Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 14
IÞROTTIR Engar samræmdar keppnisreglurtil í þolfimi Frétt PÓSTSINS í síðustu viku, sem greindi frá því að sjö alþjóðleg þolfimi- sambönd krýndu heims- meistara og sá áttundi yrði krýndur í desember á fyrsta heimsmeistara- þolfimimóti Aiþjóða fim- leikasambandsins, hefur vakið töluverða athygli. Rætt var við formann Fimleikasambands ís- lands, Gudmund Haraldsson, sem sagði þetta rétt. Eitt- hvað virðast þessi mál hins vegar á reiki innan fimleikahreyfingarinnar því Erla Lúðvíks- dóttir hjá Fim- leikasamband- inu hafði sam- band við blaðið og hafði athuga- semd við frétt- ina. Hún sagði áðurnefnd sjö alþjóða þolfimi- sambönd ákaf- lega misvirk og hæpið væri að kalla meistara allra þessara s a m b a n d a heimsmeistara. Erla ítrekaði það sem kom fram í fyrri frétt blaðsins að tvö af sam- böndunum sjö eru í sér- fiokki hvað styrkleika varðar: IAF sem á rætur sínar að rekja til .lapans og ICAF sem er frá Banda- ríkjunum. Magnús Scheving hefur hingað til keppt undir merkjum IAF og lenti í öðru sæti á síðasta heimsmeistaramóti sam- bandsins. Undanfarið hafa hins vegar staðið yf- ir harðar deilur milli Magnúsar, sem nú keppir undir merkjum Fimleika- sambands íslands, og um- boðsmanns ÍAF á íslandi, Bjiirns Leifssonar, og er allt útlit fyrir að Magnús niuni ekki keppa á næsta heimsmeistaramóti IAF. Samkvæmt upplýsing- um sem PÓSTliRINN hefur aflað sér eru þessar deil- ur Magnúsar og Björns nokkuð lýsandi fyrir stöðu þolfimimála í heim- inum þar sem mörg sam- bönd eru starfandi öll með sínar eigin reglur. Vonast er til þess að úr þessum máluni rætist nú þegar Alþjóða fimleika- sambandið hefur ákveðið að taka þolfimina undir sínn hatt, en þar er málið hins vegar á algjöru frum- stigi. IAF og Aljóðasamband- ið undirrituðu á síðasta ári samning um ákveðið samstarf sem felur til dæmis í sér sameiginleg- ar regiur. Þetta samstarf er þó ekki komið iengra á veg en svo að IAF heldur sitt heimsmeistaramót nú í apríl en Alþjóða fim- leikasambandið annað mót í desember. Og síðan mun sterkasta og stærsta sambandið ICAF hakla þriðja heimsmeistara- mótið í sumar. Eru þá ótalin mót smærri sam- bandanna. Þolfimimenn bundu vonir við að þolfimi yrði tekin inn á Olympíuleik- ana í Atianta á næsta ári sem sýningargrein en samkvæmt gögnum frá IAF í Japan er talið mjög ólíklegt að af því verði. Ástæðan fyrir því er sú að þolfimi er mjög ung íþrótt og keppnismenn í greininni eru örfáir sam- anborðið við flestar aðrar íþróttagreinar. Eins og málum er nú háttað eru það fyrst og fremst einka- aðiiar og fyrirtæki víða um heim sem halda þol- fimimót en ástæða þykir til að bíða eftir því að þol- fimin komist í farveg íþróttahreyfingarinnar og samræmdar keppnisregl- ur verði settar áður en greinin verði tekin upp á OIympíuIeikunum..p . , Gianfranco Zola lét sér ekki nægja a( klæðast treyju númer 10 í fjarveru Ro berto Baggio í landsleik Ítalíu og Eist lands í gær, heldur tók einnig stöði hans í liðinu og brilleraði. Zola skorað tvö mörk og lagði upp eitt og lék bes allra í 4-1 sigri Italíu. Það voru þeir De metrio Albertino og Fabrizio Ravanell sem skoruðu hin tvö mörk Ítalíu er þetta var fyrsta landsliðsmark þess síð arnefnda. Sigur Ítalíu eykur mjög líkui þeirra á að ná öðru sæti riðilsins or komast þar nreð í lokakeppni Evrópu keppninnar á Englandi á næsta ári Króatía er í efsta sæti riðilsins með full hús stiga en sparkfræðingar vænta mik ils af liðinu í lokakeppninni. ■ Fótboltinn aö byria Fótboltaspilarar og áhuga- menn geta farið að anda léttar þár sem vormótin, til dæmis Reykjavíkurmótið, hefjast í vik- unni. Eins og kunnugt er er Reykjavíkurmótið