Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR1B. APRÍL1996 |hlutverkaleikir Vampíruspil Nafn: „Vampire: The Masqu- erade“ (VTM). Tegund: Spunaspil. Útgáfuár: 1992 Útgefandi: White Wolf. F'jöldi spilara: Þaö er ekki til staölaður fjöldi þátttakenda í hvert skipti. Það fer allt eftir því hversu vel hópurinn hefur undir- búiö sig. Æskilegast er þó, aö ekki séu fleiri en sex að spila í einu til þess að spilið gangi ekki of hægt. Skemmtilegast er að fjórir til sex spili hverju sinni. Spilatími: Mjög breytilegur. Allt frá klukkutíma og upp í sólar- hring. Það fer allt eftir úthaldi og áhuga og eins þeim tíma sem hver og einn gefur sér. Oftast tekur fólk sér tvo til þrjá tíma í aö spila og þá er reynt að byrja á og klára einn kafla eða hluta í sögu. Um leikinn sjálfan: Spilið gerist í svokölluðum „Storytelling"- heimi White Wolf útgáfufyrirtæk- isins, en í honum fyrirfinnast ým- is kvikindi —til dæmis vampírur, varúlfar, galdramenn og draugar — sem öll búa yfir yfirnáttúruleg- um kröftum. En VTM tengjast fleiri sjálfstæð spil: „Werewolf: The Apocalypse", „Mage: The Ascention" og „Wraith: The Oblivion". Spilahópurinn skiptist niöur í stjórnendur og spilara. Hver spilari skapar sér persónu sem af einhverjum ástæðum hef- ur orðið að vampíru og hann get- ur hugsað sér að túlka. Vampír- urnar skiptast svo niður í fjöl- marga flokka sem hver um sig hefur sín einkenni, krafta og veik- leika. Því næst semur stjórnand- inn sögu þar sem persónur spil- aranna eru settar í ýmsar stöður. Þær einkennast oftast af vanda- málum sem spilararnir reyna síð- an að leysa eftir bestu getu með samvinnu, rökhugsun og mati á athöfnum persónu í hverri stöðu. Alls óvíst er um niðurstöðuna. Útgáfumáti: Til er fjöldi bóka og aukahluta sem innihalda nytsam- legar upplýsingar er geta hjálpað fólki að komast betur inn í VTM. Frumleiki: Hugmyndin um vamp- írur er náttúrlega ævaforn, en hefur þó ekki áður verið gerð svona góð skil í spili. Sjálft spila- kerfið er nokkuð sniöugt og alls ekki of flókiö. Kostir: Kerfið er einfalt sem gerir spiliö vel skiljanlegt flestum. Auk þess hentar þaö mjög vel fólki er hefur gaman af sögum um vamp- írur og þess háttar. Viðkomandi áhugamenn ættu því að geta skemmt sér vel við að bregða sér í hlutverk vampíra á heima- slóðum. Gailar: Fyrir þá sem ekki hafa gaman af vampírum er spilið lík- lega ekki mjög áhugavert og þess vegna henter það varla vel nema fyrir tiltekinn og nokkuð þröngan hóp. Þaö er líka óþægi- legt, að vegna allra bókanna sem er þægilegt að eiga þá kost- ar þátttakan dálítinn þening. Eitt- hvað ætti fólk þó að geta skipt með sér bókanotkuninni og lán- að þær sín á milli. Heiidareinkunn: ★★★ Vamp- ire: The Masquerade er skemmtilegt spil fyrir þá sem hafa áhuga á vampírum, en hent- ar síður fýrir aðra. Það er þó til- tölulega einfalt að spila, en hef- ur nokkurn kostnað í för með sér. -Indriöi Stefánsson Mótorsmiöjumenn hafa verið áberandi aö undan- förnu og þykja hafa náö ágætum árangri viö aö hjálpa unglingum í vímuefnavanda. í gær var hald- inn stórfundur um fíkniefnamál á vegum Æskulýös- sambands íslands og meðal þátttakenda var Mótorsmiðju- maðurinn Björn Ragnarsson. Af því tilefni ræddi Eiríkur Bergmann Einarsson við Björn um hans eigin dópreynslu- heim, forvarnastarfiö og hversu ómarkvisst það nú er. Ómarkvissar áróðursbombur ná ekki eyrum dóparans Umræðan um hina „útúr- dópuðu æsku“ hefur nú um nokkurt skeið verið hávær. í gær var þannig haldinn fund- ur á vegum Æskulýðssam- bands íslands í samvinnu við Mótorsmiðjuna og Janfningjaf- ræðslu framhaldsskólanema. Yfirskrift fundarins var „Ví- mill, vímuefni eru góð ef þú villt viðhaida vondu ástandi!“ Þeir félagar í Mótorsmiðjunni hafa náð töluverðum árangri í forvarnastarfi og hjálpað mörgum „vandræðaunglingn- um“ við að snúa frá villu síns vegar. //Pspjallaði af þessu til- efni við Björn Ragnarsson, einn af höfuðpaurum Mótor- smiðjunnar. Bjössi.. Til að byrja með: Hvað í fjáranum er „vímill“? „Ég veit í rauninni ekki hvað- an þessi nafngift kemur. Hún er allavega ekki ættuð frá okk- ur í Mótorsmiðjunni. Senni- lega er þetta eitthvað annað orð yfir fíkil.