Helgarpósturinn - 23.11.1995, Page 22

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Page 22
dag að borða á restaurant, en ég hafði ekki efni á því að kaupa mynd eftir hann þá. Ég var bláfátækur og algerlega óþekktur rithöfundur frá eyju norður í höfum sem enginn vissi að væri til. En ég hef^alltaf séð eftir því að hafa ekki selt jakkann minn eða jafnvel skóna og keypt eina mynd, eða bara hætt algerlega að borða, ekki vegna þess að ég hefði fjárfest í ómetanlegum verð- mætum, heldur vegna þess að mynd eftir Leónardó er institu- sjón sem hefur eigið líf og mað- ur getur gengið inn í þegar all- ar aðrar institusjónir hafa lok- að ... eða verða óþolandi. Ég hlakka afskaplega mikið til að fá að sjá sýninguna sem þú ætlar að færa okkur. Það er mér mikill heiður, ég endurtek, að fá að hitta þig í eigin per- sónu. Og nú gerði Madame litla hreyfingu. Hún losaði hönd sína og Skáldsins og strauk honum blíðlega um vangann með löngum grönnum fingrum og sagði: — Mig hefur líka alltaf lang- að til að eiga stund með þér og nú gefst mér tækifæri að koma erindi mínu á framfæri og fara þess auðmjúklega á leit við slíkt stórskáld sem þú ert, að skrifa formálsorð að sýningar- skránni sem verður gefin út í tilefni sýningarinnar. Þó ekki væru nema fáeinar línur, þá myndi slíkt gefa skránni ómet- anlegt listrænt gildi. Það var eins og álfkona hefði snert Skáldið með töfrasprota. Hann greip báðar hendur Ma- dame og buktaði sig og beygði og sagði: — Minn er heiðurinn, minn er heiðurinn. í rauninni er ég alls ekki þess verður að skrifa um snilling sem Leónardó, en ef þetta er þín einlæg ósk, þá skal ég gera mitt besta og reyna að setja saman eitthvað sem hvorugt okkar þarf að skammast sín fyrir. Eiginkona Skáldsins stóð álengdar og kvikaði augum órólega á Skáldið og Madame. Einkalæknirinn og þernan stilltu sér upp bak við vinnu- veitanda sinn og kinkuðu kolli út í loftið, eins og fuglar sem eiga von á óveðri. Eiginkonan leit loks ásakandi á móttöku- stjórann sem brosti vandræða- lega og vissi ekki upp á hverju hann ætti að taka. Svo gekk eiginkonan til ráðherrans og dæsti: — 0, hann Snorri er orðinn svo ruglaður. Blessuð konan að þurfa að hlusta á bullið úr honum. Ég vona að ég þurfi ekki að skammast mín fyrir hann. Hvað er hann eiginlega að segja við þessa konu? Ráðherrann, sem skildi út- lensku, reyndi að brosa á móti og sagði: — Ja, ef ég gæti nú þýtt allt það sem hann segir. Ég held þau séu aðallega að tala um myndirnar eftir eiginmann hennar heitinn. En svo sá ráðherrann að sú skýring gat tæplega átt við þau innilegu blíðuhót sem fóru fram á miðju gólfi, svo ráðherr- ann beindi athygli frúarinnar annað og sagði: — Má ég ekki bjóða þér upp á eitt kampavínsglas, áður en við setjumst til borðs? Eiginkonan greip þetta boð á lofti. Hún gekk þétt upp að Skáldinu og sagði: — Ráðherrann er að bjóða upp á kampavín. Skáldið leit augnablik upp frá Madame og sagði: — Já, fáðu þér þá kampavín. Frúin gekk til baka og náði sér í glas og kom svo strax aft- ur og togaði í jakkalaf Skálds- ins. — Ráðherrann vill að við skálum, sagði hún hvasst og sendi um leið hatursfullt augnaráð til Madame. Madame leit á móti eins og hún hefði ekki hugmynd um hver þessi kona væri og spurði FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Skáldið á frönsku: — Hvað er þessi kona að segja, vill hún eitthvað? Skáldið leit á konu sína eins og hún væri honum öll fram- andi og skoðaði hana augna- blik, áður en hann svaraði Ma- dame: — Þessi kona giftist mér fyr- ir mörgum árum. Nú vill hún að við skálum við ráðherrann. Madame skoðaði eiginkon- una úr mikilli hæð, en sagði svo vingjarnlega: — Það gleður mig