Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.11.1995, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER1995 m Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdcisfjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Skáldið og sagan Það er með ólíkindum hversu mikilli geðshræringu gömul smásaga eftir Hrafn Gunnlaugsson hefur valdið hjá hluta menningarelítu landsins að undan- förnu. Sagan, sem birtist í heild í Helgarpðstin- um í dag, kom fyrst út fyrir sex árum en var lesin í útvarp í síðustu viku með þeim afleið- ingum að helztu menningarforkólfar landsins mega ekki vatni halda sökum hneykslunar. Öllum, sem lesa söguna, má ljóst vera að persónur hennar vísa til þjóðþekktra per- sóna, sem sagt Halldórs Laxness, Auðar konu hans, frú Vigdísar Finnbogadóttur og Hrafns sjálfs, auk frú Jacqueline Picasso. Þetta var Ijóst strax fyrir sex árum þegar sagan kom út og eru því lítil tíðindi núna. Af hverju þá þessi geðshræring? Hluti skýr- ingarinnar er eflaust sá, að skáldið á Gljúfra- steini getur fyrir elli sakir ekki brugðizt á nokkurn hátt við flutningi sögunnar, þar sem augljóslega er veitzt beint og óbeint að hon- um sjálfum. Það er sem sagt litið á flutninginn sem ómaklega árás á örvasa gamalmenni og eiginkonu hans. Hins vegar verður að benda á, að þessi meinta árás var líka til staðar fyrir sex árum þegar sagan kom fyrst út. En það hefur ýmislegt gerzt á sex árum. Lík- lega hafa engir aflað sér fleiri og heiftræknari óvina á síðustu misserum en einmitt Hrafn Gunnlaugsson. Þær deilur allar hafa orðið til þess að hér er orðinn til vísir að nýju menn- ingarstríði í stað þess sem geisaði í kalda stríðinu. Þar skipast fylkingar ekki lengur eft- ir pólitík, heldur eftir tryggð við einstaklinga og hatri á þeim. Meðal hörðustu andstæðinga Hrafns eru ekki sízt þeir sem nú móðgast mest fyrir hönd Nóbelskáldsins og eiginkonu hans, en þögðu þunnu hljóði fyrir sex árum þegar sagan sá fyrst dagsins ljós. Sá grunur læðist að, að það sé ekki umhyggja fyrir Gljúfrasteinshjónum ein sem ræður hér ferð, heldur Þórðargleði — tilhugsunin um enn eitt tækifærið til að klekkja á Hrafni Gunnlaugssyni. Hrafni hefur hins vegar tekizt að sýna hversu hlálega auðvelt hann á með að kalla fram heiftarleg viðbrögð í þjóðarsálinni. Það þarf ekki meira til en gamla sögu um uppdikt- aða veizlu í ráðherrabústaðnum. Helgarpósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-2211, símboði: 84-63332, símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Varðhundurinn geltir Þorsteinn Pálsson geyr mjög þessa dagana. Á meðan út- hafshagsmunir íslendinga eru að komast í verri klemmu en síð- an sú víking hófst virðist ráð- herrann hafa fundið sjálfan höf- uðóvin sjávarútvegsins, nefni- Stjórnmál Mörður Árnason lega þá sífellt fjölmennari sveit innan og utan þings sem telur eðlilegt að gera nýtendum þjóðarauðlindarinnar að greiða gjald fyrir afnot sín af henni. Hljóðin upphófust í umræð- um um veiðileyfagjaldstillögu Ágústs Einarssonar og fleiri Þjóðvakamanna á Alþingi. Þor- steinn lagðist af þunga gegn til- lögunni og náði nýjum hæðum í pólitískum málflutningi á síðari tímum með því að ráðast á frummælandann sem málsvara stórfyrirtækja í sjávarútvegi, sem ætluðu með hinu nýja gjaldi að kremja síðasta triliu- karlinn undir fótum sér. Ágúst þakkaði fyrir sig með alkunnum hætti og fékk