Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 4
4 BHH FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996 [yjirheyrsla ■ Aöeins þrír sölustaöir ÁTVR eru opnir á laugardðg- um og þá einungis í tvær klukkustundir. HP sló á þráö- inn til Þórs Oddgeirssonar, aöstoöarforstjóra ÁTVR og spuröi: Hvers vegna í ósköpunum? ÁTVR þrýstir ekki á pingmenn „Því er nú auðvelt að svara. Samkvæmt áfengislögum sem sett voru fyrir tuttugu árum er bannað að hafa áfengisverslanir opnar eftir tólf á hádegi á laugardögum. í kjölfar þeirrar lagasetningar var hins vegar sett reglugerð þar sem alfarið var bannað að hafa opið á laugardögum. Við vorum frekar óánægðir með þetta fyrirkomulag í reglugerðinni og nú í október var þessu ákvæði hennar breytt til samræmis við lög- in. I kjölfar þess var ákveðið að hafa þessar þrjár verslan- ir opnar á laugardögum." En afhverju er ekki opið á fleiri stöðum? Ekki íþyngir lagasetningin ykkur þar... „Þetta var nú bara sett upp til prufu — svona til að byrja með — og er bara ekki kom- ið lengra en það.“ Hafið þið ekkert þrýst á að fá þessum lögum breytt svo þið gœtuð fengið að hafa opið lengur — til sam- rœmis við aðrar verslanir? „Það er ákaflega erfitt fyrir okkur, að vera að þrýsta á Alþingi um að breyta lögum. Það held ég að sé ekki rétta aðferðin.“ Forsjármenn stofnunarinn- ar hljóta þó að segja þeim sem ráða frá sinu áliti... „Við verðum fyrst og fremst að fara eftir þeim lögum sem okkur eru sett. Ég sé ekki hvernig við gætum farið að því að þrýsta á um þessi mál. Og breytingar á áfengislög- unuin rjúka ekki beinlínis gegnum þingið." ,,/Vií var haldin útsala hjá ykkur um daginn og úr varð stórfrétt. Afhverju gerið þið ekki meira af svonalöguðu og bjóðið jafnvel upp á tilboð — eins og aðrar verslanir? „Þessi vara hjá okkur er ekki sambærileg við aðrar vörur. Innkaupaverð vörunnar er þannig ekki nema lítið brot af söluverðinu því restin er skattheimta ríkisins. Og mönnum hefur til þessa þótt vafasamt að gefa mikinn af- slátt frá skattheimtu.1' En er það ekki skárra en að sitja uppi með vöru sem selst ekki? „Nei, ekki endilega. Það getur til dæmis komið betur út fyr- ir afraksturinn, að fólk kaupi frekar annað áfengi en að selja því áfengi sem selst illa með afslætti." Á mánudaginn var haldin útsala hjá ÁTVR. Það hlýtur að teljast til undantekn- inga þegar útsala fyrirtækis verður eins fréttnæm og þessi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að einokunarfyrirtækið ÁTVR hefur ekki elt aðra verslun í landinu auk- inni þjónustu við viðskiptavini, enda ekk- ert þurft að glíma við samkeppnislögmál- in. Smávegis viðhorfsbreyting I þjónustu- átt varð þó fyrir nokkru þegar ákveðið var að hafa verslanir fyrirtækislns við Austur- stræti og Stuðlaháls i Reykjavik og á Akureyri opnar á laugardógum milli klukkan tíu og tólf. -EBE aHjalta Jóni Sveinssyni ritstjóra tímaritsins Hestsins okkar og Birni Eiríkssyni útgefanda þess var stefnt af séra Halldóri Gunnarssyni í Holti og Reyni Sigursteinssyni á Hlíöarbergi tyrir meiöyrði og brot á höfundarétti. Krafist var milljóna í miskabætur. Nú er dómur fallinn og Sæmundur Guðvinssön kynnti sér málavöxtu. Sýknaðir af öllum kröfum eir hrossabændur, séra Halldór Gunnarsson í Holti