Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995
leikhús
Þrek og tár
— Þjóöleikhús, fim., lau. (uppselt),
sun. (uppselt).
Enn eitt samstarfsverkefni Óla
Hauks og Þórhalls Sigurðssonar.
Glerbrot
— Þjóöleikhús, fös.
„Æ, það er líkt og svalt steypibað í
svækju að fá fær orð Millers yfir
sig á nýjan leik eftir langa bið. Að
vísu er það í þessari sýningu ekki
alveg frítt við mengun." (EE)
Taktu lagið, Lóa
— Þjóöleikhús, Smíöaverkstæði,
fim. lau. og sun. Uppselt á allar
sýningar.
Kardemommubærinn
— Þjóöleikhús, lau. (upps.) sun.
(upps.).
„Eg er þess fullviss að þessi
drengur [Bergur Þór Ingólfsson]
verður einn af þeim stóru, nóta
bene; ef ekki hendir slys „þarna
uppi“, hverju guð forði.“ (EE)
Sannur karlmaður
— Þjóðleikhús, fös. (upps.)
„Kúgun konunnar hafa troðið sér
inn í þessa sýningu ófyrirsynju
ásamt með tilhneigingu til að deila
á yfirgang karlrembusvínsins
Fernandos Krapp.“ (EE)
Súperstar
— Borgarleikhús, fim. og fös.
Lína langsokkur
— Borgarleikhús, lau. og sun.
Tvískinnungsóperan
— Borgarleikhús, lau.
„Fjörið verður minna en skyldi.
Hin háttvísu, bundnu fagmanns-
tök handanna í sviðsetningunni
fella nokkurn fjötur á hið glettna
óstýrilæti andans í höfundarverk-
inu.
Leikstjórinn hefur sem sagt ekki
skilið höfundinn rétt!“ (EE)
Við borgum ekki, við borgum
ekki
— Borgarleikhús, fös.
Farsi eftir Dario Fo. Að hætti
pizzuviðskipahátta hefur Borgar-
leikhúsið tekið upp: Kaupir einn
og færð tvo?!
Hvaö dreymdi þig, Valentína?
— Borgarleikhúsið, lau.
„Leikritið er rangtúlkað. Persón-
urnar á sviðinu eru ekki þær sem
höfundur reynir að lýsa í leikrit-
inu. Þar eru þær — í sem stystu
máli — miklu vitlausari og alit
sem þær iðka falskara." (EE)
Bar-par
— Borgarleikhús, fös. (upps.), lau.
(upps.) og sun.
„Þetta er sýningin." (EE)
Sex ballettverk
— Borgarleikhús, sun.
Madama Butterfly
— íslenska óperan fös. og lau.
Rocky Horror
— Loftkastalinn, fös. og lau.
Himnaríki
— Gamla bæjarútgeröin /' Hafn-
arfiröi, fös. (upps.), og lau.
Carmlna Burana
— íslenska óperan, sun.
„Það er einfaldlega svo mikið
fjör og lífsþróttur í sýningunni
að taugaveikluðustu menn
gleyma hvað þeir eiga oft erf-
itt.“ (EH)
Ævintýrabókin
— Möguleikhúsiö viö Hlemm,
lau. (upps.)
„Alveg frá upphafi skapaðist
eitthvert það trúnaðartraust
milli leikaranna allra — og
áhorfenda — sem gerir það að
verkum að ekkert annað skiptir
verulegu máli.“ (EE)
Sápa þrjú og hálft
— Hlaövarpinn, fim. og fös.
(upps.).
„Helga Braga er eins og heilt
gargandi fuglager með kostuleg
nef, rauðar lappir og leiruga
rassa, gjallandi, vellandi,
hneggjandi og skríkjandi." (EE)
Kennslustundln
— Hlaövarpinn, lau.
„Þetta er í einu orði sagt: Leik-
listin sjálf og sýning í sér-
flokki." (EE)
Maltviskí er eðaldrykkur sem á sér langa sögu. Á Hótel Holti má finna frábæran viskískáp sem í eru yfir 120 tegundir. Og nýlega
var stofnaður vískíklúbbur á (slandi. Sannarlega tímabært það. Jakob Bjarnar Grétarsson er þegar orðinn meðlimur.