að kynn- ast konunni þinni. Sú kona hlýtur að vera hamingjusöm sem er gift snillingi eins og þér. Eigum við ekki að skála með ráðherranum. — Skálum, sagði Skáldið og skimaði frá sér muninn í kring- um sig eftir kampavínsglasi. „Eiginkonan stappaði í gólfið eins og mannýg kind og hvíslaði milli samanbitinna tanna: — Snorri, Snorri, viltu hœtta að káfa á konunni. “ — Þjónninn stendur á bak við þig, sagði eiginkonan og sneri Skáldinu við, sem rak sig um leið utan í Madame, þannig að hún þurfti að stíga til hliðar. — Fyrirgefðu, fyrirgefðu, sagði Skáldið og buktaði sig eina ferðina enn fyrir Madame og tók síðan glasið úr höndum konu sinnar og rétti Madame. Madame tók við glasinu og lyfti því og lét gem hún sæi ekki hvaðan glasið var tekið. Skáldið þaut eftir öðru kampa- vínsglasi og var óðar kominn til baka og ætlaði að skála, en var of seinn. Eiginkonan tók kampavínsglasið úr hendi hans og dreypti á því. Skáldið leit ögn undrandi á konuna sem hafði tekið af honum glas- ið, brosti svo afsakandi til Ma- dame og fór eftir nýju glasi. Eitt andartak stóðu þær and- spænis hvor annarri, Madame og eiginkonan. Madame setti stút á munninn og horfði yfir glasbarminn á eiginkonuna eins og hún væri að kyssa hana gegnum vínið. Eiginkon- unni svelgdist á og átti í basli með að ná vasaklút upp úr veskinu sínu til að hósta í. Ma- dame beindi augunum ofan í glasið og lést vera að lykta af víninu. Skáldið sneri aftur og hafði sullað smákampavíni yfir handarbak sér í bægslagangin- um. Madame dró silkiklút út úr kjólerminni og þurrkaði þrúgnatárin gullnu af hönd Skáldsins eins og hún væri að búa um viðkvæmt sár. Ráðherrann, sem horfði á aðfarirnar með síauknum óróa, klappaði saman höndun- um og hélt stutta tölu og bauð viðstadda velkomna og bað þá að skála „fyrir þessari ánægju- legu samverustund sem mun tryggja enn nánari og aukin menningarsamskipti meðal svo ólíkra þjóða“. — Nú skálum við, sagði ráð- herrann og lyfti glasi sínu og Skáldið skálaði við Madame og horfði djúpt í augun á henni. Eiginkonan virtist hafa gefist upp í bili og leitaði annarra ráða. Hún gekk til ráðherrans og sagði: — Eg er því miður ekki svo vel að mér í útlensku og get því ekki fylgst með því, hvað Snorri er að segja við konuna, en mér þætti vænt um að vita það, ef hann er að segja ein- hverja endaleysu, því hann á það til að rugla saman fólki og það getur verið mjög óþægi- legt að leiðrétta slíkan mis- skilning eftir á. Ráðherrann reyndi þegar í stað að gera sem minnst úr öllu og sagði: — Hann er bara að bjóða hana innilega velkomna, eins og siður er í hennar landi. — Já, hann býður hana svo sannarlega „innilega" vel- komna, sagði eiginkonan, en geturðu spurt þessa heiðurs- frú að því, hvað almennilegir skór kosta í heimsborginni? Ráðherrann hleypti brúnum, eins og hún hefði ekki almenni- lega skilið hvað eiginkonan ætti við. — Hvernig skór? spurði ráð- herrann. — Almennilegir skór, svar- aði eiginkonan, einmitt svona skór eins og ég er í. Ráðherrann leit niður í gólfið og sá að eiginkonan var í skóm úr krókódílaskinni. Ráðherrann hikaði, en eigin- konan þrýsti á og sagði: — Mér þætti mjög vænt um ef þú vildir spyrja hana að þessu. Og nú leit ráðherrann á skóna sem Madame var í. Það voru ósköp látlausir svartir skór og langt frá því að nokkr- um manni dytti í hug að taka eftir þeim. En vegna þess hvað andrúmsloftið var rafmagnað, sá ráðherrann sig knúða til að verða við þessari ósk eiginkon- unnar og gekk til Skáldsins og Madame ásamt eiginkonunni og sagði: — Fyrirgefið að ég trufla, en ég hef alltaf haft svo mikinn áhuga á skóm, segið mér Ma- dame, hvað kosta góðir skór í heimsborginni í dag? — Skór, át