Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 3
ragSBi FRÉTTIR Goða nótt, Olafun •Skömmu áður en Alþingi lauk storfum í síðasta mánuði voru mikil átök um afgreiðslu grunnskólafrumvarpsins og um tíma leit út fyrir að Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra tækist ekki að koma málinu í gegnum þingið, stjórnarandstaðan og kennarar börðust gegn afgreiðslu frumvarpsins eins og það var þá. Ólafur G. Einarsson vissi ekki um nætur- fund Davíðs og Svav- ars um grunnskóla- frumvarpið. Davíð Oddsson boð- aði Svavar Gestsson og formannKennara- sambands íslands á næturfund til að bjarga grunnskóla- frumvarpinu. Svavar hitti Davíð Oddsson á leynifundi í stjórnarráðinu undir morgun. Þar var tryggð afgreiðsla grunnskólafrum- varpsins. Davíð Oddsson forsætisráð- herra beitti sér ekki mikið í mál- inu lengst af, hann lét Ólafi það eftir. Jæja, skömmu áður en þingið lauk störfum kom Davíð að máli við Svavar Gestsson, fyrr- verandi menntamálaráðherra og foringja stjórnarandstöðu í mál- inu, og bað hann um að hitta sig í stjórnarráðinu þegar þingfundi lyki um nóttina. Aðrir þingmenn og ráðherrar fóru hver til síns heima til að hvíla lúin bein, þar á meðal menntamálaráðherrann Ólafur G. Einarsson. Davíð og Svavar hittust undir morgun í stjórnar- ráðinu ásamt þriðja manni, Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasam- bands íslands. Á ekki löngum fundi tókst þessum þremur að gera þær breytingar á frumvarp- inu sem allir gátu sæst á. Þegar hvíldir ráðherrar og þingmenn mættu aftur til þingfundar fund- uðu Davíð og Svavar hvor með sínum hópum og greindu frá hverju ætti að breyta í frumvarp- inu. Ólafur G. hlustaði eins og aðrir og fáum klukkustundum síðar var frumvarpið samþykkt á Alþingi og eins í röðum kennara. Samkvæmt þessu var framlag menntamálaráðherrans, eftir að frumvarpið kom fram á Alþingi, minna en margur heldur. For- maður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrann tók einfald- lega völdin af sínum eigin ráð- herra og gerði samkomulag við kennara og stjórnarandstöðu. „Það lá ekkert annað fyrir. Davíð vissi að Svavar var lykil- maður í stjórnarandstöðunni og eins veit hann að Svavar er betri menntamálaráðherra en Ólafur," sagði sjálfstæðismaður í samtali VÍð PÓSTINN.B Forsíða póstsins frá fimmtudeginum. á bróðurJóns Ólafssonar Marg- dæmdur fíkniefnasali Situr í varðhaldi í Portúgal. ■ Hálfbróðir Jóns Ólafssonar, Tryggvi Bjarni Kristjánsson, hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu þar sem íslensk yfirvöld hafa krafist framsals á honum frá Portúgal vegna um- fangsmikils fíkniefnamáls. Eins og fram kom í póstinum á fimmtudaginn sýna gögn að hann kemur nokkuð við fíkni- efnasögu Jóns. í nóvember síðastliðnum var breskt par handtekið á Keflavík; urflugvelli með 6,1 kíló af hassi. í kjölfarið voru þrír íslendingar hnepptir í gæsluvarðhald og óskað framsals á Tryggva Bjarna frá Portúgal þar sem hann situr í fangelsi. Grunur fíkniefnalög- reglunnar er sá að hann hafi um Iangt skeið útvegað hópi manna fíkniefni sem flutt hafi verið inn til landsins. Tryggvi Bjarni á langan af- brotaferil að baki. Á árunum 1976 til 1990 var hann fjórtán sinnum dæmdur fyrir brot á hegningarlögum, fíkniefnalöggjöf og umferðarlögum og hlaut sam- tals 74 mánaða fangelsi fyrir þau brot. Auk þess hefur hann átján sinnum gengist undir dómsátt vegna brota á fíkniefnalöggjöf- inni. Fyrir nokkrum árum fluttist Tryggvi Bjarni til Spánar. Þar í landi var hann hnepptur í fang- elsi, meðal annars fyrir að mis- þyrma fyrrum eiginkonu sinni. í desember síðastliðnum var hann svo handtekinn í Portúgal vegna fíkniefnamisferlis og úr- skurðaður í þriggja mánaða varðhald. Annar hálfbróðir Jóns, Guðleif- ur Kristjánsson, kom lítillega við sögu í fíkniefnamálunum frá 1972-3 sem Jón tengdist. ■ Reynsliiaktu RenauW O — IVílliams HF.MAlJl.r ; Formulal — . prefal*|ur heimsmeistari Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. ÁRMÚLA 13 • SÍMI 5 53 1 236 Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr. 1195.000,- INNIFALIÐ: Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, íjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband, styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar, málmlitur, ryðvörn, skráning .. Fallegur fjölskyldubíll á fínu verði. RENAULT RENNUR UT! Hagstæðustu bílakaup ársins!? Arthúr Morthens. Allir VEIKIR HJÁ SVR. Undanfarin ár hafa verið sífelldar endurskoðanir hjá Strœtisvögnum Reykjavíkur. Einkavœð- ingunni var kastað fyrir róða en menn eru ekki búnir að kasta frá sér hugmyndum um hagrœð- ingu en nú ráða þar völdum Lilja Ólafsdóttir forstjóri og Arthúr Mort- hens stjórnarformaður. Ein þeirra staðreynda sem menn verða að taka tillit til erþað að forföll vegna veikinda eru gíf- urleg hjá SVR. Er rœtt um að launakostnaður vegna veikinda sé að meðaltali í kringum 2 prósent í fyrirtœkjum landsins en hjá SVR mun þetta vera nálœgt 10 prósentM Atvinnulausir á HANDAHLAUPUM / flokkakynningu Al- þýðuflokksins sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu í síðustu viku fjallaði Sig- hvatur Björgvinsson um nauðsyn þess að laða hingað erlent fjármagn. Rök Sighvats voru þau að þetta fjármagn gœti skapað vinnu handa „þeim atvinnulausu höndum sem nú ganga um atvinnulausar“. Þá veit maður það. Efmað- ur mœtir fólki sem geng- urá höndum þá erþar um atvinnuteysingja að rœða. ■ Stefán Grímsson segist LENGI HAFA REVNT AÐ VEKJA ATHYGLI Á SLYSAGILDRUNNI. í Kópavogi „Eg er margbúinn að til- kynna um þessa slysa- gildru en það virðist enginn hlusta á ábend- ingar mínar, “ sagði Stef- án Grímsson, íbúi í Kópavogi, sem í þrigang hefur sagt frá eyðilögðu rafboxi við gangbrautar- Ijós á mótum Álfhólsveg- ar og Skólatraðar. Boxið er brotið þannig að börn geta hœglega stungið hendinni inn í það. Er mikil hœtta á slysi þar sem straumurinn er 380 volt þarna. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.