og Reynir Sigur- steinsson á Hlíðarbergi, riðu ekki feitum hesti frá stefnu sinni á hendur Hjalta Jóni Sveinssyni ritstjóra Hestsins okkar og Birni Eiríkssyni útgefanda tímarits- ins. Hrossabændurnir kröfðust þess að tiltekin ummæli í tímaritinu yrði dæmd dauð og ómerk, ritstjóri og útgefandi dæmdir í sektir til ríkissjóðs og til að greiða tvær milljónir í miskabætur og til greiðslu málskostnaðar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði útgefanda af öllum kröfum þar sem ritstjórinn skrifaði hina kærðu grein undir nafni. Hjalti Jón Sveinsson var sýknaður af öllum kröfum tvímenninganna og þeir dæmdir til að greiða stefndu alls 300 þúsund krónur í málskostnað. Halldór Gunnarsson og Reynir Sigur- steinsson eru báðir meðal eigenda Isen hf. sem á meirihluta í ISAVSA á móti Lit- háum. Þar í landi ætlaði ISASVA að stofna og reka ræktunarstöð fyrir íslenska hesta og „stærsta hrossabúgarð Evrópu“, eins og Jörmundur Ingi Hansen fyrrum fram- kvæmdastjóri búgarðsins orðaði það í blaðaviðtali. Þessar áætlanir um að stunda ræktun íslenska hestsins í Litháen og flytja hartn þaðan til annarra landa hleyptu illu blóði í ýmsa innan Félags ís- lenskra hrossabænda. Opinberir styrkir voru veittir til þessa verkefnis auk þess sem sótt var um tugmilljón króna lán úr Norræna fjárfestingabankanum. Kröfur stefnenda í marshefti Hestsins okkar skrifaði Hjalti Jón Sveinsson um þetta Litháen- mál. Annars vegar var um að ræða for- ystugrein og hins vegar grein undir fyrir- sögninni „Gluggað í greinargerð" þar sem fjallað var um greinargerð ISASVA vegna 745 þúsund dollara lánsumsóknar til Nor- ræna fjárfestingabankans. í stefnu Hall- dórs og Reynis eru tilgreind 14 ummæli og gerð krafa um að þau verði dæmd dauð og ómerk. Sem dæmi má nefna að stefnt er vegna millifyrirsagnarinnar „Prestur og allsherjargoði" en þar er átt við séra Halldór og Jörmund Inga alls- herjargoða Ásatrúarsafnaðarins. Þess er krafist að Hjalti Jón og Björn verði dæmd- ir í sekt í ríkissjóð fyrir ummælin 14 og þær aðdróttanir um fjármálasukk, sóun á almannafé og svik við Félags hrossa- bænda sem í tilgreindum ummælum fel- ast. Þá er þess krafist að viðurkennt verði að höfundaréttur stefnenda hafi verið brotinn með því að birtar voru í Hestin- um okkar þýðingar úr lánsumsókninni til Norræna fjárfestingabankans. Þá kröfðust Halldór og Reynir þess að stefndu yrðu dæmdir til að greiða þeim tvær milljónir króna ásamt dráttarvöxt- um í miskabætur. Sömuleiðis að þeir greiði 150 þúsund krónur til þess að kosta birtingu dómsins í öllum dagblöð- um og tímaritum landsins. Einnig að stefndu verði látnir greiðan málskostnað. Halldór Gunnarsson bar að sér hefði sárnað umrædd skrif í Hestinum okkar en þau hafi verið liður í aðför að sér. Hann kvað lán það sem sótt var um ekki hafa fengist, viðfangsefnið væri allt í uppnámi og mikil hætta á að verulegar fjárhags- skuldbindingar falli á hann. í skýrslu Reynis Sigursteinssonar fyrir dómi kom fram að hann teldi umstefnd skrif hafa Holti: Krafðist þess að tiltekin atríði í Hestinum okkar yrðu dæmd dauð og ómerk og rítstjóri og útgefandi tímarítsins í háar sektir. miðað að því gera tortryggilegt fyrirtæki sem hann eigi aðild að. Kröfum vísað á bug Þeir Hjalti