Madame upp og leit á skó ráðherrans sem voru afskaplega fínir með spennu á. — Því miður veit ég það ekki, svaraði Madame, vegna þess að mínir skór eru allir sér- smíðaðir. Gilbert, sá heims- frægi arkitekt og hönnuður, sem er eigandi að einu af stóru tískuhúsunum, notar mitt mál til að smíða eftir módelskó. Og ef skórnir takast vel, þá sendir hann mér alltaf módelin sér- staklega sem gjöf. Þessir skór sem ég er í núna, voru smíðað- ir fyrir nokkrum vikum síðan. Þeir fást ekki á almennum markaði. Ef það ætti að kaupa þá í tískubúð, þyrfti að gefa fyrir þá bílverð, en í heims- borginni spyrjum við ekki um verð, slíkt er smáborgaralegt pjatt. Ráðherrann þýddi fyrir eig- inkonuna og sagði: — Madame segir að það þurfi að borga heilt bílverð fyr- ir skóna sem hún er í, því þeir séu sérsmíðaðir af Gilbert. Eiginkonan leit undrandi á skóna. Nú var áhugi Skáldsins vakinn á skónum. — Þetta eru ekki skór, sagði Skáldið. Þetta er skúlptúr. Þessir skór eru skúlptúr. Og nú losaði Madame um skóinn og rétti fram fótinn og gaf Skáldinu merki um að taka skóinn til að skoða hann. Skáldið beygði sig niður, tók um ökkla Madame og færði hana úr skónum. Eiginkonan greip í öxl Skáldsins og sagði: — Hvað ertu að gera? Ætl- arðu að færa konuna úr? Skáldið svaraði ekki, heldur sneri baki í konu sína og skoð- aði skóinn í krók og kring. Svo stakk hann nefinu ofan í skó- inn. — Hagleikssmíð, mikil hag- leikssmíð, sannkallaðir Ösku- buskuskór. Sá maður sem hef- ur smíðað þennan skó, hlýtur að vera hinn mesti völundur. — Hann er sá besti, bætti Madame við. Ráðherrann reyndi að bjarga því sem bjargað varð og sagði með tilbúnum hlátri við eigin- konuna: Snorri segir að þetta séu Öskubuskuskór! Madame setti kyssulegan stút á munninn og var skemmt og Skáldið hélt áfram að prjóna við hugdettu sína um Óskubuskuskóinn: Öskubuska var fegurst allra fljóða og svo fótnett, að það þurfti að skera tærnar eða hælana af jussum til að þær kæmust í skóinn. Skáldið laut aftur niður og tók um ökkla Madame og færði hana í skóinn og Madame teygði fótinn enn lengra fram en áður. Eiginkonan stappaði í gólfið eins og mannýg kind og hvíslaði milli samanbitinna tanna: — Snorri, Snorri, viltu hætta að káfa á konunni. Ráðherrann lét sem ekkert væri að gerast og kallaði glað- lega. — Jæja, eigum við þá ekki að set[ast til borðs. Hvorki Madame né Skáldið virtust heyra þessa uppá- stungu, enda var hún sögð á ís- lensku. Ráðherrann endurtók á útlensku: — Nú setjumst við til borðs. — Til borðs, spurði Skáldið. Á að fara að borða? Hann fékk ekkert svar, því Madame tók undir arm hans og leiddi hann af stað til morg- unverðarstofu. En nú fannst eiginkonunni fullmikið að gert. Hún rásaði á eftir Skáldinu, tók í hinn handlegg hans og stöðv- aði hann, þannig að þær toguð- ust á um hann, hvor frá sinni hlið. Eitt andartak var Skáldið eins og sprellikarl sem baðar út öngunum þegar togað er í spotta. Madame sleppti og gekk til forsetans, en eiginkon- an sagði: — Snorri, ég þarf að tala að- eins við þig. Eg er búin að fá nóg ... — Gerðu það bara á eftir, skaut Skáldið inní og losaði takið á handlegg sér og rölti áfram á eftir Madame. Eitt and- artak snerist eiginkonan um sjálfa sig, en svo fylgdi hún á eftir. Ráðherrann hafði stillt sér upp við enda borðsins og vís- aði Madame á hægri hönd og Skáldinu á þá vinstri. Eiginkon- an flýtti sér að stólnum við hlið Skáldsins. Á móti henni, handan borðsins, sat þunn- hærði læknirinn og þá þernan. Við hlið þernunnar sat gesta- móttökustjóri hátíðarinnar. Eiginkonunni virtist létta ögn við þessa sætaskipan. — Má bjóða Skáldinu te eða kaffi? spurði ráðherrann. — Já, svaraði Skáldið sem