Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 18
FRETTIR immn \u ðwguj Júlíus Valsson. Er hann FÓRNARLAMB KOSNINGABAR- ÁTTU SlGHVATS? Rekinn nú og BÆTUR SEINNA Mönnum fínnst rögg- samlega verið að verki hjá Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra að reka Júlíus Valsson trygg- ingayfírlœkni. Sighvatur er vissulega með álit rík- islögmanns í höndunum en þau álit eru vanalega hœgt að túlka á marg- víslega vegu. Því telja margir að hann sé ein- faldlega að hressa upp á kosningabaráttuna. Júlíusi þurfí hvort sem er ekki að greiða skaða- bœtur fyrr en á nœsta kjörtímabili. ■ Davi'ð gerir Kvennalistanum TILBOÐ UM AÐ VERA i NÆSTU RlKISSTJÓRN. Dvíð byrjaður AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN Davíð Oddsson, formaður Sjálfstœðisfíokksins, hefur þegar rœtt við for- menn annarra flokka um ríkisstjórnarsam- starf eftir kosningar. Davíð hefur átt fund með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknar- flokksins, um hugsan- legt samstarf flokkanna. Hitt er athyglisverðara að Davíð útilokar ekki þriggja flokka stjórn. Hann hefur þegar gert ráð fyrir að núverandi ríkisstjórnarflokkar haldi ekki meirihluta en vill samt ekki útiloka samstarf þeirra á milli. Til að tryggja meirihluta hefur hann fœrt í tal við Kvennalistann að þœr geti fengið félagsmála- ráðuneytið komi þœr til samstarfs við ríkis- stjórnarflokkana. Við- mœlandi PÓSTSINS sagði þetta klókt hjá Davíð þar sem Kvennalistakon- urgeta ekki annað en tekið hvaða tilboði sem er til að vera í nœstu ríkisstjórn. ■ Álitsgerð frá umboðsmanni barna Kemarar mega ekki loka á tómstundastarf • í álitsgerð Þórhildar Líndals, umboðsmanns barna, kemur fram að aðgerðir verkfallsnefndar kennara að undanförnu gegn tómstundastarfi í grunnskólum eru með öllu óheimilar. Telur um- boðsmaður að þar sé um félags- og tómstundastarf að ræða, jafnvel þó það fari.fram í skólahúsnæði. Það var Unnur Halldórsdóttir, formaður samtaka Heimilis og skóla, sem lagði fram fyrirspurn varðandi lögboðin réttindi grunnskólanema fyrir umboðs- mann barna. Var það vegna þeirrar ákvörðunar verkfalls- nefndar að koma í veg fyrir tóm- stundastarfsemi innan skólanna. Verkfallsnefnd kennarafélaga hefur að undanförnu beitt sér fyrir algerri lokun allra skóla- stofnana landsins og hefur nú til dæmis barnakór Kársnesskóla verið úthýst frá æfingahúsnæði sínu innan veggja skólans. Þá hefur verkfallsnefnd einnig neit- að foreldrafélögum grunnskóla um fundaraðstöðu í skólastof- um, á þeim forsendum að skóla- stofnair skulu lokaðar á meðan verkfalli standi. „En það verkfall sem hefur staðið yfir núna í mánuð hefur að sjálfsögðu haldið börnum landsins, svo og kennurum og foreldrum, algerlega í gíslingu og það er hörmulegt að vita til þess að börn eigi ekki lengur rétt á sínu sjálfsagða tómstundastarfi á lögboðnum skólatíma, þrátt fyrir að enginn kennari komi þar við sögu,“ sagði Unnur Halldórs- dóttir í satptali við Póslinn en á föstudaginn var verkfallsnefnd- inni sendar fyrirspurnir varð- andi aðgerðir þeirra gegn tóm- stundastarfi þar sem þeim var kynnt innihald álitsgerðar um- boðsmannsins og óskað eftir úr- lausnum vegna þess að þessar aðgerðir eru ólögmætar. „Það eru engin lög til sem geta Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla leitaði álits á lokun á tómstundastarf. hamlað börnum að halda uppi sínu tómstundastarfi meðan á verkfalli stendur,“ sagði Unnur. Kaupir Bíldudal Eiríkur Böðvarsson, rækjuverk- andi á ísafirði, hefur keypt gjald- þrotafyrirtækið Sæfrost á Bíldu- dal. Eiríkur er einn eigenda Bása- fells á ísafirði. Áður en Eiríkur stofnaði Básafell rak hann Niður- suðuverksmiðjuna á ísafirði en undir hans stjórn varð það fyrir- tæki gjaldþrota. Sæfrost á Bíjdudal er ekki gam- alt fyrirtæki. Áður hét það Fisk- vinnslan. Það varð gjaldþrota og eigendum þess var gert kleift að stofna til Sæfrosts. Til þess fengu þeir margs konar fyrir- greiðslu en það dugði ekki til þess að þeim tækist að halda Sæ- frosti gangandi í eitt ár. Aðal- stjórnendur og eigendur Sæ- frosts voru Jakob Kristinsson og Guðmundur Sævar Guðjónsson.B Fanný Guðmundsdóttir, 82 ára; spáír i íramnoina a nousgou arasms • Þeir eru ófáir sem hafa