Helgarpósturinn - 23.11.1995, Side 23

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Side 23
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 23 skjóli annarra. Nú risu allir úr sætum. Skáld- ið ætlaði strax kringum borðið að ræða við Madame, en eigin- konan tók handlegg hans traustataki og sagði ákveðið: — Ég ætla ekki að svíkja barnið um göngutúrinn, en ef þú ætlar að gera það, þá get- urðu orðið hér eftir, því ég er farin. Skáldið hristi af sér trausta- takið og sagði: — Hvaða æsingur er þetta eiginlega, hvaða æsingur er þetta. Eg þarf bara að segja ör- fáein orð við frúna og síðan kem ég með þér. En ef þér ligg- ur svona óskaplega mikið á, þá geturðu svo sem farið á undan og ein, ég get ekki bannað þér að vera með asa og æsing, ef þér finnst það fara þér vel. — Þau eru nú ekki svo „örfá- ein“ orðin sem þú hefur sagt við hana, hvæsti eiginkonan lágt. Skáldið gekk til Madame og tók hönd hennar. En nú snerist leikurinn við, því það var Ma- dame sem lyfti hönd Skáldsins upp og skoðaði hana og sagði: — Þetta er hönd listamanns, með langa og granna fingur. Þegar ég horfi á fólk, þá horfi ég alltaf fyrst í augun á því og síðan skoða ég hendurnar. Hendurnar eru þau verkfæri sem við höfum umfram dýrin, að geta málað og skrifað og skapað. Þegar ég skoða þessar hendur og þessa fingur sem hafa skrifað svo margar ódauð- iegar setningar á pappír og hlakka til að sjá þig aftur við opnunina. Ég tala við fuglana þar til í vor. Og svo kallaði Skáldið síð- ustu orð sín til móttökustjór- ans: — Þú getur sótt til mín for- málann að sýningarskránni strax í næstu viku. Eg ætla að skrifa hann samtímis á út- lensku og íslensku. Móttökustjórinn skrifaði þessar upplýsingar hjá sér í flýti. Daginn eftir var ekkjan heimsfræga flogin burt eins og farfugl. Hún hvarf jafn snögg- lega og hún hafði birst. Strax í vikunni eftir hringdi móttöku- stjórinn í Skáldið til að spyrj- ast fyrir um formálsorðin. En það var eiginkonan sem kom í símann og sagði að Skáldið væri upptekið og bað móttöku- stjórann þess að ónáða Skáld- ið ekki að sinni, því hann hefði verið hálflasinn upp á síðkast- ið. Móttökustjórinn sá sitt óvænna og lét ekkert heyra í sér á aðra viku. Þá hringdi hann aftur. Eiginkonan kom í símann og spurði strax: — Er það vegna formálans? — Já, svaraði móttökustjór- inn. — Já, hann hefur ekkert get- að átt við þennan formála. Ég veit ekkert hvað verður úr því. Við höfum verið svo upptekin, hér hefur sest upp heimsfrægt fólk, meira að segja erlendur óperusöngvari. A þetta fólk ekki nóg með sjálft sig? Hér er Eftir nokkra þögn heyrðist gelt í hundi og síðan voru úti- dyrnar opnaðar og þar stóð eiginkonan. Hún horfði á mót- tökustjórann eins og hún hefði aldrei séð hann áður. Leit jafn- vel niður á skóna hans og skoðaði hann hátt og lágt og sagði svo: „Aðrír í stofunni stein- þögðu og horfðu lotn- ingarfullir áþessar tvœr manneskjur sem virtust svo hugfangnar hvor af annarri.“ — Var það eitthvað sérstakt fyrir þig? — Eg ætlaði nú að fá að segja eitt, tvö orð við Skáldið, sagði móttökustjórinn. — Var það kannski út af þessum formála? spurði eigin- konan eins og hún væri að reyna að muna. — Já, meðal annars, sagði móttökustjórinn og fann að hitna fór í kolunum. — Þessi skýjahóra getur leit- að til annarra, ef hún þarf á for- mála að halda. Snorri skrifar engan formála. Þið getið gefið út ykkar sýningarskrá, án þess að leggja hann í einelti. Snorri þessi sami asi á honum, eins og öllum í þessari fjölskyldu? Láttu manninn hinkra við, ég þarf að segja við hann nokkur orð. Móttökustjórinn stóð kyrr á tröppunum og vonaði að Skáldið