Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.11.1995, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBE1995 Síðastliðinn sunnudag hittist þverpólitískur hópur þungavigtarkvenna sem er að þreifa fyrir sér með hugsanlega samstöðu um einn tiltekinn kvenframbjóðanda til forseta. Ljóst er að Guðrún Agnarsdóttir læknir nýtur ekki jafnmikils stuðnings og áður og á kostnað hennar hafa þær Guðrún Pétursdóttir líffræðidósent og Sigríður Snævarr sendiherra styrkt stöðu sína. Stefán Hrafn Hagalín þreifaði á málinu og kynnti sér stöðuna. Gestgjafi Kaffibarsfundar. Guðrún Pétursdðttir Guörún Pétursdóttir líffræðidósent: Ný kona í umræðunni. Isíðustu viku greindi Helgar- pósturinn frá því að konur úr öllum flokkum væru farnar að ræða óformlega sín í millum um hugsanlega breiðfylkingu kvenna bakvið einn ákveðinn kvenframbjóðanda til forseta- embættis. Jafnframt sagði blaðið frá því að enn sem kom- ið væri hefðu konur þessar lát- ið símhringingar duga og ekki hist formlega, en hinsvegar væri slíkt í undirbúningi. Seinnipart síðastliðins sunnu- dags hittist síðan þverpólitísk hersing þungavigtarkvenna á efri hæð Kaffibarsins í Reykja- vík og voru þar fremstar í flokki Svanfríður Jónasdóttir, þing- kona Þjóðvaka, Hildur Jóns- dóttir ritstjóri, Alþýðubanda- lagi, Katrín Fjeldsted, fyrrver- andi borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, Sólveig Ólafsdóttir sjónvarpsfréttamaður og lög- fræðingur (sem minnstu munaði að færi í framboð fyrir Þjóðvaka í vor)og Áslaug Ragnars Sjálfstæðisflokki. Enn- fremur voru boðaðar á fundinn þær Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalista og Ragnhildur Vigfúsdóttir Kvennalista, en þær komust ekki samkvæmt heimildum Helgarpóstsins — og aukþess nokkrar sjálfstæðis- konur. Sigríður og Guðrún Þótt með fundinum hafi nú komist nokkuð formleg mynd á þessa þverpólitísku kvenna- hreyfingu, þá getur fundurinn vart talist nema vísir að óska- stöðunni „breiðfylkingu kvenna" — ef af henni verður á annað borð — enda fámenn- ur og ákveðnum konum haldið fyrir utan hann, „líktog venju- lega“, einsog sagði þreytuleg Alþýðuflokkskona í samtali við Helgarpóstinn. Samkvæmt heimildum blaðsins er fyrirhugað að hafa hóp þessara kvenna þröngan áfram um skeið, „því þannig höfum við betur stjórn á hvað er í gangi í umræðunni, enda nóg að hafa einn fulltrúa frá hverjum stjórnmálaanga". Á fundinum var ekki rætt um neinar ákveðnar konur sem vænlegastar til framboðs í embættið, en að sögn heimild- armanna Helgarpóstsins skera tvær konur sig engu að síður útúr í umræðu stundarinnar: Sigríður Snævarr, sendiherra í Svíþjóð, og Guðrún Péturs- dóttir, líffræðidósent við Há- skólann. Sigríður þykir hafa sterkari stöðu en fyrr í um- ræðunni, en Guðrún kemur til- að gera ný inn og nýtur þar blaðaskrifa sinna og aðgerða í tengslum við margumdeildan smásöguleiklestur Hrafns Gunnlaugssonar. Staða Sigríðar og Guðrúnar skýtur nokkuð skökku við, því það sem fyrir skemmstu þótti löstur — að eiga þekktan stjórnmálamann fyrir maka — þykir nú litlu máli skipta, en Sigríður er eiginkona Kjartans Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokks, og Guðrún er gift Ólafi Hanni- baissyni, varaþingmanni sama flokks. Guðrún Pétursdóttir þykir sterkur kandídat að ýmsu leyti. Hún er af rótgrónum sjálfstæðisættum og tengist bæði Sjálfstæðisflokki og Al- þýðuflokki í gegnum hjóna- band sitt. Hún hefur akadem- ísk tengsl sem framkvæmda- stjóri Sjávarútvegsstofnunar Háskólans og þykir að öðru leyti sá dugnaðarforkur — og aukþess hæfilegur bóhem — meðal kvenna sem helst geti tekið við eftir 16 ára valdasetu Vigdísar Finnbogadóttur. Hins ber líka að geta að hún er í þeim armi Sjáifstæðisflokks sem hefur litlar mætur á Dav- íð Oddssyni og eru litlir kær- leikar þar á milli. Stjörnuhrap Guðrúnar Agnarsdóttur Sú kona sem undanfarna mánuði hefur reynst njóta mestra vinsælda kvenna er vilja fá manneskju af sama kyni í forsetastól er Guðrún Agn- arsdóttir og það kemur því á óvart að þreyta virðist komin