Helgarpósturinn - 23.11.1995, Side 32
HELGARPOSTURINN
að vakti athygli í afmælis-
veislu Granda hf., sem haldin
var á dögunum, að Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra sá
sér ekki fært að heiðra þetta stór-
fyrirtæki í sjávarútvegi á afmæli
þess. Þorsteinn mun hafa verið
með einhvers konar móttöku sjálf-
ur á svipuðum tíma, en í afmælinu
var haft á orði að hann hefði líklega
átt auðvelt með að kíkja inn, en fjar-
veran rakin til þess að honum hefði lent harkalega saman
við varaformann Granda, Ágúst Einarsson, í þinginu
skömmu áður...
Viðtal Helgarpóstsins við Heiðar
Jónsson fyrir tveimur vikum
vakti eðlilega mikla athygli og í
sumum tilvikum ef til vill of mikla.
Þannig fregnaði blaðið af konu í Þing-
holtunum sem hugðist kaupa HP i
hverfisbúðinni sinni, en var þá tjáð
að blaðið væri uppselt. „Áttu ekki við
blaðið með Heiðari?" spurði kaup-
maðurinn. „Jú, einmitt," svaraði kon-
an. „Já, því miður, það er búið,“ sagði
maðurinn, en teygði sig jafnframt undir afgreiðsluborðið
og bætti við: „Viltu ekki bara myndina í staðinn?“...
Og þá eitt „sprenghlægilegt".
Mikill viðbúnaður var í sjón-
varpinu fyrir nokkru þegar
spurningaþátturinn Píla var tekinn
upp. Þátturinn er stílaður á börn og
unglinga og í umsjá Eiríks Guð-
mundssonar og Þóreyjar Sigþórs-
dóttur, sem bæði eru leikarar að
mennt. Einhver hafði tekið sig til og
hótað því að „sprengja þennan hrút-
leiðinlega þátt í loft uppíl. Eftir því
sem HP kemst næst var hótunin lesin upp á símsvara Þór-
eyjar. Hótunin var tekin hæfilega alvarlega en sprengju-
hótun er jú alltaf sprengjuhótun og því voru allir neyðar-
útgangar galopnir auk þess sem aðrar varúðarráðstafanir
voru gerðar meðan upptaka fór fram...
Greiddu atkvæði!
39,90 kr. minútan
Síðast var spurt: .g$}V .
Trúir þú vitnum sem
segjast hafa seo 31%
geimverur nnrnn &11-
ábrottá
Mikklubrau^,
I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur,
sem þeir geta kosið um í síma 904 1516.
Nú er spurt:
Á að breyta stjórnarskránni þannig
að hreinan meirihluta þurfi til að ná
kjöri sem forseti?
1. Já
2. Nei
avmnat
f Nýárskvöld ^
5 rétta kvöldverður
með skemmtiatriðum,
Skárren ekkert, Aggi
Slæ og tamlasveitin
og stuðband
Egils Ólafssonar. J
Danska smurbrauðs-drottningin Ida Davidsen kemur og
setur upp okkar vinsæla jólahiaðborð fimmtudaginn 23.
nóvember kl. 18.00.Ida mun verða með okkur dagana
23.-26. nóvember. Opið öll kvöld frá kl. 18.00 og í hádeginu
alla daga nema sunnudaga frá kl. 12.00 til 14.00.
Verð í hádeginu kr. 1.990. Verð á kvöldin kr. 2.790.
Borðapantanir í símum 551 1247 og 551 1440
HELGARPÓSTURINN
Fréttaskotið
552-1900