Lífíð býður upp á meira en
viskí
— en ekki margt
Það er sagt að orðið viskí
sé þannig til komið að
Hinrik II, sem ríkti á Eng-
landi seinnihluta 12. aldar og
var mikill viskívinur, hafi átt í
erfiðleikum með að bera fram
orðin „Uisge Beatha", en svo
nefna Keltar drykkinn. Uisge
þýðir vatn og Beatha líf —
„vatn lífsins". Þetta var tungu-
brjótur fyrir Hinrik og hans
menn og í meðförum þeirra
þróuðust þessi keltnesku orð í
whisky. Viskí hefur orðið
mörgum lífsnautnamanninum
hugleikið. Titli þessa greinar-
korns er til dæmis bísað úr
grein eftir breska rithöfundinn
Anthony Burgess, („There are
other things in life than
whisky, but not many.“), sem
birtist í tímaritinu Scanor-
ama í febrúar 1992. Þar
á hann ekki orð til að
lýsa aðdáun sinni á
þessari guðaveig.
En íslendingar
sitja svo sem
ekki aftar-
lega á
merinni
þ e g a r
kemur
a ð
viskí-
i n u .
Menn eru almennt
sammála um að
þegar Hótel Holt er
annars vegar sitji
gæðin í fyrirrúmi.
Nýverið var stofn-
aður viskíklúbbur á
vegum hótelsins.
Hvatinn er forláta
viskískápur sem
hefur vakið mikla
athygli, meðal ann-
ars í sjálfu landi
viskísins: Skotlandi.
„Hingað hafa
komið háttsettir
breskir viðskipta-
jöfrar og þingmenn
sem hafa gist á hót-
elinu. Þeir hafa rekið upp stór
augu þegar þeir sjá skápinn og
spurt: Hver er það
sem hefur getað
Eiríkur Ingi við viskískápinn góða, sem vakið hefur athygli hérlendis sem eriendis.
Einn dýrgripurinn úr skápnum.
Longmom — Framleiðandi:
Seagrams/Chivas — Hérað:
Highlands — Svæði: Speyside (-
Lossie) — Litur: Bjartur, gullinn
— Angan: Margbrotin, stöðug.
— Fylling: Stöðug, mjúk. —
Bragð: Ferskleiki í fýrírrúmi,
blóma, ávaxta. — Eftirbragð:
Ferskt, mjúkt. Einkunn: 85.
safnað þessu saman? Margar
tegundir sem eru illfáanlegar á
Bretlandseyjum á almennum
markaði?“ segir Eiríkur Ingi
Friðgeirsson aðstoðarhótel-
stjóri. Hann, ásamt Þorfinni
Guttormssyni yfirþjóni, er í
forsvari fyrir viskíklúbbnum,
en þegar hafa um 60 manns lát-
ið skrá sig í hann. Eiríkur Ingi
gerir fastlega ráð fyrir að
meðlimirnir verði um 100 fyr-
ir áramót. Það er athygli vert
að enn eru ekki nema fjórar
eða fimm konur skráðar.
75% — vel þess virði
að smakka
Það er að mörgu að hyggja
þegar maltviskí er annars veg-
ar. Hugtökin „malt“ og „single"
eru mikilvæg. Single segir að
tiltekin flaska sé framleidd í
einu brugghúsi og aðeins einu.
Það brugghús framleiðir ein-
ungis single maltviskí og inni-
haldið hefur ekki verið bland-
að með framleiðslu annarra
aðila. Þetta atriði er ákveðin
trygging fyrir gæðum. Standi
orðið malt á flöskunni merkir
það að viskíið sé einvörðungu
gert úr möltuðu korni. Engum
öðrum efnum hefur verið
bætt við til að koma gerjun af
stað, svo sem sykri eða öðru
korni. En þetta er eitt af fjöl-
mörgu sem vert er að hafa í
huga þegar menn þræða sig
um refilstigu viskísins.
„Þeir sem gerast meðlim-
ir fá bók um sögu viskísins.
Síðan létum við útbúa litla
fræðibók þar sem sérstök
viskí eru tekin fyrir og
þeim gefin einkunn alveg
upp í hundrað punkta,“
segir Eiríkur Ingi.
