", eins og hestamenn nefna tímaritin oft. Þar hefur Kristinn til dæmis gagnrýnt Þork- el óbeint fyrir að hafa verið á kafi í eigin hrossarækt á sama tíma og hann dæmdi annarra manna hross. Þorkell hefur á hinn bóg- inn sagt að Kristinn hafi ekki sýnt sér nægilega virðingu og ekki nýtt sér áratuga reynslu sína í starfi. Þorkell Bjarnason. Hefur Þorkell meðal annars sagt að hann hafi verið reiðubúinn að draga sig í hlé fyrir nýjum manni, en nú sé hann að hugsa um að starfa lengur og gæti hann því verið í starfi allt til 1998, sem Kristni mun ekki þykja sérlega þægileg tilhugsun. Deilur hrossaræktarráðunauta Kristinn Hugason. eru annars ekki nýjar af nálinni og má til dæmis nefna að þeir Gunnar Bjarnason, fyrrverandi ráðunautur og Þorkell Bjarnason hafa í marga áratugi deilt hart á opinberum vettvangi, svo sem um útflutning kynbótahrossa, gjöld í stofnverndarsjóð og margt fleira.B Andseta illra afla á Suðurnesiunum Miðilsfundi •Birgir Þórarinsson, guðfræðinemi af Suðurnesjunum, heldur uppi teiknum á lofti sem benda til árása illvígra anda inn á miðilsfundi. Hann hefur ritað nokkra pistla þess efnis til Víkurfréttta á Suðurnesjum að undanförnu, þar sem hann hefur barist hatrammri baráttu gegn hinu illa í heimabæ sínum í formi spíritisma. Biblían vitnar til sær- ingamanna og -kvenna sem starfa gegnum kölska sjálfan en í nýrri þýðingu Biblíunnar sem út kemur kringum árið 2000 mun orðið særingamaður þýtt sem miðill, að sögn Birgis. Pósturinn tók Birgi tali og gægðist um leið inn í Guðs orð. „Gamall brandari innan guð- fræðideildarinnar segir klæða- skáp kölska fullan af gervum hins góða, þar sé að finna presthemp- ur og vængi engla sem hinn illi sjálfur getur brugðið yfir sig ef svo beri við. Þetta er nú reyndar gamansama útgáfan af háalvar- legu máli, en hið illa býr yfir römmum hæfileikum til blekking- ar ásýnd sinni og selur saklausu fólki oft ranghugmyndir. Hið illa getur, ef svo ber við, tekið á sig ásýnd látinna ættingja og ást- vina. Því miður er þetta raunin á miðilsfundum og þetta er það sem gerist þegar miðlar falla í trans,“ segir Birgir um áhrif spír- itisma og andleg málefni. En hvorum megin línunnar vinna þá miðlar sitt starf, er þetta fólk undir hæl kölska sjálfs í hans augum? „Það fólk sem starfar að þess- um málum er góðhjartað og vinnur starf, sem það telur hjálpa öðrum. En þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því við hvað það er að fikta. Það segir Guðs orð okkur og orð fyrrverandi miðla sem hafa séð sannleika málsins. Margir miðlar hafa ekki áttað sig á þessu fyrr en í óefni hefur verið kömið.^ #„Við vitum það nú alveg að það eru gífurlegir fjár- munir í þessum bransa." ILLIR ANQAR REKNIR UT GEGNUM SIMA „Við vitum það nú alveg að það eru gífurlegir fjármunir í þessum bransa. Seint síðastliðið ár var viðtal við formann Sálar- rannsóknarfélags Reykjavíkur þar sem hann sagði 1200 beiðnir hafa borist félaginu síðasta ár, varðandi útrekstur illra afla af heimilum. Og hann lýsir því sjálf- ur hvernig það fór fram, þeir ráku illu andana út gegnum síma og sendu svo viðkomandi gíró- seðil í pósti upp á 2000 krónur. Þarna erum við komin með 2 milljónir króna í tekjur félagsins, einungis fyrir að taka upp símann,“ segir Birgir ennfremur. „Þetta er bara svo hlægilegt vegna þess að ef fólk.tejur sig ^hefur verið kömið.