Helgarpósturinn - 26.06.1995, Side 6

Helgarpósturinn - 26.06.1995, Side 6
FRETTIR Dm'N UJ ÐyvGUJ R^26 Útgefandi Ritstjóri Aöstoðarritstjóri Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Miöill hf. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Kristinn Karlsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 99.- SKOÐANIR BLAÐSINS Hagsmunir tryggingafélaga ráða MIGetur verið að Hæstiréttur þori ekki að gegn valdhöfunum í þjóðfélaginu, eins og CjísIi Konráðsson heldur fram í blaðinu í dag? Þessi orð Gísla eru studd þeim rökum að aftur og aftur hafi komið fram tilfelli sem benda til þess að völd og áhrif tryggingafélaga séu á kostnað réttinda borgar- ---T.----1-------------s L.1J_ .'.t: (Jýrum miður llur gagn- vart sjónarmiðum litla mannsins. Menn hafa bent á að áhrifamiklir dómarar og lagaprófessorar hafi unnið fyrir trvggingafélögin og þar með glatað trú- verðugleika sinum. Það er oroið tímabært að allur þessi málarekstur g« meðferð Mannréttin* verður framtak Gísla. . ii RÚV IRÚV býr við einstæðar aðstæður á markaðin- um. Það fær að keppa undir fána markaðshyggj- unnar en tekur penmgana inn með skattheimtu. Auðvitað er hrikalegt óréttlæti fólgið í því gagnvart samkeppnisaðilum. Það sem er þó verra er að stofnumn er stjórnlaus. Útvarpsrað er pólitískur kvörtunarhópur þar sem meðlimir hafapað hlut- verk að fylgjast hver með öðrum, vernda ímyndaða pólitíska hagsmuni og semja vitlausustu fundar- gerðir í heimi, sem eru lesnar.sem skemmtiefni ínnan stofnunarinnar sjálfrar. Útvarpsstjóri hefur dregið sig inn í fílabeinsturn og passar sig á því einu að gera ekki áberandi mistök. Hann hefur enn sem komið er ekki verið staðinn að því að hafa skoðun á fjölmiðlun. Hann lifir í heimi þar sem útvarpið leysti baðstofulesturinn af hólmi. Þess vegna gera starfsmenn það sem þeim best þykir og brjóta lög og reglur stofnunarinnar eins og þeim hentar. ■■Aftur og aftur sjást dæmi um svívirðilegan kostnað við mnheimtu lögfræðinga. Kostnaour virðist vera sjálftekið fé hjá lögmönnum og gerir þeim kleift ao halda uppi óskiljanlegu ríkidæmi hér á landi. Það er aumur Iögmaður sem ekki er kom- inn á fimm milljóna krona jeppa eftir tveggja ára starf við innheimtu. Það er þá nelst þeir sem starfa íjá hinu opinbera. Varnarleysi fólks sem lendir í jví að skulda er skelfilegt; engu virðist vera hægt að mika þegar lögmennirnir byrja að útbúa kostnað- arreikningana sem eru ekki í neinu samræmi við vinnu þeirra. Björk fórnarlamb frægðarinnar? ■■Hinn enski dómari í málaferlum Bjarkar komst snilldarlega að orði þegar hann benti á að mál hins ómerkilega Lovejoy væri fylgifiskur frægðar Bjarkar. Er hörmulegt til þess að vita að lögin skuli ekki vernda fólk fyrirjafntilhæfulausum malshöfðunum. Á meðan hafa hælbítarnir hér heima tekið faxið í sína þjónustu og senda svívirð- ingar í allar áttir. mmMánudagsA \ Pöstunnn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjóm: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4777 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema miðvikudaga, til 18:00,12:00 til 16 á laugardögum og milli 12:00 og 18:00 á sunnudögum. einn skipuleggjenda Kvennaráöstefnu Sameinuöu þjóöanna: Tedrykkja og triáhögg á kvennaráðstehiu Dóra Stefánsdóttir starfar í New York við að skipuleggja Kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Beijing í