“ Hvert var annars hlutverk Mótorsmiðjunnar á þessum fundi með ÆSÍ og Jafn- ingjafrœðslunni? „Við hjá Mótorsmiðjunni er- um eiginlega bara hluti af stór- um hópi fólks sem fjallar um og vinnur við mál af þessu tagi. Við höfum okkar ákveðnu aðferðir og öðruvísi sjónar- horn en flestir aðrir; sjónar- horn sem við látum glögglega koma fram á fundum sem þessum. Við reynum að náig- ast unglinginn persónulega. Og við viljum skilgreina for- varnirnar miklu betur og sneiða þær niður. Eitt aðal- málið í okkar huga er það, að þeir sem vinni að forvörnum greini mun betur niður sín til- teknu svið — og átti sig á þeim leiðum sem þeir hafa til að ná markmiðum sínum.“ Mótorsmiðjumaðurinn Björn Ragnarsson: „Forvarnastarf- ið er ákaflega ómarkvisst. Áróðrinum er dreift um allt með átökum og látum: vegg- spjöldum og bæklingum dælt yfir lýðinn í óvissri von um að það virki. Einnig hefur for- varnastarfið verið alltof mik- ið í fræðslustíl. Það, að ein- hver ákveður að segja Nei takk! við dópi í partíi liefur voðalega lítið með línurit að gera. Við viljum færa þetta nær einstaklingnum.“ Ertu að segja að þeir sem standa í forvörnum hafi ekki nægilega skýr markmið? „Já. Ef við lítum til dæmis á skólana þá fara þeir einung- is eftir einhverri opinberri stefnu stjórnvalda í þess- um málum. En mál- ið er, að hver skóli ætti í reynd að hafa eigin stefnu í forvarnamálum og setja nákvæmlega niður fyr- ir sér hvernig þeir vilji nálgast þessi mál. Einnig ættu íþrótta- félögin og félagsskapur á borð við skátana að gera það líka. En það heyrist svo til ekkert frá þessum aðilum. Og slíkt ástand er hættulegt, því þessir aðilar eru að vinna með krökk- um á áhættualdri, en virðast hreinlega ekki vita hvað þeir eru að gera. Orðið forvarnir er til að mynda óskilgreint hug- tak og stendur eitt og sér sem einfaldlega eitthvað stórt og feitt orð.“ Er forvarnastarf þá á heildina litið á villigötum? „Það er kannski ekki á villi- götum. En það er ákaflega ómarkvisst. Þetta er svona blanket-bombing-stefna eins og einhver orðaði það. Áróðrin- um er dreift um allt með átök- um og látum: veggspjöldum og bæklingum dælt yfir lýðinn í óvissri von um að það virki. En þessi stefna er algerlega ómarkviss. Þetta er gerum-eitt- hvað-stefna. Einnig hefur for- varnastarfið verið alltof mikið í fræðslustíl — stíl sem er svo sem ágætur upp að ákveðnu marki — en krakka sem er í áhættuhópi dettur vart í hug að taka mark á einhverri töl- fræði um áhættur sem fylgja fíkniefnaneyslu. Það, að ein- hver ákveður að segja Nei takk! við dópi í partíi hefur voðalega lítið með línurit að gera. Við viljum færa þetta nær ein- staklingnum.“ Er þetta þá frek- ar spurning um tísku og félags- skap? „Já. Kynningin á sér fyrst og fremst stað í vinahópnum. Þar eru vímuefnin kynnt. Og þar er sölumennskan og þrýstingurinn: hin raunverulega jafn- ingafræðsla." Hvernig takið þið á þessum svokölluðu „vandrœðakrökkum“ þegar þeir koma til ykkar? „Við tökum ekkert á þeim. Það sem við segjum við þau er: Við höfnum því sem þú ger- ir, en við höfnum þér ekki sem persónu. Þú ert ágœtur eins og þú ert. Hvernig sem þú lýtur út. Það er þitt mál, en það sem þú ert að gera er að eyðileggja þig! Ég vil hins vegar taka það fram, að hjá okkur í Mótor- smiðjunni eru engir krakkar sem eru ennþá í dópi eða rugli. Við nálgumst krakkana á jafningjagrunni og reynum að byggja upp sjálfstraust þeirra. Við segjum við þá, að ef þeir virði sjálfa sig þá þurfi þeir ekki á vímuefnum að halda. Enda vita allir unglingar innst inni að dópneysla er rangt at- hæfi.“ Nú eruð þið í Mótorsmiðj- unni flestir fyrrverandi dó- parar. Hjálpar það mikið — að þekkja reynsluheiminn — við að nálgast krakkana? „Það hjálpar í rauninni ekki til að öðru leyti en því, að við er- um oft á tíðum með opnara hug- arfar. Það er hugarfarið sem skiptir máli, en ekki dópreynsla. Að sjálfsögðu getur það þó hjálpað til. Maður þekkir óneit- anlega málfarið og annað slíkt.