^ ' - vegna þess að ef fólk^-tejur si finna fyrir ónbtum á sínum heim- ilum þá getur það haft samband við sinn sóknarprest sem mætir á staðinn bg fer með bænir með heimilisfólki þeim að kostnaðar- lausu. í húsnæði Sálarrannsóknar- félags Suðurnesja varð uppi fótur og fit í fyrra þegar mikill drauga- gangur fór að gera vart við sig. Þarna þurfti að aflýsa fundum og reyndar komust fjölmiðlar í þetta. Ef Guð á að vera staddur á miðilsfundi, hvers vegna í ósköp- unum ríður þá draugur þarna húsum? Það er eitthvað bogið við þessar staðreyndir. Forráða- menn félagsins brugðu á gömul húsráð til varnar öflunum og dreifðu salti í öll horn, þarna voru menn að mola niður rúg- brauð og í mínum augum var þetta eins og hver annar fífla- gangur. En svo hætti nú þessi andseta að lokum.“ Hfólk er feimid við FRELSARANN „Um 90 prósent landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna, en mér finnst það mjög miður að orð Gúð? é,r., flfii^ið,;feiinnism41, -þjá Birgir Hrafnson guðfræðinemi: „Ég tel guðs hjálp mun sterkara vopn en allt þetta andakukl nútímans". fjölda fólks og það þykir reyndar mjög töff, ef svo má að orði kom- ast, að vera í þessu rugli sem miðlastarfsemi er. Fjölmiðlar hafa brugðist mjög í þessum efn- um. Tveir ungir drengir týndust á Suðurnesjunum fyrir nokkru síðan en þá var því komið á fram- færi gegnum fjölmiðla, að leitað hefði verið til miðla. Þeir gátu sagt að drengirnir væru lokaðir inni, en ekki hvar þeir væru. Ég get ímyndað mér hvernig að- standendum þessara drengja varð við þegar þeir heyrðu þessi orð og hefði ég ekki viljað vera í þeirra sporum. Það var engin sáluhjálp í þessu fólki og ég skil ekki hvers vegna þessir miðlar voru að blanda sér inn í leitar- starfið ef hjálpin var ekki meiri en raun bar vitni. Ég sé engan kristilegan kærleik við þetta og tel guðs hjálp mun sterkara vopn í lífsbaráttunni en þetta anda- .1.0 5k> libixo l:: frá hlut- höfum í Miðli hf. JÁ í ljósi umræðu síðustu daga i tengslum við birtingu greinar um Jón Óiafsson teija hluthafar og ritstjórn Morgunpóstsins rétt að eftirfarandi komi fram: Aðfaranótt s.l. fimmtudags stöðvaði Friðrik Friðriksson prentun Morgunpóstsins eftir að ritstjórn hafði skilað blaðinu af sér til prentsmiðju. Blaðstjórn harmar þessi vinnubrögð Frið- riks Friðrikssonar og biður les- endur afsökunar á þeirri töf sem varð á útgáfu blaðsins. Þá hefur verið reynt að gera ritstjórnarleg viðfangsefni blaðs- ins tortryggileg á þeim forsend- um að ekki hafi verið birt hverjir það eru sem eiga útgáfufélag blaðsins. Þó almennt sé ekki hægt að elta ólar við umræðu af þessu tagi, verður að teljast nauðsynlegt af þessu tilefni að upplýsa hverjir eigi blaðið og bera ábyrgð á því. Gunnar Smári Egilsson Kristinn Albertsson Bimingur hf. Ámi Mölier Andrés Magnússon Hafsteinn Egilsson