ág- úst. Jafnhliða henni er haldin óháð kvennaráðstefna í borginni Houariou sem er í 50 km fjarlægð frá Beijing og vinnur Dóra nú að því koma dagskrá hennar saman. „Ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna er fyrst og fremst haldin til að samþykkja ályktun um bættan hag kvenna,“ segir Dóra. „Hins vegar var efnt til Óformlegu kvennaráðstefnunnar til að hafa áhrif á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna en auk þess gefur hún kon- um tækifæri tii að ræða sín á miili um það hvernig þær geta breytt heiminum." Kvennaráðstefnan sem haldin er í sumar er síðasta ráðstefnan á þesari öld og því verður staða kvenna á næstu öld tekin sérstak- legafyrir. „Ýmislegt hefur breyst síðan fyrsta kvennaráðstefna Samein- uðu þjóðanna var haldin árið 1975. Til dæmis hafa komið upp kvennahreyfingar, eins og til dæmis múhameðstrúarkvenna, sem ekki eru sáttar við vestrænan femínisma. í Bandaríkjunum berj- ast kvenréttindahópar líka gegn fóstureyðingum. Við höfum rekið okkur á að reynsluheimur kvenna er alls ekki reynsluheimur allra kvenna.“ Dóra segist hafa verið „lánuð“ af Þróunarsamvinnustofnun til að starfa við undirbúning kvenna- ráðstefnunnar, en undanfarin fimm ár hefur hún starfað á Græn- höfðaeyjum á vegum stofnunar- innar. „Mér finnst gamán að tak- ast á við eitthvað nýtt. Þegar ég held til vinnu á morgnana hef ég ekki hugmynd um hvað dagurinn á eftir að bera í skauti sér. Kon- urnar á óháðu ráðstefnunni ætla að bjóða upp á ýmsar listsýningar og skemmtiat- riði. Japanskar konur ætla til dæmis að flytja te- drykkjuathöfn og svo barst mér bréf frá sex norskum stúlkum sem viija fá að setja upp trjá- höggssýningu í Houariou eða „logging show“ eins og þær kalla hana. Þær óska eftir 100 fermetra svæði þar sem þær ætla að höggva niður tré með öxum og vélsögum. Ég veit ekki enn hvern- ig þær ætla að koma vélsögunum og trjánum í gegnum toliinn/W Á 204 km hraða á bremsu- lausum bíl Átján ára piltur var sviptur ökuleyfi fyrir að aka á 204 km hraða aðfaranótt sunnudags. Pilturinn var að koma austan úr sveitum og var kominn í Lækjar- botna á Suðuriandsvegi þegar hann var tekinn. Pilturinn var ekki við skál og segir lögregia hann hafa borið það fyrir sig að kunningi hans, sem í bílnum var, hefði verið sleginn og þeir þyrftu að flýta sér í bæinn til að fá plástur. Fjórir farþegar voru í bíinum og þar af eigandi hans. Bíllinn, sem var að gerðinni Honda Civ- ic, var ekki ökufær, því annað framhjólanna var slétt og brems- urnar að aftan virkuðu ekki. Lög- reglan klippti númerið af bílnum. 90 km hámarkshraði er í Lækj- arbotnum og menn sektaðir ef þeir eru teknir á 142 km hraða. Getur ökumaðurinn því átt von á að fá háa sekt fyrir glannaskap- inn.B Fundi frest- að í Lang- holtskirkju Til stóð að sáttafundur séra Ragnars Fjalars Lárussonar, pró- fasts í Reykjavík, með þeim séra Flóka Kristinssyni, sóknarpresti í Langholtskirkju, og Jóni Stefáns- syni, organista kirkjunnar, yrði síðastliðinn föstudag. Vegna anna málsaðila var fundinum hins vegar frestað fram á næst- komandi miðvikudag. Nú virðist mönnum ekki liggja eins mikið á að ná sáttum og áður og virðast ætla að gefa sér betri tíma til verksins. Málsaðilar munu leggja fram tillögur sínar varðandi það sem betur má fara þannig að „menn séu ekki að slysast hver inn á annars verksvið“, eins og einn viðmælenda Póstsins orðar