Helgarpósturinn - 23.11.1995, Page 4

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Page 4
4 — FIMIVmJDAGUR 23. NOVEMBER1995 Yfirheyrsla •Hvaö finnst Ólafi Ragn- arssyni, útgefanda bóka Halldórs Laxness, um leik- lestur Hrafns Gunnlaugs- y sonar á Hetjusögu? Smekkleysan kórónuð „Ég heyrði ekki lestur Hrafns Gunnlaugssonar á sögu sinni í útvarpinu á dögunum og get því ekki dæmt af eigin raun um þá útgáfu sem þar var flutt. Ég kannaðist afturá móti við efnið frá því að sagan birtist í bók fyrir nokkrum árum og þótti það þá einkar ósmekklegt þótt þar væru ekki nefnd nein nöfn. Þeir sem vildu gátu getið sér til um við hverja væri átt, enda efnið tengt Listahátíð sem höfundur sög- unnar liafði stjórnað. Nú skilst mér að Hrafn hafi upplýst að fyr- irmyndir hans séu meðal ann- arra hjónin á Gljúfrasteini og til að kóróna smekkleysuna er mér sagt að hann hafi hermt eftir Halldóri Laxness er hann las sög- una f útvarpið." Heldurðu að þetta sé kannski eíntóniur prukkaraskapur að hætti Hrafns, þessa „enfant terrible“ menningarheimsins? „Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvað manninum gengur til að velja þessa sögu til lestrar og flytja hana með þeim tilþrifum sem mér skilst að hann hafi gert. Hvers á Halldór Laxness að gjalda er hann situr á friðarstóli i hárri elli og er ekki til svara? Eða Auður Laxness?'1 Grcipst þú til einhverra að- gerða — ertu til dæmis einn af þelm sem skrifuðu sig á undir- skriftalista til RÚV um að lestur- inn verði endurfluttur svo þjóð- in fái dæmt meíntan dónaskap- inn? „Nei. Ég hafði ekkert með þenn- an undirskriftalista að gera. Og mér finnst endurflutningurinn vera dálítið tvíeggjaður. Er ein- hverjum greiði gerður með hon- um?“ Eru ekki ýmis dæmi til um að menn sæki sér fyrirmyndir í raunveruleikann að söguhetj- um? „Jújú, en það skiptir náttúrlega öllu máli hvernig það er gert.“ Tengist þetta mál kannski hin- um hclgu véum okkar fslend- inga — bannað að gera grín að hetjunum; forsetanum, þjóö- skáldunum og svo framvegis? „Nei, ég held að það sé alveg sama hvaða persónur eiga þarna hlut að máli. Ef vegið er á ósann- gjarnan hátt að einhverju fólki þá er það oftast illa tekið upp af þeim sem verða vitni að því.“ Og þá komum við aftur að því sem má og því sem ckki má... „Þarna er um að ræða mann sem kominn er yfir nírætt og ekki í aðstöðu ttl að bregðast sjálfur við atburðunum. Fólki sviður þegar spjótum er beint að mann- eskjum sem ekki geta varlð slg.“ Heldurðu að fóiki hafl fundist Hrafn ganga of langt í þcssu til- felli — þarna hafi hann enn einu sinni farið yfir strikið? „Já, mér sýnist það nú á við- brögðunum. En það er erfltt að segja til um hvort hann ætlaði sér að kalla þau fram. Menn geta vitaskuld velt því fyrir sér að Hrafn hefur staðið fyrir utan ai- menna umræðu um nokkra hríð og ef til vill sá hann þarna kær- kotnið tækifæri til að bæta úr því —- og þá skipti hann engu ntáli á hvers kostnað athyglin fékkst.“ -shh Fyrir skemmstu las Hrafn Gunnlaugs- son sex ára gamla smásögu sína, Hctju- sögu, í Ríkisútvarpið. Hrafn leiklas söguna með miklum stæl og gekkst feímnislaust víð því að persönur í henni væru meðal annars byggðar á Halldóri Laxness, fluði konu hans, Jacqueline Picasso og Vlgdísi Finnbogadóttur, forscta íslands. Leiklest- urinn vakti heilaga reiði ýmissa. Barnastjarnan... eða öllu heldur stjarna barnanna, Gunnar Helgason, rýnir í bók sína sem kemur út á morgun. Á morgun er hans dagur, því auk þess að verða þrí- tugur og gefa út bók verður hann með kombakk í Himnaríki. Gunnar Helgason, sem er skíthræddur við unglingagengi, gefur út nýja bók um Gogga og Grjóna. Þroskandi norror Eins og gefur að skilja er ávallt líf og fjör í kringum Gunnar Helgason, annan umsjónarmanna Stundar- innar okkar (öðru mundu börnin held- ur aldrei trúa), en aldrei sem nú, því á morgun, föstudag, fara þrír stórvið- burðir saman í lífi hans; kombakk, bókaútgáfa og afmæli. Við nánari eftir- grennslan kemur á daginn að drengur- inn verður þrítugur 24. nóvember, önn- ur bók hans um Gogga og Grjóna kemur út og eftir sex vikna raddleysi bendir allt til þess að Gunnar hafi endurheimt falsettuna og geti nú aftur sett sig í spor galgopans í Himnaríki Hermóðs og Háð- varar í Hafnarfirði. Fyrri bók Gunnars, sem kom út fyrir þremur árum, hét bara Goggi og Grjóni en sú sem kemur út núna heitir Goggi og Grjóni — vel í sveit settir. Ertu að skrifa um þig og Felix? „Nei, þetta voru Ási tvíburabróðir og ég; sjö og hálfs árs. Sú bók var eiginlega sjálfsævisaga. Ég get þó ekki sagt að ég hafi upplifað margt af þeim þroskandi horror sem þeir Goggi og Grjóni upplifa nú níu ára gamlir. Imyndunaraflið er látið ráða ferðinni," segir Gunnar. Líkt og fyrri bókina myndskreytir Hallgrímur Heigason, stórskáld og bróðir Gunnars, einnig þá nýju, en hún hefur verið tvö ár í smíðum. Ætlarðu að halda áfram að þroskast með Gogga og Grjóna, eða bara halda þigvið börnin? „Ég skrifa bara eins og ég get og út úr því kemur bara barnabók, — ég get ekki skrifað öðruvísi. Kannski ég reyni unglingana einhvern tíma síðar, en hætti mér hins vegar aldrei út í sam- keppni við bróður minn á fullorðins- markaðnum.