Helgarpósturinn - 23.11.1995, Side 28
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995
28
Harald G. Haralds leik-
ari er í hópi þeirra ian-
sömu sem tekst með
einhverjum hætti að verða
glæsilegri með hverju árinu
sem líður. Aðspurður um
galdurinn þar að baki svaraði
Harald því til að ef hann
þekkti formúluna væri hann
sjálfsagt orðinn forríkur.
„Ætli galdurinn sé ekki bara
sá að halda sér ungum í
anda, passa að festast ekki í
einhverju og hafa lífið í eilífri
endurskoðun."
Þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að Harald G. hreyfir
sig töluvert. Til dæmis hjólar
hann alltaf til og frá vinnu.
„Þótt það vaki ekki endilega
fyrir mér þegar ég er að hjóla
að halda mér í formi kemur
þessi hreyfing sér vel bæði
andlega og líkamlega," viður-
kennir hann.
Ein tilviljunin leiðir af ann-
arri, því Harald er líka lítt
meðvitaður um að hann hafi
stíl sem tekið er eftir. „Minn
stíll er allur meira og minna
tilviljunarkenndur. Klæðnað-
ur minn fer eftir verðri og
vindum og í hvernig skapi ég
er frá degi til dags.“
/ hvernig skapi ertu leður-
klœddur?
„Ætli ég sé þá ekki í frjáls-
legu skapi, sem ég er yfirleitt
dagsdaglega — vonandi.
Annars er þessi leðurstíll
minn bara einn af mínum fjöl-
mörgu andlitum,“ segir Har-
aid dulúðugur en viðurkennir
þó að til dæmis sá ítalski eigi
sterk ítök í sér og sé allt
öðruvísi. „Hann er öllu glæsi-
legri, á jafnvel við í virðuleg-
ustu boðurn."
Harald hefur altént þann
sans sem ekki er öllum gef-
inn. „Þá sjaldan að ég kaupi
mér föt reyni ég að fá mér
eitthvað sem endist í einhver
ár — sem merkir væntanlega
að ég hafi klassískan smekk.
Ég kannski forðast ekki bein-
línis að vera eins og aðrir, en
reyni þó meðvitað að vera
það ekki.“ Ergó: Harald hefur
persónulegan stíl og reynir
sem minnst að eltast við
tískubólur.
Leðurjakkinn?
„Mér var gefinn þessi leð-
urjakki í Colorado í sumar.
Eins og flest mitt áskotnaðist
mér hann af hreinni og klárri
tilviljun."
Leðurvestið?
„Vestið keypti ég í San
Francisco þegar til stóð að
kaupa belti."
Leðurstígvélin?
„Ég geng mikið í stígvélum
dagsdaglega. Þessi eru bara
ein af mörgum gerðum úr
safni mínu...“
Hvernig á ekki að nota farsíma
How to Travel with a
Salmon & Other Essays
Umberto Eco
Minerva 1995
Einhver kunningi Umbert-
os Eco sagði einhvern
tíma um hann að hann
æti bækur. Hann tætti þær í
sig. Hann rifi úr þeim blaðsíð-
urnar og styngi þeim upp í sig.
Svona væri Umberto Eco mik-
ill lærdómsmaður. Það er erf-
itt að bera á móti því, enda
þykir Umberto Eco líka gaman
að sýna.hvað hann sé lærður.
Bækur eftir hann eru flestar
eins og flugeldasýningar þar
sem hann er ekkert að lúra á
því hvað hann hefur lesið
skrítna og sérviskulega forn-
höfunda, en hvað hann er líka
vel með á nótunum í lágkúltúr
nútímans, sjónvarpi, fótbolta,
teiknimyndasögum, klámi.
Vissuð þið að það er hægt
að setja Lé konung upp í form-
úlu sem lítur svona út:
P xw2
— það gerir Umberto Eco í
prakkaraskap sínum í þessari
sprellfjörugu bók og raunar er
ekki djúpt niður á strákalætin í
þessum virðulega háskólapró-
fessor fremur en fyrri daginn.