Brúarstólpi hf. Stór hópur þeirra sem stofn- uðu blaðið seldi fyrir nokkru síð- an hlut sinn eins og skýrt hefur verið frá opinberlega. Kaupandi þessa hlutafjár var hlutafélagið Brúarstólpi hf. Eigendur Brúar- stóipa hf. eru Friðrik Friðriksson og Árni Möller. Það var af tiilitsemi við Friðrik Friðriksson og að hans eigin ósk að ekki var látið koma fram opin- berlega hverjir það eru sem eiga hlut í Brúarstóipa hf. Friðrik taldi það henta hagsmunum sín- um og konu sinnar, Elínar Hirst, fréttastjóra á Stöð 2, að haldá þessum kaupum frá opinberri umræðu. Friðrik mat það svo að ef uppiýst væri hve stór hluthafi hann væri að Morgunpóstinum gæti það haft áhrif á starfsöryggi konu hans. Að auki kom hér til ýmislegt fleira sem snertir hann persónulega. Það hefur vissulega komið þeim sem til þekkja undariega fyrir sjónir með hvaða hætti þau hjónin Elín og Friðrik stóðu að því að stöðva útgáfu blaðsins og ritskoða það s.l. fimmtudag. Af þessum fáheyrðu viðbrögðum sést, að þau hjónin gengu ekki erinda blaðsins, heldur annarra hagsmuna blaðinu óviðkomandi. Ritstjórn sérhvers blaðs getur aldrei sætt sig við íhlutun af því tagi sem hér var viðhöfð. Því var það að hluthafar og stjórn blaðs- ins studdu ritstjórnina og sjálf- stæði hennar einhuga — ef frá er talínn Friðrik Friðriksson. Og bjaðið.var prentað Meirihluti JilLÍUS SÓLNES ÆTLAR AÐ STYÐJA FRAMSÓKNARFLOKKINN. JÚLÍUS Á EFTIR Inga Birni Þuð er skrautlegt uð fylgjast með pólitískum þreifíngum tyrrum Borg- arafíokksmanna þessa dagana. Ingi Björn Al- bertsson, hefur gefíð út yfírlýsingu um að hann œtli að styðja Fram- sóknarflokkinn í kom- andi kosningum. Hinn er Júlíus Sólnes, prófessor og fyrrum umhverfísróð- herra. „Ég íhuga alvar- iega að styðja Fram- sóknarflokkinn, “ segir Júlíus, „...oglítþar auðvitað til hinnar gömlu stefnuskrúr Borg- araflokksins. Við Borg- arafíokksmenn stað- nemumst einna helst við Framsóknarfíokkinn, “ fullyrðir Júlíus. ■ Guðmundur Agústsson seg- IR HINS VEGAR FRAMSÓKNAR- FL0KKINN SÍSTA K0STINN. Guðmundur EKKI IVIEÐ En Guðmundur Ágústsson lögmaður, sem einnig er fyrrum þingmaður Borg- araflokksins, segir hins vegar Framsóknarflokk- inn sísta kostinn. „Ég vil helst sem minnst af þeim fíokki vita“, segir Guðmundur. Um hvaða flokk hann œtlar að styðja í nœstu kosning- um vildi hann lítið segja. „Það eru nú enn nokkrir dagar til kosninga, en œtli ég komi ekki til með að styðja annan hvorn stjórnarflokkinn.“ ■ Asgeir Hannes Eiríksson ÆTLAR AÐ STYÐJA JÓHÖNNU. JÓHÖNNU Ásgeir Hannes Eiríksson er sú sem œtlar að styðja Jóhönnu Sigurðardóttur. „Það er langt til kosn- inga og margt gott fólk í Framsóknarfíokknum en ég held ég styðji nú Jó- hönnu. Það þýðir þó ekki það sama og að ég styðji Þjóðvaka enda fínnst mér að pólitík eigi að vera persónubundin. Þetta með Jóhönnu byggir d gömlum tengsl- um við fjölskylduna. Það sem hefur líka með þessa afstöðu mína að gera er að vera engum húður og getu kosið það sem manni sýnist, eins og ég held að lang .. stœrsli filúti'þjóðarihn- arhugsi. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.