“ Fyrri bók Gunnars fékk mjög góðar viðtökur og seldist í þrjú þúsund ein- tökum — og þá var Gunni ekki einu sinni orðinn frægur sjónvarpsmaður. „Bókin fékk líka fína dóma, sem er enn- þá gleðilegra. Það er auðvitað frábært að selja en það er enn betra að fá gleði- lega dóma og selja líka.“ Á hann ekki fótum fjör að launa þegar hann hittir unga aðdáendur sína á götu úti? „Mér finnst það bara gaman þegar börn eiga í hlut. Ég verð hins vegar skít- hræddur ef ég sé unglingagengi. Ég fer bara að skjálfa þegar ég sé unglinga- hópa.“ Og svo er það kombakk í leikhúsið (og Stundina okkar, en fáir vita sjálfsagt að tvíburabróðir Gunnars, Ásmundur, hljóp í skarðið fyrir hann á dögunum vegna raddleysis leikarans) og þrítugs- afmælið. „Dagurinn hefst á útgáfuteiti hjá Máli og menningu klukkan sex, síð- an rétt næ ég á sýningu í Hafnarfirði og svo verður afmælisveisla í Bæjarút- gerðinni á eftir." GK Fjölmiðlar Hinir samviskusömu ráða ferðinni Þrátt fyrir skæðadrífu lesendabréfa móralska meirihlutans, sem leggur nú allt undir til að koma höggi á út- varpsstjórann og prestinn vegna kláms í RÚV (?!), ríkir nokkur gleðj uppi í Efstaleiti og við Laugaveginn. Ástæðan er nýjasta Dagbókarkönnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla íslands. Hún varð til þess að Heimir Steinsson lyfti glasi í góðum hópi auglýsenda og aug- lýsingamanna sjónvarpsins og sagði eitthvað á þessa leið: Enn erum við stærri en Stöð 2. Og svo þuldi hann upp tölur úr könnuninni. Jújú, allt gott og blessað og ber að samgleðjast. Fjölmiðlar nota þessa könnun til að segja lesendum/áhorf- og heyrendum að þeir séu ekki einir á báti með að lesa/horfa og hlusta á tiltekinn miðil og ekki síður er auglýsendum bent á að þarna og þarna sé nú fólkið. Meira að segja Aðalstöðin og X-ið, sem ekki eru aðilar að könnuninni, vitna til hennar í nýlegri auglýsingu, óbeint með tilvitn- un í frétt Moggans, — 36 prósent hlust- un á landsvísu! Dagbókarkönnun fer fram tvisvar á ári og flestir innan fjölmiðlageirans bíða útkomunnar með öndina í hálsin- „ Ég ímynda mér að það þurfi ákaflega samuiskusamar týp- ur til að standa skil á dagbók- inni. Ogþá er eftir spurningin: Með þessa ofuráherslu á dag- bókarkönnunina — hafa slúbbertarnir ekkert um dag- skrárstefnu fjölmiðla að segja? um. Stjórnendur reyna að hlera hve- nær hún fer fram og skarta þá þeim skrautfjöðrum sem fyrir hendi eru. (Næsta könnun verður væntanlega í mars á næsta ári.) Nýjasta dagbókar- könnunin fór fram 13. til 19. október. 1.500 manns á aldrinum 12 til 80 ára eru valdir til að taka þátt og nettósvör- un var nú 63 prósent. Þátttakendum er úthlutað bók þar sem hver dagur hefur sína opnu og þeim gert að krossa í við- eigandi reiti. Hugsanlega bý ég við hinar furðuleg- ustu aðstæður en ég þekki bara engan sem myndi nenna að standa í þessu. Ekki ég og þó neyti ég fjölmiðla ótæpi- lega. Eg ímynda mér að það þurfi ákaf- lega samviskusamar týpur til að standa skil á dagbókinni. Og þá er eftir spurningin: Með þessa ofuráherslu á dagbókarkönnunina — hafa slúbbert- arnir ekkert um dagskrárstefnu fjöl- miðla að segja? Eða: Skyldu auglýsend- ur velta þessu fyrir sér? Slúbbertar eru ekki síðri neytendur en hinir. Þessar aðstæður minna mig á það þegar vinsældalisti Bylgjunnar var kynntur til sögunnar: Vinsælustu lögin á íslandi. Mér hefur ætíð fundist það al- gjört píp. Listinn miðaðist við innhring- ingar útvarpshlustenda. Hverjir hringja í útvarpsstöðvar? Hafiði mín orð fyrir því. Það eru 90 prósent krakk- ar á aldrinum 10 til 13 ára. Með fullri virðingu fyrir þessum aldurshópi er fulldjúpt í árinni tekið að telja smekk hans vera þverskurð af tónlistarsmekk þjóðarinnar. Mér skilst reyndar að nú- orðið sé annar háttur hafður á við að ákvarða hvaða popplög það eru sem fá að hljóma á íslenska listanum. Jakob Bjamar Grétarsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.