Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.11.1995, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 HP spyr Hvernig finnst þer nýia Eítla- íagið? Daníel Birgir ívarsson, atvinnulaus: „Þokkalega gott. En ekki alveg nógu mikið bítl.“ Ríkharður Garðarsson, nemi við HÍ: „Ekki nógu gott og þó hafði ég ekki miklar væntingar, enda ekki af þeirri kynslóð.“ Dr. Þórður Helgason: „Það er ágætt en þó ekki eins skemmtilegt og mörg af gömlu bítlalög- unum. Það ber þess merki hvernig það er unnið. En gott að mörgu leyti.“ Rakel Matthíasdóttir veitingadama: „Ég hef bara ekki heyrt það.“ Gunnlaug Þorvalds- dóttir nemi: „Hvaða bítlalag?" Dagný Björk Sveins- dóttir, atvinnuiaus eins og er: „Fínt.“ Kári Sturluson ráðgjafi: „Snilld." Og hér kemur fréttin. Sjálfur DJ-inn og hljóm- plötubúðarmógúllinn í Hljómalind: Kiddi kanína: „Ég hef ekki heyrt það.“ sendi Hrafni þykir renna undir hana stoðum að eigin- maður Sigríðar er Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og einn helsti ráðgjafi Davíðs Oddssonar, einkavinar Hrafns. Þar hafið þið það. skeytið Iútvarpsviðtali á dögunum greindi Hrafn Gunnlaugsson frá því að sér hefðu borist mörg heillaóskaskeyti vegna átakanna um smásögu sína, Hetjusögu. Þar á meðal hefðu borist árnaðaróskir frá konu sem „hefur verið orðuð við forsetaembættið". Hm. Það eru ekki margar sem koma til greina. Harla ólíklegt þykir að Guðrún Pét- ursdóttir hafi sent Hrafni mörg heillaóska- skeyti, ekki er líklegt að Guð- rún Agnarsdóttir hafi fundið hjá sér sérstaka hvöt til þess og varla Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir. Af þeim, sem orðaðar hafa verið í ein- hverri alvöru við forsetaframboð, er þá að- eins ein eftir: Sigríður Snævarr sendiherra. Helgarpóstinum tókst ekki að fá þessa tilgátu staðfesta, en samsæriskenningasmiðum Hver Rektorcir vildu Heiðar Að Vera í góðum málum í Reykjavík * Aforsíðu síðustu Vieru, blaðs kvennabar- áttu sem gefið er út af Kvennalistanum, má sjá stóra mynd af kyntákninu Ingvarí E. Sigurðssyni við fyrirsögnina „karlar í kreppu?“ Þeirri spurningu er óhætt að svara neitandi sé miðað við hvernig Ingvar svarar spurningunni hvort staða karl- mannsins hafi breyst vegna kvennabaráttu undanfarinna ára. Ingvar gefur þeim Veru- konum ekkert færi á sér: „Á alvöru heimil- um hefur hún ekkert breyst. Það eru til menn sem þykjast lifa vitrænu skilnings- ríku lífi, það má vera að staða svoleiðis sprelligosa hafi breyst vegna tilefnislausrar kvennabaráttu.“ Og talandi um Veru og kreppu þá er blaðið ekki í neinni kreppu gagnvart borgaryfírvöldum enda vart við því að búast. í blaðinu eru tvær heilsíðu- auglýsingar í lit frá borginni: Bílastæða- sjóður og SVR auk þess sem forsvarsmenn íþrótta- og tómstundaráðs sjá ástæðu til að auglýsa starfsemi sína á síðum blaðsins. Þetta er ágætishlutfall í ekki stærra blaði. Eins og fram kemur annars staðar í blað- inu verða í kvöld haldnir stórtónleikar í Laugardalshöll, en að þeim standa meðal annarra framhaldsskólarnir á höfuðborg- arsvæðinu. Nokkuð er síðan sú tillaga kom upp að Heiðar Jónsson yrði kynnir á þess- um tónleikum, en í ljósi hremminga hans síðustu vikur þótti rétt að endurskoða þær Skólasystir Hrafns Gunnlaugssonar, Guðrún Pétursdóttir, vildi ekki bíða lengi eftir að heyra smásögu hans aftur og stóð því fyrir undirskriftasöfnuninni á hend- ur Ríkisútvarpinu sem fréttnæm varð. Alls skrifuðu á annað hundrað manns undir, en meðal þeirra voru Thor Vilhjálmsson og eiginkona hans, Margrét Indriðadóttir, Helgi Hálfdanarson, Sigfús Daðason, Þor- hugmyndir. Niðurstaðan varð sú, að ekki einungis vildu félög framhaldsskólanema að haldið yrði óbreyttri áætlun, heldur samþykktu skólastjórar skólanna sam- hljóða að í engu skyldi út af brugðið fyrri áformum. Sem sagt: Heiðar verður kynnir og rekt- orar gerast víðsýnni með árunum. steinn frá Hamrí og Laufey Sigurðardóttir, kona hans, og Gunnar Þorsteinn