það. Messuhald var með hefð- bundnum hætti í Langholts- kirkju í gær og mun messusókn hafa verið góð.H Qddtir Albertssan, skólastjóri í Reykholti, leigði gistingu og seldi fæði í skólanum en peningarnir koma hvergi fram á reikningum • Talsveröir fjármunir runnu framhjá öllu bókhaldi framhalds- skólans í Reykholti og koma ekki fram í nýlegri hagsýsluúttekt á rekstri skólans, sem gaf þó til kynna að um mikla fjármálaóreiðu hefði verið að ræða. Þessir fjármunir komu til vegna leigu á að- stöðu í skólanum um helgar og í skólafríum, þ.e. á þeim tímum sem Hótel Edda var ekki starfrækt á staðnum. Flestir viðmælend- ur stóðu í þeirri meiningu að þessir peningar hefðu farið inn á bókhald mötuneytisins en svo var þó ekki nema að hluta til. Hjá Ríkisendurskoðun feng- ust þær upplýsingar að ef hús- næði skólans væri leigt út ætti það skilyrðislaust að koma fram á ríkisreikningi, en þessar tekj- ur koma þar hvergi fram. Um mötuneyti nemenda gilda hins vegar þær reglur að umsýsla þess fellur ekki undir almennan ríkisrekstur skólanna. Þrátt fyr- ir að margir viðmælendur Pósts- ins stæðu í þeirri trú fór sala gistingar og fæðis til félagasam- taka ekki nema að litlu leyti inn á mötuneytisbókhaldið. „Pen- ingarnir runnu stundum til mötuneytisins en oftast sá Odd- ur Albertsson alfarið um þetta,“ segir Sigríður Bjarnadóttir, yfir- maður mötuneytisins og sú sem færir bókhaldið þar. „Þetta er hvorki í ríkisreikn- ingnum né mötuneytisreikn- ingnum,“ sagði Ólafur Þ. Þórðar- son, fyrrverandi skólastjóri. „Þetta er algerlega ólöglegt en það má þó vera að til sé þriðja bókhaldið. Það er hins vegar önnur Ella að mikið af fjármun- um mötuneytisins fór til kaupa á búnaði fyrir skólann, sem hefði í sjálfu sér ekki átt að við- gangast. Geir Waage ber sem skólanefndarformaður ábyrgð á botnlausri óreiðu þar í tvö og hálft ár. Hann hefur reynt að bera fyrir sig að fjármagn hafi vantað til að færa bókhaldið en þekkingin var til staðar í skólan- um, því Sigríður Bjarnadóttir sá áður um bókhaldið og hefði sjálfsagt getað það áfram.“ 800 .000 KRÓNUR HVERGI B0KFÆRÐAR Ef skóli hefur sértekjur á að skila þeim til ríkisféhirðis og all- ar upplýsingar því að liggja fyr- ir. Aður fyrr sá skólastjórinn í Reykholti um að taka á móti öll- um sértekjum vegna hótelsins og ráðstafa þeim í samráði við Hótel Eddu, en nú er fyrirkomu- lagið þannig að tekjur skólans af hótelinu renna í sérstakan sjóð sem menntamálaráðuneytið hefur umsjón með. Þegar Oddur Albertsson tók við starfi sínu í C í ríkisreikningi kemur hvergi fram að skólinn hafi haft sér- tekjur af söiu gist- ingar og fæðis utan rekstrartíma Eddu- hótelsins á staðnum, sem er frá júní og fram í ágúst, en slíkt er brot á lögum. Reykholti voru fyrir í svokölluð- úm Eddusjóði frá gamla fyrir- komulaginu 800.000 krónur en að sögn Ólafs Þ. Þórðarsonar sér þeirra nú hvergi stað í reikn- ingum. Oddur Albertsson sagði í samtali við Póstinn að þeir pen- ingar hefðu verið „notaðir í kaup á myndbandskliiipitækj- um“. í þeim tilfellum þar sem aðstaða var leigð út utan skóla- tíma og rekstrar Edduhótelsins var starfsfólk mötuneytisins í vinnu vegna þessa og vistir það- an nýttar. „Já, það hefur verið eitthvað um þetta og þá til fé- lagasamtaka,11 sagði Sigríður Bjarnadóttir, starfsmaður mötuneytisins. „Það hafa komið

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.