fyrir áminningu frá þingforsetanum, flokksbróð- ur Þorsteins. Nýjar skattatillögur Síðan hefur Þorsteinn verið í sjónvarpinu og nú síðast á Fiski- þingi og haldið áfram að gelta. Það er reyndar sérkennilegt að Þorsteinn heldur fast við að kalla veiðileyfagjaldið skatt á sjávarútveginn. Hér fari sumsé í flokkum menn með reidda hnífa að undirstöðuatvinnuveginum, sennilega fyrir öfundar sakir, og vilji einkum ná sér niðrá þeim sem mestir eru aumingjarnir: litlu fyrirtækin, landsbyggðin og nú síðast fólkið í frystihúsun- um. Sjálfur virðist Þorsteinn þó enganveginn fráhverfur aukinni skattheimtu í greininni, og lýsti sig á Fiskiþinginu reiðubúinn að leggja á sjávarútvegsfyrirtækin stighækkandi tekjuskatt — sem mundi skapa þeim síðri skatta- stöðu en öllum öðrum fyrirtækj- um í landinu! Þetta er merkileg yfirlýsing þótt skrítin sé vegna þess að hún sýnir að sjávarútvegsráð- herra hefur komið auga á eitt af þeim vandamálum sem veiði- leyfagjaldi er stefnt gegn; nefni- lega það sem skapast af sífelld- um sveiflum í afkomu sjávarút- vegsins. Þær hafa í stórum dráttum verið „leystar" hingað til með grófgerðum og klunna- legum aðferðum, annarsvegar gengisfellingum þegar illa árar, hinsvegar þenslukapphlaupi og launahækkunum þegar betur gengur. Með skynsamlegri skip- an veiðileyfagjalds mætti að nokkru jafna þessar sveiflur. Stighækkandi tekjuskattur á ein- ungis eina atvinnugrein er hins- vegar afleit hugmynd; þótt ekki væri nema vegna þess að í slíkri skipan mundu fyrirtækin leita allra leiða til að komast hjá reikningslegum hagnaði. iaid — gengi ukaskanur V< vii Það er líka merkilegt að Þor- steinn hefur reynt að hræða frá fylgi við veiðileyfagjald með því að henda á lofti nýleg ummæli Brynjólfs í Granda, sem sagði að gjaldinu yrði að fylgja gengis- lækkun til að fyrirtækin yrðu ekki of hart úti. Afleiðingin yrði samkvæmt Þorsteini almenn kjaraskerðing, og yrði þá lítið úr réttlætinu þegar menn hefðu ekkert lengur að borða. Fræðingar sumir — til dæmis Snjólfur Olafsson uppí Háskóla — hafa reyndar talað um að gengisbreytingar væru eðlilegur þáttur í tilkomu veiðileyfagjalds og reyndar tengt það við al- mennar skattalækkanir. í gróf- um dráttum mundi útgerðin borga fyrir afnot af miðunum en hagnast á móti af lægra gengi sem um leið kæmi öðrum út- flutningsatvinnuvegum til góða. Ríkissjóður (og sjóðir sveitarfé- laga?) mundu fá inn fé af gjald- inu en í þess stað lækka virðis- aukaskattinn, sem er hvort sem er hættulega hár. Gengislækkun þrýstir upp vöruverði til al- mennings en lækkun virðisauka- skattsins jafnar það út á móti. Þetta væru auðvitað vanda- samar efnahagsaðgerðir og að mörgu að hyggja. Flestir hag- fræðingar eru hinsvegar sam- mála um að það kerfi sem eftir stæði hentaði okkur betur en það sem við búum við nú. Og það er auðvitað bara lýðskrum að kalla slíkar hugmyndir ósk um kjaraskerðingar einsog Þor- steinn leyfði sér á Fiskiþinginu. Einmitt hugmyndir af þessum toga, framtíðarhorfur og ýmsar spásagnir þyrfti að athuga vandlega núna þessi misseri þannig að menn geti ræðst við um þessar tillögur og búið sig undir breytingar í takt við rétt- lætiskennd þjóðarinnar. Engum stendur nær að taka forustu um slíka könnun og umræðu en ráð- herra sjávarútvegsmála. „Það er sérkermilegt að Þorsteinn heldur fast uið að kalla veiðileyfagjaldið skatt á sjáuarútveginn... Sjálf- ur