hefði fengið sínu fram- gengt og kæmi niður og opnaði dyrnar, en svo var ekki. Hann heyrði óljóst orðaskak handan hurðarinnar og svo varð þögn í húsinu. Móttökustjórinn hringdi í Madame og brá á það ráð að segja að Skáldið væri veikt og hefði því miður ekki getað skrifað formálann. Þetta þótti Madame ákaflega leitt og hún sagðist mundu senda Skáldinu sendibréf. Hún ætlaði að þakka honum fyrir góðviljann og óska honum góðs bata. Þetta bréf yrði sérstaklega fallegt, því hún notaði bréfsefni sem Greco hefði hannað og módel- umslög frá Pax. Dagarnir liðu og ekkert heyrðist frá Skáldinu. Mót- tökustjórinn gerði enn eina til- raunina til að hringja, en lagði á, þegar hann heyrði í eigin- konunni. Á síðustu stundu var list- fræðingur fenginn til að skrifa formála að sýningarskránni og í tímaþrönginni rétt náðist skráin úr prenti sama dag og sýningin opnaði. Madame kom til landsins með fríðu föruneyti, ekki að- eins einkalækninum þunn- hærða og hárgreiðslukonunni dökkbrýndu, heldur fylgdu Hrafn Gunnlaugsson ásamt Jacqueline Picasso, frú Vigdísi Finnbogadóttur og öðrum við opnun á sýningu á verkum Picassos árið 1986. ætla núna mín vegna að skrifa enn fleiri setningar, þá er ég að upplifa stóra stund. — Ég er að fara, kallaði eigin- konan fram úr forstofunni og var komin í pelsinn sinn og bú- in að setja upp pjáturhattinn. Svo strunsaði hún inn í stofuna og hreinlega togaði Skáldið með sér út, án þess að kasta einu orði á Madame. Madame setti aftur stút á munninn að skilnaði og kvaddi Skáldið með orðunum: — Við tölum saman við fugl- ana í vor. Og svo sjáumst við að sjálfsögðu aftur við opnun sýningarinnar. Mesti heiður sem mér gæti hlotnast væri, ef að þú gætir lesið eitthvað upp úr formálanum við opnunina, því það er mér miklu meira virði, heldur en að ég eða ein- hver skrifstofublók frá hátíð- inni fari að blaðra eitthvað. Þín orð eiga að opna sýninguna á verkum Leónardó. Og Skáldið kallaði yfir öxl sína, um leið og hann var dreg- inn út: — Ég skal gera mitt besta og aldrei stundarfriður. — Ég mætti kannski hringja seinna í vikunni? spurði mót- tökustjórinn. — Ég get náttúrlega ekki bannað þér að hringja, en það hefur ekkert upp á sig, svaraði eiginkonan og lagði á. Móttökustjórinn ákvað nú að fara aðrar Ieiðir. Hann vissi að á sunnudagsmorgnum rölti Skáldið stundum niður í fjöru að tala við fuglana og þá var hægt að rekast á hann einan eða með einhverju barnabarn- anna í nágrenni við húsið. Þetta var heiðskíran morgun í mars, þegar vorið daðrar augnablik við náttúruna og þykist vera til í allt, en er svo horfið með kuldahreti og frosti eftir fyrstu nóttina. Móttökustjórinn lagði bíln- um neðan við afleggjarann að húsinu og hugsaði ráð sitt. Hann sá bíl Skáldsins á hlað- inu, en engin ummerki um fólk. Svo ákvað hann að keyra upp að húsinu og lagði bílnum sín- um þar og bankaði upp á úti- dyrnar. Snorrason er engin sjoppa sem hægt er að kaupa í slikkerí við hátíðleg tækifæri. Ég er enginn smávörukaupmaður. Er ekki til nóg af fólki sem er tilbúið að selja sig? í því heyrðist umgangur á efri hæðinni og Skáldið kallaði niður: — Hvað sé ég, er þetta bíll- inn hans hjá Hátíðinni sem er hérna fyrir utan? Eiginkonan kallaði á móti: Nei. En Skáldið ætlaði ekki að gefa sig: Mér sýnist ég sjá bíl- inn hans. — Hann er að fara, kallaði eiginkonan á móti. Sneri sér síðan að móttökustjóranum og sagði skipandi: — Þú ert að fara. Síðan lokaði hún hurðinni á nef móttökustjóranum og það síðasta sem móttökustjórinn heyrði, var að Skáldið kallaði á móti: — Nei, láttu hann ekki fara, ég þarf að segja við hann nokk- ur orð. Hvað óskaplega