Þetta er safn stuttra ritgerða
sem flestar hafa birst í blöðum
í einn tíma eða annan og þarna
tekur Umberto Eco að sér að
ieysa ýmis vandamál sem hrjá
nútímafólk. Lausnirnar eru yf-
irleitt ansi frumlegar og
vandamálin kannski ekki síð-
ur. Eða tæplega er það vansa-
laust að fá hollráð um hvernig
eigi að vara sig á ekkjum,
hvernig eigi að þekkja klám-
mynd, hvernig eigi að skrifa
inngang í sýningarskrá, hvern-
ig eigi ekki að nota farsíma,
hvernig eigi að
borða í flugvél,
hvernig eigi að
nota leigubíl-
stjóra, hvernig
eigi að borða ís,
hvernig eigi að
bregðast við
kunnuglegum
andlitum —
svo nefnd séu
fáein áleitin
próblem sem
Umberto Eco
skrifar um af
mikilli kát-
ínu.
Bakhliðin
• Ragnar „sót“ Gunn-
arsson, baðhúseigandi
og söngvari með meiru:
Gestur Einar
snillingur til
allra verka
Finnst þér vanta veitinga-
staði í miðborgina?
.,.!á, er ekki kominn tími á
það? Ég er kominn í straff á
þeim velflestum þannig að
það veitir ekkert af því.“
Hvert er mest góðmenni
núlifandi Íslendinga?
„Jón Ólafsson í Skífunni. Það
koma margir til greina en ég
ætla að skjóta á hann. Þetta
er maður sem kemur víst
öllum á framfæri og tekur
ekkert fyrir.“
Hvor vildirðu heldur vera:
Snorri Már Skúlason eða
Skúii Helgason?
„Ég myndi vilja vera Skúli
Helgason. Hann á svo vina-
legan pabba.“
Hvaða hlutur í þinni eigu
er í mestu uppáhaldi?
„Maður er nú nánast öreigi
en ætli það sé ekki rauði
Róverinn minn, sem ég verð
reyndar að hafa á öðru nafni
svo hann verði ekki tekinn
af mér.“
Hvað kanntu best að meta í
fari Jóns Viðars — gagn-
rýnandans snjalla?
„Eg hef ekki hugmynd um
hver maðurinn er.“
Hvort finnst þér Gestur
Einar betri sem útvarps-
maður eða sjónvarpsmað-
ur?
„Þetta er snillingur til allra
verka, en ég held að hann sé
betri útvarpsmaður. Ég lenti
í útvarpsviðtali ásamt hon-
um, við vorum tveir gestir
þáttarins og ég kom ekki að
einu orði og er ég þó ekki
þekktur fyrir að þegja.“
Hver er skemmtilegasta
starfsstéttin?
„Snjóflóðafræðingar. Ég hef
að vísu aðeins séð einn en
hann var líka skrambi flott-
ur.“
Heldurðu að Ríó tríó eigi
eftir að ná hápunkti ferils
síns?
„Jaeeeeaá eflaust. En
kannski ekki músíklega.“
Ef Þorgeir Ástvaldsson
myndi hætta sem útvarps-
maður, hvað ætti hann að
taka sér fyrir hendur?
„Ég held að hann ætti að
byrja á því að taka Bjarna
Dag með sér úr útvarpinu.
Svo getur hann farið að snúa
sér að einhverju öðru eins
og til dæmis að lesa Lottó-
tölur."
Hvaða íþróttamaður er
vanmetnastur að þínu viti?
„Það er ekki spurning. Logi
Már Einarsson, handknatt-
leiksstjarna í Þór með
meiru.“
Flnnst þér Sigurður Val-
geirsson myndariegur mað-
ur? (Ef svo er — hvað er
það einkum sem gerír hann
að þessu giæsimenni?)
„Er það ekki þessi með arn-
arnefið? Jájá, en samt er
hann svoiítið oddhvass í út-
liti, sem er styrkur og veik-
leiki í senn.“