Helgarpósturinn - 26.06.1995, Side 2

Helgarpósturinn - 26.06.1995, Side 2
FRETTIR MWN U 0WG0 Rr26 Femínisminn arefurjiqdan stöðu karlmannsins Hvað segir séra Guðmundur Orn Ragnarsson um stöðu heimilisfeðra í nútímasamfélagi? „Samkvæmt heilagri ritn- ingu er staða karlmannsins að vera höfuð fjölskyldunnar og svo vitnað sé til fyrstu Mósebókar tók Guð almáttug- ur rif úr líkama karlsins og skóp úr því karlynju, en svo nefndist fyrsta konan, eins og við nefnum hana í dag. Þetta hafa femínistar harð- lega gagnrýnt og látið svo sem konur hafi hlotið niður- lægjandi sess í þjóðfélaginu, sem er helber misskilningur. Þrátt fyrir að hvert fyrirtæki verði að hafa forstjóra táknar sú sannlega staða karlmanns- ins ekki að konan, sem mætti líkja við aðstoðarforstjóra sama fyrirtækis í þessu sam- hengi, sé minna virði. Öll er- um við jafnrétthá fyrir Guði og samfélaginu og gegnum mikilvægu hlutverki. Konan er jafnmikilvæg heimilinu og karlmaðurinn, þrátt fyrir að eitt höfuð verði að ráða í ákvarðanatökum að lokum. Þessu hafa femínistar gert lítið úr og ráðist harkalega að karlmönnum. Þrátt fyrir að vera hlynntur hinni gömlu jafnréttisbaráttu, sem ég tel af hinu góða, er ég fyllilega andvígur femínismanum, sem í mínum augum getur ekki verið af hinu góða. Karlmenn þurfa að læra að þekkja stöðu sína og finna sæti sitt inni á heimilunum, svo raunveru- legt jafnvægi megi myndast í þjóðfélaginu á ný.“ ■ Scanner. Ætlar að stefna Björk vegna ólöglegrar notkunar hennar á hljóðum hans. Scannertn Stefnir í fleiri málaferli Tónlistarmaðurinn Scanner, öðru nafni Robin Rimbaud, hyggst stefna Björk Guðmundsdóttur fyrir breskum rétti vegna ólöglegrar notkunar hennar á hljóðum sem hann átti, svokölluðum „sömpl- um“. Scanner var ósáttur við að hún skyldi nota hljóð í heimild- arleysi á nýju plötunni, Post, í laginu „Possibly Maybe“. Sam- kvæmt heimildum Póstsins leit út fyrir að Seanner myndi taka til- boði útgáfufyrirtækis Bjarkar, One Little Indian, um að fá borg- að fyrir hljóðin á þeim diskum sem þegar hefðu selst, en þau verði ekki að finna í fleiri upplög- um. Hann hefur hins vegar hafn- að boðinu og hyggst leita tii dómstóla. Scanner gerir kröfu um að fá á bilinu 6-7 milljónir í skaðabætur sem Björk þyrfti að greiða úr eigin vasa. Björk hefur viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða, hún hafi notað um 50 „sömpl“ á plötunni og fengið leyfi fyrir þeim öllum en láðst að fá leyfi hjá Scanner. Hann segir að sér þyki það heið- ur að svo mikilsverður listamað- ur sem Björk skuli stela frá sér hljóðum en hann geti ekki annað en farið í mál, svo mikið sé í húfi.B Verkfall á kaup- skipaflotanum hefst á hádegi og getur haft áhrifá hráefn- isflutning til ísal. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að menntamálaráð- herra hafi lýst van- trausti á meirihlut- ann með skipun nýs skólastjóra íAustur- bœjarskóla. Húsnœðisnefnd Reykjavíkur brást upplýsingaskyldu sem seljandi gagn- vart kaupendum. Séra Pétur fékk dráttarvél sem hann getur keyrt. 76 milljóna króna halli var á rekstri Mosfellsbœjar árið 1994. Alþýðuflokksmenn ákveða í dag hvern þeir rœða við til að mynda nýjan meiri- hluta. Stóraukinn stuldur er á reiðhjólum á höfuðborgarsvœð- inu. Hafbeitarlax er byrj- aður að ganga. Bridslandsliðið tók frábœran sprett á Evrópumeistaramót- inu um helgina og skreið afbotni upp á topp. Meee meee? Orn Ottesen Hauksson, skrifstofu- stjóri Nóa-Síríusar: „Kaffi hefur sterkari áhrif en kakó.“ Kakó og sykur fíkniefni? Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, gerði nikótín, kakó og sykur að umfjöllunarefni í leiðara blaðs- ins 22. júní sl. sem bar yfirskrift- ina Fíkniefnafæða. Beinir hann spjótum sínum að bensínstöðv- um og segir þar fátt annað fást en „ruslfæði“ og kveður það „lýsa spilltri umgengni okkar við eigin sál og líkama". Órn Ottesen Hauksson, skrif- stofustjóri Nóa-Síríusar, segir Jónas mála skrattann á vegginn og er hjartanlega ósammála hon- um. Hann bendir á að kaffi hafi sterkari áhrif en kakó og yrði ef- laust bannað ef það yrði fundið upp í dag. „Ég ias einhverju sinni að gerð hefði verið tilraun með að^efa kónguló ýmis örvandi lyf. Ahrif lyfjanna komu í ljós á vefnum sem hún spann. Kóngulóin rugl- aðist ekki fyrr en henni var gefið kaffein." Tryggvi Hallvarösson, verk- smiðjustjóri hjá Nóa-Síríusi, kippir sér ekki upp við skrif Jón- asar: „Ég hef alltaf gaman af því sem hann skrifar. Hann þarf að finna efni til að skrifa um á hverjum degi og því ekki að undra að syk- ur og kakó skuli verða fyrir val- inu eins og hvað annað.“B Þetta var líka í FRÉTTUM Grimsnesil Gunnar Jóhannesson bóndi og kona hans Kristín C. Chadwick á Hömrum á Grímsnesi urðu fyrir miklu tjóni þegar schaferhund- ur af bæ í nágrenninu réðst á fé þeirra á fimmtudaginn síðasta. Fjórtán ær og þrír gemlingar hafa fundist bitin og eru fimm ánna þegar dauðar. Tilviljun ein réð því að Gunn- ar stóð hundinn að verki. „Ég hafði verið að þrífa veiði- hús mitt við Hvítá þegar ég sá hundinn tilsýndar bíta eina óna. Ég kallaði á hann og stökk hann samstundis upp í jeppann minn, enda er hann vanur að ferðast með bíl. Þar beið hann þar til lögreglan kom. Ég neitaði að sleppa honum úr augsýn þang- að til hann væri dauður. Lög- reglan sá um að hann væri skot- inn eftir að eigandinn hafði sam- þykkt það. Ég veit ekki hvernig hefði getað farið hefði ég ekki fundið hundinn svona fljótt." Hundurinn réðst aðallega á lærí og afturenda ánna og beit júgrið af einni þeirra. Svo virðist sem hann hafi étið það og er Ijóst að drepa verður ána. 27 Jjömb ganga undir ánum sem Gunnar ásamt dóttur sinni Auði og Andrési Larsen, dönskum heimil- isvini, sem eru meðal þeirra sem hafa hjálpað honum við leitina að ánum. urðu fyrir árásinni og eru þau annaðhvort móðurlaus eða mjólkurlaus, því mæðurnar sem lifðu árásina af þola illa að þau sjúgi sig. Lömbin eru aðeins mánaðargömul og á Kristín von á að kjötið af þeim verði lélegt. Fyrir þremur árum voru ellefu rollur og átta lömb drepin af hundi á Hömrum og hafði Gunn- ar |}á scháferhundinn grunaðan. „Ég stóð hann því miður ekki Kindurnar eru illa útleiknar eftir árás scháferhundsins og reif hann júgrið undan ánni sem Gunnar heldur hér. að verki í það skipti en ég fann borð við þennan og er þvf ekki spor eftír hann. Eigendur hans viðurkenndu að hann hefði ekki verið heimavið þegar ærnar voru bitnar en neituðu samt að trúa því að hann hefði verið að verki. Þá drápust allar ærnar því ég fann þær ekki nógu fljótt.“ Gunnar telur að árás hunds- ins á fimmtudaginn hafi valdið honum tjóni sem nemur 200-300 þúsund krónum. Hann veit ekki tíl þess að eigandi hundsins hafi verið tryggður fyrir atburðum á viss um að fá bætur. „Það er ekki aðeins tjón að missa ærnar. Lyfjakostnaður er einnig mikill og svo hefur leitin að ánum útheimt ómældar vinnustundir. Ýmsir hafa að- stoðað mig við hana.“ Gunnar er ekki viss um að hann hafi fundið allar kindurnar sem urðu fyrir árás hundsins. Tvær af ánum sem hann drap fundust úti í Hvítá og ekki ólík- legt að fleiri gætu hafa dottið í ána og borist burt.B

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.