Fræðiritið sem Eirík-
ur talar um byggist
á frægri bók eftir
Michael Jackson,
helsta viskísér-
fræðing verald-
ar. Nei, ekki
þann arma Mi-
chael Jackson
heldur Michael
Jackson frá Mi-
chael Jackson’s
Malt Whisky Cor-
poration, Dorling
Kindersley, London.
Hann er manna
snjallastur að lýsa
eiginleikum viskís. Það er hæg-
ar sagt en gert að lýsa lyktar-
og bragðeiginleikum. Til þess
þarf ákveðna ljóðræna hæfi-
leika. En að þeim viðbættum
þróaði Jackson svokallað 100
punkta kerfi þar sem 60» þýðir
gott en ekki eftirminnilegt, 75»
— vel þess virði að smakka,
80» — framúrskarandi og sér-
stakt, 90« — frábært!
Þetta er margbrotinn heim-
ur. Engar tvær tegundir eru
eins. Svo vitnað sé í rithöfund-
inn Maurice Walsh: „Ég veit
um lítinn bæ þar sem eru
sjö brugghús og ég þekki
snilling sem þekkir teg-
undirnar, sem þau fram-
leiða, í sundur á lyktinni
einni saman. Þessi sjö
brugghús eru við sömu á í
Highland, þau nota sama
vatn, sama mó og sama
korn. Aðferðirnar við eim-
inguna eru nákvæmlega
eins en þó eru þau frá-
brugðin hvert öðru og
hafa hvert sinn persónu-
lega ilm.“
Tilurð skápsins góða
Eiríkur Ingi segir að Þor-
finni beri heiðurinn af
skápnum. En upphafið má
rekja til Johns Bendix
taugalæknis. „John býr
hér skáhallt á móti og er
góður vinur okkar. Hann
er mikill áhugamaður um
skoskt maltviskí og kom
hér einhverju sinni með
flösku í farteskinu og sagði:
Jæja, hér er fyrsti vísirinn að
góðu viskísafni, og lagði sem
sagt til fyrsta innleggið.”
Eiríkur segir að þeir hafi
hlegið við og þakkað honum
góða hugmynd. „Svo settumst
við niður og spáðum í hlutina.
Þetta er kannski ekki svo galið.
Síðan skrifuðum við þó nokkuð
mörgum framleiðendum úti í
Skotlandi og náðum að smala
þessu saman í gegnum þá. Það
tók hátt í tvö ár að fá alla þessa
titla, sem eru komnir nokkuð
yfir hundrað.”
Framtakið var fljótt að spyrj-
ast meðal þeirra sem höndla
með viskí og framleiðendur er-
lendis höfðu samband við um-
boðsaðila sína hérlendis og
spurðust fyrir um Hótel Holt
og þennan skáp. Og umboðs-
aðilarnir voru fljótir að taka
við sér og hafa haft vakandi
auga með skápnum síðan. Það
á einnig við um breska sendi-
ráðið og í samráði við það var
ákveðið að halda skoska daga
7.-12. nóvember í tilefni þess
að skápurinn var fullmótaður.
„Allt hráefni kom frá Skot-
landi,“ segir Eiríkur Ingi. „Við
vorum með fjögurra rétta mat-
seðill: Byrjað var á birkireykt-
um sjóbirtingi, síðan kom hinn
frægi þjóðarréttur Skota: Hagg-
is. Honum hefur verið líkt við
Það er ekki sama hvernig menn bera sig
að þegar þeir smakka viskí: Samspil sjón-
ar, lyktarskyns og bragðskyns.
slátrið okkar, blóðmörinn. En í
raun og veru er það eina sem
er sameiginlegt að þessu er
troðið í vambirnar. Við notum
mestmegnis blóð í okkar slátur
en þessi útfærsla Stephens
Johnson frá veitingahúsinu
Butterfly í Glasgow er þannig
að hann notar innmatinn:
hjörtu, lifur og nýru, og síðan
mikið af höfrum sem hann
treður inn í. í aðalrétt var þá
hægt að velja á milli dádýrs,
skógardúfu og fasana. Og í eft-
irrétt var borinn fram
Drambuie- og haframjölsís
með berjasósu og hunangsfrjó-
korni. Þetta mæltist vel fyrir.“
Ekki dettur mér í hug að ef-
ast um það.