hafði teygt sig hálfan yfir borð- ið, til að rétta Madame álegg ofan á brauð. Eiginkonan brýndi röddina og endurtók tilboð ráðherrans: — Te eða kaffi. Ráðherrann var að bjóða þér te eða kaffi, ekki bæði í einu. En Skáldið virtist ekki heyra „0, hannSnorrier orðinn svo ruglaður. Blessuð konan að þurfa að hlusta á bullið úrhonum. “ neitt frekar þótt eiginkonan talaði með margföldum radd- styrk og hélt áfram að stjana við Madame. Eiginkonan dæsti. — Æ, hann er orðinn svo gamall, bætti hún við: Hann heyrir ekki neitt og þolir ekki kaffi. Best að gefa honum bara volgt vatn með smámjólk út í og hálfan sykurmola. En nú virtist Skáldið allt í einu hafa fengið heyrnina. Hann greip fram í og svaraði ráðherranum eins og eiginkon- an væri ekki til. — Ég ætla að þiggja kaffi, franskt kaffi, Café au lait, ef þú átt það til eins og Frakkar búa til. Madame kinkaði kolli til Skáldsins: Café au lait! Morgunverðurinn var þægi- legur fyrir Madame. Skáldið gætti þess vandlega, að hún fengi allt það á diskinn sem hugurinn girntist og gleymdi svo til alveg að borða sjálfur. Allt í einu mundi eiginkona Skáldsins eftir því, að Skáldið hefði lofað litla nafna sínum, Snorra litla, og syni sínum að fara með stráksa í göngutúr um morguninn, til að skoða krumma og hina fuglana. í framhaldi af því tilkynnti eigin- konan að vegna þessa loforðs, yrðu þau hjónin að gera stutt- an stans og halda strax heim að máltíð lokinni. Ráðherrann ætlaði að þýða þessi orð eiginkonunnar, en Skáldið stöðvaði þýðinguna í miðj- um klíðum, á kurteisan, en ákveðinn hátt og sagðist ekki kannast við þetta loforð og ekkert lægi á, fuglarnir flygju ekki burt, þótt hann og nafni hans birtust örlítið seinna en venjulega. Nú væri hann að tala við heimskonu og hefði nægan tíma. Madame ljómaði: Talar þú fuglamál, ég hef heyrt að skáld geti skilið fuglamál, en ég hélt það væri þjóðsaga. Skáldið gerði lítið úr kunn- áttu sinni í fuglamáli en skýrði samt fyrir Madame, að hann gæti talað við spóann og svo hermdi hann eftir spóa og hnykkti til höfðinu og vall. Svo bætti hann hrossagauk í hóp- inn og hneggjaði svo bergmál- aði í herberginu. Madame skemmti sér konunglega og hló svo mikið að hún fékk tár í augun og dró aftur fram silki- klútinn góða. Eiginkonan vatt upp á sig. — Mikið væri gaman að fara í göngutúr og tala Við fuglana, sagði Madame og horfði með aðdáun á Skáldið. — Þú átt bara að koma með, eða heilsa upp á, þegar það hentar þér og þá væri mér sönn ánægja að gerast túlkur fyrir spóa og lóu, sagði Skáldið og sneri sér að eiginkonu sinni og sagði á íslensku: — Erum við nokkuð að gera á morgun? — Hvað áttu við, svaraði eig- inkonan stuttlega. — Ég var að hugsa um að bjóða Madame í göngutúr og þýða ... — Með barninu? Honum Snorra litla? spurði eiginkonan með slíkum ásökunartón í röddinni að engu var líkara en Skáldið ætlaði að etja barninu út í botnlausan soll. — Nei, ekki með barninu, ég ætla að bjóða henni á morgun og þýða fyrir hana fuglasöng. Eiginkonan lagði frá sér hnífapörin: — Viltu vinsamlegast hætta að gera sjálfan þig að athlægi með þessum skrípalátum, sérðu ekki að konan er bara að spila með þig og nota þig. Þú býður þessari konu ekkert heim, hvorki með barninu né á morgun. Ég banna það. — Nota mig, át Skáldið upp og virtist ögn sneypt við þetta tiltal, en eiginkonan notfærði sér lagið og tilkynnti hátt yfir borðið: — Svona hefur þetta alltaf verið. Eilífur gestagangur og ég þarf að þjóna og stjana undir þessu „fína“ fólki sem er svo tómur hégómi og fordild og skilur ekkert eftir nema sígar- ettuösku og óhrein glös. Svo á að fara að bjóða einhverri snobbkerlingu í göngutúr með barninu! Er þessu fólki ekkert