liggur manninum mikið á. Er alltaf henni fimm útlendir blaða- menn og töskuberi sem virtist hafa það hlutverk að snúast stöðugt í kringum Madame eins og skopparakringla, og ýmist að draga að henni at- hyglina, eða meina mönnum aðgang að Madame, við allar ómögulegar og mögulegar kringumstæður. Þetta var blaðafulltrúi Madame. Hún spurði hvort Skáldinu hefði verið boðið við opnun- ina. Móttökustjórinn sagði að svo væri, honum hefðu verið sendir sérstaklega fjórir boðs- miðar. En hin glæsilega opnun fór fram án þess að Skáldið birtist. Það fór ekki á milli mála, að fjarvera Skáldsins brá skugga á gleði Madame. Hún spurði móttökustjórann, hvort hún ætti að hringja sjálf og rifja upp loforðið um fuglagöngu- túrinn, en móttökustjórinn kvað það óráðlegt úr því Skáld- ið hefði ekki getað mætt við opnunina. Þá var eins og Madame þætt- ist hafa gleymt þessu öllu sam- an og minntist ekki á Skáldið upp frá því, og hélt sig í nær- veru ráðherrans sem hún hafði greinilega hrifist af. Þetta var mjög óvenjuleg myndlistarsýning. Meira en helmingur myndanna voru af Madame sjálfri í ýmiss konar stellingum og útfærslum. Stundum hafði hún tvö nef, stundum þrjú og jafnvel fimm eða sex brjóst. Þá tók hún á sig ótrúlegustu gervi, ýmist sem drottning, norn, ambátt eða ferkantaður ávöxtur. Eitt sinn, í góðu tómi þegar rætt var um Leónardó, spurði móttökustjórinn mjög hæ- versklega, hvort Madame hefði einhverja áætlun um það að ganga að eiga annan mann. Þá brosti Madame sínu óræða brosi, setti stút á munninn og svaraði: — Þeirri konu sem hefur ver- ið hafin til hásætis í hjarta slíks manns, finnst aðrir karl- menn heldur bragðdaufir á eft- ir. Ég hitti nánast aldrei karl- mann sem hefur svo sterka út- geislun og persónuleika að hann veki áhuga minn. Kannski þyrfti ég að fara alla leið til íslands til að finna slík- an mann. Móttökustjórinn skildi ekki alveg, hvað átt var við með þessari athugasemd um ís- land, en sagði: — íslendingar hafa átt marg- ar hetjur. — Já, sagði Madame, og nú virtist hún skyndilega hafa les- ið sér til í Islendinga sögunum, því hún sagði: — Egill Skallagrímsson var mikil hetja. Þessu játti móttökustjórinn og bætti við að ekki hefði Gunnar á Hlíðarenda verið minni hetja. — Hann var ekki skáld, svar- aði Madame og þar lauk þeirri bókmenntaumræðu. Svo var Madame horfin öðru sinni. Og í þetta sinn flaug hún í einkaþotu. Sumarið leið hratt og sýning- in dró að sér fjölda gesta. Var framlengd í tvígang. Um haust- ið var óhjákvæmilegt að loka. Madame hafði lofað málverk- unum til annars lands. Á loka- degi heimsótti móttökustjór- inn sýninguna. í sýningarsaln- um voru fáir á ferli, en þá kom móttökustjórinn allt í einu auga á Skáldið, þar sem það stóð í enda salarins og horfði lengi á stóra mynd af Madame. Og þegar móttökustjórinn hugsaði sig betur um, sá hann að þetta var myndin sem ráð- herrann hafði flett upp á við morgunverðinn með Madame um veturinn. Móttökustjórinn gekk í nokkrum krókum til Skáldsins og stillti sér upp ekki langt frá. Eftir stutta stund varð Skáldið vart við móttökustjórann, heilsaði kurteislega og sagði: — Þetta er stórbrotin sýn- ing, helst þyrfti maður að geta verið hérna í nokkra daga, til að ná öllu sem verið er að segja í þessum myndum. Móttökustjórinn jánkaði því. — Þú hefður verið mjög upp- tekinn, er það ekki, út af öllu þessu hátíðarbasli? spurði Skáldið og leit á móttökustjór- ann, eins og móttökustjórinn hefði unnið sér eitthvað til saka. — Ja, ekki svo alvarlega, svaraði móttökustjórinn og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka, en bætti svo við: en það er í mörg horn að