í umræðu um hana sem hugsan- legan forseta. Mun það einkum komið til þarsem hún þykir fremur treg í taumi: „Guðrún vill láta ganga fullmikið á eftir sér,“ einsog kona nokkur orð- aði það. Sögusagnir tóku að heyrast fyrr í mánuðinum um að Guð- rún hefði afturámóti engan áhuga á embættinu, en það hefur jafnharðan verið borið tilbaka. í tveimur tilfellum var blaðamanni raunar tjáð, að Guðrún væri alltof hégóma- gjörn til að láta embættið sér úr greipum ganga baráttulaust og það væri aukþess ekkert að því að láta aðeins ganga á eftir sér „meðan hálfgerð ómynd er ennþá á þessum málum öllum- saman". Á fundinum á Kaffibarnum veltu konurnar fyrir sér ýms- um grundvallarmálum svosem einsog hinni sjálfsögðu spurn- ingu: Hvernig forseta viljum við fá? Einnig var rætt hvort ástæða væri til að breyta um áherslur hjá embættinu — og þá: hvernig? Jafnframt bland- ast inní þetta tilvistarkreppa kvennahreyfingarinnar, sem veit ekki hvort hún á að hvetja konur eða konu til að bjóða sig fram eða hvort samstaða náist yfirleitt um einhvern skapaðan hlut. Þannig komu fram efasemdir hjá háttsettri Kvennalistakonu um að þverpólitísk hreyfing sem þessi gæti náð saman um tiltekin málefni eða tiltekna konu — eða konur. Líklegra væri að konur einfaldlega hóp- uðust að hætti grasrótarinnar kringum álitiegasta frambjóð- andann „þegar uppskerutím- inn er réttur og við vitum hvort karlar ætla að vaða fram með einhvern tapara úr sínum röðum", sagði þessi tiltekna Kvennalistakona glaðhlakka- leg. Munu ná að Enn konur aldrei sameinast? og aftur hefur síðan komið — til hliðar við umræð- una um hugsanlega kvenfram- bjóðendur — upp kvitturinn um að konur nái aldrei að sameinast um eina ákveðna konu og því sé hætt við að annaðhvort muni enginn kvenkyns frambjóðandi koma uppá yfirborðið eða þá að nokkrar fari fram. „Ef svo ósennilega vill til, að tvær eða fleiri konur verði í framboði, þá munu þær ör- ugglega reyta atkvæði hvor af annarri og hvorug hlýtur kosningu á endanum,“ sagði heimildarkona Helgarpóstsins sem tengist „Kaffibarshópn- um“. Sama kona sagði „nær gjörsamlega útilokað að Vig- dís hefði sigrað árið 1980 ef fleiri konur hefðu verið í fram- boði“. Hættuleg göt á kosn- ingalögunum Og þá komum við að til dæmis vangaveltum um skipt- ingu atkvæða. Svo er nefnilega mál með vexti að ef til dæmis sex frambjóðendur gefa sig upp þá gæti einn þeirra farið með sigur af hólmi með ein- ungis 17% atkvæða. Ef fram- bjóðendur verða átta þá gæti sigurvegarinn fræðilega séð farið inn með 12% atkvæða þjóðarinnar í vasanum. Þráttfyrir að nær útilokað sé — miðað við reynslu okkar í þessum efnum — að svona fari þá gefur kosningakerfið færi á sér í málinu. Árið 1944 var nefnilega bundið í lög að að- eins ein umferð væri í forseta- kosningum, en ekki tvær til að ná fram tilskildum auknum meirihluta atkvæða, og einfald- lega treyst á guð og lukkuna með að ekki færi svo illa. Þjóð- vaki hefur reyndar lagt fram frumvarp á Alþingi til að koma í veg fyrir göt sem þessi í kosn- ingalögunum. Hissa á mætingarlist- anum Það er vert að greina frá því að umtalsverður fjöldi kvenna sem blaðið ræddi við var stein- hissa á mætingarlista þessa fundar og töldu víst að þarsem strax væri farið að hunsa ákveðnar konur yrði „Kaffi- barshópurinn“ aldrei vaxtar- sproti að einhverju öðru og meiru. Hreyfingin sem allir biðu eftir myndi aldrei spretta uppúr slíkum jarðvegi. Þær vildu hinsvegar allar konurnar taka skýrt fram að engin sárindi væru vegna fund- arins og umfram allt þyrftu konur að ræða rækilega saman til að byrja með — hitt myndi svo koma af sjálfu sér þegar framí sækti og valkostir yrðu greinilegri. Guörún Agnarsdóttir læknir: Verður hún stjörnuhrap ársins? Ragnhildur Vigfúsdóttir: Var líka boðuð, en kom ekki. Hildur Jónsdóttir: Eina Alþýðubandalagskonan? Kristín Astgeirsdóttir: Var boðuð, en komst ekki. Svanfríöur Jónasdóttir: Mætti og lét til sín taka. Katrín Fjeldsted: Uppreisnarkonan í Sjálfstæðisflokki.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.