Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 13
1995 27. MARS MANUDAGUR MEIRA MANNLiF Ólína Þorvaröardóttir og Sigurður Pétursson frammáfólk í Pjóðvaka: Aka um á bíl merktum XD •Ólína Þorvarðardóttir ritstjóri blaðs Þjóövaka og eiginmaður hennar Sigurður Pétursson, sem skipar efsta sæti lista flokksins á Vestfjörðum, aka um á bíl með skráningarplötum merktum XD. Ólína segir þetta ekki hafa valdið þeim miklu hugarangri. „Þessi bíll var keyptur í borgar- stjórnarkosningunum síðastliðið vor. Á sama tíma og Reykjavíkurl- istinn var í kosningabaráttunni gegn Sjálfstæðisflokknum þá labbar Siggi upp í umboð og kem- ur með bílinn heim. Ég horfi á hliðina á bílnum, sest inní hann og prufukeyri og er mjög ánægð og vil að hann kaupi bílinn. Svo fer hann og gengur frá kaupun- um. En þegar ég sé hann koma ak- andi til baka niður brekkuna rennur upp fyrir mér að það stendur XD framan á bílnum. Það lá við að við leigðum okkur bíl- skúr til þess að fela ökutækið rétt á meðan kosningarnar stóðu yfir. Og nú er sama vandamálið á döf- inni; við í harðri kosningabaráttu fyrir Þjóðvaka en ökum um kyrfi- lega merkt Sjálfstæðisflokkn- um,“segir Ólína. Ólína neitar því alfarið að þau hjón hafi orðið fyrir aðkasti frá flokkssystkinum sínum í Þjóð- vaka út af skráningarplötum bíls- ins og segir þær þvert á móti hafa vakið töluverða kátínu. Aðspurð hvort þeim hafi ekki dottið í hug að fara þess á leit við Bifreiðaskoðun íslands að fá skráningarnúmeri bílsins breytt, segir Ólína: „Nei, við höfum nú ekki lagt svo þunga merkingu í þetta. Okkur finnst þetta aðallega fyndið og þetta hefur verið hálfgerður brandari í fjölskyldunni." Þar sem nú er skammt til kosninga liggur beint við að spyrja Olínu að því hvort þau ætli að fara á bílnum á kjör- stað? „í borgarstjórnarkosningunum lögðum við tveimur götum frá og Ólína Þorvaröardóttir og gengum svo á kjörstað. Það verð- Sigurður Pétursson viö ur sjálfsagt eitthvað svipað upp á fjölskyldubílinn sem er teningnum núna.“ ■ ejns oa sest merktur XD. Týndi nærri því eina eintakinu af myndinni. Eins og PÓSTURINN hefur sagt frá leit allt út fyrir að Jóhann Sigmarsson, leik- stjóri Einnar stórrar fjöl- skyldu, myndi missa af frumsýningu myndar sinn- ar næsta föstudag þar sem hann hafði verið boðaður í afplánun 40 daga fangelsis- dóms þann 24. mars vegna ítrekaðs ölvunaraksturs. Jóhanni hefur nú tekist að fá afplánun sinni frestað um mánuð og getur því verið viðstaddur frumsýn- inguna. „Já, ég hringdi frá Kaup- mannahöfn, þar sem var verið að útbúa sýningar- eintak af myndinni, í hann Erlend hjá Fangelsismála- stofnun og hann gaf mér frest til 23. apríl. Eg sagði honum að ég væri að frum- sýna mynd og gæti ekkert verið að fara inn á þessum tíma. Hann skildi það al- veg.“ Jóhann sleppur sem sagt í bili við að fara í steininn en það munaði hins vegar litlu að ekkert yrði af frum- sýningunni af annarri ástæðu. Jóhann var búinn að gera samning við fram- köllunarfyrirtæki í London um að útbúa sýningarein- tak af mynd sinni. Þegar hann fór síðan út á dögun- um kom í ljós að hann gat ekki greitt uppsett verð fyrir þessa þjónustu. Jóhann dó þó ekki ráða- laus heldur útvegaði sér hagstæðara tilboð frá fyrir- tæki í Kaupmannahöfn, tók frumeintökin af myndinni úr vörslu enska fyrirtækis- ins og pantaði flug til Kaupmannahafnar. Þegar þangað kom uppgötvaði hann hins vegar, sér til mikillar skelfingar, að spól- urnar með myndinni höfðu týnst á leiðinni. „Ég stóð þarna á flugvell- inum og vissi ekki hvað ég átti að gera; hvort fjögurra ára vinna væri farin í vask- inn og 20 milljónir gufaðar upp á þessum eina klukku- tíma sem ég skildi við myndina í flugvélinni." Eftir nokkrar örvænt- ingafullar klukkustundir kom þó tii allrar lukku í ljós að pakkinn með myndinni hafði orðið eftir á Heathrow-flugvelli og Jó- hann gat tekið gleði sína á ný. Ein stór fjölskylda verður frumsýnd næsta föstudag í Háskólabíói. ■ Afliurða ljúffengt hreint Kóloinbíukaffi ineð kröftugu og frískandi bragði. Kaffið er meðalbrennt seni laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði þess. Kólombíukaffi var áður í hvítmn umbúðuni. MEÐALBRENNT Einstök blanda sex ólíkra kaffítegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu er megin uppistaðan. Kólombíukafli gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. 'tKini.Bnrwr GEVAUA K ' KFI 50« C. E-BRYGG sérhlanda Kaffi sem lagað er í sjálfvirkuin kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Gevalia E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaflikönnur í huga. Aðems grófara, bragðmikið og ihnandi. GEVAUA -Það er kaffið! Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt, hefur mikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim sem ehikennir Old Java. Kaffi sem ber af.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.