Jón Sveinsson og Björn Eiríksson gerðu þær dómkröfur að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnenda og þeim tildæmdur málskostnaður að mati dómsins úr hendi stefnenda. Fyrir dómi vísaði Hjalti Jóns Sveinsson því á bug að umstefnd ummæli væru lið- ur í samsæri. Hann kvaðst engra hags- muna hafa að gæta í sambandi við hrossaræktun og ekki hafa biandað sér í deilur hrossabænda um Litháenmálið. Tilefni skrifanna hafi eingöngu verið það sér hafi fundist umfang málsins og lána- fyrirgreiðsla þeirrar, sem sótt var um, vera þvílíkt að rétt væri að upplýsa les- endur um hvað væri á seyði. Hjalti Jón vísaði til þess að þar sem tjáningarfrelsi þegnanna sé stjórnarskrá- verndað og að auki tryggt með ákvæðum 10. greinar Mannréttindasáttmála Evr- ópu, verði að ætla honum sem ritstjóra tímarits hæfilegt svigrúm til að gangrýna það sem gagnrýnivert sé í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Ummælin sem krafist sé ómerkingar á, séu mjög almenns eðlis. Gróflega megi skipta þeim í þrjá þætti: Al- mennar hugleiðingar stefnda í leiðara og í greinargerð tímaritsins um fyrirætlanir stefnenda og félaga þeirra. í öðru lagi fyr- irsagnir og millifyrirsagnir í greinargerð stefnda. Og í þriðja lagi beinar tilvitnanir í skýrslu stefnenda. Hvergi sé að finna ummæli sem komi æru stefnenda við. Augljóst sé að útilokað sé að krefjast ómerkingar á ummælum sem orðrétt séu höfð upp úr skýrslu stefnenda sjálfra. Sýkn af öllum kröfum Með dómi Sigurðar Halls Stefánssonar héraðsdómara voru stefndu sýknaðir af öllum kröfum stefnenda. Björn Eiríksson og Skjaldborgarútgáfan voru sýknaði þeg- ar af þeirri ástæðu útgefandi ber aðeins ábyrgð á efni ef enginn nafgreindur höf- undur er til staðar. Hjalti Jón Sveinsson ritstjóri þótti ekki með umfjöllun sinni og þeirri gagnrýni sem þar má greina hafa Hjalti Jón Sveinsson ritstjórí Hestsins okkar: Varðist fimlega öllum ásökunum Halldórs Gunnarssonar og Reynis Sigursteinssonar og var dæmdur fullkomlega sýkn saka. Jörmundur Ingi Hansen: Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri ræktunarstöðvar ISASVA í Lithá- en þar sem meiningin var að reka ræktunarstöð fyrír íslenska hesta og „stærsta hrossabúgarð Evrópu". farið út fyrir þau mörk sem sett eru rétti manna til tjáningarfrelsis samkvæmt stjórnarskrá Islands og 10. greinar mann- réttindasáttmála Evrópu. Hjalti Jón var sýknaður af kröfu um miskabætur með vísun til þess að ekki hafi verið gert lík- legt að stefndendur hafi orðið fyrir tjóni eða miska af umstefndum skrifum hans um skýrslu stefnenda sem víða hafði far- ið og verið til umræðu manna á meðal og á opinberum vettvangi. Hins vegar voru stefndendur dæmdir óskipt til að greiða stefndu alls 300 þúsund krónur í máls- kostnað. Það var Steingrímur Þormóðsson hér- aðsdómslögmaður sem rak málið fyrir Halldór Gunnarsson og Reyni Sigur- steinsson en Skarphéðinn Þórisson hæstaréttarlögmaður fyrir hina stefndu. NÝ STJÖRNUSPÁ Á HVERJUM DEGl hvað ber dagurinn í skauti sér? S P Á S í M I N N 904 1414 39.90 mfnútan hvernig hljómar þú á brandaralínunni? þú getur bæði hlegiö aö gríni annarra og lesið inn þitt eigiö grín! segið gamansögur 904 1030 39.90 mlnútan

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.