Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 27.03.1995, Blaðsíða 9
'MrAWS*MMN 0 ÐWGUJ R1 wX-.... : UTLOND i T • « I t Craxi stuttbuxnaklæddur á gangi íTúnis. FaHeraðup ior- sæfisráðherra •Bettino Craxi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, býr nú í útlegð í Túnis. Hann þorirekki aðsnúaheim endavofiryfirhonumfang- elsisvist. Craxi var forsætisráðherra Ítalíu samfellt frá 1983 til 1987 og er það met í ítölskum stjórn- málum eftir stríð. Hann varð leiðtogi Sósíalistaflokksins 1976 og leiddi hann til áhrifa og virð- ingar. Crítxi var á sínum tíma sagður hafa slegið nýjan tón í ítölskum stjórnmálum, hann var álitinn nútímamaður sem væri tákn um nýtt siðgæði og nýjan stíl. Þetta hefur öldungis reynst vera tálsýn. í ljós kom að Craxi er einhver spilltasti stjórnmála- maður í Evrópu og eftir hneykslismál undanfarinna ára heyrir Sósíalistaflokkur hans sögunni til. FJÖRUTÍU LÍFVERÐIR Craxi býr í hálfgerðu virki í fiskimannaþorpinu Hammamet í Túnis. Hann hefur fjörutíu líf- verði sem gæta hans dag og nótt. Hann eyðir tíma sínum í að horfa á gervihnattasjónvarp en fylgist þó vel með réttar- höldum sem standa yfir í Míl- anó. Þar er hann í aðallhlut- verki — eða væri það réttar sagt, ef hann væri ekki á flótta undan réttvísinni. Craxi fylgist einnig grannt með réttarhöld- unum yfir Giulio Andreotti, öðr- um falleruðum forsætisráð- herra Ítalíu. Andreotti er gefið að sök að hafa átt í samstarfi við mafíubófa. Á sínum tíma var Craxi mikið eftirlæti fjölmiðla. Á Ítalíu var hann eins konar tákngervingur ^jppatímans og hann var alltaf umkringdur jámönnum og fögr- um konum sem voru einkaritar- ar hans. Hann talaði aldrei við aðra blaðamenn en voru á mála hjá Sósíalistaflokknum; öðrum blaðamönnum svaraði hann bréfleiðis. ÍSIMTOL Til að bæta gráu ofan á svart segist Craxi hafa misst heilsuna og notar það reyndar sem af- sökun fyrir því að mæta ekki fyrir dóm á Ítalíu. Craxi þjáist af sykursýki. Hins vegar leggja ítalir mátulega trú á þetta og telja það fyrirslátt. Á Ítalíu njóta sex milljón manns örorkubóta sem byggðar eru á sviknum læknisvottorðum. Ekki bætti heldur úr skák þeg- ar hann hitti gamlan vin sinn, Mario Soares, forseta Portúgals. Soares lét svo um mælt að Craxi virtist við bestu heilsu. Þegar Craxi er ekki að horfa á sjónvarpið er hann í símanum og hringir án afláts til Ítalíu. Annað hvort skammast hann þá út í fólk eða reynir að sannfæra það um sakleysi sitt. Craxi segist hafa fært minn- ingar sínar í letur. í þeim komi fram ýmislegt misjafnt. Hann segir að ef hann verði fyrir banatilræði viti menn hvert eigi að leita tilræðismannanna. Það verði einhver sem eigi allt undir því að þagga niður í Craxi. Tún- isstjórn tekur slíkt mark á þess- ari hættu að hún leggur mikið undir til að verja líf Craxis og eiginkonu hans.