heilagt? Það veður yfir allt og vill svo láta ljósmynda sig með Snorra inni á heimilinu til að geta sýnt myndirnar í veislum í útlöndum. Eiginkonan hristi höfuðið og tók til við morgunmatinn. Eitt- hvað hafði þessi tala snert Skáldið en hann náði sér strax aftur á flug og leit á Madame með nýja uppástungu á vör- um: — Þú kemur í göngutúr með mér í vor, þegar sólin fer ekki að sofa og farfuglarnir syngja alla nóttina. Við þurfum ekkert endilega að vera heima hjá mér, ég þekki ekki síður fugl- ana á Þingvöllum. — Mjög rómantískt, svaraði Madame. Mjög rómantískt — ég verð æ rómantískari með árunum, og þegar ég kem hing- að aftur í vor, ætla ég að taka með mér sérstaka gönguskó sem Gilbert hefur smíðað, skó sem eru sérstaklega hannaðir til gönguferða, utan vega. — Já, einmitt, skór til að ganga á utan vega, ég hlakka til að sjá þá, við bindum þetta fastmælum, og ég æfi mig enn betur að tala við fuglana. Eiginkonan leit á ráðherrann og setti upp vorkunnarsvip: — Er hann enn að tala um göngutúrinn? — Já, eða fugla, svaraði ráð- herrann. Þá rétti eiginkonan úr sér og sneri sér að Skáldinu: — Ráðherrann er upptekinn og þarf að fara á ríkisstjórnar- fund og ætlast ekki til þess, að við séum hér mjög lengi. Upplýsingar um fundinn komu ráðherranum greinilega á óvart, en eins og ástatt var, kunni hún ekki við að mót- mæla þeim beint, heldur sagði af diplómatískri vígfimi: — Þið hafið þetta bara eins og þið viljið. Síðan sneri hún sér að gesta- móttökustjóranum og sagði: — Guðbrandur, þú getur kannski sagt okkur, öllum hér við borðið, á hverju við meg- um eiga von í vor, ef sýningin kemur hingað til lands. Gestamóttökustjórinn sem hafði reynt að láta sig hverfa hingað til, sá sig nú tilneyddan til að leggja nokkur orð í belg. — Madame hefur skoðað þá sýningarsali sem eru á boð- stólum í höfuðborginni og líst einna best á nýja listasafnið í miðbænum. Hún mun sýna þar myndir sem ekki hafa verið sýndar opinberlega áður og hér er því um heimsviðburð að ræða, ef af verður. Þá er einnig uppi áætlun um að gefa út mjög veglega sýningarskrá í til- efni af hátíðinni og prenta veggspjald eftir málverki af Madame sem yrði þá jafnframt veggspjald fyrir hátíðina í heild. — Og ég get bætt því við, skaut Madame inn í, að það sem mun gera þessa sýningu merkilegri en aðrar sýningar sem ég hef haldið, er að lárvið- arskáld ykkar íslendinga, sem situr hér til borðs með okkur, hefur fallist á að skrifa formáls- orð að sýningarskránni sem mun gefa henni heimsbók- menntalegt gildi. Skáldið brosti sínu blíðasta og kinkaði kolli í takt við orð Madame. Ráðherrann gaf mót- tökustjóranum bendingu um að þessar upplýsingar dygðu og bætti við: — Þessi morgunverður hef- ur þá ekki verið til einskis, ef út úr honum kemur myndlist- arsýning sem er heimsvið- burður, formáli að sýningar- skránni eftir þjóðskáld okkar íslendinga. Skáld sem hefur tekið við verðlaunum úr hendi útlendra þjóðhöfðingja eins og Egill Skallagrímsson forðum. Madame setti upp spurnar- svip. Ráðherrann tók eftir því og bætti við: — Um Egil er til sérstök ís- lendinga saga, Egils saga. Egill var hetjuskáld og bjargaði höfði sínu með kvæði sem hann flutti Eiríki blóðöxi, auk þess sem Aðalsteinn Englakon- ungur rétti honum gullhring yf- ir bál... Allt í einu rak ráðherrann í vörðurnar og lauk ræðunni snögglega: — Við erum stödd í sögulegu húsi og hér gerast sögulegir at- burðir. Verði ykkur að góðu. — Formálsorð? át eiginkon- an upp. En enginn svaraði því. Svo tautaði hún við sjálfa sig: Allt á nú að nota. Er aldrei hægt að fá að vera í friði fyrir þessu fólki sem flaggar alltaf í

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.