líta. — Nei, mér datt bara í hug, að þú hefðir verið mjög upp- tekinn, svaraði skáldið, því ég hafði lofað ekkjunni greinar- stúf í sýningarskrána, en það man náttúrulega enginn eftir svona gömlum karlfauski eins og mér, svo ég er ekkert hissa á því að hafa hvorki heyrt svo mikið sem bofs frá þér né kon- unni sjálfri. — Þú skrifaðir þá formálann, hrökk upp úr móttökustjóran- um. — Að sjálfsögðu, svaraði Skáldið, ég stend við það sem ég segi. Ég skrifaði bæði á ís- lensku og útlensku og hafði þessi orð til strax í vikunni eft- ir, en svo gleymist þetta og liggur ofan í skúffu hjá manni. Og þar liggur þessi pistill og verður trúlega ekki nokkrum manni að gagni. En ég hafði lof- að þessu og bjóst við að heyra eitthvað frá þér. Nú svo er líka til í því að greinin sé langt frá því að vera nógu góð, og að það sé þess vegna sem þið haf- ið ekki viljað birta hana, en mér hefði þótt vænt um ef henni hefði þá hreinlega verið hafnað, heldur en að ég heyri ekki í nokkrum lifandi manni og sé að ómaka mig. Nú sá móttökustjórinn þá leið eina út úr ógöngunum að grípa til lygi. Hann sagði, að hér væri trúlega um einhvern misskilning að ræða, því hann hefði staðið í þeim skilningi að Skáldið mundi senda greinina beint til Madame. — Beint til ekkjunnar, át Skáldið upp. Ég hafði ekki adr- essu þessarar ágætu konu, ef ég hefði ætlað að senda henni greinina, þá vissi ég ekki hvert ég átti að senda greinina. En auðvitað hefði ég gert það, ef þess hefði verið óskað. — Nú, sagði móttökustjór- inn og hugsaði sig um: En hún sagði við mig að hún ætlaði að senda þér bréf. Ég gaf henni upp nákvæmt heimilisfang hjá þér. — Ég hef ekki fengið neitt bréf frá þessari ágætu konu, svaraði Skáldið. — Ertu viss um það? spurði móttökustjórinn og áttaði sig ekki á því að með þessum orð- um var hann í rauninni að sýna Skáldinu dónaskap. — Er ég viss um það, sagði skáldið hátt, svo að heyrðist um allan salinn og bætti við: Auðvitað er ég viss um það. Ég veit nákvæmlega hvaða bréf ég fæ og hvaða bréf ég les. Ég hef ekki fengið neitt bréf frá þess- ari konu. En ef að ég er ekki nógu góður til að skrifa í svona bók eins og þessa, þá er það kannski ekkert stórslys. Ég var að lesa þessa bók og hún er af- skaplega ómerkileg. Þetta er tómt stagl og steingelt fræða- bull, ekki til innblástur í einni einustu setningu og í raun og veru til háborinnar skammar, að loksins þegar gefin er út á íslandi bók um þennan ótrú- lega mann, þá stendur ekki eitt einasta orð af viti í bókinni. Hafðu annars engar áhyggjur af því vinur, ef ég er fyrir mönnum, þá er ég fyrir mönn- um. Menn vilja ekki hleypa mér að, vegna þess að það er stöðugt verið að hjakka á því, að ég sé orðinn gamall og kalk- aður, þó mér hafi aldrei liðið betur en síðasta árið og aldrei langað meira til að skrifa. En maður verður víst að sætta sig við þetta. Enginn fær ráðið sín- um örlögum eða næturstað. Móttökustjórinn kvaddi Skáldið og gekk út. Meir en klukkutíma seinna, leit mót- tökustjórinn aftur inn í sýning- arsalinn og sá þá að Skáldið var þar enn og stóð í hinum enda salarins. í anddyri hússins mætti hann eiginkonunni sem stikaði fram hjá án þess að heilsa. Þegar móttökustjórinn var að keyra burt, sá hann eiginkon- una teyma Skáldið á eftir sér út í bíl. Og allt í einu rifjuðust orð Madame um Egil Skallagríms- son upp fyrir móttökustjóran- um. Gat verið að Madame hefði lesið Egils sögu svo vel, að hún vissi, að í elli sinni mátti hetjuskáldið þola að liggja örvasa fyrir fótum kvenna og vera skipað á brott þegar hann ætlaði að verma sig við eld.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.