litið við í litla eldhúsinu hennar Fannýj- ar að Holtsgötunni gegnum tíðina og sopið á lútsterku spákaffi til heilla eða harms eftir örlögum þeirra. Þrestar og alþingis- menn, húsmæður og alþingismenn, allir æskja svara við spurs- málum hjartans gegnum kaffibollann. Pósturinn skyggndist inn í líf Fannýjar Guðmundsdóttur að Holtsgötunni, en lét bollann liggja eftir. Fanny Guðmunds- dóttir„Ég hef ávalit litið þetta starf hálfgerðum líknaraugum og kann ekki við að kalla sjálfa mig spákonu því það er 4 égekki.11 „Það var nú svo að afi minn heitinn bjó yfir sterkri spádóms- gáfu og var spámaður mikill, en hann lést þegar ég var barn að aldri. Hann hafði mikla trú á mér í spádóma og lagði að mér að reyna fyrir mér.“ Svona kemst Fanný Guðmunds- dóttir að orði þegar fyrstu kynn- um hennar af kaffibollaspádómi ber á góma en starfsárin hennar eru orðin æði mörg í dag og þeir eru orðnir óteljandi eldhússpá- dómarnir hennar, sem hafa tek- ið upp á því að rætast. „Stuttu fyrir andlátið hans afa, tók gamli maðurinn upp á því að rétta mér kaffibolla og spyrja mig hvers ég yrði vör þarna. Mér hafði aldrei dottið til hugar að líta í bolla eftir spádómi, enda aðeins átta ára gömul. Ég kunni að sjálfsögðu ekkert en reyndi að líta eftir einhverju at- hyglisverðu og sá þarna mann sem stökk af háu bretti, bollinn var bjartur og fagur en þar fyrir utan var hann tómur. „Nú, já. Er það svo langt komið,“ sagði hann aðeins. Eg vissi ekki fyrir hverju sýnin í bollanum var, en fjórum dögum síðar lést gamli maðurinn og þar með var spáin komin fram. Árið var 1921 og það má með sanni segja að spá- dómarnir hafi fylgt mér allar götur síðan.“ RÚTÍNUVINNA RÝRIR SANNLEIKSGILDIÐ Fanný, sem er 82 ára að aldri, er enn í fullu fjöri og segist langt frá því hætt í greininni, þó svo oft leggi að henni þreytu og því geri hún minna af því að spá nú en áður. Rútínuvinnu segir hún sér ekki að skapi, því slíkt rýri sannleiksgildið. „Þetta verður bara stór hring- landi þegar maður spáir svona trekk í trekk,“ segir hún. „Mér finnst þægilegast að taka jafnvel einn og einn, en aldrei marga á dag. Þá fer tilfinningin að fjara í burtu." En hvaða augum lítur Fanný starf sitt? Hefur hún gaman að því sem hún gerir eða vill hún meina að spádómar séu hrein atvinnugrein sem hægt sé að hafa góðar tekjur af? „Ég hef ávallt litið þetta starf hálfgerðum líknaraugum og kann ekki við að kalla sjálfa mig spákonu því það er ég ekki. Ég geri gott fyrir fólk sem er langt niðri og létti oft lund þeirra sem til mín koma, en aldrei hef ég auglýst mig. Slíkt er mér óskap- lega á móti skapi þegar að sjálfri mér kemur. En sjálf hef ég aldrei numið neitt utan skriftar, ís- lensku og einfalds reiknings í barnaskóla. Spádómsgáfan hef- ur nú bara fylgt mér frá barns- aldri og þannig er það nú bara.“ MAÐUR SÉRJÍÚ ÝMISLEGT KRINGUM FOLK „Þegar spilin eru komin á borðið opnast skilningarvit manneskjunnar fyrir mér og maður sér nú ýmislegt kringum fólk, til dæmis hvað hver ber með sér. Og það eru nú margir sem bera þungt með sér en aðrir eru bjartir yfirlitum. Störfum mínum mætti líkja við ritstörf á vissan hátt, að því leyti að ég sé Eg vissi ekki fyrir hverju sýnin í boll anum var, en f jór- um dögum síðar lést gamli maður- inn og þar með var spáin komin fram Arið var 1921 og það má með sanni segja að spádóm- arnir hafi fylgt mér allar götur síðan.“ að skrifa bók sem ég vill ekki að neinn lesi. Það sem ég segi við viðmælanda minn, kemur mér einni við, utan þess sem ég spái fyrir.“ En hvað gerir Fanný ef erfið lögn verður fyrir henni og dimmt er framundan hjá mann- eskju? Segir hún fyrir um dauðs- föll og erfiða hluti hreint út án vífilengja? „Það er ægileg kúnst að segja fyrir um erfiða atburði. Ég reyni að sjálfsögðu að segja hlutina eins varlega og mér er unnt, en fái viðkomandi leiðinlega lögn er ekkert hægt að ræða það neitt meira. Svona getur nú bara lífið verið og þrátt fyrir að fólk fari gegnum erfiðleika þá er alltaf sem fólk fari upp úr þeim aftur og inn í bjartari tíma. Lífið er mikill skóli og kennir okkur svo margt. Það er bara misjafnt hvernig fólk nýtir sér þann lær- dóm sem lífið er.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.