É Haraldur missir flmmtán kíla iHaraldur Noregskonungur hefur veriö í stífum megrunar- kúr og meö ágætis árangri. Norömenn eru hins vegar ekki vissir um aö þeim líki við svo mjóan kóng. Eins og kunnugt er af fréttum hafa ýmsir nafnkunnir stjórn- málamenn verið í megrunarkúr upp á síðkastið með ágætis ár- angri að því er virðist. Eða er Davíð Oddsson ekki orðinn hálf horaður? Össur Skarphéðinsson og Gro Harlem Brundtland hafa líka verið að slást við aukakílóin. Nú er orðið uppvíst að Harald- ur Noregskonungur hefur einnig verið á stífum megrunarkúr. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var hann orðinn helsti feitlaginn í ágúst 1993. Hann hefur aldeilis Haraldur — fyrir... bætt úr því og segja sérfræðing- ar sem hafa virt af sér myndir af kónginum að hann hafi misst um fimmtán kíló. Norðmenn eru hins vegar ekki alveg vissir um í tiiefni stækkunar Aðalbónstöðvarinnar DJOOUITI VIO. : Notum aðeins % dii&í fólksbílar kr. 2000- jeppar kr. 3000- Alþrif og vélarþvott fólksbílar kr. 2500- jeppar kr. 3500- Aðal-alþrif Alþrif + djúphreinsun, vélarþvottur fólksbílar kr. 4500- jeppar kr. 5500- Gerum tilboð í blettanir og útvegum efni. f-| int>|A im£iw blilbiC lHfOÍJIk vörur Opið virka daga kl. 7:30 - 22:00 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10:00 -22:00 Suðurlandsbraut 32, bakhús S: 568 1516, 568 8060 Sækjum og skilum bílum þér að kostnaðarlausu COSBY, NÆSTUM 20 KÍLÓUM LÉTTARI. C0SBY BREYTIR ...og eftir. hvort þeim líkar við hinn nýja Harald, enda fannst þeim hann líkjast föður sínum þegar hann var í feitari kantinum, þeim ást- sæia Ólafi.H UIVI HAM Frœgt fólk notarýmsar aðferðir til að ná afsér aukakílóunum. Sjón- varpsstjarnan Bill Cosby leist ekki á sjálfan sig þegar hann leit í spegil, enda var hann orðinn heil 115 kíló. Cosby leit- aði ráða hjá vinkonu sinni Oprah Winfrey sem eitt sinn var afar feitlag- in. Henni tókst að megra sig allverulega með því að sœkja tíma hjá nála- stungulœkni. Oprah gaf Cosby heimilisfang lœknisins og afleiðingin var sú að hann léttist í 97 kíló á aðeins fimm mánuðumM Julie Delphy finnst hún ekki NÓGU DUGLEG. JULIE VAKNAR KLUKKAN SEX Franska kvikmynda- leikkonan Julie Delphy segist vakna kluhkan sex á hverjum morgni. Annars komi hún ekki öllu í verk sem hún þarf að gera. Delphy, sem er 24 ára, lék meðal ann- ars í Hvítum, mynd Krysztof Kieslowski. Delp- hy er ekki bara leikkona heldur fcest hún líka við að skrifa og leikstýra. Hún segist samt sóa tím- anum í vitleysu, hefði hún lagt harðar að sér hefði hún átt að geta skrifað tvö hundruð kvikmyndahandrit síð- ustu tvö árinM u INFORM IIX m : i ; : ' - X - ;..s - Útbreiddasti gagnagrunnur íslands STRENGUR hf. - í stöðugri sókn ' & ”.ííl fKÁfc '-ft- U. .' áUNIX Stórhöföa 15, Reykjavík, sími 587 5000 Clapton, sem hér er ásamt Naomi Campbell. Kvennabósinn Clapton Konursem hafa átt kynni við gítarsnilling- inn Eric Clapton segja að hann sé rómantískasti maður í heimi. Þessar konur eru ekki svo fáar, enda skýrði Clapton frá því að 1974 hefði hann þegarsofið þjá þúsund konum. Meðal þeirra kvenna sem sagt er að hafí sœngað með Clap- ton eru leikkonurnar Michelle Pfeiffer, Tatum O’Neil og Lori Del Santo en af fyrirscetum má nefna Naomi Campbell og Carla Bruni. Auk þess má bœta d listann söngkön- unni Grace JoricsM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.