Halldórs- son, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Annars munu flestar undirskriftirnar hafa verið ættaðar úr Háskólanum, sem er vinnustaður Guðrúnar, og sýndist viðmæl- endum Helgarpóstsins að líkiega væri á list- anum samankominn lunginn af þeim sem að öðru jöfnu hlusta á Rás l. Guðrún stóð fyrir undirskriftasöfnun Nýr pöbb hjá Sævari Karli Enn bætist í pöbbaflóruna og nú er verið að opna nýja krá í kjallaranum í húsi Sævars Karls á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. („Æi, kjallaranum sem er svona hlaðinn og flottur,“ sagði heimilda- mús í undirheimum pöbbalífsins.) Helgar- póstinum tókst því miður ekki að grafast fyrir um hverjir væru eigendur þessarar eðalkráar, en víst er að hún er verðandi menningarsetur því ekki getur gallerís- höldurinn Sævar Karl liðið annað í sínum húsakynnum. að mun meira að segja frágengið, að einn af okkar fremstu og skemmtileg- ustu myndlistarmönnum, Sunnlendingur- inn Ólafur Lárusson, ríður á vaðið í kjall- ara Sævars og mun því næstu daga hengja þar upp myndir sínar í gríð og erg — upp- lagt að kíkja á gluggana þá í skammdegis- göngutúrum. Ölafur stendur reyndar í stórræðum þessa dagana því hann tví- skiptir snilli sinni og er þannig jafnframt að hengja upp myndir sínar á veitinga- staðnum 22 við Laugaveg. Umrœðuefni vikunnar Guðrún Pétursdóttir húðskammaði Hrafn Gunnlaugsson fyrir dónaskap í garð Halldórs og Auðar Laxness. Hrafn svaraði og sagðist ekki vita hverra manna ' Guðrún væri. Lengra varð það rifrildi Davíð Oddsson sagði sjálfsagt að ís- lendingar fengju fulltrúa y öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hjalti Úrsus og ívar Hauksson buðu sig umsvifalaust fram. Brynjólfur Bjarnason og fleiri for- svarsmenn Granda sögðust hlynntir veiðileyfagjaldi í einhverri mynd. Kristján Ragnarsson sagði þetta hvorki bera vott um frjálslyndi né umbætur. Hann var settur á námskeið í stjórnmálafræði. Þjóðvaki héit áfram að tapa fylgi í skoðanakönnunum. Þetta kom engum á óvart, nema þeim sem héldu að ekki væri hægt að tapa því sem ekkert var orðið. Edda Björgvinsdóttir ritstýrir Menningarhandbókinni af mikilli röggsemi. Höfuðborgar- búar!TUham- ingjumeð Menningar- handbókina Fjórða tölublað Menningar- handbókarinnar er komið út, eins og höfuðborgarbúum ætti að vera kunnugt, enda er blaðið borið inn á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið er svona „What’s on“ í Reykja- vík og fjallar um menningu og listir eins og nafnið gefur til kynna. Þetta er glæsilegt blað og aðstandendur geta verið sallaánægðir með sig — enda eru þeir það. Ritstjórinn Edda Björgvinsdóttir skefur heldur ekki af hlutunum í leiðara sín- um og segir engan vafa leika á að Menningarhandbókin sé komin til að vera: „Það má velta því fyrir sér hvort það sé ekki ofrausn að færa öllum borgarbúum þessa handbók að gjöf í hverjum mánuði án þess að hafa fullvissu fyrir því að ritið nýtist öllum sem skyldi." Og áfram heldur Edda og segir skömmu síðar: „Við óskum höfuðborgarbúum til hamingju með Menningar- handbókina og vonum að hún megi halda áfram að upplýsa ykkur um hvaðeina sem þessi litla þjóð hefur upp á að bjóða á sviði menningar og lista." Þetta heitir að vera ánægður með sitt, enda full ástæða til þegar Menningarhandbókin er annars vegar. ... Hjálmar H. Ragn- arsson fyrir þrautseigju á ritvellinum. Maðurinn er gersamlega ódrepandi þegar ritdeilur eru ann- ars vegar. í gær lagði hann undir sig leiðara- opnu Moggans, Matti og Styrmir mega prísa sig sæla að koma að orði um Bosníu, og enn er það Jón Leifs sem er í brenni- depli. Þar hirtir Hjálmar Jón Þórarinsson fyrir að spræna utan í útvarps- þætti sína um Jón Leifs. Það er rétt að láta þessa kverúlanta ekki komast upp með að steyta görn. Það má hverjum manni vera ljóst að ef einhver getur gert tilkall til Jóns Leifs þá er það Hjálmar og enginn annar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.