“ Er reynsluheimur X-kyn- slóðar-dóparans í dag, annar en þegar þið stóðuð í þessu á síð-hippatímabilinu? „Það er alveg klárt að við þekkjum vel til þótt tískan sé önnur nú. Þetta er klárlega spurning um gagnkvæma virð- ingu. Ég meina: við lítum bara á X-arann eins og hann er. Hann er alveg ágætur með sína húfu og buxurnar á hælunum. Það er bara hans mál. Og við virðum það. Og hann virðir okkar hippaklæðnað. En þetta er bara ekki málið þó að það hafi kannski einhver áhrif við fyrstu kynni. Við gefum svona ákveðið samþykki með því að vera hálftuskulegir til fara, svona að- eins fyrir utan þjóðfélagsnor- mið.“ Nýir eigendur hafa tekið við skemmtihúsinu Tunglinu viö Lækjargötu og ætla að opna staðinn endurnýjaðan innan nokk- urra vikna. Veitingahúsið Ingólfscafé ætlar augljóslega að mæta þessari samkeppni af krafti og Björn Leifs- son, eigandi Ingólfscafé og líkamsræktar- kóngur, er þannig nýkominn að utan þar sem hann komst yfir meira en aldar gamlar innréttingar. Þær hyggst hann nota til þess að endurnýja stóran hluta Ingólfscafé. Inn- réttingarnar munu nánar tiltekið fengnar úr gömlu geðsjúkrahúsi í Glasgow og meðal eð- almuna þar innanum má nefna forláta arinn sem á stendur skýrum stöfum Glasgow Mad House. Mun þetta glæsilega eldstæði fá að njóta sín á skemmtistaðnum í allri sinni dýrð. Mestmegnis eru innréttingarnar þó úr panel og mahóní, en að auki fylgir með í pakkanum til landsins nokkuö af risavöxnum húsgögnum úr svokölluðum stjórnarherbergj- um. Þar sem þau eru hins vegar heldur fyrir- ferðamikil í sniöum veröur þeim ekki komið fyrir í Ingólfscafé heldur seld hæstbjóðenda. Ekki verður lokað vegna breytinganna, en bú- ist er við aö þær verði kláraðar fyrir mánað- armót. Það vonandi að stemmningin eftir breytingarnar verði í takt við nýju innrétting- arnar: Geðveik... SSSól — sem fer brátt að teljast með líf- seigari hljómsveitum íslandssögunnar — ætlar í sumar sem fyrr aö leggja land undir fót. Að vanda fer þar Helgi Bjömsson fremstur í flokki, en líkt og Bo Halldórsson er talinn eiga Hótel ísland er Helgi Björns eigandi þjóðveganna. í félagskap hans verða í sumar þeir Bjöm Ámason bassa- leikari, Eyjólfur Jóhannesson gítarleikari og Hafþór Guðmundsson trommuleikari. Af þessari upptalningu er jafnframt Ijóst, aö enginn hljómborðsleikari er enn sem komið er innanborðs og leita sólarmenn að einum slíkum með logandi Ijósi til þess að slást með í félagsskapinn... fftir að Tommi á veit- Jingastaðnum Hard Rock leigði út rekstur Hótels Borgar fyrir skömmu er þaö mál manna að andi gullaldartímans svífi þar yfir vötnum. Sérstök stemmning hefur verið á Hótel Borg undanfarnar helgar, en þar og hafa einkum verið að hittast gamlir liðsmenn Glaumbœjargengisins — auk fleira af áberandi fólki í samfélaginu. Það sem eink- um hefur náð að ýta undir stemmninguna er að margra mati hljómsveit hússins sem spil- ar þar allar helgar gömlu góðu blús- og djasslögin... Bubbi Morthens er þessa dagana að leggja upp í sitt J árlega tónleikaferöalag og hef- ur leikinn á Vesturlandi, treður því næst uppá á Norðurlandi — og ferðast síðan fram og til- baka milli landshlutanna. Trúbadortónleikar Bubba á landsbyggðinni fara að venju fram í öllum tiltækum félagsheimilum, krám, leik- húsum og skemmtistöðum. Tónleikarnir hefj- ast í Búðardal á föstudagskvöldið, en það- an veröur haldið sem leið liggur um Sauðár- krók, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Súða- vík, Isafjörð, Hólmavík, Hvammstanga, Blönduós, Ólafsfjörð, Siglufjörð og end- að á Akureyri sunnudaginn 5. maí. Þess má geta að grunnskólinn á Borðeyri veröur vettvangur tónleika kóngsins hinn 1. maí, eða á frídegi verkamanna. Ætti þar að vera um sérstaklega forvitnilega samkomu að ræða, því einmitt þessi dagur hefur jafnan verið Bubba hugleikinn...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.