spilað í tveim- ur deildum, A-deild og B-deild. Eitt 1. deildar félag er í B-deild, en það er Valur. Eins og lesend- ur eflaust muna hættu Valsarar við þátttöku í fyrra þar sem þeir mótmæltu gervigrasinu í Laugar- dal. Þess vegna féllu þeir um deild.B •„Eg gleðst yfir að vera laus úr fangelsinu og á heimleið. Mig langar að þakka öllum þeim sem hafa stutt mig og mun tjá mig frekar í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu frá bandaríska hnefaleik- akappanum IVIike Tyson, sem hann sendi frá sér þegar hann var látinn laus úr fangelsi í Indiana-fylki að morgni laugardags. Romario með þrennu Romario hristi af sér slyðru- orðið og skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Flamengo þegar það bar á dramatískan hátt sigurorð yfir Botafogo 3-2. Leikurinn var ein- vígi milli Romario og framherj- ans Tulio í liði Botafogo en Tulio þessi hefur skorað flest mörk allra í Brasilíu þetta keppnis- tímabil. Það varð ekki til að minnka samkeppnina milli þess- ara kappa að þegar Romario neitaði að gefa kost á sér í vin- áttulandsleik gegn Slóvakíu í febrúar komst Tulio í liðið og skoraði gott mark. Framkoma Romarios olli því að hann hefur ekki verið valinn til þess að leika fyrir hönd Brasilíu í vináttuleik gegn Hondúras í næstu viku en Tulio verður aftur á móti í liðinu. Leikur Flamengo og Botanga var hins vegar alfarið eign Romarios og sýndi hann allar sínar bestu hliðar en Tulio mátti aftur á móti þola það að líta rauða spjaldið eftir útistöður við varnarmann Flamengo. Eftir leikinn sagði Ro- mario af sinni alkunnu hæ- versku: „Tulio verður að skilja að ég er útvalinn, geisli guðs lýs- ir mig upp.“B Mikill fjöldi fréttamanna beið við fangelsishliðið þegar Tyson var látinn laus úr fangelsinu, þar sem hann hefur dvalið und- anfarin þrjú ár eftir að hann var fundinn sekur um að nauðga 18 ára gamalli fegurðardrottningu, Desiree Washington. Lífverðir skýldu Tyson fyrir fréttamönn- unum þegar hann kom út fyrir fangelsisveggina en þar beið hans svört limósína. Skömmu áður hafði ung kona og bílstjóri farið inn í bílinn. Bílastæðið var troðfullt af sjónvarpsmönnum og blaða- Ijósmyndurum sem reyndu að ná myndum af Tyson. Margir fréttamannanna höfðu dvalið fyrir utan fangelsið alla nóttina í von um að Tyson mundi nota tækifærið og koma með hátt- stemmdar yfirlýsingar, eins og hann var þekktur fyrir áður en honum var stungið í svartholið. Þess í stað beygði hann höfuð sitt sem var hulið hvítum höfuð- kufli að hætti múhameðstrúar- manna og lét sem hann Sæi ekki fréttamennina. Nokkrum sek- úndum síðar hvar bíllinn sjón- um viðstaddra en fjórar þyrlur frá stærstu sjónvarpsstöðvun- um sveimuðu yfir vettvangi. í MESSU MEÐ ALI Áður en bíll Tyson fór út á flugvöll kom hnefaleikakappinn við í mosku múhameðstrúar- manna þangað sem honum hafði verið boðið af andlegum leiðbeinanda sínum en Tyson tók múhameðstrú fyrir tveimur árum. Um klukkustundar athöfn var haldin í moskunni en frétta- mönnum var meinaður aðgang- ur. Einn samkomugesta sagði að Tyson hafi greinilega verið frelsinu feginn og í mikilli geðs- hræringu, en samkomugestir þökkuðu Allah frelsi Tysons. Tyson og Ali eru óumdeilan- lega þeir tveir heimsmeistarar í þungavikt í hnefaleikum sem hafa vakið mesta athygli innan íþróttarinnar undanfarin 30 ár. Engu að síður hafa þeir hingað til átt jafn fátt sameiginlegt og rapp og djass. En á laugardag- inn sameinuðust þeir í bæn til Allah enda báðir múhameðstrú- armenn. Ali þurfti einnig að sitja í fangelsi þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst, fyrir að neita að ganga í herinn vegna trúarskoð- ana sinna. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að hann sótti athöfnina í moskunni sagði Ali hana vera þá að Tyson hefði tekið út refsingu sína og „þetta væri Ameríka," eins og hann orðaði það. „Tyson er búinn að ganga í gegnum „shahada“ (trúareiður múhameðstrúar- manna) og byrjar lífið aftur með hreint blað,“ sagði Ali. „Ef ég færi ekki og vottaði Tyson stuðning minn væri ég ekki að fylgja trúarsannfæringu rninni," sagði gamla goðið sem nú er 58 ára og langt leiddur af Parkin- son-veiki. GRIMMUR 0G KRAFTMIKILL Ali var ekki minni uppreisnar- seggur en Tyson á sjötta ára- tugnum og kallaði sig mesta hnefaleikameistara allra tíma, sjálfshól sem féll ekki í kramið í bandarísku þjóðfélagi þess tíma sérstaklega þar sem það kom úr munni svertingja. Um sjálfan sig sagði Tyson hins vegar að hann væri versti maður sem gengi á jörðinni og vöktu þau orð ekki minni athygli og viðbrögð. Þess- ar umsagnir þeirra sjálfra skýra kannski best muninn á þessum tveimur þekktustu hnefaleika- meisturum seinni ára. Auk trúar sinnar eiga þeir nú sameiginlegt að hafa báðir eytt þremur árum að baki fangelsismúra en Ali var sviptur heimsmeistaratitli sín- um þegar hann var settur inn. Eftir að hann losnaði úr prí- sundinni aftur vann hann heimsmeistaratitilinn tvisvar en að flestra áliti var hann þó aldr- ei svipur hjá sjón eftir fangelsis- dvölina. Hvað Tyson gerir veit Mario Stecher frá Austurríki stekkur hér í skíðastökkskeppni sem fór fram í Sapporo í Japan í gær. Þetta stökk dugði honum í annað sæti í keppninni en það var upp á 93 metra og gaf 224,5 stig. Ferill Mike Tysons 1978: Handtekinn 12 ára gamall fyrir að stela veski 1985: Rekinn úr skóla vegna uppsafn- aðra agabrota 1986: Byrjar feril sinn sem atvinnu- maður í hnefaleikum með því að rota Hec- tor Mercedes í fyrstu lotu. -Verður yngsti WBC-heimsmeistari sögunnar aðeins tvítugur aö aldri með því að rota Trevor Berbick í annarri lotu. 1987: Vinnur WBA-heimsmeistaratitil- inn gegn James „Bonecrusher'* Smith með samdóma áliti allra dómaranna. -Kærður fyrir að berja stöðumælavörð sem sagðist hafa gengið á mili þegar Ty- son ætlaði að kyssa ókunna konu í bíla- geymslu. Sátt náðist áður en málið fór fyrir rétt. -Veröur óumdeildur heimsmeistari I hnefaleikum meö því að sigra IBF-meist- 1988: Gengur að eiga leikkonuna Ro- bin Givens. -Givens og móðir hennar heimta að- gang að peningum Tysons til að greiða útborgun á 4,5 milljóna dollara einbýlis- húsi í New Jersey. -Givens og fjölskylda saka Tyson um ofbeldi. -Tyson stefnir umboðsmanni sínum Bill Clayton til að Ijúka samningi þeirra. -Ræður kaupsýslumanninn Donald Trump sem fjármálaráðgjafa. -Brýtur hægri hönd sína í götuslags- málum við fyrrum andstæðing sinn, Mich Green. -Rotast þegar hann ekur bíl sínum á tré í grennd við heimili fyrrum þjálfara slns, Cus D’Amatos. -Tyson situr eins og lamaður við hlið Robin Givens í sjónvarpsþætti á meðan ur og hjónaband þeirra hafi verið hreint helvíti. -Lögregla kvödd að heimili Tysons eft- ir að hann hendir húsgögnum í gegnum gluggana og Givens og móðir hennar flýja. -Givens stefnir Tyson fyrir rétt og heimtar skilnað. Tyson stefnir á móti. -Tyson fær reikning upp á tvær milljón- ir dollara frá Donald Trump og ræður Don King sem umboðsmann sinn. -Givens fer í meiðyrðamál gegn Tyson vegna dagblaðsfréttar og fer fram á 125 milljónir dollara í skaðabætur. -Tyson stefnir Bill Clayton aftur. -Pelsakaupmaöur stefnir Tyson og krefst 92 þúsunda dollara vegna kaupa á pelsi handa móðurGivens. -Tyson stefnt af Söndru Miller fyrir að hafa káfað á henni í næturklúbbi í New ■ aranrujony.ju^r^fc;^ :: hún segir að harrn sáþupglyndjþpjúkljpg- ^pk.. L'Wiuíæn i ði Sr’LBKÍ'.-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.