uirðist Þorsteinn þó engan ueginn fráhuerfur auk- inni skattheimtu ígreininni, og lýsti sig á Fiskiþing- inu reiðuhúinn að leggja á sjáuarútuegsfyrirtœkin stig- hœkkandi tekjuskatt—sem mundiskapa þeim síðri skattastöðu en öllum öðrum fyrirtœkjum í landinu!11 Hagsmunir í hættu Sjávarútvegsráðherrann er hinsvegar upptekinn við annað en að móta framtíðarstefnu með efnahagslega skynsemi og þjóð- arhag fyrir brjósti. Hann lítur á sig sem fulltrúa tiltekinna afla í samfélaginu og óttast nú óæski- legar heimsóknir. Varðhundurinn geltir. í hættu eru hagsmunir hins nýja aðals á íslandi, þeirra sem næsta ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks á undan þessari afhenti einkarétt á þjóðarauðlindinni fyrir um það bil tólf árum. Það eru þessir hagsmunir sem Þorsteinn Páls- son ver nú um stundir með kjafti og klóm, einsog sést bæði af orðbragðinu á sjávarútvegsráð- herra á þinginu, lýðskruminu í fjölmiðlum, og ekki síður „til- boðinu“ um sérstök skattalög fyrir sjávarútvegsfyrirtæki: Allt, allt, nema að sægreifarnir þurfi að sjá á bak sínum nýfengnu for- réttindum. Höfundur er íslenskufræðingur Palladómur Útvarpsstjórinn og siðferðisþrekið Séra Heimir Steinsson hefur reynst hafa annan mann að geyma en flestir hugðu þegar hann fór úr embætti Þingvalla- prests pg settist í stól útvarps- stjóra. Á þeim tíma var útbreidd skoðun að Heimir væri grandvar guðsmaður, máski óþarflega orð- margur þegar sá gállinn var á honum, en í grundvallaratriðum sómakær og vel kristinn. En séra Heimir hefur reynst vera úlfur í sauðargæru, eða að minnsta kosti virðast notendur Ríkisút- varpsins ekki velkjast í vafa um það. Athugulir áhorfendur og hlust- endur, en þó sérstaklega roskið fólk sem lætur ekki bjóða sér hvaða ósóma sem er, hafa hvar- vetna þóst sjá hvernig siðgæðið er á undanhaldi í dagskránni að undanförnu. Þetta fólk hefur reynt að bera hönd fyrir höfuð sér í lesendadálkum dagblaða og símatímum útvarpsstöðva. Það er ekki ofmælt að þar séu farnar að vakna áleitnar spurningar um siðferðisþrek útvarpsstjórans, ekki síst eftir að Ríkisútvarpið efndi til samfarakeppni milli landshluta sem haldin er í sjón- varpinu vikulega. Hinir sárgrömu áhorfendur vilja vita hvort það sé ekki fremur á færi einkaaðila að veita slíku efni inn í stofur landsmanna og vilja að erótíkinni — eða á bara ekki hreinlega að kalla það klám — fari að linna. Þeir krefjast þess að vita hvern hlut útvarpsstjóri eigi að máli, hvort það sé ef til vill sérstakt forgangsatriði hjá hon- um að veita klámefni inn í stofur landsmanna og hvort forsvaran- legt sé að almennir borgarar séu látnir greiða fyrir svonalagað. Og hvernig er þá ástatt fyrir guð- fræðinni hjá prestlærðum manni sem stjórnar svona fjölmiðli; er hann ef til vill handgengnari sög- unni um Súsönnu í baðinu en öðr- um hlutum ritningarinnar? Ekki þykir þetta síður alvarlegt vegna þess að séra Heimir hefur verið orðaður við forsetafram- boð, og ef ekki Bessastaði þá máski biskupsembættið. Og því spyrja notendur Ríkisútvarpsins eðlilega: Hvers er að vænta af þessum stofnunum ef þær lenda í höndunumn á séra Heimi? „Huernig erþá ástatt fyrir guðfrœðinni hjá prestlærð- um manni sem stjórnar suona fjölmiðli; erhann eftil vill handgengnari sögunni um Súsönnu í baðinu en öðrum hlutum ritningarinnar?“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.